Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/RAX Kveðinn upp Dómendur í Baugsmálinu; Jón Finnbjörnsson, Arngrímur Ísberg og Garðar Valdimarsson. FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í kjölfar þess að HéraðsdómurReykjavíkur sýknaði nýveriðJón Ásgeir Jóhannesson,fyrrverandi forstjóra Baugs og núverandi stjórnarformann, af ákæru um meintar ólögmætar lán- veitingar í Baugsmálinu svonefnda hafa vaknað spurningar um hvort ekki þurfi að endurskoða lög um hlutafélög. Viðmælendur Morgun- blaðsins segja ljóst að dóms Hæstaréttar sé beðið með óþreyju. Héraðsdómur, skipaður Arn- grími Ísberg dómsformanni, Jóni Finnbjörnssyni og Garðari Valdi- marssyni, komst að þeirri niður- stöðu að Baugur hefði í fjórum til- vikum brotið gegn ákvæðum 104. gr. hlutafélagalaga. Sökum þess að verknaðarlýsing í téðri grein lýtur ekki að athöfnum einstaklings heldur hlutafélags, auk þess sem í refsiheimild er ekki getið verkn- aðarlýsingar – en vísað í 104. gr. – var hins vegar óhjákvæmilegt að sýkna Jón Ásgeir af þeim liðum. Líkt og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, benti á í Morgun- blaðinu í gær segir ekkert um ábyrgð skjólstæðings hans í dómn- um og er hann algjörlega sýkn saka. Sú spurning vaknar hins veg- ar hver beri ábyrgð á gjörðum hlutafélaga, samkvæmt hluta- félagalögum. Fræðileg tískubóla? Við aðalmeðferð vegna þeirra níu ákæruliða sem vísað var aftur í Héraðsdóm Reykjavíkur til efnis- meðferðar kom settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, inn á hugtakið „fræðileg tískubóla“, þeg- ar hann lýsti áliti dómsins á refsi- heimildinni, og sagði hana alls ekki óskýra. Stefán Már Stefánsson lögfræði- prófessor vann að samningu lag- anna auk þess sem hann hefur ritað bækur um hlutafélög og einka- hlutafélög. Hann segist aðspurður vona að þessum hluta málsins verði áfrýjað, ekki vegna sakborninga, sem séu aukaatriði, en fremur til þess að Hæstiréttur taki á túlkun laganna. „Ég segi fyrir mig að það er enginn vafi á því að samasem- merki er á milli hlutafélaga og stjórnenda, þ.e. að stjórnendur geti ekki misskilið að það sem gert er á vegum hlutafélaga þeirra geti hugsanlega bakað þeim refsi- ábyrgð.“ Lögin tóku gildi árið 1995 og Stefán segir að Alþingi hafi litið svo á að um fullnægjandi refsiheimildir væri að ræða. Þegar hann er spurð- ur um hvað geti hafa breyst á þess- um tólf árum segir Stefán að ekk- ert hafi í raun breyst „nema að ákveðin hugtök og stefnur detta svolítið í tísku. Núna er í tísku að krefjast mjög skýrra laga í öllum refsiréttarmálum. Það er vegna þess að menn segja sem svo að borgararnir verði ekki gripnir í refsiréttarlegum skilningi nema lögin séu alveg skýr. Svo ganga menn pínulítið of langt.“ Stefán segir ákall um skýrleika vera í takt við meginreglur sem þekktar eru í Evrópu og Evrópu- réttinum um skýrleika heimilda. „Þetta er sama hugsun og liggur á bakvið það að birta lög. Það er auð- vitað nauðsynlegt að birta lög til þess að borgararnir skilji og þekki hegðunarmunstrið sem þeir eiga að fara eftir. Í refsimálum gildir þetta einkum og sér í lagi. Þetta er und- irstaðan.