Morgunblaðið - 26.06.2007, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Susie Rut Ein-arsdóttir fædd-
ist hinn 14. febrúar
1985 í Reykjavík.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítala mánudaginn
18. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Einar S. Hálf-
dánarson og Regína
G. Pálsdóttir. Systk-
ini hennar eru Diljá
Mist Einarsdóttir, f.
1987, Páll Fannar
Einarsson, f. 1989
og Sindri Snær Einarsson, f. 1991.
Föðurforeldrar voru Hálfdán Ein-
arsson og Ingibjörg Erlends-
dóttir. Móðurforeldrar eru Páll
Friðriksson og Susie Bachmann.
Susie Rut stundaði Suzukinám í
fiðluleik hjá Mary Campbell og
lauk 5. stigs prófi 15 ára gömul,
auk þess sem hún lék á víólu. Hún
söng í allmörg ár með Graduale-
kór Langholtskirkju. Susie Rut
hóf störf sem tækni-
maður á röntgen-
deild Landspítalans
árið 2003 og var í
leyfi frá störfum
þegar hún lést.
Susie Rut lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum
Hraðbraut árið
2006.
Rétt rúmlega 18
ára gömul gekk hún
í AA. Hún sinnti for-
varnarstörfum fyrir
unglinga með fyrir-
lestrum og fundahaldi þar sem
mikið var til hennar leitað.
Susie Rut var mjög virk í starfi
Sjálfstæðisflokksins, einkum í
ungliðahreyfingu flokksins, en
einnig innan Grafarvogshverfis-
ins þar sem hún bjó og var í stjórn
hverfisfélagsins.
Susie Rut verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku engillinn minn.
Mikið rosalega getur heimurinn
verið grimmur stundum. Hvernig á
ég að geta kvatt þig og öll þau plön
sem við höfðum um framtíðina okkar
saman? Það verður ólýsanlega erfitt
að vera án þín í þessum heimi og bíða
þar til við hittumst næst. Hvað ég
myndi ekki gefa fyrir bara einn dag
með þér núna; bara eina stund af Su-
sie-speki.
Þú útskýrðir einu sinni fyrir mér að
þú værir með sjúkdóm. En þú sagðir
að þú gætir haldið aftur af honum og
ég trúði því af öllu hjarta að ég myndi
alltaf hafa þig hjá mér. Stundum var
ég svo rosalega reið út í þig, fannst þú
bera ábyrgðina á þessum skelfilega
sjúkdómi. Seinna lærði ég að aðskilja
ykkur og beina reiðinni að honum, en
ekki þér. Þá áttum við yndislegar
stundir saman, en einhvern veginn
fannst mér þú aldrei njóta þín sem
skyldi. Núna þegar þú ert farin á
betri stað veit ég að þú varst of góð
fyrir þennan heim. Í eigingirni vildi
ég að þú hefðir getað staðið hann af
þér fyrir mig svo ég gæti haft þig
lengur hjá mér. En þú ert komin á
betri stað þar sem allir eru jafn góðir
við þig og þú hefur alla tíð verið við
aðra. Ég sagði þér það ekki nógu oft
Súsla mín, en þú er besta systir í
heiminum. Ég vildi geta haldið utan
um þig og sagt þér hvað ég hef alltaf
verið stolt af þér. Þegar þú fórst á
gjörgæslu nú fyrir stuttu lét ég þig
lofa mér því að þú myndir láta þér
batna. Þú gerðir það, barðist við veik-
indin og við fengum meiri tíma sam-
an. Ómetanlegan tíma með bestu vin-
konu og systur.
Elsku besta Súsla mín. Það eru
ekki til nógu falleg orð til að lýsa þér
og þeim áhrifum sem þú hefur haft á
mig. Og þegar lítil Susie Rut fæðist,
vona ég að hún verði sem líkust þér
því ég ætla mér að halda loforðið okk-
ar.
Mig langar til að enda á ljóði sem
þú skrifaðir aftan á bréf til mín fyrir
mörgum árum síðan. Þegar mér leið
illa í veikindunum þínum las ég þetta
ljóð yfir aftur og aftur – þú áttir alltaf
réttu orðin fyrir mig.
Hvíldu í friði elsku systir, en
mundu umfram allt að blaka.
