Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svavar MarelMarteinsson fæddist á Þurá í Ölf- usi 12. maí 1923. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Marteinn Eyjólfs- son, bóndi á Þurá í Ölfusi og verkamað- ur í Hveragerði, og Svanborg Anna Jónsdóttir hús- móðir. Systkini Svavars eru: 1) Sigurjóna, f. 1915, d. 1999, 2) Guðmundur, f. 1917, d. 1917, 3) Helga, f. 1918, d. 1984, 4) Gunnlaugur, f. 1920, d. 1984, 5) Ásta, f. 1925, d. 1988, 6) Skúli, f. 1926, og 7) Valgerður, f. 1929, d. 2005. Svavar Marel kvæntist 28. nóv- ember 1953 Kristjönu Sigríði dætur, Örnu Björgu, f. 27.5. 1996, og Þóru, f. 31.3. 2006, b) Ragn- heiður María, f. 30.6. 1979, hún á tvö börn, Davíð Arnar, f. 5.11. 1996, og Sigrúnu Elfu, f. 12.9. 2000, og c) Guðlaug Arna, f. 28.6. 1994. 4) Árni, f. 4.11. 1961, kvænt- ur Svandísi Birkisdóttur, f. 11.7. 1967, börn þeirra eru: a) Kristjana Sigríður, f. 5.9. 1983, dóttir henn- ar er Gabríela Birta, f. 27.1. 2003, b) Margrét Svanborg, f. 12.12. 1986, c) Birkir Svavar, f. 12.1. 1989, og d) Ásthildur María, f. 1.6. 1996. 5) Guðrún Hrönn, f. 21.7. 1964. 6) Svava Sigríður, f. 30.5. 1981, sambýlismaður Erlendur Arnar Gunnarsson, f. 1.2. 1972. Hún á einn son, Hrannar Marel, f. 22.3. 2001. Svavar Marel ólst upp á Þurá í Ölfusi og flutti með foreldrum sín- um í Hveragerði árið 1942. Hann vann ýmis störf þar til hann hóf störf sem vörubílstjóri og starfaði við það til 70 ára aldurs. Svavar stundaði hobbý-búskap ásamt fjöl- skyldu sinni og hafði mikið gaman af. Útför Svavars verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Árnadóttur, f. 14. apríl 1937. Þau eiga sex börn, þau eru: 1) Arnheiður Ingibjörg, f. 9.5. 1953, gift Ein- ari Sigurðssyni, f. 26.3. 1955. Dætur þeirra eru: a) Krist- jana Svava, f. 8.6. 1978, dóttir hennar er Talía Fönn, f. 21.7. 1998, og b) Anna Sig- ríður, f. 5.11. 1980. 2) Anna María, f. 20.2. 1955, gift Wolfgang Roling, f. 15.10. 1955. Hún á dóttur af fyrra hjónabandi, Lindu Óladóttur, f. 12.4. 1973, dætur hennar eru Alexandra Íris, f. 1.8. 1994, og Karítas María, f. 6.12. 2001. 3) Hannes Arnar, f. 15.8. 1957, kvæntur Guðbjörgu Þóru Davíðsdóttur, f. 20.5. 1958. Dætur þeirra eru: a) Daðey Ingi- björg, f. 7.11. 1975, hún á tvær Elsku pabbi minn. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Drottinn blessi heimferð þína, þín Guðrún Hrönn. Elsku pabbi minn. Nú ert þú kominn á góðan stað hjá Guði eftir hetjulega baráttu við veik- indi þín. Sl. 10 vikur voru þér mikið erfiðar en þú varst alger baráttumaður og komst öllum á óvart í kringum þig. Við áttum góðar stundir saman á sjúkrahúsinu á Selfossi og rifjuðum upp margar góðar stundir. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þú kenndir mér að hjóla, þegar ég var alltaf að biðja þig að segja mér frá því hvernig allt var í gamla daga, þegar háttatíminn kom og þegar ég var 6 ára og gat sjálf farið á bak Öðlings, hljóp inní hlöðu til að segja þér það og dró þig að hestinum til að sýna þér en þá vildi hann ekki hleypa mér á bak en ég held samt að þú hafir alltaf trú- að mér að ég hafi komist sjálf á bak. Ég gæti haldið endalaust áfram en ætla að geyma allar góðu minning- arnar um þig í hjartanu mínu og deila þeim með syni mínum, honum Hrannari Marel, litla kallinum þín- um, elsku pabbi minn. Þegar hann fæddist varst þú svo glaður og dug- legur að