Morgunblaðið - 26.06.2007, Page 14

Morgunblaðið - 26.06.2007, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● FJÁRFESTINGAR stjórnenda Straums-Burðaráss í bankanum fyrir helgi gefa til kynna að þeir telji hluta- bréf bankans vanmetin. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Glitnis í kjölfar kaupa Samson Global Hold- ings í eigu Björgólfsfeðga á 2,7% hlut í Straumi. Kaup Áningar ehf., fé- lags í eigu Friðriks Jóhannssonar, fyrrverandi forstjóra Straums, renna einnig stoðum undir ályktunina. Greining segir bankann hafa verið samkvæman stefnumörkun sinni og hafa uppfyllt öll yfirlýst markmið. Í ljósi þessara þátta og verðkenni- talna bankans séu fjárfestingar- tækifæri í Straumi-Burðarási um þessar mundir. Ónægar upplýsingar á markaði standi þó í vegi fyrir öruggri spá um fjárhagslegan fram- gang bankans. Vannýtt færi í Straumi          !  " #$%&'$(() "# $ %$  7# 8( . 9&47# # 8 7# ( ( 8: (&  :  (& 9&47# ; .69&47# +9&47# 9 ( 3 7# <#2 4 #= !   " 40 !3 7# +  3    7# *  7# *& 8 7 & 7# (  -; /  /#37# > 7# ' # ( )*  2? ( 7#  ! 9&47# @&A ; B8   9&4<& !7# B8   89&47# C57  7# D A 7# DA!! !  (6 7# E  (6 7# " + ( ,  F (A   F& <;9  7# < 4  7# -*. / * $   $  $   $   $  $     $     $  $  $  $    $                                         <  .  4(  ! D 3&,&  ! G " 4                     - -  -   - -                                                   E  4( , ) D<H (7!  (  6 .  4(                    - -  -   - - I ! ( .  .                             J*K J*K     %$ &$ L L J*K 3;K    &$ &$ L L I&MN& C  O     %$ %$ L L I K  %$ %$ L L J*K4 J*K+     %$ &$ L L ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista hækk- ar enn og nam hækkun gærdagsins 0,51% er Kauphöll OMX á Íslandi var lokað. Stendur vísitalan nú í 8.278,77 stigum. Mest hækkun var aftur á bréfum Føroya Banka, 2,00%, en langmest lækkun á verði hluta- bréfa Atlantic Petroleum, eða sem nam 5,78%. Heildarvelta nam um 9,7 millj- örðum króna en þar af voru viðskipti með hlutabréf 8,5 milljarðar. Mest viðskipti voru með hlutabréf Glitnis, en þau námu tæpum 3 milljörðum. Glitnir tæpan þriðjung ● NÝTT yfirtöku- boð Novators í Actavis sem birt var á föstudag þykir innihalda óvenjulegt ákvæði að mati Greiningar Glitn- is. Er þar átt við að þeir hluthafar sem samþykkja tilboðið eiga rétt á aukagreiðslu ef Novator ráðstafar 10% eða meira af hlut sínum í Actav- is til þriðja aðila innan 12 mánaða frá því að tilboðstíma lýkur. Í Morgun- korni Greiningar Glitnis er talið að þessu ákvæði sé ætlað að slá á áhyggjur hluthafa af því að Novator hyggist fljótlega selja félagið áfram til annars lyfjafyrirtækis. Tilboð Novators hljóðar upp á 1,075 evrur á hlut, sem Greining tel- ur sanngjarnt. Stjórn Actavis hefur mælt með tilboðinu. Óvenjulegt ákvæði Actavis Fékk betra boð frá Novator. ● SEÐLABANKINN í Svíþjóð, Riks- bank, hækkaði stýrivexti sína í síð- ustu viku um 25 punkta eða í 3,5% og hafa þeir ekki verið hærri í fjögur ár. Í Hálffimmfréttum segir að hækk- unin hafi verið í samræmi við vænt- ingar markaðsaðila en harður tónn bankans og fyrirheit um frekari vaxta- hækkanir seinna á árinu hafi komið flestum á óvart. Telja stjórnendur