Bárur þér fleygja um bölsins haf
brotið hvert skip sem þér lífið gaf.
Uns eiturbylgjan við auðnarland
að endingu grefur þitt líf í sand.
Við áttum drauma og ást og trú
en eitthvað brást og þú reikar nú.
Um villustræti og voðans borg
það er verra en dauði og þyngra en sorg.
Þeir hirða þig stundum og hringja í mig
og heimta að ég komi að sækja þig.
Þú ert örvita af kvölum og allt þitt þor
þín orka og líf fer í þessi spor.
Þú grætur oft en ég get svo fátt
ég gaf þér allt en það var samt of smátt.
Eitrið þig bindur í báða skó
og blóð þitt hrópar fær aldrei nóg.
Á sjúkrahús fórstu og er send varst heim
þeir sögðu þig fríska við trúðum þeim.
Þu hlóst og söngst en þú hlærð ei meir
það hryggir ei neitt eins og von sem deyr.
Og öll mín tár
til einskis þau í tómið renna.
Mín ör og sár
til einskis svíða þau og brenna.
En verst er þó
að vita ei hverju er um að kenna.
(Jónas Friðrik.)
Þín systir,
Diljá Mist Einarsdóttir.
Elsku Susie Rut, frænka mín, hef-
ur kvatt eftir stutt en erfið veikindi. Á
þessum tíma finnst manni lífið óend-
anlega ósanngjarnt og mörgum
spurningum er ósvarað og ekki víst að
nein svör fáist við þeim.
Ekki er langt síðan framtíðin blasti
björt við þessari fallegu og glæsilegu
frænku minni. Susie Rut hafði lokið
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
Hraðbraut og var ætlun hennar að
hefja nám í læknisfræði næstkomandi
haust. Meðan á námi í Hraðbraut stóð
starfaði hún við röntgendeild LSH og
fann að það átti vel við sig að sinna og
aðstoða þá sem veikir voru. Susie Rut
var afburðagreind og vel lesin ung
kona, fjörug og kraftmikil. Það reynd-
ist henni ekki erfitt að stunda námið
af dugnaði jafnframt vinnu, auk þess
sem hún átti það til að taka miklar
skorpur í líkamsræktinni. Á tímabili
hittumst við stundum af tilviljun í
Baðhúsinu og tókst henni nokkrum
sinnum að draga mig með í hjólatíma.
Auðvitað náði ég ekkert að halda í við
frænku mína, slíkur var krafturinn og
ákafinn í henni.
Susie Rut var falleg á sál og líkama
og gædd miklum persónutöfrum.
Hún var einstaklega hjartahlý og allt-
af fannst manni jafn gott að hitta
hana, því hún tók á móti manni með
hlýju og góðu faðmlagi. Það var líka
gaman að tala við hana því hún var
svo skemmtilega skoðanaföst og
kunni listina að spyrja skemmtilegra
spurninga. Hún vildi öllum í kringum
um sig svo vel og var hamingja þeirra
sem hún elskaði henni ofarlega í
huga. Susie Rut hafði líka þann góða
hæfileika að kunna að hlusta. Það er
því ekkert skrítið að hún Susie mín
væri jafn vinamörg og hún var.
Það reynist okkur ástvinum Susie
Rutar erfitt að sætta okkur við þá
staðreynd að við munum aldrei hitta
hana framar; fyrirhugað frænkukvöld
sem Susie Rut hafði beðið okkur syst-
ur um að standa fyrir verður því mið-
ur haldið án hennar. Við munum ekki
heyra aftur hlátrasköll hennar í fjöl-
skylduboðunum, né að fá að taka þátt
í skemmtilegum rökræðum við hana.
Það er huggun harmi gegn að við eig-
um góðar minningar í hjarta okkar
um hana.
Vertu eins og blóm, sem breiðir blöð
sín móti himni og sól.
Vertu hönd, sem haltan leiðir, hæli
þeim, sem vantar skjól.
Vertu ljós þeim villtu og hrjáðu, vinur
þeirra er flestir smá.
Allt með björtum augum sjáðu, auðnan
við þér brosir þá.
(M.S.)
Með þessum orðum kveð ég
frænku mína, Susie Rut Einarsdótt-
ur, sem markaði djúp spor í sál þeirra
sem hana þekktu, þrátt fyrir stutta
ævi.
