Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 27 P IP A R • S ÍA • 7 12 10 Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000 „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit Kraftverk Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn- ingssjónir – mörg hver með áhugaverða sögu sem tengist Landsvirkjun og orkumálum. Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri. Ljósafossstöð við Sog Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal. Opið 9–17 alla daga. Líf í Þjórsárdal Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á Sprengisand og í Veiðivötn. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Heimsókn í Húnaþing Kynnið ykkur orkumál og starfsemi Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar. Blöndustöð, Húnaþingi Kynnist okkur af eigin raun Heimsækið Landsvirkjun í sumar. Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Komdu í heimsókn í sumar! Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu. Íslensk orkumál og virkjanir – alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum Heyskapur er kominn vel af stað hér í nágrenninu, þó að kuldi og þurrkar hafi tafið talsvert fyrir. Hins vegar berast þær fréttir austan úr Land- eyjum og undan Eyjafjöllum að þar sé heyskapur vel á veg kominn og margir búnir með fyrsta slátt. Verk- taka er alltaf að aukast í heyskap og er t.d. fyrirtæki Vilhjálms Þórarins- sonar í Litlu Tungu að taka í notkun gríðarlega afkastamiklar vélar, bæði við slátt og heyrúllugerð, en það fyr- irtæki hefur stundað verktöku í fjöldamörg ár. Nýja sláttuaðferðin nær því fjórfaldar breiddina sem slegin er í einu.    Moldrok og sandfok hefur fylgt rign- ingarleysinu undanfarið, landið fýk- ur burt. Landgræðsla ríkisins heldur nú upp á 100 ára afmæli sand- og landgræðslu á Íslandi með ýmsum hætti. Meðal annars verður opið hús í dag í Gunnarsholti, höfuðstöðvum Landgræðslunnar kl. 14–17. Þar verður starfsemin kynnt, m.a. tæki og tól til landgræðslu, rannsókn- arstofur, fræverkunarstöð og boðið upp á gönguferð með leiðsögn um fyrsta Gunnlaugsskóg.    Malbikun stendur yfir þessa dagana á hringtorgi á hringveginum við Hellu og vegstubbum út frá því. Að sögn Ólafs Einarssonar hjá Þjótanda sem er verktaki við hringtorgið, er reiknað með að umferð verði hleypt á nýja veginn og hringtorgið fyrir 16. júlí. Sveitarfélagið notar tækifærið og lætur leggja malbik yfir nokkrar götur á Hellu að auki sem farnar eru að láta á sjá. Þetta er gott framtak, en það vekur samt furðu að stækk- anir á bílastæðum sem lengi hafa staðið til hafi ekki verið fram- kvæmdar í leiðinni, t.d. við Heiðv- ang, sem er fjölmennasta gatan í þorpinu og í mestri þörf fyrir slíkt.    Sundlaugin á Hellu er vinsæl af- þreying fyrir íbúa hér og ferðamenn. Um 20 þúsund gestir komu á síðasta ári og fjölgun hefur orðið talsverð á fyrstu mánuðum þessa árs. Alltaf eru tveir sundlaugarverðir á vakt og hefur svo verið um alllangt skeið. Fimm öryggismyndavélar í lauginni sjálfri eru þeim til aðstoðar. Nú er verið að hanna garð við hlið hennar þar sem koma munu tvær renni- brautir, 32 metra og 50 metra lang- ar. Þær eiga að komast í gagnið í haust. Í framhaldi af því verða svo heitir pottar stækkaðir og 1-2 bætt við.    Sumarbúðirnar Ævintýraland sem eru frjáls félagasamtök hafa hluta grunnskólans á Hellu á leigu í sum- ar. Þarna eru 40-50 börn á aldrinum 7-12 ára í viku í senn á ýmsum nám- skeiðum og við alls konar leiki og störf. Sumir íbúar á Hellu báru nokkurn kvíðboga fyrir ónæði sem þeir töldu að hlytist af þessu, en þær raddir hafa hjaðnað óðfluga þegar reynslan leiðir í ljós hvað fer raun- verulega lítið fyrir þessari starfsemi. Nágrannar skólans hafa jafnvel spurt nýlega hvenær þetta muni byrja, en sumarbúðirnar hafa nú staðið yfir í vel á þriðju viku.    Í Þykkvabænum er að verða talsverð uppbygging og hefur m.a. fyrirtækið 5x í Þorlákshöfn keypt tvær jarðir, Borg og Eyrartún, þar sem búið er að deiliskipuleggja 36 ha lands fyrir 23 íbúðarhús, með 1,5 ha lóð hvert. Lóðirnar eru á vesturbakka Hólsár og má þetta teljast búgarðabyggð, þar sem góð aðstaða verður fyrir hestafólk á svæðinu, m.a er komin reiðhöll og hesthús sem eigendur eða leigjendur húsanna fá jafnframt hlutdeild í. Einnig mun verða fjór- hjólaleiga á svæðinu og ýmis önnur þjónusta þegar frá líður. Húsin eru bjálkahús, byggð úr sedrusviði frá Kanada, 2-300 fm að stærð og verða seld fullbúin með húsgögnum og áð- urnefndri hlutdeild í reiðhöll og úti- húsum. Áætlað er að byggja 6 hús í sumar, verið er að ljúka við byggingu á einu húsi og annað komið vel af stað. Sund Miklar endurbætur standa fyrir dyrum við sundlaugina á Hellu. HELLA Óli Már Aronsson fréttaritari Þórólfur Jónsson áHánefsstöðum sendi Inga Heiðmari Jónssyni kveðju er hann heyrði af landsmóti hagyrðinga 1. september: Er í sól og sumaryl senda stöku þér ég vil ég skal muna eftir þér – einnig fyrsta september. Þegar Stefán Vilhjálmsson heyrði stöku Þórólfs sendi hann „hó“ frá gríska Eyjahafinu, þar sem hann er á siglingu: Legustólnum ligg ég á léttan grillast magi hér er mikið hold að sjá af hinu og þessu tagi. Kristján Eiríksson gat ekki orða bundist er hann heyrði vísuna: Um sig skyldi hann einkum var ef að holdsins bjöllur klingja því sírenurnar syngja þar sætast fyrir Mjófirðinga. Kristján Bersi Ólafsson orti til sonarsonar síns og nafna, Kristjáns Hrafns Ólafssonar, sem varð þriggja ára 9. júní: Þriggja ára ertu orðinn nafni minn. Augasteinn allra sértu áfram, stúfurinn. Hamingjuhrólfur vertu og heiðraðu afa þinn. VÍSNAHORNIÐ Sírenur og Mjófirðingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.