Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 30
lifun 30 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ F oreldrar mínir, Óskar Gunnarsson og Jóna Svanhvít Hannesdóttir, áttu pínulítinn sum- arbústað við Rauðavatn en urðu að fara þegar herinn settist þar að í stríðinu. Þau fóru strax að leita sér að öðrum stað og óku um Vatnsendalandið. Þar var þá ekkert nema Vatnsendabærinn og tvö, þrjú hús önnur. Þau gengu upp í hlíðina og settust á hólinn hér norðan við húsið og fannst útsýnið stórkostlegt. Elliðavatn blasti við og fjallahring- urinn allt í kring. Þau sögðu hvort við annað: „Hér viljum við vera.“ Ekki var gróðrinum fyrir að fara á þessum slóðum fyrir 65 árum, ekkert nema ber melur og rofabörð en það átti eftir að breytast. Bústaðurinn var reistur á einu sumri og byrjað að róta burtu grjóti og búa til flatir. Gerður bendir á grjótgarð sem minn- ir á grjótið sem rutt var burt. „Smám saman fór mamma að planta blómum en það höfðu foreldrar mínir ekki gert við Rauðavatn.“ Móðirin hafði verið alin upp í blómarækt, mamma hennar var mikil ræktunarkona sem átti fallega garða bæði við Grettisgötuna og síðar á Karlagötu. Vatnið hvarf bak við trén „Það trúði því enginn að hér gætu vaxið tré svo mamma byrjaði með smáblómabeð en síðan bættist við birki, reynir og víðir og loks greni- og furutré og einnig lerki. Á myndum frá 1950 sjást örfáar trjáplöntur og 1960 er rétt farið að sjást í pínulítil grenitrén en barrtrén fóru ekki að vaxa að ráði fyrr en upp úr 1970.“ Fyrir framan bústaðinn er him- inhár barrskógur og Gerður segir að þegar mamma hennar setti niður fyrstu grenitrén hafi dönsk vinkona hennar sagt: „Ertu alveg frá þér, trén eiga eftir að byrgja útsýnið yfir vatnið.“ Mamman svaraði: „Ég lifi það aldrei.“ Hún lifði svo sannarlega að sjá ekki vatnið og það í langan tíma. „Við töpuðum útsýninu en fengum í staðinn nýtt loftslag. Í minningunni var hér alltaf rok þegar ég var krakki og við sífellt að hlaupa í skjól. Búnar voru til lautir, bollar og skjólgarðar en nú getur maður sest hvar sem er og alls staðar er skjól.“ Hátt í tvö þúsund tegundir Jóna, móðir Gerðar, var ótrúleg blómakona sem safnaði bæði blóm- plöntum, runnum og trjám. Fyrst tíndi hún íslenskar plöntur úti í nátt- úrunni og síðan byrjaði hún að kaupa plöntur. „Það var farið á milli gróðr- arstöðvanna á vorin og keypt og keypt, allar nýjar tegundir sem þau fundu og mamma hélt skrá yfir þetta allt. Þegar landið var í mestum blóma voru hér tæplega 2.000 tegundir, blóm, runnar og tré sem mamma sinnti um allt sumarið.“ Nútímafólki finnst ekki ýkja langt upp í Vatnsendaland en á þessum tíma var þar sveit. Á meðan Gerður og Unnur systir hennar voru í skóla fluttist fjölskyldan þangað uppeftir í skólalok og aftur í bæinn þegar skól- inn byrjaði á ný. Eftir að faðir Gerðar dó 1970 hélt mamman áfram að vera í sveitinni frá því í maíbyrjun og jafn- vel út september. Bústaðurinn er úr vikursteini, viðarklæddur að utan og var hitaður upp með olíukyndingu þar til rafmagnið kom. Í byrjun fékkst rafmagn frá vindmyllu en raf- magn kom síðan tiltölulega fljótt. Vatnið kom úr brunni sem grafinn var í félagi við nágrannana í næsta bústað og vatni dælt upp með olíu- mótor og handpumpu. Kamar var bak við húsið. Jóna, móðir Gerðar, dvaldi áfram í sveitinni á sumrin eftir að hún missti manninn, en var gjarn- an með barnabörnin hjá sér og hélt áfram að sinna um blómin sín fram yfir áttrætt. Enn þegar kraftar henn- ar dvínuðu sá fljótt á blómskrúðinu og margar blómtegundir hurfu með ólíkindum fljótt, að sögn Gerðar. Landið varð að byggingarlóð „Ég hef notið sumranna hér alla tíð og hugmyndin um að ég tæki við bú- staðnum kviknaði þegar ég sat hér ein eitt haustið og var að leggja loka- hönd á bók. Ég leit þá einu sinni upp og hugsaði með mér að núna værum við kannski að tapa þessum dásam- lega stað því mamma gat ekki lengur hugsað um hann. Nokkru síðar ámálgaði ég við mömmu að ég keypti af henni bústaðinn og hún varð mjög ánægð að vita að einhver myndi halda utan um staðinn eftir hennar dag. “ Bústaðurinn er dagstofa, tvö her- bergi, eldhús og bað. Það er hvort tveggja í viðbyggingu sem Gerður lét reisa því ekki var sturta í húsinu. Hún segir hlæjandi að unga fólkið hafi ekki getað verið hjá sér án sturt- unnar þó að sjálf hafi hún vanist því að þvo sér upp úr bala. Allt frá sumrinu 1999 hefur Gerður búið í „sveitinni“ á sumrin og sótt þaðan vinnu, eins og aðrir sem búa í hinu nýrisna Vatnsendahverfi. Hún ákvað strax að halda ekki að ráði við blómunum en hefur áhuga á trjánum og bætir meira að segja við stöku nýju tré af og til. „Fyrir þremur til fjórum árum stóð ég frammi fyrir því að hér voru komnar götur allt í kring, og fyrr en ég hafði búist við, og svo fóru húsin að rísa. Nú er þessi hálfi hektari orð- inn að skipulagðri lóð. Ég hef sótt um leyfi til að stækka byggingarreitinn og hef áhuga á að byggja hér nýtt hús.“ Í fjarska heyrum við vélargný frá nýbyggingunum en Gerður segir að um helgar þegar vélarnar þagna finn- ist sér þetta eins og það alltaf var, enda sjái hún ekki húsin í kring fyrir trjánum og það trufli sig ekki að heyra í fólki. Skógur Hátt í tvö þúsund tegundir gróðurs voru á landinu þegar mest var og inni á milli trjánna eru nú fallegar flatir og lautir, bekkir og brýr. Flytur trúlega alveg í „sveitina“ Í miðjum „frumskóg- inum“ við Elliðavatn leynist lítill bústaður, reistur árið 1942. Þar hef- ur Gerður G. Óskars- dóttir, fyrrverandi fræðslustjóri Reykjavík- ur, notið sumarblíðunnar öll sumur frá fæðingu, ut- an eins, er hún dvaldist í Bandaríkjunum. Hún sagði Fríðu Björnsdóttur að nú hefði hún áhuga á að reisa sér þar heilsárshús. Undraveröld Gerður G. Óskarsdóttir í blómskrúði á veröndinni sinni við bústaðinn sem er við Elliðavatn. Eilíf birta Eldhúsið er í viðbyggingu. Ein hliðin er gluggi og þakgluggi yfir. Dúkkuhúsið góða „Í þessu húsi lærði ég til húsmóður.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ég leit þá einu sinni upp og hugsaði með mér að núna værum við kannski að tapa þess- um dásamlega stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.