bankans að stýrivextirnir verði komn- ir í 4% um næstu áramót og hækki jafnvel eftir það. Ennfremur segir í Hálffimmfréttum að hækkunin í Sví- þjóð sé í samræmi við hækkanir eða fyrirheit um hækkanir seðlabanka í Evrópu og víðar. Peningamálastefna síðustu ára í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan hafi verið þensluhvetjandi og þannig greitt fyrir aðgangi að ódýru lánsfé. Líklegt megi telja að ef framhald verði á vaxtahækkunum víða um heim þá muni skuldabréfa- krafan aukast enn frekar og umskipti verða á leitni síðustu ára og dagar ódýrs lánsfjár séu á enda. Svíar hækka vextina FÆREYSKI bankinn Eik Banki verður skráður í OMX-kauphall- irnar á Íslandi og Danmörku hinn 11. júlí næstkomandi. Nýtt hlutafé verður gefið út og er aukningin 11% til 14,3%, að því er fram kom í Vegvísi Landsbankans. Núverandi hluthafar eiga forkaupsrétt að nýju bréfunum en salan stendur til 5. júlí. Fyrst í stað ætlaði bankinn ekki að auka hlutafé sitt og aðeins að skrá hlutaféð í íslensku kaup- höllina. Þá var áformað að skrá hann á fyrri hluta ársins en vegna kaupa bankans á SkandiaBanken, stærsta netbanka Danmerkur, urðu breytingar á forsendum skráning- arinnar, segir í Vegvísi. Áætlaðar tekjur bankans af út- boðinu eru 444-576 milljónir danskra króna og verða þær not- aðar til að fjármagna kaupin á SkandiaBanken. Núverandi hlut- hafar hafa forkaupsrétt á hlutunum en útboðsgengið er 575 danskar krónur. Bankinn var stofnaður árið 1832 og er því einn elsti banki Danaveldis. Þegar bankinn var stofnaður gekk hann undir nafninu Færø Amts Sparekasse en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og samkvæmt heimasíðu bankans er hann annar tveggja banka í Fær- eyjum sem veita fulla bankaþjón- ustu. Útibú bankans eru 17 talsins, starfsmenn hans eru 269 og hefur hann starfsemi bæði í Danmörku og Færeyjum. Hluthafar bankans eru um 9.800 frá 22 löndum en stærsti hluthafi félagsins er sjóðurinn Eik Grunn- urinn sem á 61,91% hlut í bank- anum. Eik Grunnurinn var stofn- aður þegar bankanum var breytt í hlutafélag árið 2002 en stjórn bank- ans fer jafnframt með stjórn sjóðs- ins, að því er fram kemur í Vegvísi Landsbankans. Eik banki í kauphöllina Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is SAMRUNI við Sparisjóð Siglufjarð- ar er meðal dagskrárliða aðalfundar Sparisjóðs Skagafjarðar sem hald- inn verður á fimmtudaginn næst- komandi. Samrunaáætlunin gerir ráð fyrir að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Skagafjarðar muni eiga 12% stofnfjárins, en að hlutur eina núverandi stofnfjáreiganda Spari- sjóðs Siglufjarðar, Sparisjóðs Mýra- sýslu, verði 88%. Ekki ríkir almenn sátt um sam- runann. Stofnfé Sparisjóðs Skaga- fjarðar skiptist milli margra aðila sem eiga lítinn hlut hver. Einn eig- enda, Gísli Árnason, hefur áhyggjur af því að eignarhald sjóðsins sé að færast úr Skagafirði. Hann hefur tví- vegis lagt fram tillögur þess efnis að auka stofnfé sjóðsins um 200 millj- ónir. Þær tillögur komu ekki til tals á aðalfundi sjóðsins, en Gísli segist enga skýringu hafa fengið á ástæðu þess. Óvissa ríkir um framtíð sjóðs- ins meðal eigenda smærri hluta. Aukning stofnfjár ekki