Morgunblaðið - 26.06.2007, Page 22

Morgunblaðið - 26.06.2007, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÓG KOMIÐ Umferðarmenning á Íslandivirðist fara hríðversnandi.Hraðinn er oft með ólíkindum og virðast ökumenn ekki átta sig á að þeir stefna ekki aðeins sjálfum sér í hættu, heldur einnig farþegum sínum og lífi og limum annarra, sem fyrir til- viljun verða á vegi þeirra. Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu fjölgaði alvarlegum umferðarslysum um 60% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil árið 2006. 57,5% fleiri slösuðust alvarlega á fyrsta þriðjungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra. Minniháttar slysum fjölgaði einnig, en þó minna, eða um tæplega 40%, og slösuðum um 35%. Banaslysum hefur þó fækkað. Tvö banaslys urðu á þess- um tíma, en í fyrra voru þau fimm. Hópur hjúkrunarfræðinga, sjúkra- flutningamanna og slökkviliðsmanna mun í dag ganga milli tveggja sjúkra- húsa í Reykjavík til að vekja fólk til vitundar um þau alvarlegu umferðar- slys, sem verða á Íslandi á sumrin, og einnig verður gengið á Akureyri. Að göngunni stendur fólk sem hefur ár eftir ár horft á afleiðingar umferðar- slysa og því er nóg boðið. Ef til vill er það svo að þegar töl- fræðin er komin á blað missa upplýs- ingar slagkraftinn. Í hugum þessa fólks eru slysin í umferðinni ekki töl- fræði, heldur hryllilegur veruleiki. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðing- ur sagði þegar gangan var kynnt í Morgunblaðinu á föstudag: „Fólk upplifir sig svo öruggt í bílunum sín- um, með öryggispúðana allt um kring. En þegar við fáum sjúklingana til okk- ar blasir oft allt annar veruleiki við. Fólk kann að virðast lítið slasað, jafn- vel blæðir ekki úr því. En þegar rann- sóknir hafa farið fram kemur annað í ljós. Ef hraðamælirinn sýnir 120 þá er líkami okkar á sama hraða. Lendir þú í árekstri á þessum hraða, þá fær lík- aminn skell á sama hraða. Inni í höfð- inu er heilinn, hann skellur á höfuð- kúpunni og þar eru engir loftpúðar.“ Bríet segir mikla áverka geta hlotist af slíku og margir nái sér aldrei af þeim. „Í kviðarholinu gerist það sama, æðar rofna og blæðingar verða. Þetta gerist á augabragði. Hægið á ykkur. Við viljum ekki fleiri svona slys.“ Soffía Eiríksdóttir hjúkrunarfræð- ingur sagði: „Sumarið er tími birtu, sólar og gleði – en sumarið er líka tími hjá okkur þegar við fáum sting í mag- ann þegar við heyrum í þyrlunni eða sírenunum. Þá hugsum við: Hvað hef- ur nú gerst? Það situr mikill kvíði í okkur. Þess vegna viljum við helst ekki fleiri viðskiptavini í sumar.“ 31 maður lést í umferðinni 2006. Fjölgun slysa í upphafi árs er ugg- vænleg. Bílar eru ekki leikföng. Öku- menn þurfa að átta sig á að umferðin er dauðans alvara. Minnstu mistök geta kostað örkuml eða bana. Gangan í dag hefst við sjúkrabílamóttöku Landspítalans við Hringbraut og þyrlupall Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri klukkan fimm. Skilaboðin eru skýr og þau verða að komast til skila: Það er nóg komið. FAGÞEKKING Í STAÐ TÍSKUSVEIFLNA Upphaf raunverulegs áhuga áhúsavernd meðal almennings á Íslandi má að miklu leyti rekja til Torfusamtakanna. Barátta þeirra á sínum tíma fyrir endurreisn þeirrar götumyndar sem nú setur svo sterk- an svip á Lækjargötu, hefur vita- skuld sannað að samtökin höfðu rétt fyrir sér og að hlúa ber að þeim verð- mætum sem liggja í húsagerðarlist eins og hún hefur þróast hér á landi – í athyglisverðu samhengi við það samfélag sem hún þjónaði. Torfusam- tökin hafa á síðustu misserum enn efnt til umræðu um þá menningararf- leifð sem liggur í gömlum húsum, en almenningur leggur þó helst við eyr- un þegar hætta er á að hús séu rifin eða færð til. Sá þáttur sem snýst um endurgerð og viðhald húsa hefur vak- ið minni áhuga. Því bera að fagna því framtaki Minjasafns Reykjavíkur að opna fræðslustofu um viðgerð og endur- gerð eldri húsa, sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Verk- efnið er unnið í samvinnu við Húsa- friðunarnefnd ríkisins og IÐUN- fræðslusetur, en markmiðið er að þarna geti allir nálgast faglegar upp- lýsingar á þessu sviði. Fyrir nokkrum áratugum var al- gengt að gömul hús væru miskunn- arlaust færð í nýjan búning – að þau væru dubbuð upp í samræmi við tískustrauma sem stundum náðu ekki nema til framhliðanna. Eftir að slík eyðilegging á byggingararfleifðinni lagðist af var enn haldið áfram í öðr- um skemmdarverkum; krosspóstum skipt út fyrir heila glugga, hús klædd óviðeigandi klæðningum, steinkast á ytra byrði málað, þökum lyft og við- byggingum bætt á án tillits til þeirra lögmála sem húsin voru upprunalega byggð eftir. Í dag vantar enn nokkuð uppá að virðing fyrir því upprunalega sé næg, ekki síst innanhúss. Sem betur fer er þó miklu meiri áhugi á viðeigandi viðhaldi eldri húsa en áður. Fólk er farið að átta sig á því að hús ber að varðveita samkvæmt fagurfræðilegum og byggingarsögu- legum stöðlum, en ekki tískusveiflum eða smekk. Enda getur verðmæti húsa lækkað stórlega ef þau eru end- urnýjuð með röngum hætti – og þá er ótalin rýrnun á menningarsögulegum verðmætum samfélagsins. Eins og Dagný Guðmundsdóttir sagði í Morgunblaðinu á sunnudag, er fólk farið að átta sig á því að ekki dug- ar að „gera [hús] bara sætt. [...] við- gerðin snýst um miklu meira og er í rauninni sérstakt fag“. Með þessu fræðslusetri verða mikil umskipti í aðgengi að upplýsingum fyrir þá fjöl- mörgu sem sinna og hafa áhuga á við haldi gamalla húsa. Líkurnar á því að byggingararfleifðin verði varðveitt með viðunandi hætti aukast um leið – og sömuleiðs virðing umhverfisins fyrir gömlum byggingum sem hefur verið sómi sýndur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Susie Rut fæddist á Valentínusardag 1985. Hún var fljót í heiminn og nú hófst 10 mánaða vaka því Susie svaf lítið. Það er því varla furða að þegar ég hélt á henni við gluggann í Goðatúninu fimm til sex mánaða gamalli og sagði „kisa“ þá kom svar: „tis“. Á jólunum gekk hún kringum jólatréð og talaði og talaði. Í hönd fóru hamingjuárin hennar. Hún var læs 2 ára gömul, allæs 3 ára og las og lék sér. Þá urðu til skrýtin orð eins og „götustelpuljós“ (ljósastaur). Árin þar sem Susie sagðist halda að Lusie, tíkin hennar Guðrúnar systur, afgreiddi í búð af því að hún Lusie var svo skynsöm. Árin sem ég sagði henni sögur af hundunum úr sveitinni og lauk einni með orðunum „det var nú det“. „Af hverju ert þú að tala dönsku, Vaskur minn?“ Síðan komu fjögur yndisleg ár í Ísaks- skóla hjá Sigrúnu þar sem skólaslitin með söng gleymast ekki. Undir lok skólagöngunnar í Ísaksskóla fóru að koma hringingar frá bókasafninu: „Það er hér lítil stúlka að biðja um Tolstoj, á hún að taka hana?“ En það voru ský við sjóndeildarhringinn, svört ólgu- ský. Hún hóf nú nám við Miðskólann. Hún pirraði fyrsta kennarann sinn þar með athugasemdum og spurningum og dró jafnvel í efa það sem sagt var. Skólastjórinn sendi hana hins vegar í greindarpróf. Susie Rut mældist greindari en langflest okkar, langt- um greindari. Hringingin úr skólanum sagði að ekki væri allt sem sýndist. Susie er þjófur! Hún stelur peningum frá for- eldrum sínum og öðrum og slær um sig með sælgæti í skólanum. Nú varð að beita hana viðurlögum og aga, bæði í skóla og á heimili. Hún virtist ekki aðlagast í skólanum og grúfði sig yfir bækur, m.a.s. Dostojevskí. Það var ekki fyrr en miklu seinna, langtum seinna, að hún sagði okkur að hún hefði notað sælgætið til að blíðka kvalara sína. Allir brugðust henni, mest ég. Skilningsskortur og hugleysi er synd og syndir feðr- anna munu koma niður á börnunum. Úr Miðskólanum kom Susie með kramið hjarta og slíkt hjartasár skilur eftir ör sem aldrei hverfa. Seinna þegar hún Susie bjó til lista yfir þá sem hún ætlaði að fyrirgefa var að lokum eitt nafn eftir á list- anum; nafn þeirrar sem hafði sig mest í framm Unglingsárin voru Susie erfið. Hún sinnti ek inu, en tók góð próf með stuttum skorpulestri. var reið og einþykk og er þá fátt talið. Um þet orti hún ljóð. Hún byrjaði í MR, sem hún fór í vegna, og þá byrjaði „spíttið“. Það liðu ekki ne mánuðir þar til hún fór í meðferð. Meðferð á Íslandi var fyrirbæri sem væntan átti ekki marga sína líka. Þar ægði þá öllum sa ungum og öldnum, körlum og konum. Þar var valinn staður fyrir menn til að hvíla sig á neysl skamma hríð, slá tvær flugur í einu höggi; hvíl finna stúlku í framhaldið þegar út væri komið. höfðu menn símasamband og þurftu því ekker