Öllum aðstandendum Susie Rutar
votta ég mína dýpstu samúð.
Far í friði, elsku frænka,
Ingibjörg Erlendsdóttir.
Mín yndislega frænka Susie Rut
hefur kvatt þessa jarðvist langt fyrir
aldur fram. Hjarta mitt er brostið,
sorgin og söknuðurinn eru yfirþyrm-
andi og nánast óyfirstíganleg. Ég veit
að lífið heldur áfram og við munum
læra að lifa með sorg og söknuð í
hjarta, en lífið verður aldrei eins. Tár-
in sem renna niður vanga mína, þegar
þetta er skrifað, eru tár yfirþyrmandi
sorgar og söknuðar, en líka gleðitár
yfir öllum fallegu minningunum sem
ég á um frænku mína, Susie Rut.
Minningum sem eru uppfullar af gleði
og væntumþykju, hún auðgaði líf mitt
og fyrir það er ég þakklát.
Susie Rut var einstök manneskja.
Hún snerti hjörtu margra enda var
hún einstaklega hlý og ljúf. Hún var
með fallegt bros sem náði til augn-
anna og ótrúlega smitandi hlátur,
enda glaðlynd stúlka. Hún var vina-
mörg og dáð af vinum sínum og ætt-
ingjum fyrir dugnað og kraft. Fyrir
henni voru allir jafningjar og tók hún
öllum opnum örmum. Susie Rut tók
ávallt á móti mér með hlýju og inni-
legu faðmlagi, sem sagði meira en
nokkur orð. Ég mun halda áfram að
faðma hana að mér, faðma og rækta
minningu hennar í huga mér.
„Einstakur“ er orð
sem notað er, þegar lýsa á því sem engu
öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð með brosi
eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir
og þeirra skarð sem verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Susie Rut var skarpgreind og vel
lesin, ég dáðist að henni fyrir að klára
Menntaskólann Hraðbraut í fyrra
ásamt því að vinna á röntgendeild
LSH, rækta líkama og sál, og gefa sér
tíma með vinum og vandamönnum.
Ég naut allra samverustunda okkar,
sem ég á tímum sem þessum vildi
óska að hefðu verið fleiri. Þrátt fyrir
12 ára aldursmun áttum við auðvelt
með að ræða um lífið og tilveruna,
stjórnmál, stráka, hjónaband og
barneignir. Hún átti sér drauma og
falleg framtíðarplön sem hún deildi
með mér, en hana langaði meðal ann-
ars að nema læknisfræði í Danmörku.
Hún spurði áhugasöm um mína
drauma og mín framtíðarplön. Susie
Rut hafði mikinn áhuga á fólki og
hagsmunum þess, hún sá ávallt það
góða og fallega í fólki. Susie Rut tók
virkan þátt í forvarnarstafi fyrir ungt
fólk og starfi Sjálfstæðisflokksins.
Fjölskyldan var henni mikils virði
og oftar en einu sinni talaði hún um að
við ættum að halda frænkuboð. Þegar
ég hitti Susie Rut á sjúkrahúsinu fyrir
skömmu tók hún af mér loforð um að
halda eitt slíkt boð í Hafnarfirðinum
strax og hún væri búin að jafna sig
eftir veikindin. Elsku hjartans Susie
mín, ég skal standa við loforðið þó síð-
ar verði; ég veit að þú verður með
okkur í anda.
Elsku Einar, Regína, Diljá Mist,
Páll Fannar og Sindri Snær; hugur
minn er hjá ykkur og megi Guð færa
ykkur styrk og stuðning á erfiðum
tímum og megi ljós heimsins umlykja
ykkur.
Megi fögur minning elskulegrar
frænku minnar lifa að eilífu í hugum
okkar.
Hafðu þökk fyrir allt og hvíldu í
friði.
Halldóra Erlendsdóttir.
Í dag kveðjum við einstaka unga
stúlku, bróðurdóttur mína Susie Rut.
Ég man svo vel þegar ég hélt á henni í
fyrsta skipti, svo fallegri og fínni,
frumburði foreldra sinna. Hún var
strax mjög fljót til og kom mjög fljótt í
ljós hversu vel gefin hún var. Móðir
mín sagði eitt sinn við mig, svona sér-
stök börn þarf að passa vel því þau
eru svo viðkvæm og brothætt enda
hafa foreldrarnir vakað alveg einstak-
lega vel yfir öllum fjórum gullmolun-
um sínum.
