Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 19 ERLENT %&'()*+,'  -).) >@@ M/D  ) ** + % * 5  / (   '' "' (  N ( 3 # / N 3 '/  : ):  '$+,!$ "   '"  3  %*! "  & $$ 7  -      F"J   O <@ -      *(     K'")   Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR bresku lögregl- unnar í hryðjuverkavörnum segja ljóst að sprengjurnar tvær sem kom- ið hafði verið fyrir í bifreiðum í miðbæ Lundúna í fyrrinótt hefðu get- að valdið miklu manntjóni. Ekki er vitað hver kom sprengjunum fyrir en atburður þessi þykir minna rækilega á að hættan á hryðjuverkum er enn til staðar í London, tveimur árum eft- ir að voðaverk í almenningsfarar- tækjum borgarinnar kostuðu 52 lífið. Ekki er ljóst hvort það er tilviljun að öfgamenn skuli reyna að standa fyrir hryðjuverkaárás í London ein- mitt þegar forsætisráðherraskipti eru nýafstaðin í Bretlandi. Hitt er víst, að þessi ógn færir Gordon Brown, nýjum forsætisráðherra, heim sanninn um að stjórnvöld þurfa að halda vöku sinni og leggja áherslu á hryðjuverkavarnir. Brown hitti ráðuneyti sitt – sem hann hafði einungis skipað deginum fyrr – á fundi í gærmorgun og varð sá fundur mun lengri en til stóð vegna atburðanna í fyrrinótt. Brown forsætisráðherra sagði í gær að atburðurinn í fyrrakvöld sýndi að Bretland stæði áfram and- spænis alvarlegri og varanlegri ógn og að menn yrðu að vera við öllu bún- ir á næstu dögum og vikum. Sáu reyk í bílnum og gerðu lögreglunni viðvart Sérfræðingar sögðu Associated Press að líkindi væru milli sprengn- anna í London og bílsprengna sem uppreisnarmenn í Írak nota. Þá hafði BBC eftir heimildarmönnum að „al- þjóðleg öfl“ tengdust þessari tilraun til að fremja hryðjuverk. Gerð sprengnanna og samsetning á að geta varpað ljósi á það hverjir gætu hugsanlega hafa komið þeim fyrir, en rannsókn lögreglu hafði í gær ekki enn leitt neitt sérstakt í ljós. Fyrri sprengjan fannst í grágrænni Mercedes-bifreið í Haymarket-hverf- inu í miðborg London í fyrrinótt, rétt fyrir klukkan tvö. Starfsmenn sjúkrabíls gerðu lögreglu viðvart, en sjúkrabíllinn hafði verið kallaður að Tiger Tiger-næturklúbbnum til að veita sjúkum manni aðhlynningu. Höfðu þeir séð reyk inni í bílnum. Lögreglan gerði sprengjuna síðan óvirka, en hún samanstóð af gas- hylkjum, um sextíu lítrum af elds- neyti og nöglum sem dreifst hefðu um stórt svæði og valdið miklum meiðslum, í mörgum tilfellum dauða þeirra sem í nágrenninu voru. Síðari sprengjan fannst í blárri Mercedes-bifreið skammt frá hinni fyrri, en ekki var greint frá fundinum fyrr en í gærkvöld. Tilvist sprengj- unnar uppgötvaðist ekki fyrr en eftir að stöðumælaverðir drógu bifreiðina af vettvangi, en henni hafði verið lagt ólöglega. Var búið að koma bílnum fyrir á bílastæði undir Hyde Park áð- ur en upp komst um hinn banvæna farm. Báðum bifreiðunum virðist hafa verið komið fyrir á svipuðum tíma. Lögregla sagði að í seinni bifreiðinni hefði verið sambærilegt sprengiefni og í hinni fyrri og augljóst að tengsl væru á milli sprengnanna. Líkt og fyrri sprengjan var sú síðari virk og var aftengd af sprengjusérfræðing- um lögreglunnar. Ekki er ljóst hvenær sprengjurnar áttu að springa en talsvert er um skemmtistaði í þessum borgarhluta og margir munu hafa verið á ferli. Sky-sjónvarpsstöðin hafði eftir vitn- um að dyraverðir næturklúbbs í ná- grenninu hefðu sagt lögreglu frá því að einhver hefði ekið Mercedes-bíl á ruslafötur á þessum slóðum og síðan flúið af vettvangi. Lögregla lokaði þennan hluta borgarinnar af í gærmorgun á meðan fyrri bifreiðin var grandskoðuð og m.a. voru hömlur á umferð fólks um Piccadilly Circus-neðanjarðarlestar- stöðina um tíma. Vel gekk hins vegar að gera sprengjuna óvirka. Mikið er um eftirlitsmyndavélar í Haymarket og er vonast til þess að upptökur þeirra gefi vísbendingu