Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 31
Jan Håkanson, heimilislæknirfrá Svíþjóð, var annar leið-enda á málþingi um áhættuog forvarnir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, „Cardiovascular di- sease Prevention – Carrots or Pills for all?“ „Kannski er það framtíðin,“ segir Jan, en bætir við: „Eru hjarta- og æðasjúkdómar virkilega að verða al- gengari dánarorsök eins og fjöl- miðlar segja okkur?“ Svarið er sam- kvæmt Anders Hernborg, sem er einnig heimilislæknir og hinn leið- andi málþingsins, neikvætt. Hann segir rannsóknir sýna að dauðs- föllum vegna hjarta- og æða- sjúkdóma fækkar ört í flestum lönd- um en dauðsföll vegna slysa og krabbameins standi í stað. Jan segist velta fyrir sér hvaðan þessi þráláti orðrómur um fleiri dauðsföll af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma komi, því að rannsóknir sýni hið andstæða. „Neikvæðu hliðarnar eru að auka- verkanir eru ýmsar af polypillunni en þær fara þó eftir samsetningu hennar,“ segir Jan og bætir við að aspirín, sem hafi verið notað í pill- urnar m.a., ætti aldrei að gefa fólki sem forvörn sem er í fyrsta forvarn- arhópi, þ.e. fólki sem aldrei hefur fengið hjartaáfall eða önnur hjarta- og æðasjúkdómstilfelli. Jan segir að gefin séu út viðmið í flestum löndum þar sem tekið sé á því hvar eigi að draga mörkin, þ.e. hverjum eigi að ráðleggja lyfja- meðferð og hverjir þurfi aðeins heil- brigðari lífsstíl. Í Svíþjóð eru viðmiðin ofar en í Evrópu, þ.e. sænskir læknar ráð- leggja lyfjameðferð sjaldnar en evr- ópsku viðmiðin segja til um, en Jan segir Bandaríkin vera sér á parti þar sem fólk þurfi ekki að vera í verulegum áhættuhópi þar í landi til þess að lyfjameðferð sé ráðlögð. Reykingar verstar Aðalefni málþingins segir Jan vera hvað heimilislæknar ráðleggi fólki að gera til að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og hvernig þeir meta í hvaða áhættu- hópi fólk sé. Leggur hann mikla áherslu á skaðsemi reykinga og seg- ir að fjórum árum eftir að fólk hætti sé það aftur komið í sama áhættu- hóp fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og fólk sem aldrei hefur reykt. Einnig sagði hann minna salt, meira grænmeti, fisk og ávexti hafa úr- slitaáhrif sem forvörn ásamt reglu- legri hreyfingu. Jan segir að nú reyni læknar held- ur að líta á heildina, fremur en að meðhöndla eitt einkenni í einu, og skoða samspil sjúkdóma eða ástands og reyna að miða meðferð við heild- armyndina. astasoley@mbl.is Heilbrigðir lífshættir mikilvægastir Morgunblaðið/G.Rúnar Á að bjóða öllum yfir 55 ára aldri fyr- irbyggjandi pillu, svokallaða polypillu með margvíslega verkun, til að fyr- irbyggja hjarta- og æðasjúkdóma? Ásta Sóley Sigurðardóttir segir þetta eina af spurningunum sem sett- ar voru fram á þingi norrænna heim- ilislækna sem fram fór fyrir skömmu. Dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma fer fækkandi Fjórum árum eftir að fólk hættir að reykja er það aft- ur komið í sama áhættu- hóp fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma og fólk sem aldrei hefur reykt. Morgunblaðið/G.Rúnar Hollt Einn af þeim þáttum sem læknar telja hafa úrslitaáhrif sem forvörn er regluleg hreyfing. Heilsa Jan Håkansson, heimilislæknir segir heilbrigða lifshætti bestu forvörnina fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 31 Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími 557 2200 • E-mail broi@batik.is Ísaumur og prentun á húfur, boli og annan fatnað. Mikil afkastageta. BRÓDERING OG SILKIPRENT Fyrirtæki og félagasamtök 12& 3 4 12.0 0 1 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 5. og 12. júlí. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Montreal 5. eða 12. júlí Sértilboð á Travelodge Montreal frá kr. 49.990 Vikuferð - síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Verð kr. 49.990 - Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgun- verði í 7 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.900. Munið Mastercard ferðaávísunina er stundum notað ef fólk vill tala um ein- hvern með niðrandi hætti án þess að sá hinn sami hafi nokkurn tíma þjáðst af geðveiki. En að vísu hafa ung- lingar og ungt fólk um nokkurt skeið notað orðið geðveikur í já- kvæðri merkingu eins og Sigurður bendir á. Hann er geðveikt góð- ur í þessu, segja krakk- arnir. Breytt orðanotkun getur skipt máli á fleiri sviðum en þessu. Orðið öryrki hefur fengið nei- kvæða merkingu í tali fólks, þótt engin ástæða hafi verið til að það fengi neikvæða merkingu. Þess vegna má velta því fyrir sér, hvort tímabært sé að finna eitthvað annað orð yfir þá, sem nú kallast ör- yrkjar. Raunar má líka spyrja, hvort ástæða sé til að merkja þennan þjóð- félagshóp sérstaklega með einhverju orði. Af hverju skyldi einstaklingur, sem hefur af einhverjum ástæðum skerta starfsgetu vera kallaður ein- hverju sérstöku nafni? Er ekki ljóst að í því eru fólgnir fordómar gagn- vart því fólki, sem um er að ræða? Viljum við búa til fordóma? Sigurður Antonsson,framkvæmda- stjóri, skrifaði um- hugsunarverða grein hér í Morgunblaðið sl. sunnudag. Þar fjallaði hann um orðanotkun í sambandi við sjúk- dóma og sagði: „Augljóst er að orðið geðklofi er ekki í sam- ræmi við þekkingu okkar á sjúkdómnum í dag. Nafnið hefur ákaflega neikvæða merkingu og ber keim af því, þegar menn áttu ekki önnur ráð en að loka sjúklinga inni til að forða þeim frá hættum og jafnvel glötun. Geðklofanafnið lýsir ótta manna við þennan vágest.“ Þetta er rétt athugasemd hjá Sig- urði Antonssyni. Fáir geðsjúkdómar hafa vakið jafn mikinn ótta hjá fólki og skízófrenía, sem á íslenzku hefur verið gefið nafnið geðklofi. Í vitund hins almenna borgara hefur þetta verið ólæknandi sjúkdómur. Orðanotkun skiptir máli. Miklu máli. Það er full ástæða til að endur- skoða alla orðanotkun í tengslum við geðsjúkdóma. Sum orðin, sem notuð eru hafa orðið að almennum skamm- aryrðum. Orð eins og geðsjúklingur       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.