Upp í hugann koma margar
skemmtilegar minningar sem við get-
um yljað okkur við þegar frá líður.
Hún hringdi til dæmis oft til okkar
eftir próf til að vita hvort jafngamall
frændi hennar hefði fengið jafn marg-
ar tíur og hún. Þegar ég og Susie Rut
rifjuðum þetta upp fyrir stuttu hlóg-
um við mikið. Í sama skipti sagði hún
að ég gæti ekki ímyndað mér hvað
þau frændsystkinin hún og John
hefðu verið að prakkarast niðri hjá
ömmu og afa í Akró, þau voru alltaf
svo samrýndir krakkar.
Ég hef setið og skoðað gamlar
myndir frá því hún gisti oft hjá okkur
þegar hún var krakki og ég get heyrt
hlátur hennar því hún var alltaf svo
glöð og kát. Eitt sinn þegar ég spurði
um hana var hún 12 ára gömul og á
kafi að lesa Kóraninn, hún varð að
vera vel inni í öllum málum og var
mjög ung farin að rökræða við full-
orðið fólk um trúmál, stjórnmál og
margt fleira og höfðu margir mjög
gaman af. Unglingsárin reyndust á
tímabil mjög erfið eins og oft er með
svona afburðafólk, en hún náði sér vel
upp úr því og kláraði stúdentsprófið á
tveimur árum frá Hraðbraut og hugði
á frekara nám enda voru henni allir
vegir færir.
Hún var alveg einstaklega góð og
hlý ung stúlka og eru ekki allir á
hennar aldri sem þora að sýna svo
mikla hlýju og tala svona fallega við
alla, bæði börn og fullorðna. Hún var
alveg sérstakur engill sem ég hef beð-
ið fyrir á hverju kvöldi í mörg ár og
ruglast ég nú í bæn minni því nú hefur
guð tekið hana frá okkur og er sorg
okkar allra alveg óbærileg.
Síðastliðinn laugardag þegar ég sat
hjá henni sofandi, trúði ég ekki öðru
en hún mundi vakna aftur og allt yrði í
lagi, ég trúði að bænin væri nógu
sterk og henni yrði bjargað. Fyrir
stuttu sátum við tvær og ræddum
mikið um brúðkaup sem í vændum er
í fjölskyldunni og þurfti ég að lýsa öllu
nákvæmlega fyrir henni, hún var orð-
in svo spennt að mæta og var stað-
ráðin í að vera orðin góð svo hún gæti
verið með okkur þennan hátíðisdag
sem í vændum er, en hún verður
þarna með okkur þó að við sjáum
hana ekki. Nú sem oftar eru þær sam-
ferða sorgin og gleðin.
Þeir tímar sem í vændum eru verða
mjög erfiðir fyrir foreldra, systkini,
ömmu og afa og alla fjölskylduna, því
söknuðurinn er alveg óbærilegur. Ég
skil ekki tilganginn með þessu en ég
veit að Hilmar bróðir hefur tekið hana
í faðm sér og amma og afi hugsa vel
um engilinn okkar.
Sofðu rótt, elsku hjartans engillinn
minn, og guð geymi þig.
Guðrún frænka.
Bjartir sumardagar, heiðríkja,
fuglasöngur og gróðurangan. Allt
minnir þetta á fegurð lífsins og það
yndi sem það vekur meðal okkar. En
allt er í heiminum hverfult. Áminning
um að lífið hafi einnig hendur kaldar
verður til þess að minna okkur á
hversu vanmáttug við erum að ráða
og stjórna framgangi lífsins. Með
sorg í hjarta leitum við skýringa á
þeirri ráðgátu sem lífið er og spyrjum
okkur sjálf og almættið margra krefj-
andi og flókinna spurninga. Svörin
eru ekki alltaf augljós og afgerandi en
með trúfestu og við yl fagurra minn-
inga tekst okkur að öðlast nokkra
hugarró.
Það var haustið 1996 sem yndisleg
stúlka bættist í hóp okkar í Ártúns-
skóla. Þetta var Susie Rut Einars-
dóttir. Susie Rut átti bjarta og góða
daga í samstilltum og góðum hópi
nemenda í 6. HG. Margar ljúfar
minningar eru tengdar Susie og
bekknum frá þeim tveimur árum sem
hún var í skólanum.
