Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍBÚALÝÐRÆÐIÐ BREIÐIST ÚT Nánast í hverri viku birtastfréttir í fjölmiðlum, sem eruótvíræð vísbending um að íbúalýðræðið sé að breiðast út. Skýr- asta dæmið um það er auðvitað kosn- ingin í Hafnarfirði um stækkun ál- versins í Straumsvík. En þessi þróun birtist okkur í smáu og stóru. Síðustu daga hafa birtzt fréttir í Morgunblaðinu um mótmæli íbúa í vesturbæ Kópavogs gegn frekari uppbyggingu á Kársnesinu. Þar hafa íbúar brugðið á það ráð að hengja upp mótmælaborða til þess að tjá hug sinn auk fundarhalda og stofn- unar samtaka. Í Árborg eru hávær mótmæli gegn ákveðnum skipulagshugmyndum, sem þar eru á ferð og sumum íbúum þykir ganga of langt. Austur við Þjórsá eru höfð uppi virk mótmæli gegn frekari virkjun- um Landsvirkjunar þar. Í Vesturbæ Reykjavíkur mótmæla íbúar stað- setningu háhýsis, sem fyrirhugað er að byggja. Í Mosfellssveit eru heitar deilur um vegalagningu. Allt er þetta til marks um að við búum í samfélagi, þar sem lýðræði fólksins er að skjóta rótum og full- trúalýðræðið er á undanhaldi. Þetta er ánægjuleg þróun. Þetta er rétt þróun. Það er sjálfsagt og eðlilegt að íbúar Árborgar taki ákvörðun um skipulagsmál í bæjar- félaginu í almennri atkvæðagreiðslu, svo að dæmi sé tekið. Forráðamenn sumra bæjarfélaga hafa haft tilhneigingu til að yppta öxlum, þegar íbúar hefja mótmæli. Það er ekki hyggilegt að bregðast við á þann veg. Þvert á móti eiga þeir að ýta undir slíka þátttöku almennings í málefnum sveitarfélaganna. Nútímasamfélag auðveldar fólki mjög að taka þátt í ákvörðunum, sem þessum. Bæjarfélögin eru misjafn- lega langt komin í netvæðingu en hin æskilega netvæðing bæjarfélaganna er sú, að öll opinber gögn sveitar- stjórnanna séu aðgengileg fyrir íbúana á netinu. Og þar með hafa íbúarnir sömu aðstöðu og kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnum til þess að setja sig inn í mál og mynda sér skoðun á grundvelli allra þeirra upp- lýsinga, sem fyrir liggja. Þróunin í átt til hins beina lýðræð- is, sem Morgunblaðið hefur nú boðað og barizt fyrir í heilan áratug, verður ekki stöðvuð úr þessu. Ekki vegna þess, að stjórnmálamennirnir hafi tekið því opnum örmum, þótt sumir þeirra hafi gert það, heldur vegna þess, að fólkið í landinu hefur tekið þessar hugmyndir upp á sína arma og byrjað að koma þeim í fram- kvæmd. Mótmælum, fundarhöldum, nýjum hugmyndum, íbúasamtökum, hverfa- samtökum, öllu þessu eiga forráða- menn bæjarfélaganna að taka með opnum huga, minnugir þess, að þeir eru kjörnir í sveitarstjórnir til þess að vinna fyrir fólkið en ekki fyrir sjálfa sig. Tími hins beina lýðræðis er runn- inn upp. Með slíku lýðræði í fram- kvæmd hefur lýðræðið náð þeirri fullkomnun, sem hægt er að ná. KOMIÐ Í VEG FYRIR HRYÐJUVERK Tvær sprengjur fundust í tveimurbifreiðum í London í gær og voru gerðar óvirkar. Sérfræðingar segja að sprengjurnar hefðu getað valdið tölu- verðu manntjóni. Vitað er að önnur sprengjan var gerð úr gashylkjum, um 60 lítrum af eldsneyti og nöglum, sem hefðu þeyst í allar áttir við spreng- inguna. Sagt var að hin sprengjan hefði verið svipuð að gerð. Báðar voru bílsprengjurnar á stöðum þar sem bú- ast mætti við að fjöldi fólks væri á ferli. Ekki er vitað hverjir hugðust fremja tilræðin. Haft var eftir heim- ildarmönnum að böndin beindust að „jihadistum“, en annars konar samtök hefðu ekki verið útilokuð. Sagt var að aðferðin væri svipuð og þegar breskur múslími, Dhiren Barot að nafni, hugð- ist í meintu tilræði sprengja upp bygg- ingar með gashylkjum í bifreið. Það má teljast