Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is „AÐ REYNA að skilja fólk í þess eigin heimi, hvernig það eldist og hvers vegna það þróar lífs- hlaup sitt eins og það hefur gert, veltur allt á því á hvaða tímabili það lifir og ein- stökum ákvörðunum sem það tek- ur,“ segir dr. Glen H. Elder, prófess- or í félagsfræði og sálfræði, en um þetta fjallaði fyrirlesturinn „Að rannsaka ævina í samhengi“ sem hann hélt á vegum Háskóla Íslands á dögunum. Dr. Elder er heiðursprófessor við Norður-Karólínuháskóla í Chapel Hill í Bandaríkjunum og hefur hann helgað sig rannsóknum á lífshlaupi fólks eða „Life Course Studies“ en hann segir að í fyrirlestrinum hafi hann fjallað um áhrif ólíkra þátta á heilsu fólks. „Ef þú vilt vita hvernig fólk eldist verður þú að fylgjast með því bókstaflega frá fæðingu. Atburð- ir í lífi fólks marka tímabil sem renna svo aftur saman í ferla, til dæmis vinnuferil eða námsferil. Þessir ferl- ar móta svo ásamt öðru heilsu okkar, hvernig við eldumst, hvernig okkur líður og hvernig okkur gengur á eldri árum,“ segir dr. Elder. Gott að hafa yfirlit „Verið er að gera stóra langtíma- rannsókn í Bandaríkjunum sem ég hef verið að vinna að, en rannsóknin nær til um 15.000 einstaklinga sem við fáum lífsýni úr. Fylgst verður með ýmsu, eins og kólesterólmagni í blóði og hormónamagni. Þrátt fyrir að vera ein dýrasta rannsókn sem hefur verið gerð á þessu sviði eru margir sannfærðir um að hún muni margborga sig miðað við vitneskjuna sem við munum fá.“ Dr. Elder segir mikilvægt að heimilislæknar hafi gott yfirlit yfir sögu sjúklings og fjölskyldu hans en sú saga eigi ekki að takmarkast við sjúkdóma. Rannsóknir eins og þessi gefi ótrúlegar upplýsingar um það hverjir geti verið sérstaklega næmir fyrir umhverfinu og áföllum. Hann segir byltingu hafa orðið í þróun langtímarannsókna, í Banda- ríkjunum hafi verið færri en tíu lang- tímarannsóknir í gangi þegar hann var að byrja en nú séu yfir 1.000 langtímarannsóknir í gangi. Allir atburðir í lífi fólks geta haft áhrif á heilsuna Dr. Glen Elder er sérfræðingur í lífs- hlaupi fólks og prófessor í sálfræði Dr. Glen Elder GRUNDVALLARBREYTING er að verða á þeim fjölmiðlaveruleika sem fólk, ekki síst börn og ung- menni, lifa við. Rannsóknir sýna fram á minnkun í notkun barna á „gömlum“ miðlum, Netið mætti kalla miðil unga fólksins og hugtök eins og fjölmiðlalæsi heyrast sífellt oftar. Þetta skoðaði Hrund Þórs- dóttir meðal annars í mastersritgerð sinni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, „Barnabókin og fjölmiðlaumhverfi nútímans,“ þar sem staða barnabóka og lesturs á tímum háhraðatenginga er könnuð, en verkefnið fékk nýverið lokaverk- efnastyrk FS. „Það er mjög mikilvægt að vera vel læs á þessa nýju miðla en sú þekking kemur ekki í staðinn fyrir þá upplifun sem við fáum með því að lesa bækur,“ segir Hrund sem hefur áhyggjur af litlum lestri barna og unglinga enda er lestur að minnka í öllum aldurshópum, sérstaklega þeim yngstu. Hún tekur þó ekki undir verstu bölsýnisspárnar. „En það er mjög mikilvægt að kynna bækur fyrir börnum strax í æsku. Öll börn vilja lesa sögur en það þarf að halda bókunum að þeim og kenna þeim að lestur er eðlilegur hluti af tilverunni. Börn græða svo mikið á því að lesa, í bókum lærir maður ýmislegt um lífið og tilveruna og svo er bara svo gaman að lesa!“ Færri bækur og lítil umfjöllun Barnabækur fá þó ekki það pláss sem þær þurfa. „Nýjum titlum fækkar sífellt og erfitt getur verið fyrir nýja höfunda að komast að. Þá virðast neytendur ekki tilbúnir að greiða jafn hátt verð fyrir góða barnabók og góða fullorðinsbók.“ Fjölmiðlana segir Hrund ekki standa sig nógu vel. „Þeir sinna barnabókum alltof illa og það er til dæmis afskaplega sjald- gæft að barnabækur séu ritdæmdar, þeir ritdómar sem ég sá um barna- bækur fyrir síðustu jól má telja á fingrum annarrar handar.“ Aðspurð hvaða barnabækur sitja mest í ritgerðarsmiðnum á Hrund erfitt með að takmarka sig en þær sem komi fyrst upp í hugann séu Sitji guðs englar þríleikurinn og Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur, Bróðir minn Ljóns- hjarta og Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren, heimspekisögur Jostein Gaarder og Krummavík- urbækur Magneu frá Kleifum. Barnabókin og fjöl- miðlaveruleikinn Morgunblaðið/Eyþór Bóklestur Barnabækur sjaldan ritdæmdar, segir Hrund Þórsdóttir. SKIPULAGSSTOFNUN komst fyrir rúmum mánuði að þeirri nið- urstöðu að 2,5 MW rennslisvirkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftár- hreppi þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Í fyrrahaust til- kynntu ábúendur á Dalshöfða í Skaftárhreppi að þeir hefðu í hyggju að reisa virkjun í fljótinu. Áformað er að reisa yfirfallskant þvert yfir ána ofan við Lambhaga- fossa sem beina vatni inn í að- rennslisskurð við inntak virkjunar- innar. Jafnframt virkjunarmann- virkjum fyrirhuga landeigendur Dalshöfða að leggja sjö kílómetra langan vegslóða frá heimreiðinni að stöðvarhúsi og er áætlað að þvera Hverfisfljót með brú skammt suð- vestur af Dalshöfða. Áætluð efnis- þörf fyrir fyrirhugaða vegslóð og plön nemur 15.000 rúmmetrum. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu, með tilliti til framlagðra gagna framkvæmdaraðila, umsagn- ir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra, að 2,5 MW virkjun í Hverfisfljóti sé ekki líkleg til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í ákvörð- un sinni undirstrikar stofnunin þó mikilvægi þess að framkvæmdarað- ili og aðrir sem að framkvæmdinni komi viðhafi ákveðna verktilhögun og mótvægisaðgerðir þannig að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda verulegum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið. „Ál er ekki það sama og orkuframleiðsla“ Landvernd skaut ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfis- ráðherra og krafðist ógildingar hennar. Náttúruverndasamtök Ís- lands fylgdu í kjölfarið og kærðu ákvörðunina. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær gagnrýna náttúruverndarsamtökin ákvörðun Skipulagsstofnunar harðlega og telja að með framkvæmdunum yrði miklum náttúruperlum fórnað fyrir lítilræði af orku auk þess sem margt bendi til þess að virkjunin og samhliða vegagerð og efnistaka hafi í för með sér veruleg umhverfis- áhrif, líklegra meiri en réttlætan- legt getur talist. „Ekki verður framhjá þessu sjónarspili horft og heldur ekki framhjá því að slíkir töfrar bjóða upp á marga nýting- armöguleika aðra en þann að fram- leiða liðlega tonn af áli á ári,“ segir í bréfi Landverndar til umhverfis- ráðherra. Ásdís E. Sigurjónsdóttir, bóndi á Dalshöfða, segir það rétt eigenda landsins að nýta það innan löglegra marka og kveður að Náttúruvernd- arsamtökin og Landvernd séu að tala um allt aðra hluti í kæru- bréfum til ráðherra en landeigend- ur hyggist gera. Hún kveður skelfi- legt að í bréfunum tali náttúruverndarsamtökin um ál. „Ál er ekki það sama og orkufram- leiðsla, hún er notuð í ýmislegt ann- að,“ segir Ásdís. Að hennar sögn hyggjast þau selja orkuna ef úr virkjunarframkvæmdum verður, þótt ekki sé búið að gera ákveðinn orkusamning. Réttur landeigenda að nýta land skynsamlega Virkjun Deilt er um umfang umhverfisrasks með virkjuninni í Hverfisfljóti. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Í HNOTSKURN »Skipulagsstofnun telurvirkjun í Hverfisfljóti ekki valda verulegu umhverfis- raski. »Náttúrverndarsamtökgagnrýna hins vegar ákvörðun Skipulagsstofnunar harðlega. »Með framkvæmdunumyrði miklum náttúru- perlum fórnað fyrir lítilræði af orku. »Landeigendur telja gagn-rýni umhverfissinna byggða á röngum forsendum. DOROTHEE Lubecki hefur verið ráðin menn- ingarfulltrúi Suð- urlands. Er þetta nýtt starf á veg- um Menningar- ráðs Suðurlands. Dorothee var ráð- in úr hópi 21 um- sækjanda. Ákveðið var að ráða í starf menn- ingarfulltrúa í kjölfar menningar- samnings sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og fulltrúar ríkisins gerðu fyrir kosningar í vor. Meira fé rennur til menningar. Dorothee Lubecki vann hjá At- vinnuþróunarfélagi Vestfjarða í tæp ellefu ár en sagði starfi sínu nýlega lausu. Meginverkefni hennar hafa tengst ferðamálum og uppbyggingu ferðaþjónustu, nú síðast sem klasa- stjóri í ferðaþjónustu- og menning- arklasa Vaxtarsamnings Vestfjarða. Hún tekur við nýju starfi í haust. Aðrir umsækjendur voru Áslaug Reynisdóttir, Einar Bergmundur Árnason, Guðrún Halla Jónsdóttir, Guri Hilstad Ólason, Helga Björg Óskarsdóttir, Hjörtur Benediktsson, Ingi Björn Guðnason, Jóhann Smári Sævarsson, Katrín Sigurðardóttir, Kristinn Jóhann Níelsson, Lárus Vilhjálmsson, Linda Ósk Ólafsdóttir, Markús A.G. Wilde, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Sif Karlsdóttir, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Þorri Jóhannsson, Þórný Björk Jónsdótt- ir, Örn Guðmundsson og Örvar Birk- ir Eiríksson. Nýtt starf menningar- fulltrúa Dorothee Lubecki Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Fuerteventura 3. eða 10. júlí frá kr. 34.990 Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Fuerteventura þann 3. júlí í viku eða 10. júlí í 2 vikur. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsæla sumarleyfis- stað. Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 viku. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 2 vikur. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 1 viku. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 2 vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.