Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Á SUNNUDAG tekur gildi reyk- ingabann í Eng- landi. Mönnum fellur það misvel í geð, en sér- stakar áhyggjur hafa Arabar bú- settir í Englandi, enda eru reyk- barir stór hluti menningar þeirra, sér í lagi múslímanna sem ekki sækja krár. „Lítið brot af Mið- Austurlöndum sem hefur þrifist í London mun nú hverfa. Shisha- barir eru eins og litlar Sameinaðar þjóðir, þar skipta landamæri engu máli,“ sagði Baija Choutai í samtali við AP-fréttastofuna. Ósáttir Arab- ar í Englandi Vatnspípubarir heyra sögunni til. SÚNNÍTAR í ríkisstjórn Íraks neita nú að mæta á ríkisstjórnarfundi því þeim þykir forsætisráðherrann hafa komið illa fram í tengslum við ákæru á hendur trúbróður þeirra, ráðherranum Asad Kamal al- Hashimi. Uppnám í Írak Í FRAKKLANDI hefur atvinnuleysi ekki mælst minna í 25 ár, 8,1%, sem þó er hærra en víðast hvar í Evr- ópu. Þessi sveifla kemur Sarkozy forseta eflaust vel þegar hann ræðst í breytingar á atvinnulög- gjöfinni. Atvinnumál ÁSTRÖLSK stjórnvöld segjast hafa lítinn áhuga á því að Vilhjálmur Bretaprins taki að sér landsstjórn þar, en rithöfundurinn Tina Brown fullyrti í vikunni að hugmyndin hefði verið rædd í Buckingham- höll. AP Iðjulaus Vilhjálmur á afmæli ömmu sinnar fyrr í mánuðinum. Afþakka prins SKOTIÐ var á bílalest forsætisráð- herrans á Fílabeinsströndinni, Guil- laume Soro, í norðurhluta landsins í gær, en hann sakaði ekki. Margir aðrir særðust hins vegar í árásinni. Ekki lá fyrir hver var hér að verki. Slapp ómeiddur FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is TÍMINN er að renna út fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta, hann á aðeins nítján mánuði eftir í embætti og nú fer að verða útséð með að hann komi helstu áherslumálum sínum í framkvæmd. Nú síðast varð forsetinn að játa sig sigraðan í inn- flytjendamálunum, en Bandaríkja- þing ákvað í fyrrakvöld að veita um- bótafrumvarpi hans í þeim efnum náðarhöggið. Bush var brattur daginn eftir að hann tryggði sér annað kjörtímabil með sigri í kosningunum í nóvember 2004. Hann taldi sig hafa hlotið afger- andi umboð frá bandarísku þjóðinni og hann hugðist setja nokkur mál á oddinn sérstaklega seinni fjögur ár sín á forsetastóli. Bush hugðist stokka upp opinbera lífeyriskerfið, almannatrygg- ingakerfið, hann vildi að yngra fólk á vinnumarkaði breytti nokkru af skattfé sínu í fjárfestingarreikninga svo að tryggja mætti að það fengi eft- irlaun þegar það léti af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var fullur sjálfs- trausts og hófst þegar handa við að reyna að afla hugmyndum sínum stuðnings. Tilraunir hans runnu hins vegar fljótlega út í sandinn, þó að Bush viðurkenndi raunar ekki ósigur í þeim efnum fyrr en nýverið. Bush hugðist líka gera breytingar á skattakerfinu og hann hugðist sporna gegn óhóflegum fjölda máls- sókna í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hugðist gera mestu breyt- ingar á innflytjendalöggjöfinni í tutt- ugu ár. Tryggja átti ólöglegum inn- flytjendum lagaleg réttindi, um leið og sporna átti við stöðugum straumi fólks yfir landamæri Bandaríkjanna. Öll hefur þessi mál dagað uppi, að mestu eða öllu leyti, og Bush var býsna niðurlútur þegar hann í fyrra- kvöld tjáði sig um þá ákvörðun öld- ungadeildar Bandaríkjaþings að svæfa innflytjendafrumvarp hans. Raunar vakti það athygli, að Bush beinlínis viðurkenndi ósigur í málinu, nokkuð sem hann er ekki gjarn á að gera. „Þetta gekk ekki upp,“ sagði Bush, nokkrum klukkustundum eftir atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni. Ófarir forsetans skýrast að