Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Gísla Árnason gisliar@mbl.is HUGMYNDIN að baki Wiki-vef- smíði er bráðsniðug. Hver sem er getur fært inn efni og breytt því og er þannig hægt að safna saman á ein- faldan hátt gríðarlegu magni upplýs- inga. Þekktasta dæmið um þetta er auðvitað alfræðiorðabókin Wiki- pedia, sem er orðin svo mikið notuð að hún er að verða eins og IKEA, nokkuð sem margir eru háðir, en hálfskammast sín fyrir að nota svona mikið. Það er ekkert undarlegt við það að fólk horfi til alfræðiorðabókarinnar og noti sömu aðferðir við söfnun ann- ars konar upplýsinga. Á vefsíðunni Wikitravel eru ferðalög og framandi staðir hrist saman við wiki, og nið- urstaðan hlýtur að vera góð. Vef- urinn er orðin ein stærsta ferða- handbók sem um getur, skrifuð af ferðalöngum og telur rúmlega 15.000 áfangastaði. Drykkjumenning í Stokkhólmi Einn reginmunur er þó á Wiki- travel og Wikipedia, kröfur til greinahöfunda eru aðrar. Á Wiki- pedia eru gerðar strangar kröfur um hlutleysi, en greinahöfundar á Wiki- travel eru frekar beðnir um að sýna sanngirni. Umfjöllunin verður fyrir vikið ekki jafnþurr og í alfræðiorða- bókinni góðu. Þarna er auðvitað auðvelt að glata miklum tíma með því að þvælast um heiminn og fræðast um staði eins og Edmonton, höfuðborg Alberta í Kan- ada, eða fjallahéraðið Zlatibor í Serb- íu (Zlatiborar eru að því er virðist rómaðir fyrir greind sína og mikið skopskyn). Þá er hægt að kynna sér köfun við Ishigaki-eyju í Japan eða bara drykkjumenningu í Stokkhólmi. Stafrænt hnattlíkan Greinarnar eru langflestar vel upp settar, í ensku útgáfunni a.m.k., og greinargóðar. Wikitravel gagnast því vel við að kynnast áfangastöðum og svarar helstu spurningum um sam- göngur, verðlag, gistingu og helstu staði sem ferðalangar eiga að skoða. Svo er að sjálfsögðu hægt að smella á tengilinn ,,Random Page“, sem er auðvitað bara útgáfa 21. ald- arinnar af því að snúa hnattlíkaninu, loka augunum og stinga niður fingri. Samhliða má svo nota sýndarjörðina Google Earth, sem að mati undirrit- aðs ætti að vera uppsett á hverri tölvu sem við það ræður. Vefsíða vikunnar: Wikitravel Áhugavert Íbúar bæjarins Zlatibor í Serbíu eru rómaðir fyrir stórkostlega kímnigáfu og afburða gáfur. Heimurinn er Wiki CAMERON Diaz mun leika í næstu mynd Richards Kelly, hryllings- myndinni The Box. Kelly er þekkt- astur fyrir költmyndina Donnie Darko þar sem aðalpersónan tekst á við fyrstu ástina, risakanínur og verðandi heimsendi en enn bíða menn eftir að önnur mynd hans, So- uthland Tales, verði frumsýnd. Kelly skrifar handritið sjálfur eftir smá- sögu Richards Matheson, „Button, Button.“ Diaz mun leika húsmóður sem ókunnugur maður gefur kassa með nokkrum tökkum á. Í upphaflegu smásögunni var kassinn þeirrar náttúru að með því að ýta á takka á honum gat húsmóðirin ásamt eig- inmanni sínum skyndilega eignast 20 milljónir en um leið dó einhver ókunnugur af þeirra völdum. Kass- inn í myndinni mun vera öllu flókn- ari að gerð en þó bjóða upp á svipaða möguleika. Úr risakanínum í Cameron Diaz Skriffær Cameron Diaz áritar. STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR. / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. eee S.V. MBL. BLIND DATING kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.10.ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10 SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ ZODIAC kl. 9 B.i.16.ára OCEAN'S 13 kl. 6 - 8 - 10:30 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 3 - 5:30 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 5:30 - 9 B.i.10.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 12 - 3 - 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 12 - 2:15 - 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL CODE NAME: THE CLEANER kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.