Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SEXTÁN ára piltur er talinn hafa sloppið ótrúlega vel úr fáheyrðu slysi í gær þegar hann hjólaði fram af brúnni við Laxárvirkjun og steyptist 11 metra niður í á. Er það mat lögreglunnar á Húsavík að mikil mildi hafi verið að ekki fór verr. Pilturinn var fluttur á sjúkra- húsið á Húsavík en er ekki talinn alvarlega slasaður. Eftir fallið tókst honum að kom- ast upp úr ánni af sjálfsdáðum og hringja á hjálp. Það sem gæti hafa orðið piltinum til mikillar bjargar er birkihrísla sem tók af honum fallið á leiðinni niður í ána, sam- kvæmt mati læknis sem kom á vettvang. Tildrögin voru þau að pilturinn kom hjólandi úr beygju niður brekku að brúnni og gæti hafa ver- ið á mikilli ferð, að sögn lögreglu, þannig að hann rakst á brúar- handriðið og steyptist fram af. Lenti hann fyrst í laufkrónu birki- hríslunnar sem stóð neðan við brúna. Þaðan féll hann niður á klettasnös við árbakkann og loks út í ána. Heildarfallhæðin var 11 metrar eins og fyrr var getið. Pilturinn féll í ána þar sem er yf- irfall af stíflu virkjunarinnar, þannig að áin er ekki vatnsmikil á þessum stað að sögn lögreglunnar. Þegar hann hringdi eftir hjálp úr farsíma sínum var fljótt brugð- ist við. Sigmenn frá Björg- unarsveitinni Garðari á Húsavík og Hjálparsveit skáta í Aðaldal voru sendir af stað ásamt lögreglu og sjúkraliði. Lögreglan telur piltinn hafa ver- ið heppinn að hafa ekki fallið beint á klettasnösina fyrrnefndu, heldur lent fyrst á birkihríslunni sem talið er að hafi svignað undan þung- anum og þannig slakað piltinum niður að hluta. Bjargaðist á ótrúlegan hátt Piltur féll 11 metra af brú við Laxárvirkjun Morgunblaðið/Árni Sæberg Mildi Þrátt fyrir gífurlega fallhæð slasaðist pilturinn ekki alvarlega. Hann lenti fyrst á laufkrónu birkihríslu sem bjargaði miklu. ELLEN, Alexander, Sunna og Heba notuðu góða veðrið til að spila „veiðimann“ á Austurvelli. Engum sögum fer af því hverjum gekk best í spilamennsk- unni enda skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið er að njóta góða veðursins. Spáð er áframhaldandi blíð- viðri næstu daga. Morgunblaðið/Sverrir Í „veiðimanni“ á Austurvelli REYKJAVÍKURBORG efnir til hugmyndaleitar um uppbyggingu í Kvosinni í kjölfar bruna húsanna í Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Uppbyggingarsvæðið afmarkast af Pósthússtræti, suðurhlið Hótels Borgar, Skólastræti, Stjórnar- ráðinu, suðurhlið Tónlistarhúss- reitsins og Tryggvagötu. Markmiðið er að afla tillagna um hvernig styrkja megi svæðið, að því er segir í frétt frá Reykjavíkurborg. Sex arkitektastofur hafa verið valdar til að setja fram tillögur að uppbyggingu og fá þær greitt fyrir framlag sitt. Þær eru Argos, Gull- insnið og Studio Granda, VA arki- tektar og Landslag ehf., Henning Larsen architects, Arkitema K/S og ARKþing ehf. arkitektar, KRADS arkitektar og Gehl architects. Allir sem áhuga hafa á mega þó koma sinni sýn á framtíð svæðisins á framfæri. Trúnaðarmaður dóm- nefndar er Þórarinn Þórarinsson arkitekt FAÍ á Skipulags- og bygg- ingarsviði Reykjavíkur. Hugljómun um Kvosina Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VERKTAKAR eru bjartsýnir á verkefnahorfur og sjá ekki fram á samdrátt þótt stóriðjufram- kvæmdum á Austurlandi ljúki senn, að því er Árni