mörgu leyti af þróun mála í Írak, en eftir því sem stríðið þar hefur dregist á lang- inn og ofbeldið aukist hafa vinsældir hans dalað; líka meðal repúblikana. Það voru enda ekki síður svonefndir bandamenn hans í öldungadeildinni, þingmenn Repúblikanaflokksins, sem stuðluðu að ósigrinum í innflytjenda- málunum í fyrradag. Dómur mun byggjast á Írak Bush hefur í seinni tíð talað um nauðsyn þess að samþykkt verði ný löggjöf er miðaði að aukinni notkun annarra orkugjafa en eldsneytis. Hann hefur líka lýst áhuga á nýrri menntalöggjöf og hann vill sjá til þess að allir hafi sjúkratryggingar. Hugsanlegt er að Bush takist á þeim nítján mánuðum, sem eftir eru af forsetatíð hans, að ná einhverju þessara mála fram. Það kemur hins vegar ekki til með að skipta miklu: ef áþreifanlegur árangur fer ekki að nást í Írak, ef ekkert dregur úr of- beldinu í landinu og ef líkurnar á því að hægt verði að kalla bandaríska hermenn heim fara ekki að aukast, fær Bush tæplega góða einkunn fyrir frammistöðu í embætti. Ófarir Bush halda áfram Næstum útséð er með að nokkurt þeirra mála, sem Bandaríkjaforseti hugðist leggja áherslu á síðari fjögur ár sín á forsetastóli, komist til framkvæmda Niðurlútur George W. Bush. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ALBERTO Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, eru ekki vandaðar kveðjurnar í heimalandi sínu þessa dagana. Prýðilegur frumleiki ein- kennir fúkyrðin, sem honum eru valin, en ummælin „klæðskiptingur ríkisfanga“ vekja sérstaka athygli. Fujimori, sem nú er fangi í Chile, hefur kunngjört að hann hyggist bjóða sig fram í þingkosningum er fram fara í Japan 29. næsta mán- aðar. Svo virðist sem Fujimori hyggist með þessu freista þess að skapa þrýsting á stjórnvöld í Chile um að honum verði heimilað að halda það- an til Japans. Ráðamenn í Chile hafa nú til meðferðar kröfu stjórn- valda í nágrannaríkinu Perú þess efnis, að Fujimori verði framseldur til að unnt reynist að efna til rétt- arhalda yfir honum vegna mann- réttindabrota og spillingar, sem einkenndu forsetatíð hans. Sagði af sér í símbréfi Saga Fujimoris, sem verður 69 ára í næsta mánuði, er að sönnu lyginni líkust. Hann var forseti Perú í tíu ár, frá 1990 og þar til hann flúði land árið 2000. Flóttann bar brátt að, svo mjög raunar að Fujimori vannst ekki tími til að segja af sér forsetaembætinu. Það gerði hann í símbréfi frá Tókýó. Forsetinn naut lengi vinsælda í Perú; hann náði að brjóta á bak aft- ur byltingarhreyfingu maóista, Skínandi stíg (sp. „Sendero Lum- inoso“), sem unnið hafði hroðaleg grimmdarverk í landinu. Stjórn hans náði einnig nokkrum árangri á sviði efnahagsmála og sýndi við- leitni til að bæta kjör fátæklinga. En valdið gat af sér einræðislega stjórnarhætti, spillingu og að lokum hrein glæpaverk. Áður en til þess kom að hann yrði handtekinn náði hann að flýja til hins gamla heima- lands foreldra sinna, Japans, þar sem stjórnvöld héldu yfir honum hlífiskildi og neituðu kröfu nýrra valdhafa í Perú um framsal. Fuji- mori er nú japanskur ríkisborgari. Í nóvembermánuði árið 2005 skaut Fujimori óvænt upp kollinum í Santiago, höfuðborg Chile. Hann lýsti þá yfir því að hann hefði ákveðið að verða við því ákalli „stórs hluta þjóðarinnar“ að hann gæfi kost á sér í forsetakosning- unum, sem fram fóru í Perú í fyrra. Skömmu eftir að Fujimori hafði sent yfirlýsingu þessa efnis frá sér var hann handtekinn á Marriot-hót- elinu í Santiago. Mörgum þótti sú ákvörðun Fuji- moris að halda til Chile í því skyni að undirbúa pólitíska endurkomu sína undarleg ef ekki beinlínis gal- in. Það mat reyndist