“ Dómar hafa fallið í Danmörku þar sem reyndi einmitt á sambæri- lega lagagrein og refsiheimild og þar var komist að þeirri niðurstöðu að einstaklingur bæri ábyrgð á gjörðum hlutafélags. Spurður um hvort hlutafélagalög á Norðurlönd- um séu að einhverju leyti skýrari en hér á landi segir Stefán að dönsku og norsku lögin séu að upp- lagi eins. Hann tekur undir það með blaða- manni að nauðsynlegt reynist að breyta lögunum ef Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. „Þá verðum við að skýra textann betur. En þetta end- ar þá kannski með því að við end- um inni í þýsku lagaumhverfi. Það í sjálfu sér er í lagi en einhvern tím- ann var sagt að æðsti stjórnskip- unardómstóll Þýskalands hefði skrifað tuttugu blaðsíður um hvað væri flutningalest. Við lendum í þessu umhverfi ef við heimtum allt- af ítarlegri og ítarlegri atriði.“ Endurskoðuð löggjöf inn á þingið við fyrsta tækifæri „Viðbrögð mín eru í raun þau að við bíðum eftir að Hæstiréttur fjalli um málið og hver niðurstaða hans verður. En það blasir við að ef hann kemst að sömu niðurstöðu þarf að skýra þessi lög og endurskoða mjög vandlega,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra spurður út í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur á fimmtudag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að refsiheimildir væru ekki nægilega skýrar til þess að hægt væri að sakfella einstakling fyrir ólögmæt- ar gjörðir hlutafélags. Björgvin segir að af dóminum megi ráða að lögin séu augljóslega ekki nægilega skýr. Verði það stað- fest er það í sjálfu sér óviðunandi. „Við munum því fara mjög gaum- gæfilega í gegnum þetta og miða að því að koma með endurskoðaða lög- gjöf inn á þingið við fyrsta tæki- færi. Þetta hefur gífurleg áhrif á stóran og viðkvæman málaflokk og það blasir við að algjörlega óvið- unandi er að lögin séu svo óskýr, valdi svo miklum deilum og óljós- um erindrekstri í dómskerfinu. Ég mun beita mér fyrir því að farið verði mjög hratt og örugglega í endurskoðun á lögunum.“ Einföld endurskoðun? Spurður hvort ekki sé tiltölulega einfalt að bæta við málsgrein þar sem segi að með hlutafélögum sé átt við stjórnendur þeirra, eða gera álíka breytingu, segir Björgvin að rétt sé að ekki þurfi að taka langan tíma að fara yfir málið. „Endur- skoðunin þarf ekki að taka langan tíma eða vera yfirgripsmikil en það er nauðsynlegt að fram fari vönduð yfirferð á lögunum. Það þarf að fara fram alvarleg umræða um hvað má betur fara, en þetta til- tekna atriði þarf þó ekki að vera flókið í meðförum þingsins. Þetta er mikilvægt mál og við munum fara vel yfir það á allra næstu dög- um og vikum.“ Þegar Björgvin er spurður hvort honum þyki 104. gr. laga um hluta- félög og refsiheimildin óskýr svar- ar hann: „Nei, í sjálfu sér ekki. En það þarf að taka af öll tvímæli um þetta mál, af því þetta varðar bæði einstaklinga og fyrirtæki og það má ekki leika neinn vafi á þessu.“ Hver ber ábyrgð á gjörðum hlutafélaga?  Í tísku að krefjast mjög skýrra laga í refsiréttarmálum  Viðskiptaráðherra mun beita sér fyrir endurskoðun laga Í HNOTSKURN »Héraðsdómur Reykjavík-ur komst að þeirri nið- urstöðu að vegna óskýrra refsiheimilda væri ekki hægt að sakfella forstjóra Baugs fyrir brot félagsins á lögum um hlutafélög. »104. gr. hlutafélagalagatekur aðeins til athafna hlutafélaga en ekki ein- staklinga. Stefán Már Stefánsson Björgvin G. Sigurðsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 29 ná yfir 200 lkynning- ar. Regla 0 við end- at á um- ilkynning rk Skipu- hvort við- að undir- isáhrifum ktarfram- kvæmdir hafa verið tilkynntar til Skipulagsstofnunar hingað til. Þær voru frá 25 hekturum á verndar- svæðum og allt upp í 415 hektara í landi Silfrastaða í Akrahreppi. Stofnunin hefur hins vegar aldrei komist að þeirri niðurstöðu að skóg- ur skuli sæta mati á umhverfisáhrif- um. Spægipylsuaðferðin Hólmfríður segir það vel þekkt við mat á umhverfisáhrifum að þeg- ar stærðartakmarkanir