Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Í nýju hefti tímaritsins Sagnir,sem er tímarit sagnfræðinema við Háskóla Íslands, er athyglisvert viðtal við Stefán Pálsson sagnfræð- ing um það fyrirbæri í nútímaþjóð- félagi, sem nefnist blogg og er í raun og veru ekkert annað en blaðagreinar sem eru birtar á net- inu og skrifaðar í svolítið öðrum stíl.     Í viðtali þessu segir Stefán Páls-son:„Ég leyfi mér að fullyrða, að Moggabloggið sé einhver alversta sending, sem ís- lenzka blogg- samfélagið hefur fengið...Með Moggablogginu er valdamikill fjölmiðill að reyna að beizla og stofnanavæða samfélag, sem er í eðli sínu anark- íst. Moggabloggið heftir möguleika þeirra, sem ekki eru innskráðir að skrifa athugasemdir með tengslum á sínar eigin síður. Það er svívirði- leg framkoma og brýtur gegn við- teknum venjum og siðum í net- heimum. Moggabloggið dregur fólk í dilka, hampar sumum not- endum, sem „vinsælum“ eða „völd- um“ bloggum...Jafnvel skemmti- legasta fólk verður hrútleiðinlegt um leið og það fer að tjá sig á Moggablogginu. Moggabloggið er verra en Vistarbandið!“     Morgunblaðið hefur veriðskammað fyrir margt um dagana.     Einu sinni var talað um svonefnda„Moggalygi“, sem var orðið, sem sósíalistar notuðu yfir sannar frásagnir Morgunblaðsins af hlut- skipti fólks í ríkjum sósíalismans.     En það skal viðurkennt að for-ráðamenn Morgunblaðsins hafa ekki gert sér grein fyrir því, að þeir væru að reyna að „beizla“ og „stofnanavæða“ netið með Mogga- blogginu! Hvað skyldi annars vaka fyrir þeim með því?! STAKSTEINAR Stefán Pálsson Varist Moggabloggið! SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -                 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                    :  *$;<                    !   "#  "$    %     *! $$ ; *! !" # $  " $   %  &$' & =2 =! =2 =! =2 !%$#  ( )*+, &-  >2?         6 2      &    %         !    '  !       $  "$ (       ;  &                    $  "$ (       *         '%    !     )            "*  #* (      )   ./ &00  &$ 1 &  ,&( ) 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C  *$ *+ *,             2 2  2 2   ,, "- "" "$ *$ *+ *+ *+ ,$ ## ", #" *.                      Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kári Harðarson | 28. júní 2007 Gaman af gátum … Þjónninn tekur 300 en sér svo að það voru gerð mistök, maturinn kostaði bara 250 kr. Hann getur ekki skipt 50 í þrennt og endurgreitt svo hann borgar sjálfum sér 20 í þjórfé og endurgreiðir hverjum gesti 10 kr. Hver um sig borgaði 100-10 = 90 kr. Þrisvar 90 eru 270 kr. 270 plús 20 sem þjónninn tók í þjórfé gera 290 kr. Það vantar samt 10 kr. upp á 300, hvað varð um þær? Meira: kari-hardarson.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 29. júní 2007 Fársjúkt atferli Ég á ekki orð yfir þetta atferli gagnvart vesalings dýrinu. Og það sem verra er, ég hugsa að þessir menn sem hlut eiga að máli fái vægan dóm – eftir svona þrjú ár – þegar dómskerfið má vera að því að „sinna svonalög- uðu“. Dýraverndarlögin vega því mið- ur ekki þungt á vogarskálum rétt- vísinnar, um það eru ýmis dæmi, sum nýleg. Sem hundaeigandi votta ég eigendum Lúkasar samúð mína. Meira: olinathorv.blog.is Gisli Freyr Valdórsson | 28. júní 2007 Vonlaust verkefni? Bill Clinton reyndi á síðustu dögum sínum sem forseti Banda- ríkjanna að koma á friði fyrir botni Mið- jarðarhafs – það mistókst. Tony Blair vill meina að það sé grundvallaratriði í skrefinu í átt til friðar að stofna sjálfstætt ríki Palestínu. Það er vissulega rétt, svona að hluta til. Fyrst þarf nú að komast á starfandi heima- stjórn. Eins og staðan er í dag eru blóðugir bardagar á milli tveggja öfgahópa sem hvorugir hafa það sérstaklega að stefnu sinni að semja um frið við Ísrael. Hamas vill nú reyndar ganga skrefinu lengra og eyða Ísraelsríki og hvik- ar hvergi frá þeirri stefnu. Ég er almennt talinn bjartsýnn maður en ég hef litla trú á því að þarna verði nokkurn tímann friður – allavega ekki á næstu árum. Meira: gislifreyr.blog.is Jón Þór Ólafsson | 23. júní 2007 Jafnrétti og friður á heimilinu Heimilisverk eru þrætuepli á mörgum heimilum. Í tveim fyrri bloggum hef ég verið að skoða rót þessa vandamáls og sýnist hún felast í óupp- fylltum væntingum og mismunandi gildum sambúðarfólks, og þar er líka lausnina að finna. Óuppfylltar væntingar og mis- munandi gildismat. Flest fólk á Íslandi í dag VÆNT- IR jafnréttinda í samböndum sínum og þar sem jafnréttindi krefjast ekki aðeins að fólk í sambúð vinni heim- ilisverkin saman heldur líka að báðir aðilar ákveði saman hvaða verk skuli vinna þá eru margir ósáttir. Við bú- um ekki við jafn-réttindi fyrr en það ríkir bæði jafn-ræði og jafnt fram- lag. Ef fólk getur sæst á þetta er næst að ákveða í sameiningu hvaða verk skuli vinna. Hugmyndir fólks um hvaða verk skuli vinna hvíla alltaf á GILD- ISMATI þess. Þegar kemur að heimilisverkum eru gildin m.a. heilsa, hreinlæti, hagkvæmni og ör- yggi, og hve mikið fólk metur þessa þætti er mismunandi og ekkert eitt er réttara en annað því það fer eftir smekk þeirra. Minn smekkur, hvað ég kann að meta, er ekkert réttari en þinn. Gildismat getur breyst. Þetta gerist yfirleitt hægt en þar sem gildismat byggist oft á röngum upplýsingum getur það breyst hratt þegar þær eru leiðréttar. Lengi vel trúði fólk til dæmis möntrunni: „því hreinna, því betra“, en núna benda læknar á að ónæmiskerfi barna sem alast upp við of mikið hrein- læti fái ekki nægilegt áreiti sýkla til að þroskast eðlilega. Við að sjá að hreinlæti er ekki það sama og heil- brigði minnkar gildismat margra þegar kemur að þrifum. Af þessu má læra þrjár lexíur. 1. Það eru ekki jafn-réttindi að vinna heimilisverkin jafnt, fyrr en það ríkir jafn-ræði við að taka ákvörðun um hvaða verk skuli vinna. 2. Hvaða verk skuli vinna hvílir alltaf á gildismati fólks sem er mjög mismunandi og það er ekkert eitt rétt gildismat. 3. Gildismat getur breyst, en það gerist yfrleitt hægt. Lausn vandamálsins. Fyrir jafnréttissinna felst hún í því í að uppfylla væntingar þeirra um raunverulegt jafnrétti á heim- ilinu og ræða um gildismat sitt þeg- ar kemur að heimilisverkunum með þessar þrjár lexíur í huga og það að leiðarljósi að finna lausn sem báðir aðilar eru raunverulega sáttir við. Meira: jonthorolafsson.blog.is BLOG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.