staklega að einbeita sér að meðferðinni og gátu vel látið færa sér sitt lítið af hverju, enda lærð að sprauta sig í sinni fyrri meðferð og kynntist fíni í þeirri síðari. Morfín varð hennar fíkn. Ne tímabilið varð stutt, en hart. Rétt rúmlega 18 á gekk hún í AA og bjó í 12 spora húsinu. Hetja ið ber á í baráttunni við eiturlyfin, sem heitir J bergsson, reyndist okkur og Susie ómetanleg s Og svo varð aftur bjart. Þegar eitrið sleppti unum varð hún aftur blíð og góð og hlý og gefa aftur yndisleg. Og hún hóf fullt starf með nám gendeild Landspítalans. Að lokum dró hún úr og tók stúdentspróf með góðum árangri á einu með vinnu. Snemma vors fór hún til langdvalar í Mexíkó ná fullum tökum á spænsku í háskólanum þar hún færi til frekara náms. Hana langaði mest a læknir. Dvölin varð endaslepp. Hún fann varnirnar bresta fjarri stuðningi og flýtti sér heim. Hún alvarlega sýkingu þegar heim var komið og þu spítalavistar við og veikindin urðu alvarleg me urteknum áföllum. Hún og við öll þekktum lífs una. Verkjalyfin sem hún varð að fá væru neis sem myndi kveikja morfínfíknina. En innan ve spítalans yrði hún samt örugg. Strax að dvölin inni færi hún í afeitrun og sólin myndi aftur sk Susie Rut Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Rektorar háskólannatveggja, ásamt forsetaraunvísindadeildar HÍ,undirrituðu samstarfs- samninginn í gær. Um er að ræða sameiginlegt BA-nám í sjávar- og vatnalíffræði. Markmið námsins er að mennta líffræðinga með yfir- gripsmikla þekkingu á líffræði sjáv- ar og ferskvatns en námið verður í alþjóðlegu samstarfi og að hluta til kennt á ensku. „Þetta er ákveðinn tímamóta- samningur,“ segir Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands. „Þetta er í fyrsta sinn sem við ger- um samning við innlendan háskóla um sameiginlega prófgráðu og þetta er gert til að gefa stúdentum kost á sem allra bestu námi.“ Nám í Reykjavík og Skagafirði Námið felur í sér mikla sérstöðu að því leyti að nemendur munu stunda nám bæði í Reykjavík og í Skagafirði. Fyrstu tvö ár námsins munu nemendur nýta breiðan grunn námskeiða og kennslu í líffræði við Háskóla Íslands og á lokaárinu fá þeir aðgang að nýrri og fullkominni aðstöðu við Hólaskóla á Sauðárkróki til rannsókna á lífríki ferskvatns og sjávar. „Við höfum fundið fyrir mjög miklum áhuga á þessu námi,“ segir Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum og segir það afar mikilvægt að byggja upp nám sem er eftirsótt af Íslendingum jafnt sem útlending- um. Hann segir Háskólann á Hólum þegar vera í heilmiklu rannsóknar- samstarfi við fjölmarga erlenda há- skóla og því séu þeir ekki á byrj- unarreit hvað þennan samning varðar. „Þessi samningur er skemmtilega tímabær þegar Íslend- ingar eru með aukinn áhuga á um- hverfismálum, á því að auðlindir sjávar og vatna séu nýttar vel og á réttan hátt. Umræðan um kvótamál- in útskýrir mikilvægi þess að auka þekkingu og menntun í landinu.“ Í samningnum milli skólanna er gert ráð fyrir að komið verði á fót kennslusamstarfi, nemendaskipt- um, sameiginlegum námsleiðum og prófgráðum. Samningurinn er liður í framkvæmd stefnu Háskóla Ís- lands um að efla samstarf við inn- lenda skóla og rannsóknastofnanir til að stuðla að árangri íslenskra vís- indamanna á tilteknum Hann er jafnframt þáttur Háskólans á Hólum um að þjóðlega viðurkennd háskól sem stundar kennslu og rannsóknir. Hægt að bjóða framúrskarandi nám Ný lög tóku gildi síðast sem gera háskólum á Ísland sinn kleift að bjóða upp á inlega námsgráðu. Að sögn ar hafa skólarnir unnið sam á ýmsan hátt og með nýju kom það nokkurn veginn sér að farið var að ræð leikann á samstarfi. „Á svið og vatnalíffræði hefur hvor sína sérstöðu og með því höndum saman er hægt nemendum framúrskarand þessu sviði.“ Hvað varðar samstarf við ann á Hólum á öðrum svið Samstarf háskóla með sameiginlegu Samningur um samstarf Háskóla Íslands og Há- skólans á Hólum var undirritaður í gær, hinn fyrsti sinnar tegundar. Í haust verður boðið upp á sameiginlegt grunnnám í sjávar- og vatnalíf- fræði. Menntun Hörður Filippusson, deildarforseti raunvísindadeildar Skúlason, rektor Háskólans á Hólum, við undirritun samstarfssa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.