Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 35
mikið til útlanda, áttuð tvö fóstur- börn úti í heimi, sem þið styrktuð til menntunar og hjálpuðuð að komast áfram í lífinu og voruð líka búin að heimsækja þau. Þú varst svo stolt af þeim. Gissur gekk með þér í gegnum alla erfiðleika sem fyrir þig voru lagðir, líka synirnir Stefán og Axel og auðvitað stórfjölskyldan öll. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur, Guð geymi þig elsku frænka. Innilegustu samúðarkveðjur til allra sem elskuðu þig og þótti vænt um þig. Ingibjörg J. Steindórsdóttir. Kveðja frá Landssambandi ísl. verzlunarmanna Það er með sorg í hjarta, sem við kveðjum Hansínu Á. Stefánsdóttur, sem nú er fallin frá langt fyrir aldur fram. Á þeim árum, sem hún starfaði á vettvangi LÍV – Landssambands ísl. verzlunarmanna – vakti hún at- hygli fyrir sköruglega framgöngu og brennandi áhuga á því að bæta kjör félagsmanna. Hún var kvenskörung- ur, há og myndarleg, og ávallt tilbúin til að leggja sitt af mörkum, enda hafði hún einlægan vilja til að breyta heiminum til hins betra. Hansína kom inn í stjórn LÍV árið 1983 og starfaði þar óslitið til ársins 1998, en hún var ritari sambandsins frá 1985 til 1998. Henni voru falin fjölmörg trúnaðarstörf innan sam- bandsins og á vettvangi Alþýðusam- bands Íslands, sem hún sinnti vel. Það voru ófáir mánuðir af ævi okk- ar, sem við eyddum ásamt félögum okkar í kjarasamningum, á þingum LÍV og ASÍ og í ýmis fundahöld og það var styrkur að því að hafa hana sér við hlið. Það kynntist enginn Hansínu án þess að sjá að það mikilvægasta í lífi hennar var fjölskyldan. Hún talaði af miklum kærleika um Gissur eigin- mann sinn og synina, tengdadæturn- ar og síðast en ekki síst yndislegu barnabörnin. Hún vildi allt fyrir þau gera og naut þess að vera heima í faðmi fjölskyldunnar. Þau hjónin áttu hlýlegt og fallegt heimili og það var ákaflega gott að heimsækja þau. Það er ljóst í mínum huga að þau erfiðu veikindi, sem hún gekk í gegn- um síðustu ár, hafa verið farin að segja til sín mun fyrr en þau greind- ust og hafa reynst henni og fjöl- skyldu hennar einkar erfið. Fyrir mína hönd og LÍV þakka ég Hansínu samfylgdina og samstarfið og bið góðan Guð að styrkja og blessa fjöl- skyldu hennar. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Látin er í blóma lífsins, aðeins 57 ára að aldri, Hansína Ásta Stefáns- dóttir. Þegar litið er til baka er margs að minnast. Mig langar til að minnast vinkonu og samherja til margra ára með nokkrum orðum. Hansína giftist ung Gissuri Jensen mjólkurfræðingi og átti með honum tvo syni, þá Stefán Róbert og Axel Þór. Hún var alla tíð mikil félagsvera, var mjög virk í starfi Alþýðubanda- lagsins. Hún var þar í stjórn, bæði í félaginu á Selfossi og flokksstjórn. Hún sat í miðstjórn Alþýðusambands Íslands í mörg ár. Einnig var hún í stjórn og formennsku hjá Verslunar- mannafélagi Árnessýslu í áraraðir. Þegar ég byrjaði að starfa í stjórn Verslunarmannafélagsins var Hans- ína starfsmaður og var þá kjörin í miðstjórn ASÍ. Hún var mér mikil stoð í félagsstarfinu, eldklár og kunni samningana eins og lófann á sér. Seinna meir þegar ég sneri mér að sveitarstjórnarstörfum átti ég líka hauk í horni þar sem Hansína var. Minnist ég þess að þegar ein skoð- anakönnunin var gerð og stutt var í kosningar kom listi vinstri manna, Árborgarlistinn, ekki vel út. Við hitt- umst nokkur á kosningaskrifstofunni um kvöldið og vorum heldur niður- dregin. Þá sagði Hansína: „Við verð- um að efla liðsandann, svona eins og handboltaliðið gerir.