af einhverju tagi séu settar á framkvæmdir reyni framkvæmdaraðilar að af- marka sig rétt við þau stærðarmörk sem sett eru, í minni en fleiri fram- kvæmdum. Þetta segir hún að kall- ist stundum „salami-slicing“ erlend- is, eða spægipylsuaðferðin upp á hið ástkæra ylhýra. Framkvæmdin sé þá skorin niður í sneiðar og hver sneið metin fyrir sig en heildin ekki. Því vaknar sú spurning hvort hægt sé að koma stórum skógum framhjá tilkynningarskyldu af því að þeir eru skipulagðir og reknir í einingum rétt undir 200 hekturum hver. Traust frekar en eftirlit Hólmfríður segir þetta velta á ná- lægð skóganna hvers við annan. Séu þeir fjarlægir hver öðrum verði áhrif þeirra alltaf metin sjálfstætt en í mikilli nálægð geti talist eðlilegt að horft sé til samverkandi áhrifa þeirra á umhverfið og þeir því sam- an talist tilkynningarskyldir til Skipulagsstofnunar. Hún segir ekk- ert sérstakt eftirlit haft með því að allar tilkynningarskyldar fram- kvæmdir berist inn á borð stofnun- arinnar. „Sveitarfélögin eru skipu- lagsvald og leyfisveitendur í héraði og við verðum bara að treysta því að þar sé farið eftir lögum,“ segir hún. Skógarnir skipta hundruðum Landshlutabundin skógræktar- verkefni á vegum Skógræktar rík- isins eru Norðurlandsskógar, Hér- aðs- og Austurlandsskógar, Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum og Suðurlandsskógar. Fjölmargir skógarbændur starfa innan vébanda þeirra verkefna og má sem dæmi nefna að innan Suður- landsskóga eru 250 lögbýli, á Hér- aði og Austurlandi tæplega 160 býli og á Vesturlandi hafa verið gerðir samningar við 104 skógarbændur. Skógræktarverkefni skipta því hundruðum, jafnvel þótt verkefni skógræktarfélaga og áhugamanna séu ótalin. Alltaf tilkynnt Þeir fulltrúar landshlutabundnu verkefnanna sem tal náðist af sögðu jarðir með skóga yfir 200 hekturum flestar frá því fyrir árið 2000, en ein og ein hafi farið yfir markið eftir að reglan var sett og þá alltaf verið til- kynnt til Skipulagsstofnunar. Þeir hafna því allir sem einn að skóg- ræktin sé hömlulaus enda vinni fólk skipulega í hverju landshlutaverk- efni. Flestir kjósi reyndar að halda sig undir 200 hekturum til þess að forðast kostnaðinn sem hlýst af því ef skógræktin verður tilkynningar- skyld og þarf að fara í umhverfis- mat, því þá fellur kostnaður á fram- kvæmdaraðilann sjálfan. Sigvaldi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga, segir aðeins eina jörð, Tungufell í Lundarreykjadal, yfir 200 hekturum af 104 jörðum í hans umdæmi. Hann nefnir sem dæmi að kostnaður geti fallið á til- kynningarskyldan skógarbónda jafnvel þótt ekki þurfi að fara í um- hverfismat, svosem vegna skrán- ingar á fornleifum og annarra at- riða. Jafnvel þótt kostnaðurinn við slíkt sé takmarkaður sé viðbúið að menn forðist hann, eins og önnur út- gjöld. Björn B. Jónsson hjá Suður- landsskógum segir einn eða tvo yfir 200 hektara markinu hjá sér og þá frá því fyrir árið 2000 þegar ákvæð- ið var sett. Ein jörð sótti þar um í fyrra en minnkaði við sig til að vera undir markinu. jósi, sem voru í ði við öll nátt- nd- ök á Ís- Landrof dgræðsla að vera æg mál andi. ekki tmyndir andið út. Það að ði itanlega gir Kol- ringi á ssi áhug- ngur út gu, þess ð landið an tíma. rskóga efn- é vottað a er r komið r Ísland viði og fjöru“ Morgunblaðið/Árni Sæberg væði klæðast grænum skrúða trjánna, jafnt innlendra sem aðfluttra. Skógar eru fal- ó að hörfa undan þeim. Gagnrýni beinist að skipulagi og umfangi skógræktar. sa dis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.