Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bjóðum nú frábært sértilboð á Forum Beach með öllu inniföldu, okkar aðalgististað á Rhodos. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað Heimsferða. Takmarkaður fjöldi íbúða í boði á þessu frábæra verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Rhodos 7. og 14. júlí Sértilboð á Forum Beach - allt innifalið frá kr. 54.990 Frábær gisting m/öllu inniföldu- örfáar aukaíbúðir! Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 54.990 - m/allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Verð kr. 64.990 - m/allt innifalið Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is A ð sumarlagi eru Íslend- ingar ferðaglöð þjóð. Fjölmargir streyma til útlanda en aðrir láta sér guðsgræna fósturjörð- ina nægja; gista í tjaldi í óbyggðum, dýfa sér strípaðir í heitan pott uppi í bústað, spæna hringinn, renna fyrir lax, plaffa niður dósir í Hvalfirði, heimsækja söfn og minjastaði, dilla rassi úti um fjöll og firnindi og hlæja upp í vindinn sem aldrei lægir. Líkt og hvert mannsbarn veit og skilur þá er mikil blessun að ramba á fjöruga og kraftmikla vegatónlist fyrir lang- tímaakstur – og jafnframt krafa sér- hvers manns að samhljómur náist á milli bókarinnar í bakpokanum og lú- inna göngulappa. Lesendum til hægðarauka geysist blaðamaður nú fram til aðstoðar og tekur saman lista yfir ómissandi geisladiska og nauð- synlegar bækur í ferðalagið! 11 ómissandi geisladiskar Hér er reynt að taka mið af því að geisladiskarnir séu hressilegir, skemmtilegir, sumarlegir og fjörugir, en umfram allt ekki leiðinlegir og vetrarlegir: 22 ferðalög – KK og Maggi Eiríks Rútubílalögin eru einmitt sér- staklega hress og skemmtileg í með- förum þeirra félaga. Sá Íslendingur sem ekki syngur með er annaðhvort raddlaus eða dauður. Blonde on Blonde – Bob Dylan Greinarhöfundur gerir sér vonir um að einn daginn beri sérhver mað- ur eitt eintak af Blonde on Blonde í rassvasanum. Og eintak af textasafni meistarans í brjóstvasanum. Sumar á Sýrlandi – Stuðmenn „Tætum og tryllum“ hleypir alltaf lífi í bílstjórann. Safnplata með Prince – Prince Fáir Íslendingar búa svo vel að eiga blæjubíl – niðurskrúfaðar rúður, of stór sólgleraugu, flegnir bolir, vatnsgreiðsla, engir bolir og tyggjó verða því að nægja. „I Wanna Be Your Lover“ og „1999“ endurtakist ofboðslega oft. Kvöldið er okkar – Hljómsveit Ingimars Eydal „Vor í Vaglaskógi“, „Sumarást“, „Í sól og sumaryl“, „Á sjó“, „Ungur þér unni ég“, „Litla Gunna og litli Jón“. Þetta þekkja allir. Helena Eyjólfs syngur með í mörgum laganna. Safnplata með Tinu Turner – Tina Turner „Simply the Best“ og „What’s Love Got to Do with It?“ eru fullkomin popplög. Og á sumrin viljum við popp. Ellý og Vilhjálmur – Ellý og Vil- hjálmur Þessi tvö eru nú svo íslensk og skemmtileg að þau verða að fljóta með. Veljið hvaða plötu sem er. Little Creatures – Talking Heads Gáfumannapoppararnir gerast „mainstream“, svo „mainstream“ að gleðin og fjörið ryðst inn í taugar sér- hvers hlustanda. Ekki besta plata hljómsveitarinnar, en hentar vel á þjóðvegum. Initials SG – Serge Gainsburg Franski pervertinn og djúpbark- inn Serge lumar á sérdeilis mörgum sumarlegum lögum. Dúettinn „Bon- nie and Clyde“ með Brigitte Bardot ætti að fá margan unghanann til þess að orga af sumargáska. Í