Nú þegar við stöndum frammi fyrir
þeirri staðreynd að Susie Rut hefur
verið hrifin frá okkur í dagrenningu
lífs síns þá er erfitt að sætta sig við
það. Efinn um réttlæti gerir vart við
sig og okkur er efst í huga einlæg en
beiskjublandin spurning: Af hverju?
Af hverju?
Susie Rut var mikil tilfinningavera.
Hún var mjög listræn og spilaði af
færni á píanó auk þess sem söngur og
leiklist gæddu líf hennar og okkar
allra gleði. Hún var sterkur náms-
maður og fyrstu skref skólagöngu
hennar gáfu fyrirheit um farsælt
framhald. En fyrst og fremst var Su-
sie Rut einlæg og góð stúlka sem
hafði mörgu jákvæðu að miðla. Við
sem kynntumst henni fundum í henni
fegurstu tóna hörpu lífsins sem nú
hafa þagnað allt of fljótt.
Elsku Susie Rut. Við erum þakklát
fyrir að hafa kynnst þér. Hlýjar og já-
kvæðar minningar um þig efla með
okkur þá trú að Guð almáttugur muni
í ríki sínu umvefja þig kærleika sínum
og umhyggju og sefa sorg þeirra sem
sárt sakna þín.
Við vottum foreldrum, systkinum
og öðrum aðstandendum Susie Rutar
okkar dýpstu samúð. Þeirra er miss-
irinn mestur. Við biðjum algóðan Guð
að hugga þá og styrkja.
Ellert Borgar og Helga Guðfinna.
,,Hvar hafa dagar lífs míns lit sín-
um glatað?“ skrifaði Susie einu sinni á
heimasíðuna mína í gríni. Við höfðum
þá í nokkrar vikur skemmt okkur við
að rifja upp og finna ástarljóð og þylja
fyrir hvor aðra á dramatískan hátt,
smá í gríni og smá í alvöru. Síðustu
daga hefur áðurnefnd setning úr ljóð-
inu ómað í huga mér því svona líður
mér eftir að Susie fór.
Susie var ein af mínum bestu vin-
konum, kryddið í lífi mínu og annarra
með greind sinni, skarpskyggni, húm-
or og einstöku auga fyrir viðlíkingum.
Viðlíkingar hennar fá fólk til að sjá
hlutina í réttu ljósi og duga vel til hug-
hreystinga. Ég kynntist Susie fyrir
tveimur árum. Við fundum fljótt
hvernig hin tikkar og höfum krufið
málin tímunum saman. Susie var allt-
af til í áhugaverð málþing og í henni
fann ég góðan félaga. Ég sá hana
blómstra, verða sífellt fallegri og
meira sjarmerandi. Þroskast og vita
sífellt betur hvað hún stóð fyrir. Þeg-
ar ég hugsa um Susie kemur margt
upp í hugann og sterk lýsingarorð því
hún var mikill karakter. Blíða, fegurð,
hvatvísi, lífsgleði, sjarmi, ástríða,
ákveðni, kappsemi, góð tengsl við fjöl-
skyldu sína og skemmtilegur fatastíll
einkenndu hana. Hún tók allt með
trompi og gerði allt með trukki. Var
afburðanemandi, góður starfskraftur,
hugsjónakona, víðlesin, minnug á til-
vitnanir, lúmskt listræn og góður
penni. Bjó yfir miklum sannfæring-
arkrafti og góðri rökhugsun. Það var
fallegt við Susie hvað hún var heil í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Hún bjó yfir ríkri samkennd og leit
sjaldan niður á fólk og kunni ógrynni
af sögum. Hún kenndi mér margt og á
leiðinni að kveðja hana í hinsta sinn
hugsaði ég ekki um annað en hversu
heppin ég var að kynnast henni. Vik-
una áður en Susie fór ímyndaði ég
mér framtíð hennar. Ég sá fyrir mér
árangur í námi og starfi og fjölskyldu-
konuna Susie. Ég hef nefnilega ætíð
Susie Rut
Einarsdóttir
Legsteinar og fylgihlutir
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
• Mikið úrval
• Yfir 40 ára reynsla
• Sendum myndalista