Morgunblaðið - 30.06.2007, Page 48

Morgunblaðið - 30.06.2007, Page 48
48 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bjóðum nú frábært sértilboð á Forum Beach með öllu inniföldu, okkar aðalgististað á Rhodos. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað Heimsferða. Takmarkaður fjöldi íbúða í boði á þessu frábæra verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Rhodos 7. og 14. júlí Sértilboð á Forum Beach - allt innifalið frá kr. 54.990 Frábær gisting m/öllu inniföldu- örfáar aukaíbúðir! Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 54.990 - m/allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Verð kr. 64.990 - m/allt innifalið Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is A ð sumarlagi eru Íslend- ingar ferðaglöð þjóð. Fjölmargir streyma til útlanda en aðrir láta sér guðsgræna fósturjörð- ina nægja; gista í tjaldi í óbyggðum, dýfa sér strípaðir í heitan pott uppi í bústað, spæna hringinn, renna fyrir lax, plaffa niður dósir í Hvalfirði, heimsækja söfn og minjastaði, dilla rassi úti um fjöll og firnindi og hlæja upp í vindinn sem aldrei lægir. Líkt og hvert mannsbarn veit og skilur þá er mikil blessun að ramba á fjöruga og kraftmikla vegatónlist fyrir lang- tímaakstur – og jafnframt krafa sér- hvers manns að samhljómur náist á milli bókarinnar í bakpokanum og lú- inna göngulappa. Lesendum til hægðarauka geysist blaðamaður nú fram til aðstoðar og tekur saman lista yfir ómissandi geisladiska og nauð- synlegar bækur í ferðalagið! 11 ómissandi geisladiskar Hér er reynt að taka mið af því að geisladiskarnir séu hressilegir, skemmtilegir, sumarlegir og fjörugir, en umfram allt ekki leiðinlegir og vetrarlegir: 22 ferðalög – KK og Maggi Eiríks Rútubílalögin eru einmitt sér- staklega hress og skemmtileg í með- förum þeirra félaga. Sá Íslendingur sem ekki syngur með er annaðhvort raddlaus eða dauður. Blonde on Blonde – Bob Dylan Greinarhöfundur gerir sér vonir um að einn daginn beri sérhver mað- ur eitt eintak af Blonde on Blonde í rassvasanum. Og eintak af textasafni meistarans í brjóstvasanum. Sumar á Sýrlandi – Stuðmenn „Tætum og tryllum“ hleypir alltaf lífi í bílstjórann. Safnplata með Prince – Prince Fáir Íslendingar búa svo vel að eiga blæjubíl – niðurskrúfaðar rúður, of stór sólgleraugu, flegnir bolir, vatnsgreiðsla, engir bolir og tyggjó verða því að nægja. „I Wanna Be Your Lover“ og „1999“ endurtakist ofboðslega oft. Kvöldið er okkar – Hljómsveit Ingimars Eydal „Vor í Vaglaskógi“, „Sumarást“, „Í sól og sumaryl“, „Á sjó“, „Ungur þér unni ég“, „Litla Gunna og litli Jón“. Þetta þekkja allir. Helena Eyjólfs syngur með í mörgum laganna. Safnplata með Tinu Turner – Tina Turner „Simply the Best“ og „What’s Love Got to Do with It?“ eru fullkomin popplög. Og á sumrin viljum við popp. Ellý og Vilhjálmur – Ellý og Vil- hjálmur Þessi tvö eru nú svo íslensk og skemmtileg að þau verða að fljóta með. Veljið hvaða plötu sem er. Little Creatures – Talking Heads Gáfumannapoppararnir gerast „mainstream“, svo „mainstream“ að gleðin og fjörið ryðst inn í taugar sér- hvers hlustanda. Ekki besta plata hljómsveitarinnar, en hentar vel á þjóðvegum. Initials SG – Serge Gainsburg Franski pervertinn og djúpbark- inn Serge lumar á sérdeilis mörgum sumarlegum lögum. Dúettinn „Bon- nie and Clyde“ með Brigitte Bardot ætti að fá margan unghanann