rétt. Fram- salskrafa stjórnvalda í Perú hefur á hinn bóginn ekki hlotið flýtimeðferð innan réttarkerfisins í Chile. Vera kann að lífseig deila nágrannaþjóð- anna um ráð yfir fiskimiðum í Kyrrahafi valdi þar einhverju um. Fregnir frá Chile herma þó að ákveðið hafi verið að taka afstöðu til framsalskröfunnar áður en þing- kosningarnar fara fram í Japan í júlí. Yfirlýsing Fujimoris þess efnis að hann hygðist bjóða sig fram til þingmennsku í Japan kom stuðn- ingsmönnum hans í Perú í opna skjöldu. Þar í landi er enn til fólk, sem fram til þessa hefur talið for- setann fyrrverandi í hópi mikil- menna, og haldið uppi baráttu fyrir því að honum verði heimilað að snúa aftur. Gríðarleg reiði ríkir nú í röðum þessa fólks. Martha Chavez, sem löngum hefur haldið Fujimori í hópi merkustu ljósbera mannsand- ans og var frambjóðandi flokks hans í forsetakosningunum í fyrra, sagði í gær að framboð hans myndi hafa mikil áhrif á stuðningsmenn- ina. „Sú ákvörðun hans að bjóða sig fram til stjórnmálastarfa í öðru ríki hefur í för með sér að honum verða öll sund lokuð í Perú.“ Fyrrverandi talsmaður Fujimoris er á hinn bóg- inn í þeim fámenna hópi, sem telur þetta sérstakt fagnaðarefni. Fram- boðið feli í sér „hnattvæðingu stefnu Fujimoris“. „Það verður ekki ónýtt fyrir íbúa Perú að eiga þing- mann í öldungadeild Japansþings,“ sagði Carlos Raffo. Í dagblöðum Perú í gær mátti sjá fyrirsagnir þess efnis að Fujimori hefði svikið land og þjóð og opinberað heiguls- hátt sinn. Enn á ný hefði hann leit- að til Japana í von um björgun. Í forustugrein dagblaðsins La Razón sagði að rás atburða sýndi að stjórnmál í Perú væru þau furðu- legustu og um leið skemmtilegustu, sem þekktust í heimi hér. Til fylgisaukningar fallið? Fujimori verður í framboði fyrir Nýja þjóðarflokkinn, sem fyrrver- andi þingmenn stjórnarflokksins í Japan stofnuðu. Fylgi flokksins hef- ur mælst um eitt prósent í skoð- anakönnunum eystra. Sýnt þykir að forystumenn flokksins telji fallið til að koma hreyfingu á gæfuhjólið að Fujimori verði í framboði í kosn- ingum til öldungadeildarinnar. Nái hann kjöri er ljóst að mál hans allt verður flóknara og vera kann að stjórnvöld í Japan beiti þrýstingi á alþjóðavettvangi um að Fujimori verði gert kleift að sinna því starfi, sem hann hafi verið kjör- inn til. Málið kann að reynast stjórnvöldum í Chile erfitt; Mic- helle Bachelet forseti heldur í op- inbera heimsókn til Japans í sept- ember þar sem til stendur að fagna gildistöku fríverslunarsamnings ríkjanna. Fujimori úthrópaður fyrir svik og heigulshátt Eftirlýstur, fyrrverandi forseti Perú hyggst bjóða sig fram í þingkosningum í Japan í júlímánuði og þannig komast hjá kröfu um framsal og frelsissviptingu Reuters Óbugaður Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, ræðir við fréttamenn á heimili sínu í Santiago. Fujimori kveðst ekki á flótta undan réttvísinni og segir spurn eftir hæfileikum sínum. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna hafnaði í gær rökum lögmanna stjórnvalda og hyggst hann nú taka fyrir mál fanga í Guantanamo- herstöðinni á Kúbu. Málið víkur að því hvort föngunum eigi að vera heimilt að sækja mál fyrir borg- aralegum dómstólum í því skyni að fá úr því skorið hvort löglegt sé að þeim sé haldið án dóms og laga í fangabúðunum. Merkilegt þykir að ákvörðunin í gær þýðir í reynd að dómurinn hefur breytt fyrri ákvörðun sinni, en í apríl hafnaði hann sambærilegri ósk fanganna. Morgunblaðið/Davíð Logi Fara hvergi Sumir fanganna hafa verið í Guantanamo í rúm fimm ár. Tekur mál fanganna fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.