Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÖGNI Eggertsson er starfsmaður hjá sigl- ingaklúbbnum Siglunesi sem ÍTR starfrækir. Þar eru leikjanámskeið í gangi í allt sumar fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára. Högni fer með þá í leiki og kennir þeim, ásamt öðru starfsfólki, grundvallaratriði siglinga og sjó- mennsku. Krakkarnir fá að sigla á litlum seglskútum, róa kajökum, malibúum og ára- bátum en malibú er tveggja manna kajak. Að sögn Högna datt hann fyrir tilviljun inn í þetta starf og voru siglingar ekki áhugamál hjá honum en það hefur breyst. Á veturna er Högni í tónsmíðanámi í Listaháskóla Íslands. Aðspurður segist hann ekki hafa framtíðarplönin á hreinu en stefn- an er sett á að klára námið og sjá hvað setur. Hann er einnig í hljómsveitinni Hjaltalín sem er að taka upp plötu. Þetta er fyrsta sumarið hans í Nauthólsvík og segist hann vel geta hugsað sér að vinna þarna aftur næsta ár. Leikjanámskeiðið sem Högni hefur umsjón með er eins og áður segir fyrir 9-12 ára en einnig geta krakkar á aldrinum 12-15 ára, sem skráðir eru í siglingaklúbb Sigluness, mætt á daginn, tekið lausa báta og farið út á sjó. Að sögn Högna líkar krökkum almennt mjög vel á námskeiðinu. „Upplifunin við að vera í vatninu, adrenalínið sem fer um mann þegar maður lendir í sjónum er spennandi og drífandi fyrir þau.“ Það er ýmislegt fleira gert í siglinga- klúbbnum en að sigla og nokkrum sinnum yf- ir sumarið er haldið svokallað klúbbafjör. Um daginn fór hópurinn í Kópavogshöfn og stökk fram af bryggjunni þar sem er í u.þ.b. þriggja metra hæð. Svo var eitt sinn farið með flot- bryggju langt út á sjó og haldið grillpartí. Á fyrsta degi nýs leikjanámskeiðs eru krökkunum sýndir bátarnir og farið með þá í siglingu á bátnum Jónasi feita. Á öðrum degi er stokkið í kaldan sjóinn til að láta krakkana venjast sjónum og kuldanum því hjá því verð- ur ekki komist að falla útbyrðis einhvern tím- ann á námskeiðinu. Högni segir stundum far- ið með marga kajaka út á sjó og þeim raðað í hring. Krakkarnir hlaupi á milli kajaka en það veki alltaf mikla kátínu þegar starfs- fólkið hlaupi á milli því það er svo þungt og dettur því oft ofan í. Yfirleitt endi þetta þó þannig að allir falli í sjóinn. Spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart við starfið segist Högni ekki hafa bú- ist við að krakkarnir væru svona djarfir. „Maður er oft smeykari við hluti heldur en krakkarnir. Sumir eru alltaf til í að verða ís- kalt og lenda í sjónum þótt aðrir séu auðvitað smeykir. Það kom á óvart hvað sumir eru fullir dirfsku.“ Stokkið fram af bryggju í Kópavogshöfn og grillað á flotbryggju lengst úti á sjó Adrenalín streymir fram í köldum sjó Morgunblaðið/G.Rúnar Í Siglunesi Högni Egilsson vinnur á leikjanámskeiði í Nauthólsvík og kennir krökkum grund- vallaratriði siglinga og sjómennsku. Morgunblaðið/G.Rúnar Á æfingu Í Siglunesi fá 9-12 ára krakkar tækifæri til að spreyta sig á seglskútum, kajökum, malibúum og árabátum. Á heitum og fallegum sum- ardegi kíkti Ylfa Kristín K. Árnadóttir í Nauthólsvíkina og spjallaði við Högna Eg- ilsson um malibú, Jónas feita og fleira tengt siglingum. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „VIÐ erum aftur komnir á beinu brautina,“ segir Sigurður Oddsson, fulltrúi verkkaupa við gerð Héðins- fjarðarganga, en samanlögð lengd ganga er nú 3.191 m eða 30,2% af heildarlengd. Göngin frá Siglufirði hafa lengst um 52 metra það sem af er vikunnar og í gær, föstudag, voru þau orðin 1.922 metrar þeim megin frá. Göngin Ólafsfjarðarmegin voru orðin 1.269 m í gær og höfðu lengst um 36 m í vikunni. Héðinsfjarðargöng verða um 3,7 km á milli Siglufjarðar og Héðins- fjarðar og um 6,9 km á milli Héðins- fjarðar og Ólafsfjarðar. Sigurður segir að gert sé ráð fyrir að búið verði að sprengja göngin frá Siglu- firði í Héðinsfjörð snemma á næsta ári og þá verði haldið áfram úr Héð- insfirði í Ólafsfjörð, en samkvæmt útboðsgögnum eigi verkinu að vera lokið 10. desember 2009. Gröftur frá Ólafsfirði til Héðins- fjarðar hefur gengið hægar vegna vinnu við bergþéttingu. Sigurður segir að ekkert sé óeðlilegt við bleyt- una og til dæmis hafi verið miklu meiri bleyta þegar Múlagöng voru gerð á sínum tíma, en ákveðið magn bleytu kalli á þéttingu. Göngin lengjast hratt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.