Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ MotorMax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 MotorMax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 - MotorMax Akureyri - Sími 460-4350 www.motormax.is Nú er einstakt tækifæri til að ná afar góðum samningum við sölumenn okkar sem eru í sólskinsskapi og veita aldeilis frábær tilboð á síðstu Camplet tjaldvögnunum og Starcraft fellihýsunum. Fyrstur kemur fyrstur fær. Þetta er tækifæri ársins til að ná sér í kostagrip á frábæru verði! Draumavagninn þinn á frábæru sumartilboði!          Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bjórbændur Bjarni Einarsson og Jón Elías Gunn- laugsson við útihúsin í Ölvisholti þar sem brugghús væntanlegrar bjórverksmiðju verður. Með þeim á mynd- inni eru synir Jóns Elíasar, Hugi Snær og Elías Örn. Eftir Sigurð Jónsson Flóahreppur | „Við gerum ráð fyrir að bjórinn frá okkur fari á markað um næstu áramót. Við munum gefa okkur góðan tíma í undirbúning svo framleiðslan verði sem allra best en við leggjum áherslu á sérstakan keim af bjórnum sem fylgir svona framleiðslu,“ sagði Bjarni Ein- arsson framkvæmdastjóri sem ásamt Jóni Elíasi Gunn- laugssyni og Jóhanni Steinarssyni er að undirbúa upp- setningu brugghúss í útihúsum á bænum Ölvisholti í Flóahreppi, skammt austan við Selfoss. „Bjórframleiðsla er handverk og þetta er handverksbjór sem við köllum sælkerabjór,“ sagði Jón Elías sem er mikill áhugamaður um bjórframleiðslu. Þeir félagar hafa fengið danskan bjórframleiðanda til liðs við sig og mun hluti framleiðsl- unnar fara á erlendan markað. Milljón flöskur á ári Gert er ráð fyrir að framleiðslan þurfi 4-5 starfsmenn og verða þeir sendir í þjálfun til danska samstarfsaðilans. Síðan gerir Jón Elías ráð fyrir að fara í grunnþjálfun varðandi framleiðsluna. Gert er ráð fyrir að framleiða 300 þúsund lítra á ári í verksmiðjunni, sem er um milljón flöskur. „Mig hefur dreymt um það í mörg ár að reka brugghús. Hér áður var bruggaður bjór í hverju þorpi í Evrópu og átti hver staður sitt ákveðna bragð. Svo komu stóru aðilarnir og þeir litlu hurfu. Bjórinn hjá þeim stærri miðaðist við hámarksarðsemi, kannski á kostnað gæðanna eða sérstöðunnar. Nú er þessi þróun að ganga til baka og staðbundin brugghús spretta upp og fram- leiða bjór af miklum metnaði til að ná sinni sérstöðu fram,“ sagði Jón Elías sem segir að unnt sé að fá tæki til bruggframleiðslu sem nægja einu veitingahúsi sem gerir þeim mögulegt að framleiða eigin bjór. Jón Elías er garðyrkjubóndi í Ölvisholti og hefur í 10 ár rekið fyrirtækið Ísplöntur sem býður 20 vörutegundir af heilsuvörum sem seldar eru í heilsuverslunum. Bjarni er bóndi í Miklholtshelli sem er næsti bær við Ölvisholt og er fyrst og fremst í eggjaframleiðslu. Erum að byrja „Við erum að byrja að koma þessari skemmtilegu hug- mynd í framkvæmd, þetta er spennandi og gaman að koma svona landbúnaðarframleiðslu af stað,“ sagði Bjarni Einarsson. „Við viljum nýta alla möguleika sem eru í landbúnaði hér í þessu stærsta landbúnaðarhéraði landsins,“sagði Jón Elías Gunnlaugsson í Ölvisholti. „Dreymt um það í mörg ár að reka brugghús“ Sælkerabjór væntanlegur úr Flóanum um næstu áramót Selfoss | Lögreglan á Selfossi hef- ur fengið fíkniefnahund til liðs við sig. Um er að ræða tík af Springer Spaniel-tegund, fædd 2005 í Eng- landi og þjálfuð í Noregi á vegum norsku tollgæslunnar. Lögreglan hélt upp á þessi tímamót með gef- endum sem lagt höfðu fram fé svo unnt væri að kaupa hundinn. „Það er okkur afar mikils virði að eiga stuðning ykkar í þessari baráttu, að eignast hundinn, og þann gríðarlega mikla siðferðislega stuðning sem því fylgir að vita af öllu því góða fólki og