dunda með honum allt frá því að hann var nokkurra mánaða og þar til veikindi þín dundu yfir. Það skal litli kallinn þinn alltaf fá að muna, með sögum frá mér og þeim fjölmörgu ljósmyndum sem ég á af ykkur brallandi hina ýmsu hluti. Ég er mikið þakklát fyrir að þú fékkst að kynnast honum Arnari mínum, þið náðuð vel saman og nú veist þú að við verðum í góðum höndum, ég veit að það skipti þig miklu máli að ganga úr skugga um það. Þú hafðir miklar áhyggjur af okkur en við hjálpum hvort öðru og við hugsum vel um mömmu. Elsku pabbi minn, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjartanu mínu og þar mun minning þín lifa. Svava Sigríður. Ég kynntist Svavari tengdaföður mínum fyrir rúmum tveimur áratug- um þegar ég og dóttir hans Anna María fórum að draga okkur saman. Í honum sá ég öll þau gömlu og góðu gildi sem prýða góðan mann. Hóg- værð, ljúfmennska, umhyggjusemi, látleysi og nægjusemi voru hans að- alsmerki. Gaman var að slá á létta strengi og göntuðumst við oft um lífið og tilveruna, þá var Svavar í essinu sínu. Oft ræddum við þjóðmálin og víst er að hraði, græðgi og bruðl sem einkenna samfélag okkar í dag voru honum ekki að skapi. Með þessum fáu orðum kveð ég tengdaföður minn og óska honum velfarnaðar í nýjum heimkynnum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Kristjana og aðrir ástvinir, ég votta ykkur samúð mína. Wolfgang Roling. Svavar afi kvaddi þennan heim snemma að morgni Jónsmessu á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi þegar sólin var að koma upp í blíð- skaparveðri og við blasti sú fegurð og friðsæld sem einkennir allt umhverf- ið á Stokkseyri, fuglarnir kvökuðu í fjarska. Þetta átti vel við þar sem afi var mjög friðelskandi maður. Hjúkr- unarheimili var ekki inni í myndinni hjá afa, því heima var jú alltaf best, enda fór það svo að hann dvaldi þar ekki nema í tvær vikur. Heimili afa og ömmu á Breiðumörkinni hefur alla tíð verið mér og minni fjölskyldu sem opinn faðmur þar sem afi tók alltaf vel á móti okkur af sinni einstöku ljúf- mennsku sem geislaði af honum. Allt- af hafði hann tíma til að spjalla og við nutum góðs af þegar hann miðlaði okkur frá gömlum tíma, enda hafði hann lifað tímana tvenna. Ein af mín- um ljúfustu æskuminningum eru þær ótal ferðir sem ég fór með honum í vörubílnum. Afi var mikið náttúru- barn, hann unni sveit sinni og vildi hvergi annars staðar vera. Dýrin hans voru honum alltaf hugleikin, hvort sem það voru kindur, hestar eða önnur dýr. Tónlist í anda „óska- stundarinnar“ var hans uppáhald. Elsku afi, með þessum minningar- brotum kveð ég þig og óska þér alls hins besta í æðri heimum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, Hrönn og aðrir ást- vinir, Guð veri með okkur á erfiðum tíma. Linda Óladóttir og fjölskylda. Elsku afi, mamma er búin að segja mér að nú sért þú hjá Guði og þá veit ég að þér líður vel með Bangsa, hest- unum þínum og kindunum. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þú varst alltaf svo góður við mig og ert besti afi í öllum heiminum elsku afi minn. Ég ætla að halda áfram að vera sterkur og duglegur strákur því að ég veit að þú fylgist með mér ásamt hinum englunum. Guð blessi þig elsku afi, þinn litli kall, Hrannar Marel. Ég átti því láni að fagna að alast upp í Hveragerði þar sem tveir bræð- ur pabba, Gunnlaugur og Svavar, bjuggu alla tíð. Þau voru ófá tilvikin sem Svavar gaf sér tíma til að spjalla við mig, leiðbeina mér þegar honum fannst ég illa klæddur í kulda og kanna hvort mig vanhagaði um eitt- hvað, þegar hann var við vinnu á vörubílnum í þorpinu. Þær voru margar ferðirnar sem maður gat un- að sér í bílnum hjá honum og maulað suðusúkkulaði. Þegar mamma veiktist, er ég var fimm ára, fluttist ég til Svavars og Kristjönu og átti mér upp frá því samastað hjá þeim. Þegar ég var sjö ára fluttist ég með fjölskyldunni til Reykjavíkur. Þá kom fljótt í ljós að ég saknaði Hveragerðis mikið og sér- staklega fjölskyldunnar á Breiðu- mörk þar sem Svavar og Kristjana voru mér sem aðrir foreldrar. Fram eftir aldri var ég mikið hjá þeim og fann vel hve velkominn ég ævinlega var. Mér eru minnisstæðar allar þær góðu stundir sem við áttum á Króki, við að sinna rollum, heyskap og hestamennsku. Sjálfsagt hefur ekki alltaf verið mikið gagn að því að hafa lítinn polla með í þessum verkum en mikið gaf það mér og þroskaði mig. Mér er ævinlega minnistætt hvað ég vildi leggja mig fram til að hjálpa til þegar verið var að reka fé eða hesta og Svavar sendi mig austureftir og ég hljóp af stað án þess að hafa hug- mynd um í hvaða átt ég átti að hlaupa. Ekki fannst honum koma annað til greina en að snáðinn fengi að velja sér kind fyrir aðstoðina. Svavar hafði mikið dálæti á harm- onikkutónlist og oft var setið í eldhús- inu síðla á sunnudagskvöldum og hlustað, þá vissi maður vel að truflun var ekki æskileg og það voru stundir sem hann naut. Svavar átti miklu barnaláni að fagna og átti stóran barnahóp, barnabörn og barnabarna- börn sem öll voru í miklu uppáhaldi hjá honum. Það sýnir vel hve barn- góður hann var að synir mínir Fjölnir Daði og Daníel Gauti höfðu sérstakt dálæti á að heimsækja Svavar og Kristjönu og töluðu alltaf um Svavar afa. Ég þakka fyrir allt sem hann hef- ur gefið mér. Við fjölskyldan biðjum guð að styrkja Kristjönu og fjölskylduna alla þegar við kveðjum Svavar. Georg Páll Skúlason, Linda Ósk Sigurðardóttir og synir. Svavar Marel Marteinsson Mikil vinkona mín, Þórhildur Gunnars- dóttir, hefur nú kvatt þennan heim langt um aldur fram eftir 20 mánaða baráttu við krabbamein. Við kynntumst fyrir fjórum áratugum og vorum þá keppinautar í saumavéla- sölu. Hún hjá Gunnari Ásgeirssyni, en ég í Pfaff. Og mikil ósköp væri þessi heimur nú skemmtilegri ef allir keppinautar gætu unnið eins og við Þórhildur komum fram hvort við annað. Við virtum heiðarleika hvort annars og unnum svo saman að sam- eiginlegum málum sem komu okkur báðum vel, t.d. um verðlagsmál, tolla- mál, félagsmál eða almenna kynn- ingu á saumaskap. Fyrir nokkrum árum keypti Hus- qvarna heimilisdeild Pfaff-verksmiðj- Þórhildur Marta Gunnarsdóttir ✝ Þórhildur MartaGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 30. júlí 1943. Hún lést á heimili sínu 27. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 7. júní. anna og má segja að þá hafi samvinna okkar hafist fyrir alvöru. Við Þórhildur sóttum sam- eiginlega fundi hjá Husqvarna í Svíþjóð en héldum áfram að „berjast“. Það endaði hins vegar þannig að þegar Þórhildur sá möguleika á að selja fyrirtækið sitt kom hún og spurði hvort við myndum sjá okkur fært að taka við sölu á Husqvarna-vélunum, en kaupandinn að fyrirtækinu hafði engan áhuga á að fara að selja sauma- vélar. Því var fljótsvarað en samt settum við eitt skilyrði – Þórhildur með alla sína þekkingu á þessu sviði yrði að fylgja með og vinna áfram við uppáhaldsiðjuna sína – að selja saumavélar. Hún hafði yfirburða þekkingu á öllu sem laut að sauma- skap og á því hvað hægt væri að gera með vélum og hvernig ætti að gera það. Það var gaman að fylgjast með hversu mikils trausts hún naut hjá þeim fjölda viðskiptavina sem heim- sóttu eða höfðu samband við hana. Fyrir rétt rúmum 20 mánuðum komu Svíar í heimsókn til að hafa námskeið með fólki okkar og ná- kvæmlega þann morgun hafði Þór- hildur fengið þann úrskurð að hún væri með ristilkrabbamein. Sá úr- skurður breytti nú ekki fyrirætlun- um hennar að sitja allt námskeiðið og var hún manna áköfust um að það gengi allt vel fyrir sig og lék á als oddi þrátt fyrir þann úrskurð sem hún hafði fengið fyrr um morguninn. Eft- ir skurðaðgerð kom í ljós að sjúkdóm- urinn hafði breiðst út um líkamann og í kjölfarið fylgdu erfiðar lyfja- og geislameðferðir. En baráttunni skyldi haldið áfram og það var aðdá- unarvert að fylgjast með þessum kröftuga félaga og hvernig hún tók á sínum málum. Áhyggjurnar af henni sjálfri voru nú ekki að sliga hana – hún hafði meiri áhyggjur af þeim sem myndu lifa hana. Svona var þessi in- dæla manneskja – hugsaði meira og fyrr um aðra en um sjálfa sig. Það eru forréttindi að hafa kynnst svona manneskju, að maður nú tali ekki um að hafa fengið að vinna með henni. Það verður stór hópur sem á eftir að sakna Þórhildar og elskuleg- heita hennar og hún mun lengi lifa í huga þeirra sem kynntust henni. Í Pfaff og af viðskiptavinum Þór- hildar í gegnum áratugina verður hennar innilega saknað Sárastur er þó söknuður eiginmanns, barna, tengdabarna og barnabarna og send- um við hjónin þeim öllum okkar ein- lægustu samúðarkveðjur. Kristmann Magnússon. Elsku afi, nú ert þú á betri stað, laus við sjúkdóma og kvöl, í faðmi ömmu, trítlandi um grænar grundir og dúnmjúkar strendur. Við yngri bræðurnir munum hvað best eftir heimsóknum okkar í Efstalandið þar sem við lékum okkur oft og lengi. Við sátum inni í herbergi og teiknuðum á milli þess sem við spiluðum við ömmu. Þú hafðir mikinn áhuga á gengi okkar bræðranna í boltanum og hafðir gaman af því að fara út í garð og sparka í bolta með okkur. Það komu dagar sem þú fórst með okkur upp að vatni að veiða eða niður að höfn. Þú kenndir okk- ur margt í þeim efnum og höfum Jón Þorsteinsson ✝ Jón Þor-steinsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 12. nóvember 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 21. júní. við haft gaman af veiðum síðan. Það tók okkur ekki langan tíma að læra á íbúðina ykkar ömmu í Efstalandinu enda varstu alltaf að fela fyrir okkur sælgæti sem við áttum að finna. Þú kenndir okkur margt í gegnum tíð- ina sem hefur og mun koma okkur að góð- um notum í framtíð- inni. En eitt kennd- um við þér sem bæði þú og við höfðum mjög gaman af. Það var ekki fyrir svo löngu síðan. Þú hafð- ir alltaf viljað sjá veraldarvefinn eða svokallað Internet, en við bræðurnir tókum okkur til og sýndum þér Internetið og kennd- um þér örlítið á það. Megir þú hvíla í friði. Ó, Jesús, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verður þá sælan vís með sjálfum þér í paradís. (Hallgrímur Pétursson) Bræðurnir í Ljósalandi 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.