Jóhannsson, talsmaður verktaka segir. Fyrir liggur að brátt lýkur framkvæmd- um á Kárahnjúkasvæðinu og á Reyðarfirði, en verði af byggingu álvers í Helguvík er hugsanlegt að framkvæmdir við það hefjist í kringum áramót. Árni bendir á að um 3.000 manns séu nú að störf- um á Kárahnjúkasvæðinu og á Reyðarfirði, þar af um 400 Íslend- ingar. Nánast allri vinnu þar ljúki í október „og þá kynni maður að halda að það komi gusa eða snöggur samdráttur. En við höld- um að svo verði ekki,“ segir hann. Erlendu starfsmennirnir fari langflestir úr landi og miðað við stöðu mála á suðvesturhorninu verði auðvelt fyrir þá sem verða eftir að fá vinnu. Ljóst sé að eitthvað af þeim stóriðjuáformum sem uppi séu muni ganga eftir og þótt fram- kvæmdir hefjist ekki strax muni vanta fólk til starfa í undirbún- ingsferlinu. Þá vanti fólk til starfa í ýmsar byggingarframkvæmdir. Í ár sé reiknað með að um 2.500 íbúðir verði byggðar sem sé mikið í sögulegu samhengi. Íbúðabygg- ingamarkaðurinn „virðist vera hraustur og hress“. Ekki aukið atvinnuleysi Ekki virðist heldur blasa við samdráttur í byggingu samgöngu- mannvirkja þó að sá tónn hafi heyrst í aðdraganda kosninga. Vegagerðin hafi á þessu ári fjár- fest fyrir um 10 milljarða króna sem sé í meira lagi, sé horft til síðustu ára. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir atvinnuástandið mjög gott og góður gangur í íslensku efnahagslífi. Til marks um það sé fólk enn að flytjast til landsins til þess að stunda atvinnu og eft- irspurn eftir vinnuafli sé mikil. Töluverður launaþrýstingur sé á vinnumarkaðnum og tekjur rík- issjóðs aukist að mun. „Það eru mjög margar stærðir sem benda til þess að hagkerfið sé á fleygi- ferð,“ segir Vilhjálmur. Hann seg- ist ekki telja að atvinnuleysi auk- ist úr 1,6% á þessu ári í 3,9% á því næsta, líkt og fram kemur í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins, sem birt var fyrr í mánuðinum. Einu skakka- föllin sem hann sjái að gætu kom- ið upp væru ef hrun yrði á fast- eignamarkaði. Verð fasteigna hafi hækkað mikið að undanförnu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að hækka lánshlutfall Íbúðalána- sjóðs. Í Hagvísum Seðlabankans sem komu út á fimmtudag segir að nýjustu vísbendingar um veltu bendi til meiri vaxtar á öðrum fjórðungi ársins en á þeim fyrsta. Árshækkun dagvöruveltu nam rúmlega 9,6% í apríl og maí en 7% á fyrsta fjórðungi ársins. Nýskráningum bifreiða fjölgaði um rúmlega 7% milli ára í maí. Er það í fyrsta skipti frá því að gengi krónunnar tók að veikjast á fyrsta fjórðungi 2006 sem vöxtur verður á milli ára. Sementsala án stóriðju jókst um tæplega 9% í maí frá sama tíma í fyrra. „Mjög margar stærðir sem benda til þess að hagkerfið sé á fleygiferð“ Verktakar sjá ekki fram á samdrátt á næstunni Í HNOTSKURN »Vilhjálmur telur að þráttfyrir að staðan í atvinnu- og efnahagsmálum landsins sé góð í heildina geti orðið vandamál á einstökum stöð- um vegna samdráttar í þorskveiðum. »Vandamál á einstökumstöðum vegna samdrátt- arins geti orðið umtalsverð. Vilhjálmur Egilsson Árni Jóhannsson SUNDLAUGAVARSLA er ekki íhlaupastarf sem hver sem er getur gengið í án þjálfunar, segir Eyjólfur Sæ- mundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. Eft- irlitið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem ítrekað er að starfs- menn við sundstaði skuli ekki vera yngri en 18 ára. „Þetta er mjög ábyrgðarmikið starf eins og reynslan sýnir og það er ekki hægt að láta börn og ungmenni axla slíka ábyrgð,“ segir Eyjólfur. Í reglugerð frá árinu 1999 um vinnu barna og unglinga kemur fram að ung- menni undir 18 ára aldri megi ekki vinna störf sem geta ógnað líkamlegum eða and- legum þroska þeirra. Að sögn Eyjólfs er vinna á sundstöðum ekki tiltekin sér- staklega þar, enda sé erfitt að telja allt upp sem geti heyrt undir reglugerðina. Hann segir þó að mögulega þarfnist reglu- gerðin uppfærslu því margt hafi breyst síðan hún var samþykkt. Eyjólfur vill ekki meina að þessi mál séu í ólestri hjá sundlaugum landsins, en að gefnu tilefni sjái Vinnueftirlitið þó ástæðu til að brýna þetta fyrir forsvarsmönnum sundlauganna. Á stærri sundstöðum geti til dæmis komið upp sú staða að fólk yngra en 18 ára sé ráðið eingöngu til léttra starfa s.s. miðasölu og veitingasölu. Í slík- um tilfellum þurfi atvinnurekandi að geta sýnt fram á og ábyrgst að ungmennin starfi undir umsjón eldri starfsmanns og þurfi aldrei að sinna vaktstörfum af neinu tagi. Sundlaugaverðir séu eldri en 18 ára Eyjólfur Sæmundsson ÞAÐ er grunnhyggni að ætla að allir þeir sem flust hafa til Íslands til þess að taka þátt í þeim miklu framkvæmdum sem átt hafa sér stað undanfarin ár séu að flytja út aftur. Fjöldi þessa fólks er flutt til Ís- lands til þess að setjast hér að,“ segir Víg- lundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM-Vallár, sem telur að snöggur og verulegur samdráttur verði í hagkerfinu á næstu mánuðum. Spyrja megi hverjum þessi samdráttur muni koma niður á. Víglundur bendir á að ýmsum fram- kvæmdum sem voru í hámarki á árunum 2004-2006 sé lokið eða um það bil að ljúka. Hann nefnir Kárahnjúka, álvers- framkvæmdir á Reyðarfirði, stækkun Grundartanga hjá Norðuráli, stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grund- artanga, Reykjanesvirkjun, virkjanir á Hellisheiði og Lagarfljótsvirkjun. Engar álversframkvæmdir séu fyr- irsjáanlegar á árinu og óljóst hvort nokk- uð verði af framkvæmdum á því næsta. Þessi staðreynd, auk verulegs samdráttar í þorskveiðum, fari stjórnvöld að mestu að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, valdi samdrættinum. Hann sé þegar hafinn og fólk muni finna fyrir honum í auknum mæli þegar frekar líður á árið. Seðlabank- inn þurfi nú þegar að hefja ferli vaxta- lækkana til að örva atvinnustarfsemi og reyna að draga úr því að samdrátturinn verði of mikill. Samdrátturinn þegar hafinn Víglundur Þorsteinsson HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæslu- varðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karl- manni sem sætir rannsókn vegna fjölda sakamála sem lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu er að rannsaka. Hefur hann ját- að aðild að 9 málum sem hafa verið til rannsóknar. Er þar um að ræða líkams- árásir, rán, innbrot í íbúðir og bifreiðar, fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og fleira. Voru brotin öll framin á þessu ári. Þar fyr- ir utan er maðurinn grunaður um aðild að 6 innbrotum í íbúðarhúsnæði. Gæsluvarðhaldið varir til 7. ágúst næst- komandi. Úr umferð vegna fjölda sakamála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.