félagasam- tökum sem starfa að góðum málum úti í samfélaginu. Það þykir mér og okkur vænt um og slíkur velvilji styrkir okkur í lögreglunni í störf- um okkar,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, meðal annars er hann ávarpaði gef- endurna. Til hundsins söfnuðust í fyrstu lotu tæpar 2,7 milljónir kr. og kostnaður vegna hans þegar allt er talið, þjálfun og umstang, nemur tæplega 2.048 þúsund kr. Gjafir bárust víða að, frá nemenda- félögum, kvenfélögum, ein- staklingum og skólum. Frímúr- arareglan gaf 1,5 milljónir króna þegar sá fyrir endann á söfnuninni. Upphafsmaður að söfnuninni var Eyþór Arnalds, sem gaf fyrsta framlagið. Þá vöknuðu að sögn Ólafs Helga vonir til þess að fá ann- an hund sem vænst er að verði að veruleika á næstunni. Að sögn lögreglumanna er afar mikilvægt að hafa hundinn með sem verkfæri þegar kemur að því að leita að fíkniefnum en vandamál vegna þeirra fara vaxandi. Í fyrra voru 36 staðnir að því að aka undir áhrifum fíkniefna. Á þessu ári eru þeir orðnir 42. Hundurinn hefur þegar sannað gildi sitt en hann fann nýlega verulegt magn fíkniefna við leit í bíl. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bí kynntur til sögunnar Jóhanna Eyvins Christiansen, lögreglumaður og þjálfari, með fikniefnahundinn Bí sem kominn er til starfa. Mikils virði að eiga stuðning ykkar Flúðir | Næstelsta húsinu á Flúðum, Grund, sem byggt var 1946, hefur nú verið breytt í veitinga- og gisti- hús. Hjónin Dagný Ólafsdóttir og Kristinn Kristinsson hafa byggt við húsið og breytt því verulega. Sólveig Ólafsdóttir og Sigurgeir Sigmundsson bjuggu í húsinu í fjóra áratugi. Þau hófu versl- unarrekstur árið 1967, verslunina Grund. Sigurgeir féll frá 1997 en Samkaup keyptu verslunina 2003. „Við stönsuðum oft hérna í versl- uninni til að fá okkur hressingu og taka púlsinn á mannlífinu þegar við heimsóttum dóttur okkar sem keypti jörð hér í sveitinni,“ segir Dagný þegar hún er spurð hvers vegna þau keyptu Grund. „Við fundum fljótt að hér var yndislegt samfélag. Eitt sinn þegar við kom- um sáum við að Grund var til sölu, slógum til og drifum okkur í sveita- sæluna. Við byrjuðum fjótt að breyta húsinu og síðan var byggt við og þetta er orðið að veruleika. Við erum með heimilismat í hádeg- inu og eftir það matseðil sem fólk getur valið af, einnig erum við með gistingu fyrir 10 manns.“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nýjung Eigendur Grundar, Dagný Ólafsdóttir og Kristinn Kristinsson. Grund orðið veitingahús LANDIÐ VEGNA mikillar aukningar umferð- ar kemur ekki annað til greina en að hefja sem allra fyrst tvöföldun Suð- urlandsvegar með nýrri brú á Ölf- usá. Sú framkvæmd mun duga til næstu áratuga en svokallaður 2+1- vegur væri hins vegar dýr bráða- birgðalausn. Kemur álit þetta fram í fréttatil- kynningu frá Samtökum sunn- lenskra sveitarfélaga. Samtökin minna á þá miklu umferðarteppu sem varð um síðustu helgi vegna mikillar umferðaraukningar og vanbúinna vega. Sagt er frá tölum um mikla aukningu umferðar milli Selfoss og Reykjavíkur á þessu ári. Þannig hefur umferð við Litlu kaffi- stofuna aukist um tæp 14% á þessu ári og ef sú aukning helst megi búast við að 9.300 bílar fari þar um á sólar- hring að meðaltali á árinu. Vakin er athygli á því að umferðin á þessum stað hafi aukist um 55% á síðustu fimm árum og um 90% á tíu árum. Með svipaðri aukningu megi gera ráð fyrir að 17.500 til 22.000 bílar fari þar um á sólarhring eftir tíu ár. Með sömu forsendum megi reikna með umferð 15-19 þúsund bíla við Ingólfsfjall, 14-17.500 á Hellis- heiði og umferð 20-25 þúsund bíla við Geitháls. Búast við tvöföldun umferðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.