um hverjir voru að verki, en nafn Al-Qaeda sam- takanna bar á góma strax í gær- kvöldi, í samtölum sérfræðinga við fjölmiðla. Viss líkindi þykja vera milli þessa atviks og a.m.k. tveggja fyrri tilrauna til að fremja hryðjuverk, sem lög- reglu tókst að afstýra. Hryðjuverka- hópar, sem haft hafa í hótunum við breska ráðamenn og almenning, hafa nefnt skemmtistaði sem möguleg skotmörk en mikil reiði ríkir víða – m.a. meðal múslíma í Bretlandi sjálfu, eins og hryðjuverkin fyrir tveimur árum sýndu – með aðild Bretlands að herförinni í Írak. Fyrr á þessu ári voru nokkrir liðsmenn sam- taka íslamista fangelsaðir í Bretlandi fyrir að hafa haft uppi áform um hryðjuverk, m.a. gegn Ministry of Sound-næturklúbbnum í London. Hryðjuverkaárás afstýrt í London AP Hryðjuverkaógn Græna Mercedes-bifreiðin þegar hún var fjarlægð af vettvangi í Haymarket í London í gær. Ljóst að sprengj- urnar hefðu valdið manntjóni Í HNOTSKURN »Sjúkrabíll er kallaður aðTiger Tiger-klúbbnum klukkan 01.25 í fyrrinótt. »Kallað er á lögregluna umtvöleytið, hún lokar svæðið af og hefur rannsókn. »Lestarstöðinni við Picca-dilly Circus lokað í var- úðarskyni. Bíllinn síðan fjar- lægður um hálfellefu í gær. »Tilvist hinnar sprengj-unnar upplýst kl. 21 í gær- kvöld. Berlín. AFP, AP. | Dönsk og þýsk stjórnvöld hafa samið um að byggja brú yfir Eystrasaltið þannig að hægt sé að tengja sam- an Hamborg í norður- hluta Þýskalands og dönsku höfuðborgina, Kaupmannahöfn. Brúin verður 19 km að lengd og það mun kosta 5,6 milljarða evra að byggja hana, að því er Wolfgang Tiefensee, samgönguráðherra Þýskalands, greindi frá í Berlín í gær. Stefnt er að því að brúin verði tilbúin til notkunar 2018. Tiefensee sagði að dönsk stjórn- völd myndu leggja til meginhluta fjárins til byggingar brúarinnar, eða 4,8 milljarða evra. Þá munu Danir sjá um mestan hluta fram- kvæmdanna vegna brúarsmíð- innar. Hlutdeild Þjóðverja felst einkum í því að tengja brúna við samgöngukerfið sem fyrir er þeim megin Eystrasaltsins. Líklegt er hins vegar að einka- aðilar leggi til eitthvert fé og jafn- framt má vænta þess að styrkir fáist úr sjóðum Evrópusambands- ins. Hugmyndir hafa verið uppi um þessa brúarsmíði í á annan áratug en öll áform tafist vegna tafsamra samningaviðræðna um fjármögnun verkefnisins. Brúin mun valda al- gerum stakkaskiptum fyrir ferða- menn því að með henni tengist suðausturhluti Danmerkur Norð- ur-Þýskalandi beint og þýðir að menn þurfa ekki framvegis að fara með ferju milli landanna tveggja yfir Fehmarn-sundið svokallaða en það ferðalag tekur 45 mínútur. Gera má ráð fyrir að ökumenn þurfi að greiða vegatoll er þeir fara um brúna, en markmið að- standenda er að láta hana borga sig upp á innan við 25 árum. „Brúin styttir ekki aðeins ferða- tímann milli Kaupmannahafnar og Hamborgar heldur mun hún skipta miklu máli fyrir samgöngur í Evrópu í heild sinni,“ sagði Tie- fensee í gær eftir að þeir Flemm- ing Hansen, samgönguráðherra Danmerkur, tilkynntu um sam- komulagið. Vilja byggja brú yfir Eystrasalt Tengir Kaupmannahöfn við Hamborg Brúin Teikning af vefnum www.sundogbaelt.dk. , Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 110,6 fm, mjög góð, 4-5 herbergja neðri sérhæð á rólegum stað í Kópavogi. Eignin skiptist í anddyri, hol, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, skrifstofuherbergi, stofu, eldhús með borðkrók, þvottahús og geymslu. Íbúð 101. Verð 25,9 millj. Opið hús í dag milli kl 13.00 og 14.00. Lyngbrekka 9 - opið hús – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – GERÐUBERG www.gerduberg.is Lokað verður vegna sumarleyfa frá 2. júlí - 14. ágúst. Kynnið ykkur spennandi haustdagskrá á www.gerduberg.is Gleðilegt sumar! Starfsfólk Gerðubergs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.