Morgunblaðið - 26.06.2007, Síða 20
Besti hvolpur eldri flokki
Enska cocker spaniel-tíkin Þöll
Hnotudóttir var besti hvolpurinn í
eldri flokki. Eigandi hennar og
ræktandi er Agnes Geirdal. Rakel
Ósk Þrastardóttir sýndi tíkina og
dómarinn er Harry Vella frá Möltu.
Eftir Ingu Björk Gunnarsdóttur
Aldrei áður hafa jafnmargirhundar verið skráðir ásumarsýningu HRFÍ en637 hundar á aldrinum
fjögurra mánaða til 13 ára af 75 teg-
undum háðu keppni. Þátttaka í
keppni ungra sýnenda var einnig góð
en 39 ungmenni voru skráð til leiks. Í
anddyri reiðhallarinnar voru kynn-
ingarbásar fyrir hinar ýmsu tegundir
og vörur tengdar hundahaldi.
Dómarar að þessu sinni voru Eug-
ene Yerusalimsky frá Rússlandi,
Fernando Madeira Rodrigues frá
Portúgal, Harry Vella frá Möltu, Gör-
an Bodegård frá Svíþjóð og Michel
Mollegård frá Danmörku sem dæmdi
yngri flokk ungra sýnenda. Allir dóm-
arar sem dæma á sýningum HRFÍ
eru með réttindi frá FCI og er mikil
áhersla lögð á að fá færa og reynda
dómara til að dæma á sýningum fé-
lagsins.
Á sýningunni var keppni meðal
ungra sýnenda en þar er verið að
dæma samvinnu sýnanda og hunds,
hversu vel hundurinn er sýndur og
hversu mikla almenna þekkingu ungi
sýnandinn hefur á hundum. Mikill
áhugi er á þessari keppni og að þessu
sinni kepptu 39 ungmenni í tveimur
aldursflokkum, 10-13 ára og 14-17
ára.
Michel Møllegård og Harry Vella
voru mjög hrifnir af frammistöðu
unga fólksins hér á landi. Sigurveg-
arar að þessu sinni voru Þórkatla
Lunddal Friðriksdóttir úr yngri
flokki, sem sýndi amerískan cocker
spaniel, og Rakel Ósk Þrastardóttir
úr eldri flokki, sem sýndi boxer.
Unga fólkið hefur að miklu að
stefna því á haustsýningum Hunda-
ræktarfélagsins, sem haldnar eru í
október, eru veitt verðlaun fyrir
besta samanlagðan árangurinn yfir
árið í hvorum aldursflokki. Að auki
hlýtur stigahæsti ungi sýnandinn í
eldri flokknum þátttökurétt til að
keppa í alþjóðlegri keppni ungra sýn-
enda sem haldin er í mars ár hvert í
Bretlandi.
Nánari úrslit sýningarinnar er
hægt að sjá á heimasíðu Hundarækt-
arfélags Íslands http://www.hrfi.is.
Besti ungi sýnandi í yngri og eldri flokki
Þórkatla Lunddal Friðriksdóttir sýndi amerískan
cocker spaniel og var best í yngri flokki barna.
Rakel Ósk Þrastardóttir sigraði í eldri flokki ungra
sýnenda en hún sýndi boxer.
Annar besti
hundur sýningar
Þýski fjárhundurinn
BH SCHH1Geldiw-
angens’s Istan var ann-
ar bestur á sýningunni.
Eigandi og ræktandi
eru Leif og Hilde
Wangberg. F.v.: Jóna
Th. Viðarsdóttir, for-
maður HRFÍ, sænski
dómarinn Göran Bode-
gård, Hjördís Ágústs-
dóttir, sem sýndi hund-
inn, og Gunnlaugur
Valtýsson.
Síðastliðna helgi hélt
Hundaræktarfélag
Íslands sumarsýningu
félagsins í reiðhöll
Fáks í Víðidal.