heppni að fyrri sprengjan fannst, en lögreglu á Bretlandi hefur verið hrósað fyrir fagleg vinnubrögð við að gera sprengjurnar óvirkar. Aðeins eru tveir dagar frá því að Gordon Brown settist í stól forsætis- ráðherra. „En þetta atvik minnir okk- ur á þörfina á að halda vöku okkar öll- um stundum og vera vakandi fyrir vísbendingum um aðgerðir,“ sagði Brown í gær. Bretar hafa fengið sinn skerf af hryðjuverkum í áranna rás. Haft hef- ur verið eftir sérfræðingum að það sé tæplega tilviljun að fremja hafi átt til- ræðið svo skömmu eftir valdaskiptin. Einnig hefur verið bent á að eftir viku, 7. júlí, verða tvö ár liðin frá sprengju- tilræðunum í London sem kostuðu 56 manns lífið. Hryðjuverk eru ógeðfelld og óverj- andi baráttuleið. Á okkar tímum láta hryðjuverkamenn sig einu varða þótt almennir borgarar bíði fjörtjón í ódæðisverkum þeirra og oft er það markmiðið. Atvikið í London sýnir að þegar síst varir getur hryllingurinn dunið yfir. Forvitnilegt verður að sjá hvernig bresku rannsóknarlögregl- unni mun ganga að átta sig á því hverj- ir hugðust fremja tilræðin og má búast við að nú verði ófáum stundum varið í að fara yfir upptökur myndavéla í ná- grenni við staðina þar sem sprengj- urnar fundust. Markmið hryðjuverkamanna er að grafa undan hinu opna samfélagi. Það er mildi að ekki fór illa í London í gær og víst að hryðjuverkamenn munu aft- ur reyna að láta til skarar skríða. Íbú- ar London eru þekktir fyrir að taka áföllum af æðruleysi og sú var einnig raunin í gær. En það er rétt að hafa í huga að þá samfélagsgerð, sem hryðjuverkamenn beina vopnum sín- um gegn, er að finna víðar, þar á meðal á Íslandi. Þótt þeir hafi ætlað að láta til skarar skríða á Bretlandi beinast aðgerðir þeirra í raun gegn lýðræði og frelsi hvar sem það er að finna. Og þeir, sem ógnin beinist gegn, eiga að standa saman. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÁFORM um að kolefnisjafna starfsemi fyrirhugaðs álvers Alcoa á Bakka við Húsavík hafa vakið mikla athygli. Að sögn Bergs Elías- ar Ágústssonar, sveitarstjóra í Norðurþingi, er hér um mjög metn- aðarfullt verkefni að ræða. Hann segir alla sem að því koma meðvit- aða um að verkefnið taki áratugi. Samkvæmt upplýsingum Bergs verður skógurinn gríðarlega stór á íslenskan mælikvarða, eða um 500- 800 ferkílómetrar að flatarmáli og í honum 150 milljón plöntur. Til sam- anburðar er allur Reykjanesskagi vestan Hafnarfjarðar um 800 fer- kílómetrar, en vestan Kúagerðis um 500. Fram hefur komið að Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, telur slíkan skóg háðan umhverfismati og að sveitarfélaginu beri að hafa hann inni á aðalskipulagi. Líffræðileg fjölbreytni í hættu Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir það skjóta skökku við að um leið og menn leggi sig fram um að uppfylla skuldbindingar sínar sam- kvæmt Kyoto-bókuninni með kol- efnisjöfnun sé sneitt hjá því að setja skógræktarframkvæmdir í um- hverfismat og þannig gengið út á skjön við systursamninga hennar um verndun lífríkisins. „Ríó-samn- ingurinn um líffræðilega fjölbreytni og Bernarsamningnurinn um vernd villtrar náttúru í Evrópu leggja þær skyldur á aðila að vinna eftir ströng- um reglum um innfluttar tegundir, sérstaklega þegar ágengar innflutt- ar tegundir eru annars vegar. Menn eru á mjög gráu svæði hvað þetta varðar,“ segir hann. „Skógræktin byggir að miklu leyti á innfluttum tegundum.