bleikum náttkjól – Megas Lagið „Saga úr sveitinni“ ætti að skemmta þá ekið er um landið. Ekki spillir að platan er algjört „mast- erpís“. Birth of the Cool – Miles Davis Þessi er ætluð þeim sem eiga blæjubílinn. Níu nauðsynlegar bækur Þar sem bækur eru allajafna mun stærri en geisladiskar er sennilega einungis pláss fyrir níu stykki í ferða- töskunni: Góði dátinn Svejk – Jaroslav Ha- sek Fyndnasta bók allra tíma. Há- punkti nær gamanið er Svejk þjón- ustar hinn drykkfellda Katz herprest, leggur gátu fyrir hóp geðlækna og út- skýrir hvernig best er að muna tölur. Fagra veröld – Tómas Guðmunds- son Óður til Reykjavíkur. Þessi er fyrir borgarbörnin. Aldrei að vita hvenær heimþráin sækir að. Á vegum úti – Jack Kerouac Gamla klisjan. En sagan af ungu, slurksömu og ævintýraþyrstu beat- kynslóðinni er líka einhver skemmti- legasta vegasaga sem skrifuð hefur verið. Birtíngur – Voltaire Ferðalag hins unga og einfalda Birtíngs og meistara hans, Altúngu, er kostulegt, ógeðslegt, fáránlegt, spennandi, blóðugt, ógnvekjandi. Og jafnskemmtilegt í dag og það var fyr- ir 248 árum. Gustur úr djúpi nætur – Federico García Lorca Fyrir þá sem vilja komast á flug úti í náttúrunni. Þetta þýðingasafn er annars eitthvert lofsverðasta framtak í íslenskri ljóðabókaútgáfu í háa herr- ans tíð. Chronicles: Volume one – Bob Dylan Það er von höfundar að einn dag- inn beri allir eintak af þessum frá- bærlega rituðu æviminningum í jakkavasanum. Ferð án fyrirheits – Steinn Stein- arr Þessi ætti að henta stefnulausum vel. Svo eru ljóðin líka góð. Þjóðsögur við þjóðveginn – Jón R. Hjálmarsson Titill bókarinnar lýsir efni hennar býsna vel. Tilvalið fyrir þá sem vilja skyggnast aftur í aldir. Aðrar bækur eftir Jón eru til að mynda Með þjóð- skáldum við þjóðveginn og Skessur, skrímsli og furðudýr við þjóðveginn. Íslensk kortabók fyrir grunnskóla Þessi er líka fyrir borgarbörnin. Ómissandi geisladiskar og nauðsynlegar bækur í ferðalagið Morgunblaðið/RAX Hugljúf Ellý fer létt með að syngja sig inní hug og hjarta sérhvers manns. Hér er hún með Ragga Bjarna og Þuríði Sigurðardóttur. Dylan Önnur Dylan-plata sem hljómar vel á vegum úti er Highway 61 Revisited. Morgunblaðið/Jim Smart Megas Fleira getur komið sér vel á ferðalögum en plötur Megasar, og þá einkum sólgleraugu. Víðförult skáld Steinn Steinarr ferðaðist víða, einkum í huganum. Sumartónar Hljómsveit Ingimars Eydal lék margan sumarsmellinn. Reuters Vandlátur Hvaða tónlist skyldi Prince velja með í ferðalag um ís- lenska hálendið? Sólin sleikt „Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag. Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag.“ Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 30. júní kl. 12.00 Harri Viitanen, orgel 1.júlí kl. 20.00 Harri Viitanen, dómorganisti í Helsinki, leikur verk eftir Bach, Pál Ísólfsson, Dubois og sjálfan sig. www.listvinafelag.is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 1/7 kl 15 uppselt, 1/7 kl 20 uppselt, 5/7 kl 20 uppselt, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15 laus sæti, 14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 laus sæti, 12/8 kl. 20 laus sæti, 18/8 kl. 20 laus sæti, 19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20 laus sæti, 31/8 kl. 20 laus sæti Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.