til þess að orga af sumargáska. Í bleikum náttkjól – Megas Lagið „Saga úr sveitinni“ ætti að skemmta þá ekið er um landið. Ekki spillir að platan er algjört „mast- erpís“. Birth of the Cool – Miles Davis Þessi er ætluð þeim sem eiga blæjubílinn. Níu nauðsynlegar bækur Þar sem bækur eru allajafna mun stærri en geisladiskar er sennilega einungis pláss fyrir níu stykki í ferða- töskunni: Góði dátinn Svejk – Jaroslav Ha- sek Fyndnasta bók allra tíma. Há- punkti nær gamanið er Svejk þjón- ustar hinn drykkfellda Katz herprest, leggur gátu fyrir hóp geðlækna og út- skýrir hvernig best er að muna tölur. Fagra veröld – Tómas Guðmunds- son Óður til Reykjavíkur. Þessi er fyrir borgarbörnin. Aldrei að vita hvenær heimþráin sækir að. Á vegum úti – Jack Kerouac Gamla klisjan. En sagan af ungu, slurksömu og ævintýraþyrstu beat- kynslóðinni er líka einhver skemmti- legasta vegasaga sem skrifuð hefur verið. Birtíngur – Voltaire Ferðalag hins unga og einfalda Birtíngs og meistara hans, Altúngu, er kostulegt, ógeðslegt, fáránlegt, spennandi, blóðugt, ógnvekjandi. Og jafnskemmtilegt í dag og það var fyr- ir 248 árum. Gustur úr djúpi nætur – Federico García Lorca Fyrir þá sem vilja komast á flug úti í náttúrunni. Þetta þýðingasafn er annars eitthvert lofsverðasta framtak í íslenskri ljóðabókaútgáfu í háa herr- ans tíð. Chronicles: Volume one – Bob Dylan Það er von höfundar að einn dag- inn beri allir eintak af þessum frá- bærlega rituðu æviminningum í jakkavasanum. Ferð án fyrirheits – Steinn Stein- arr Þessi ætti að henta stefnulausum vel. Svo eru ljóðin líka góð. Þjóðsögur við þjóðveginn – Jón R. Hjálmarsson Titill bókarinnar lýsir efni hennar býsna vel. Tilvalið fyrir þá sem vilja skyggnast aftur í aldir. Aðrar bækur eftir Jón eru til að mynda Með þjóð- skáldum við þjóðveginn og Skessur, skrímsli og furðudýr við þjóðveginn. Íslensk kortabók fyrir grunnskóla Þessi er líka fyrir borgarbörnin. Ómissandi geisladiskar og nauðsynlegar bækur í ferðalagið Morgunblaðið/RAX Hugljúf Ellý fer létt með að syngja sig inní hug og hjarta sérhvers manns. Hér er hún með Ragga Bjarna og Þuríði Sigurðardóttur. Dylan Önnur Dylan-plata sem hljómar vel á vegum úti er Highway 61 Revisited. Morgunblaðið/Jim Smart Megas Fleira getur komið sér vel á ferðalögum en plötur Megasar, og þá einkum sólgleraugu. Víðförult skáld Steinn Steinarr ferðaðist víða, einkum í huganum. Sumartónar Hljómsveit Ingimars Eydal lék margan sumarsmellinn. Reuters Vandlátur Hvaða tónlist skyldi Prince velja með í ferðalag um ís- lenska hálendið? Sólin sleikt „Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag. Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag.“ Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 30. júní kl. 12.00 Harri Viitanen, orgel 1.júlí kl. 20.00 Harri Viitanen, dómorganisti í Helsinki, leikur verk eftir Bach, Pál Ísólfsson, Dubois og sjálfan sig. www.listvinafelag.is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 1/7 kl 15 uppselt, 1/7 kl 20 uppselt, 5/7 kl 20 uppselt, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15 laus sæti, 14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 laus sæti, 12/8 kl. 20 laus sæti, 18/8 kl. 20 laus sæti, 19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20 laus sæti, 31/8 kl. 20 laus sæti Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.