Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 25
|laugardagur|30. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Gerður G. Óskarsdóttir, fyrrver- andi fræðslustjóri Reykjavíkur, nýtur sumarblíðunnar í litlum bústað við Elliðavatn. » 30 lifun Búsáhöld í verslunum eru mörg hver í stíl við veðrið þessa dag- ana, glaðvær, litrík og af- skaplega sumarleg. » 26 garður Þessi hús voru mjög umdeildá sínum tíma, m.a. vegnaþess að það þótti alvegóheyrilegt bruðl að hús- næði fyrir verkamenn skyldi vera jafnvel útbúið og þetta var,“ segja systkinin Sigríður Kristín, Sigurður Árni og Haraldur Sigurðarbörn en fjölskylda þeirra var á meðal þeirra fyrstu sem fluttu í verkamannabú- staðina við Hringbraut fyrir 75 ár- um. „Við vorum sjö systkinin, ásamt foreldrum okkar og föðurömmu eða alls tíu sem bjuggum áður en við fluttum á Hringbrautina í risinu í Hausthúsum, sem var leiguhúsnæði við Bakkastíg 8,“ segir Sigríður Kristín sem er næstelst systkinanna og var þá 11 ára. „Íbúðin þar var ekki nema um 30 fm og verulegur hluti undir súð og hvorki klósett né vaskur var í íbúðinni. Undir súðinni voru skápar og við sváfum eiginlega öll á gólfinu nema Haraldur sem svaf í vöggu við hlið mömmu, Lovísu B. Árnadóttur, enda var hann ekki nema vikugamall.“ Þau segja að það hafi verið mjög erfitt að fá húsnæði á þessum tíma en faðir þeirra, Sigurður Einar Ingimundarson togarasjómaður, hafi fengið góða aðstoð, m.a. frá Nikulási Jónssyni, skipstjóra á togaranum. – Hvernig fannst ykkur börn- unum að flytja? „Okkur fannst nýja íbúðin eins og salarkynni,“ segir Sigríður og bros- ir að minningunni en íbúðin var 57 fm að stærð. „Það var varla að mað- ur næði sér; að fá bað, eldavél og miðstöðvarkyndingu svo aðeins fátt sé nefnt, enda létti það mikið heim- ilisverkin fyrir mömmu og okkur elstu stelpurnar.“ Sigurður Árni, sem þá var fimm ára, segir portið hafa verið eins og paradís fyrir börnin. „Ég man að þegar við fluttum voru sex rólur og fjögur vegasölt í portinu og þar var alltaf líf og fjör. Það lærðu margir á skauta í portinu því á veturna var þar búið til skautasvell. Ég lærði á gömlu skautana, þessa sem voru klemmdir á sóla og hæl.“ Haraldur var sennilega sá yngsti sem flutti inn, aðeins vikugamall, en fór fljótlega að fylgja bróður sínum eftir í portinu. „Við krakkarnir vor- um í kýló, brennó, fallinni spýtu og feluleik. Stelpurnar voru í parís og strákarnir í fótbolta. Við bræðurnir vorum auðvitað í KR og erum enn,“ segir hann. Þau eru öll sammála um að í verkamannabústöðunum hafi myndast mjög skemmtilegt sam- félag. „Það var mikil samkennd á meðal íbúanna og þetta litla sam- félag var góður undirbúningur fyrir lífið,“ segja systkinin, sem að sjálf- sögðu ætla að mæta í hátíðahöldin í portinu í dag. Morgunblaðið/G.Rúnar Upplifun Systkinunum Sigurði, Sigríði og Haraldi þótti gaman að flytja í verkamannabústaðina. Morgunblaðið/G.RúnarPortið Íbúa verkamannabústaðanna nota garðana enn mikið í dag þótt barnafjöldinn þar sé ekki nærri eins mikill og áður. Ljósmynd/Alfreð Dreyfus Jónsson 1932 -1934 Hér eru húsin við Bræðraborgarstíg og austur eftir Ásvallagötu um 1932-1934. Eins og salar- kynni fyrir verkafólk Systkinin Sigríður Kristín, Sigurður Árni og Har- aldur Sigurðarbörn fluttu inn í verkamannabú- staðina við Hringbraut fyrir 75 árum. Á þessum tímamótum fékk Unnur H. Jóhannsdóttir þau til að rifja upp flutningana og barnæskuna. Í dag, laugardaginn 30. júní, er haldið upp á 75 ára afmæli verka- mannabústaðanna í portinu milli Hringbrautar, Ásvallagötu, Hofs- vallagötu og Bræðraborgarstígs frá klukkan 14.30. Boðið verður upp á veitingar, skemmtiatriði og leiktæki. Verkamannabústaðirnir við Hringbraut voru reistir af Bygg- ingarfélagi verkamanna sem síð- ar varð að Byggingarfélagi al- þýðu á árunum 1931-1935 en á þessum árum var almenn hús- næðisekla í Reykjavík. Húsin voru steinsteypt, tvílyft með kjallara og hallandi þaki en sam- an mynduðu þau samfellda og óslitna röð allan hringinn með- fram Hringbraut, Bræðraborg- arstíg, Ásvallagötu og Hofs- vallagötu. Í miðjunni var og er enn stórt lokað svæði, eða port með sameiginlegum barna- leikvelli og almenningssvæði. Ým- is þjónusta var í húsinu fyrir íbúa þess eins og dagvöruverslanir og bókasafn en húsasamstæðan er gjarnan nefnd sem eitt elsta og besta dæmið hérlendis um heil- steypta íbúðarbyggð reista út frá sjónarmiðum fúnksjónalismans. Lífsgæði fyrir verkafólk Fjórar íbúðir eru í hverju húsi, tvær á hvorri hæð og sameiginleg þvotta- og þurrkaðstaða ásamt geymslum í kjallara. Sú nýjung vakti mesta athygli á bygging- artímanum að hverri íbúð fylgdi sérstakt baðherbergi auk renn- andi vatns í krönum sem og að rafmagnseldavél væri í eldhús- unum. Íbúðirnar voru hitaðar upp með fjarhitun í gegnum tvær miðstöðvar í byggingunni en slíkt fyrirkomulag var á þeim tíma nær óþekkt á heimilum verka- fólks. Upphaflega var kynt með kolum. Hús í fúnkisstefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.