hundar
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Jónsmessan er sá tími þegar sumarið stendur
sem hæst á Íslandi. Sólargangurinn er hvað
lengstur og birtan lifir allan sólarhringinn. Við
þessar aðstæður er komin á sú hefð hjá Grund-
firðingum að ganga á fjallið Klakk við aust-
anverðan Grundarfjörð um miðnæturbil á Jóns-
messunótt, en einnig hefur skapast sá siður að
syngja messu í hinni öldnu Setbergskirkju áður
en gangan hefst. Síðastliðið laugardagskvöld
var boðað til messu á Setbergi og óskaði sókn-
arprestur eftir því að þeir sem gætu því við-
komið kæmu ríðandi til messu. Nokkrir hesta-
menn komu ríðandi til messunnar og var
reiðskjótunum komið á beit meðan á messu
stóð. Eftir messuna var haldið að upphafsreit
göngunnar við bæinn Suður-Bár og þaðan lagt í
göngu á Klakk í þeirri von að í þetta sinn myndu
óskasteinar fljóta á Klakkstjörn um miðnæt-
urbil. Fjöldi fólks gekk á Klakk þessa Jóns-
messunótt en þótt fjölmargir hefðu gengið þetta
áður voru þó nokkrir að ganga í fyrsta sinn, en
öllum þótti jafntilkomumikið að horfa á útsýnið
um Breiðafjörð í sólbliki sumarnæturinnar.
19. júní er samkomudagur kvenfélaganna á
Snæfellsnesi. Skiptast félögin á um að bjóða til
fagnaðar í tilefni dagsins en í þetta sinn var það
Kvenfélagið Gleym-mér-ei í Grundarfirði, sem
um þessar mundir fagnar 75 ára afmæli, sem
var gestgjafinn. Um 50 konur úr Grundarfirði
og frá kvenfélögunum í nágrannabyggðarlög-
unum áttu saman kvöldstund í samkomuhúsi
Grundarfjarðar í tilefni kvenréttindadagsins og
þema kvöldsins var bleikt. Kvenfélögin hvert á
sínum stað hafa í gegnum tíðina verið meg-
instoð í mörgum líknar- og velferðarmálum í
viðkomandi sveitarfélagi og konurnar unnið
mikið og óeigingjarnt starf. Um það er helst
rætt nú innan raða kvenfélagskvenna hversu
meðalaldur félagsmanna sé orðinn hár. Kven-
félagskonur velta því fyrir sér hverjar séu
ástæður þess að kvenfélögin og þeirra starf
höfði ekki lengur til yngri kvenna og sýnist
hverri sitt.
Ferðamenn eru að verða partur af lífi og tilveru
Grundfirðinga yfir sumartímann. Skemmti-
ferðaskipin eiga viðkomu á Grundarfirði hvert
af öðru og farþegar þeirra sjást á ferli um bæinn
meðan skipin staldra við. Tíu skip eiga viðkomu
þetta sumarið. Á Hótel Framnesi er allt upp-
pantað í sumar og sömu sögu er að segja af Far-
fuglaheimili Grundarfjarðar. Umferð ferða-
manna um Snæfellsnes virðist stöðugt vera að
aukast og afþreyingarmöguleikar sömuleiðis.
Margir leggja leið sína í Sögumiðstöðina í
Grundarfirði sem auk þess að gegna hlutverki
upplýsingamiðstöðvar hefur upp á bjóða sýning-
arsali, þar sem kynnast má lífi og starfi íslenskr-
ar alþýðu á 19. öld. Hugmynda- og þúsundþjala-
smiðurinn Ingi Hans Jónsson, sem sett hefur
upp þessar sýningar, er um þessar mundir að
setja upp eina sýningu til viðbótar og snýr hún
að verslunarháttum í Grundarfirði. Ingi er að
smíða eftirlíkingu Þórðarbúðar sem Þórður
Pálsson bifreiðarstjóri átti og rak um árabil um
miðja síðustu öld sem sjoppu og verslun sem
varð hvað umfangsmest í kringum jólin ár hvert.
Saga Úr Sögumiðstöðinni Grundarfirði.
GRUNDARFJÖRÐUR
Gunnar Kristjánsson fréttaritari
úr bæjarlífinu
St. Bernharðs-hundur bestur
Besti hvolpur yngri flokki Chinese crested-rakkinn
Inya Dreams Eye of the Tiger var besti hvolpur sýn-
ingarinnar 4-6 mánaða. Eigandi hans og ræktandi er
Sigríður Sólveigardóttir sem jafnframt sýndi. Dóm-
arinn er Harry Vella frá Möltu.
Besti hundurinn
St. Bernhards-rakkinn
SUCH NUCH Tit-
anerna Atlas. Stoltur
eigandi hans er Guðný
Vala Tryggvadóttir.
Ljósmynd/Inga Björk Gunnarsdóttir
Michel Møllegård og
Harry Vella voru mjög
hrifnir af frammistöðu
unga fólksins hér á landi
Ljósmynd/Johan Frick-Meijer
Ljósmynd/Johan Frick-Meijer
Ljósmynd/Johan Frick-MeijerLjósmynd/Johan Frick-Meijer