Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ásgrímur Jónsson var einn af frum-kvöðlum íslenskrar málaralistar ogfyrstur til að hafa málaralistina að að- alstarfi. Ásgrímur gaf Listasafni Íslands verk sín nokkrum árum fyrir andlát sitt og arfleiddi íslenska ríkið að húseign sinni og öllum verk- um, fullgerðum og ófullgerðum. Ósk Ásgríms var sú að safn fengist byggt yfir verk sín sem sýnt gæti þau sómasamlega. Enn er Ásgríms- safn, nú hluti af Listasafni Íslands, til húsa við Bergstaðastræti 74, safnið sem listamanninn dreymdi um hefur ekki verið byggt. Lista- verkagjöf Ásgríms kom því til leiðar að Lista- safn Íslands á einstaklega gott safn verka hans sem sýna feril hans frá upphafi allt til loka. Ás- grímur var mikill landslagsmálari, einn helsti vatnslitamálari okkar Íslendinga en olíuverk hans eru ekki síðri. Húsafell var honum sér- lega hugleikið og málaði hann mikinn fjölda mynda þaðan; skógurinn, einstök tré og marg- breytileiki skógarbotnsins voru honum enda- laus uppspretta myndefnis, einnig samspil náttúrunnar, birtubrigða, veðurs og vinda. Oft er vitnað til skrifa hans um trén í skóginum sem birtust honum eins og ólíkar manngerðir, en það vita flestir sem hafa eitthvað komið ná- lægt trjám eða trjárækt að hvert tré býr yfir sínum persónuleika.    Listasafn Reykjanesbæjar hefur nú fengiðallnokkrar Húsafellsmynda Ásgríms að láni fyrir sumarsýningu sína og koma þær ágætlega út í safninu. Það fer vel á því að sér- hæfa valið á sýningunni við heildstætt mynd- efni, þannig skapast heildarsvipur sem reynist afar fjölbreytilegur þegar nánar er skoðað. Sýningin eru einna líkust vel þegnu skóg- arrjóðri á berangri Reykjanesskagans og myndefnið skemmtilegt mótvægi við umhverf- ið.    Á þennan hátt má gefa verkum í safneignListasafns Íslands, sem alla jafna eru dæmd til vistar í lokuðum geymslum húsnæðis sem ekki rýmir þau, líf meðal fólksins í land- inu. Samkvæmt Hörpu Þórsdóttur, deild- arstjóra sýningardeildar Listasafns Íslands, er Listasafnið jákvætt gagnvart láni á verkum úr eigu safnsins, en um leið segir það sig sjálft að ekki hentar hvaða húsnæði sem er viðkvæmum listaverkum sem eru hluti af listasögu þjóð- arinnar. Listasafn Reykjanesbæjar hefur áður nýtt sér þennan möguleika Listasafns Íslands á láni verka úr safninu og hyggst halda því áfram í framtíðinni, hið sama má segja um Safnahúsið á Húsavík. Verk úr Listasafninu hafa einnig farið á Skriðuklaustur, á Horna- fjörð, til Vestmannaeyja og nú má einnig sjá verk úr eigu þess á sýningu í Listasafni Árnes- inga, þá eru ótal lán á einstaka verkum meðal annars til sendiráða. Í samtali mínu við Hörpu kom einnig fram sú von að þeir sem nú standa að byggingu veglegra menningarhúsa víða um land, sem dæmi má nefna Akureyri og Dalvík, gerðu ráð fyrir sómasamlegum sölum til sýn- inga á myndlist í húsakynnum sínum, sölum sem sérstaklega væru ætlaðir til sýninga á myndlist og stæðust þær kröfur sem til slíkra húsakynna eru gerðar.    Ef til vill dettur það svo í einhvern auð-manninn að reisa sér minnisvarða með því að byggja yfir safn Ásgríms Jónssonar en í millitíðinni er sýningin í Reykjanesbæ skemmtileg heim að sækja, verk Ásgríms má auðvitað einnig sjá öðru hvoru á ýmsum sýn- ingum Listasafns Íslands og ekki má gleyma heimsókn í litla safnið að Bergstaðastræti 74. Yfir sumartímann er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13:30 til 16. Auk fjölda mynda má þar einnig sjá persónulega muni og umhverfi málarans. Skógarferð í Reykjanesbæ »Ef til vill dettur það svo íeinhvern auðmanninn að reisa sér minnisvarða með því að byggja yfir safn Ásgríms Jónssonar en í millitíðinni er sýningin í Reykjanesbæ skemmtileg heim að sækja. Ásgrímur Frá Vopnafirði. „Á þennan hátt má gefa verkum í safneign Listasafnsins, sem alla jafna eru dæmd til vistar í lokuðum geymslum, líf meðal fólksins í landinu.