nóg „Skiptihlutfallið varð niðurstaða viðræðna stjórna sjóðanna og er í fullu samræmi við stærð sjóðanna,“ segir Ólafur Jónsson, formaður stjórnar Sparisjóðar Skagafjarðar og sparisjóðsstjóri á Siglufirði. Hann segir breytingar í rekstri sparisjóða nauðsynlegar til að þeir séu sam- keppnishæfir í dag. Aukning stofn- fjár hafi verið rædd innan stjórnar Sparisjóðs Skagafjarðar. „Stjórnin taldi sjóðinn ekki rekstrarhæfan í núverandi mynd þrátt fyrir 200 milljóna króna stofn- fjáraukningu.“ Í ljósi þessarar niðurstöðu hafi hugmynd Gísla ekki komið til frekari afgreiðslu. Sameining við stærri sjóð hafi þótt heppilegri leið. Varðandi staðsetningu eignar- halds segir Ólafur aðalatriði að starf- semin haldist. Sparisjóður Siglu- fjarðar hafi eflst stórlega við kaup Sparisjóðs Mýrasýslu. Þó eigi Sigl- firðingar engan hlut í sjóðnum. „Skagfirðingar munu áfram eiga hlut í Sparisjóði Skagafjarðar.“ Sparisjóðir í eina sæng  Tillögur stofnfjáreiganda í Skagafirði ekki til umfjöllunar á aðalfundi  Stjórnin leggur til sameiningu því stofnfjáraukning dugi ekki til að bjarga sjóðnum Í HNOTSKURN »Framreiknað heildar-nafnverð sameinaðs sparisjóðs verður um 904 milljónir króna á verðlagi 1. janúar sl. »Sparisjóður Skagafjarðarvar stofnaður árið 1907 undir nafninu Sparisjóður Hólahrepps. »Stofnfjáreigendur sjóðs-ins eru um 140 talsins. »Til að ná skiptahlutfallinuverður stofnfé Sparisjóðs Siglufjarðar aukið um 516 milljónir. ENN heyrast áhyggjuraddir um verðbólguhættu í Kína. Haft er eftir bankastjóra kínverska Alþýðubank- ans á vefnum China Daily að nauð- synlegt geti reynst að hækka stýri- vexti haldi verðbólguþrýstingur áfram að aukast. Vextir hafa nú þeg- ar verið hækkaðir tvisvar í ár, síðast í maí. Í sama mánuði hækkaði vísi- tala neysluvöruverðs um 3,4% og segir Song Guoqing við hagfræðistofn- un Háskólans í Peking að vísitalan gæti hækkað um allt að 4% í júní í kjölfar hraðrar hækkunar á mat- vöruverði. Sérfræðingar búast við áframhaldandi hækkun vísitölunnar fram á haustmánuði. Aðalhagfræðingur Þróunarbanka Asíu, Zhuang Jian, segir að þótt margir telji útlitið svart og verð- bólgu óhjákvæmilega séu stjórnvöld fyllilega í stakk búin til að taka á vandanum. Reynsla þeirra frá tíunda áratug síðustu aldar sjái til þess. Spár um háa verðvísitölu taki mið af engri aðkomu stjórnvalda. Erlendir fjárfestar undir smásjá Verðbólgudraugurinn er þó ekki eina ógnin á Kínamarkaði. Nýjar til- lögur um strangari reglur um yfir- tökur erlendra aðila á kínverskum fyrirtækjum velgja fjárfestum undir uggum. Ráðamenn í Peking segja hugmyndirnar byggðar á grundvelli þjóðaröryggis, en þessar aðgerðir yrðu þá þær fyrstu til að verða að lögum á slíkum forsendum. Tillögur þessar þykja endurspegla miklar breytingar í viðhorfi Kínverja gagnvart erlendum fjárfestingum, sem námu 60 milljörðum dollara, 3.770 milljörðum króna, á síðasta ári. Ljóst er að erfiðara yrði að koma er- lendu fjármagni inn í landið. Aukinn verð- bólguþrýstingur Reuters Kína Neysluvísitalan hækkar en er- lendar fjárfestingar gætu minnkað. Hagfræðingar segja stjórnvöld vandanum vaxin en spá hækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.