“ Hann segist alls ekki andsnúinn því að innfluttar tegund- ir séu notaðar, en hins vegar þurfi að setja miklu betri reglur um notk- un þeirra. Það eigi að gera sam- kvæmt náttúruverndarlögum en hafi ekki verið gert. Hömlulaus skógrækt Jón Gunnar segir skógrækt nú- orðið gríðarlega mikla hér á landi, en þegar verkefni eins og það sem talað er um í sambandi við álverið bætist við sé verið að boða mjög miklar breytingar á lífríki landsins á skömmum tíma. Hann telur að ekki sé haldið nógu vel utan um skógrækt hér á landi, ekki sé unnið skipulega að því hvar eigi að rækta skóg og hvar ekki. Kallar hann skógrækt hérlendis skipulags- og hömlulausa. Skógar hafa að hans mati mikil áhrif á umhverfið, bæði á þeim svæðum þar sem þeir eru ræktaðir en einnig utan þeirra. Skógar dragi raka úr jarðvegi, gangi á búsvæði villtra íslenskra plantna og breyti fuglalífinu mikið. Hann segir að lögum á þessu sviði sé einfaldlega ekki beitt og líklegt að Skipulagsstofnun sé ekki til- kynnt um öll þau skógræktarverk- efni sem eru tilkynningarskyld, í ljósi þess hve fáar tilkynningar hafi borist henni. Helstu lög á þessu sviði eru lög um mat á umhverfisáhrifum áætl- ana, lög um mat á umhverfisáhrif- um, náttúruverndarlög og skipu- lagslög. 200 hektara reglan Hólmfríður Sigurðardóttir, yfir- maður umhverfissviðs Skipulags- stofnunar, segir allar skógræktar- framkvæmdir á verndarsvæðum og aðrar framkvæmdir sem n hektara lands eða meira til arskyldar til stofnunarinn þess efnis var sett árið 2000 urskoðun á lögum um m hverfisáhrifum. Berist ti um verkefni er það hlutver lagsstofnunar að ákveða h komandi skógrækt þurfi a gangast mat á umhverfi eða ekki. Sex skógræk SOFFÍA Waag Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Kolviðar, sjóðs sem býður einstaklingum og fyr- irtækjum að kolefnisjafna neyslu sína og rekstur, leggur áherslu á að ýmislegt sé tengt við sjóð- inn sem ekki sé honum skylt. Bílasalar auglýsi nú græna bíla og víðs vegar ætli menn sér að kolefnisjafna hitt og þetta. Hún tekur skýrt fram að það tengist Kolviði ekki. Eina skógrækt- arland Kolviðar er Geitasandur á Suðurlandi. Athygli vekur að skógurinn á Geitasandi verður 190 hektarar, rétt undir mörkum tilkynning- arskyldu til Skipulagsstofnunar. Soffía segist ekki telja það stafa af lögum og reglum. Í farvatn- inu sé að auka skóglendi Kolvið- ar og þar sé hugsunin: Því stærra því betra, Kolviður muni fara eftir öllum reglum sem hon- um verða settar um umhverf- isvernd. Um gagnrýni forstjóra Nátt- úrufræðistofnunar segir Soffía: „Hömlulaus skógrækt er eitt- hvað sem við stefnum ekki að, Kolviður hefur leiðbeiningar Skógræktarfélags Íslands að leiðarlj unnar v samráð helstu n úruvern arsamt landi. L og land hljóta a mikilvæ hér á la Það er langt síðan við sáum loft af Suðurlandi þar sem la bókstaflega fauk á haf ú er því langt í land með a hömlulaus skógrækt verð vandamál hér á landi.“ Kolefnisjöfnun er ónei tískuorð í dag. Soffía seg við þó ekki bólu sem spr endanum, þegar fólk mis ann. ,,Kolefnisjöfnun gen á að selja kolefnisbinding vegna þarf að tryggja að verði undir skógi í langa Það er forsenda Kolviðar að hægt sé að mæla kole isbindinguna og ferlið sé frá byrjun til enda. Þetta langtímaverkefni sem er til að vera.“ „Í þann tíma var vaxið milli fjalls Skógrækt á Íslandi er orðin mjög umfangs- mikil. Skógar eru jafnvel ræktaðir til að jafna los- un einstaklinga og fyrir- tækja á gróðurhúsaloft- tegundum. En hvert er stefnt, er skógræktin hömlulaus? Sígrænt Skógrækt er í mikilli sókn hérlendis. Brátt munu stór sv legir á að líta, en íslenskar jurtir, votlendi og mófuglalíf þurfa þó Langt í hömlulau skógrækt hérlend Soffía Waag Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.