“ AF LISTUM Ragna Sigurðardóttir ragnahoh@gmail.com ALÞJÓÐLEGU Atondaga-tónleikarnir í Fríkirkjunni á miðvikudag voru sorglega fásóttir, því flutningsgæði og forvitnileiki verka hefðu staðið undir margfalt meiri viðveru en 30 manna. Burtséð frá hásum- arleyfistímanum má því velta fyrir sér hvort Kastljóskynning RÚV hafi gert meiri skaða en gagn, þar eð yfirtónahlaðinn hljómheimur tíu tóna balversku gam- elanmálmspila þeirra Ziporyns og South- worths reyndist mun blæbrigðaríkari í ná- vígi en úr sjónvarpshátölurum heimilanna. Og skyldi kannski engan undra, því kvart- tónhæðarmunurinn á milli hljóðfæranna var aðeins eitt af mörgu sem jafnvel beztu upptökugræjur skila enn ekki nógu vel. Annars myndaði gamelantónlistin, sem átti vísast að laða að alla heimstón- listarfíklana (já, hvað varð eiginlega úr þeim?), aðeins seinni hluta dagskrár. Í þeim fyrri voru fyrst 3 þættir úr Four Impersonations fyrir klarínett eftir hinn fjölhæfa Ziporyn, er blandaði áhyggjulaust austurlenzkri hefð við vesturlenzka á það heillandi hátt að ómerkti orð Kiplings um ævarandi aðskilnað heimshlutanna. Í næstu tveim verkum (f. bassakl.) eftir Ziporyn og síðan David Lang var beitt nútímaeffektum á við meðsöng sólistans og djassfönkstíl of- an í að mestu tónalt lagferli og oft púls- bundna hrynjandi og dró það fráleitt úr líf- legum hlustvænleika, enda sáu hæfileg uppbrot í glimrandi virtúósri túlkun jafnt til að viðhalda athygli og forðast klissjur. Nákvæmt „innan-hörpu“ strengjabank Tinnu Þorsteinsdóttur og dúnmjúkur alt- flautublástur Berglindar M. Tómasdóttur skilaði að því loknu At-man! Ziporyns með hjarðsælum bravúr. Burtséð frá Cu Ba Li Bre, skemmtilega salsaskotinni „slendro“-bundinni etýðu Ziporyns fyrir tvö málmspil, voru verkin eftir hlé (þ.m.t. frábært einleiksstykki í höndum fyrrgreinds) öll hefðbundin dúó frá sælueynni Balí. Kom þar alræmt mók- hyggjufælnum tónrýni mest á óvart hvað eyrun héldust lengi sperrt, ekki sízt þökk sé furðudýnamískri túlkun og skynjanlegri framvindu þrátt fyrir í fljótu bragði yf- irborðslegt „gling-gló“. Að slíkt skyldi henda mig, hefði ég aldrei trúað að fyrra bragði. Austur og vestur í eina sæng TÓNLIST Fríkirkjan Verk eftir Ziporyn, Lang og frá Balí. Evan Ziporyn klarínett/bassaklarínett og málmspil, Christine Southworth málmspil, Berglind María Tómasdóttir altflauta og Tinna Þorsteinsdóttir píanó. Miðviku- daginn 27.6. kl. 20:30. Kammertónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson Í GRAFÍKSAFNINU stendur yfir sýning á ætingum eftir Norska listamanninn Martin Due (f. 1955). Sýninguna nefnir hann Form – Sögur af landslagi (Structures – Stories of a landscape). Þetta eru aðallega rómantískar berg- og fjallamyndir, nærmyndir jafnt sem fjærmyndir, gerðar út frá hefðbundinni teikn- ingu sem listamaðurinn brýtur síðan niður í einingar og raðar saman í form á fleti. Eru myndirnar fínlega unnar, handbragðinu sinnt af natni, en fyrir mitt leyti er það helst áferðin sem heillar, þ.e. þegar hún tekur á sig ólíkar formmyndanir í endurteknu myndefni þar sem skörp blæbrigði skerast á milli mynda. Sérstaklega þykir mér athyglisvert að sjá hversu vel listamaðurinn notar efnislega eig- inleika pappírsins með því að hola hann og for- ma og gefa honum þannig formrænt hlutverk ásamt vandaðri teikningu og lit. Áferð fjalla MYNDLIST Grafíksafnið – Salur íslenskrar grafíkur Opið fim.-sun. frá kl. 14-17. Sýningu lýkur 8. júlí. Að- gangur ókeypis. Martin Due Jón B.K. Ransu Fjallamyndir Áferðin heillar. Ljósmyndasamkeppni Á ferdalag.is finnurðu ýmiss konar upplýsingar sem tengjast ferðalögum um Ísland. Kynntu þér fáséðar perlur utan alfaraleiðar og sjáðu með eigin augum. Safnaðu ljósmyndum og sendu inn í ljósmyndasamkeppnina okkar. Sú stendur í allt sumar og vegleg verðlaun eru í boði. www.ferdalag.is Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Landið hefur upp á ótalmargt að bjóða og aldrei að vita hverju þú missir af þegar farið er um í óðagoti. Stillum hraðanum í hóf, göngum vel um landið okkar og komum heil heim.     H im in n o g h a f / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.