“ Þar með fór hún af stað, hringdi í mann og annan. Stefndi okkur síðan saman kvöldið eftir í samlokur og peppfund. Við vorum öll brosandi og bjartsýn eftir fundinn. Fengum 3 fulltrúa í bæjar- stjórn og vorum með jafnan styrk og íhaldið. Hansína tók þátt í stofnun Sam- fylkingarinnar frá fyrsta degi. Hún trúði á sameiningu vinstri manna. Um það leyti voru ýmis teikn á lofti um að hún gengi ekki heil til skógar. Sjúkdómur, sem gerir fólk gleymið og lætur það týna hlutum, varð henn- ar ofjarl á sunnudaginn var. Í ljósi veikindanna velti ég fyrir mér hvenær þau byrjuðu og hvort þau séu skýring á þeim miklu erf- iðleikum sem hún gekk í gegnum í sambandi við starfslok sín hjá VÁ. Hansína var glæsileg kona, há og grönn og það sópaði af henni. Þannig minnist ég hennar og vil þakka henni samfylgdina. Gissuri, Stefáni Róbert, Axel Þór og fjölskyldum, sem og öldruðum for- eldrum hennar, votta ég mína dýpstu samúð. Sigríður Ólafsdóttir. Með einlægri þökk fyrir allar sam- verustundir og tryggð sem aldrei féll skuggi á kveð ég elskulega vinkonu mína með ljóði eftir Kristján Stefáns- son: Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. Guð blessi þig og varðveiti. Minning þín lifir. Þín Sigríður (Sigga, Skúli og fjölskylda). Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Þessar ljóðlínur koma okkur í hug þegar við kveðjum hinstu kveðju vin- konu okkar, Hansínu Ástu Stefáns- dóttur. Þegar dagur er lengstur, sól- in hæst á lofti og blómin í fullum skrúða er erfitt að setjast niður og festa nokkrar línur á blað. Hún var grönn, spengileg og ljóm- aði hvar sem hún fór, full af eldmóð. Efst í huga er okkur þakklæti fyrir störf hennar hjá Verslunarmanna- félagi Árnessýslu en þar gegndi hún formennsku í fjöldamörg ár ásamt því að vera í forystusveit Verkalýðs- hreyfingarinnar. Hún var öflugur talsmaður launþega þegar kom að samningum og réttlætisbaráttu, dug- leg var hún að virkja fólk til starfa innan félagsins. Hansína átti stóran þátt í stofnun sameignlegrar skrifstofu Verkalýðs- félaganna á Suðurlandi. Hún var ein af þeim sem komu hugmyndinni um Sumar á Selfossi í framkvæmd. Fjölskyldan og heimilið var hennar stolt. Síðustu ár voru Hansínu erfið, hún greindist með Alzheimer, sem voru grimm örlög fyrir svo unga konu. Fjölskyldu Hansínu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðju, minning um góða konu mun lifa. Kristín Björnsdóttir, Sigríður Erlingsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 35 ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR GUNNLAUGSSON læknir, Sólheimum 23, er látinn. Sigríður Ásgeirsdóttir, Ásgeir K. Ólafsson, Ása M. Ólafsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Anna Katrín Ólafsdóttir. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HELGA STEFÁNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis í Víðilundi 24, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. júní. Jarðarförin auglýst síðar. María Jónsdóttir, Birgir Aðalsteinsson, Dómhildur Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Ingunn B. Jónsdóttir, Árni Gunnarsson, Sigríður B. Albertsdóttir, Stefán Karlsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Elsku afi minn, ég er ekki alveg búin að átta mig á að þú sért farinn úr þessum heimi. Þegar ég frétti þetta var ég að keyra með fjöl- skyldunni til Reykjavíkur. Mein- ingin var að hitta þig daginn eftir, en það tækifæri kom ekki. Þá hefðir þú tekið á móti okkur á þinn sérstaka hátt með ís og konfekti sem þú stökkst eftir út í búð, létt- ur á fæti þrátt fyrir að vera 96 ára. Á skólaárum mínum í Reykjavík labbaði ég oft eftir skóla í vinnuna til þín. Þá vildir þú iðulega að við kíktum á Hressó og tókst ekki annað í mál en að við fengjum okk- ur kaffi og eitthvað gott með því. Svona varst þú, vildir vera sá sem veitti. Eftir situr þakklæti fyrir að hafa átt þig að svona lengi. Þú varst einstakur afi með mikla út- geislun og ég var alltaf stolt af þér. Egill Kristinn Egilsson ✝ Egill KristinnEgilsson fæddist í Syðsta-Koti í Mið- neshreppi 2. sept- ember 1910. Hann lést á heimili sínu 25. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskapellu 5. júní. Alla tíð varst þú virkur og áhugasam- ur um alla hluti, hvort sem það voru samferðamenn þínir, ættingjar eða bara einhver hugðarefni. Eflaust hefur það átt sinn þátt í hvað þú varst ern. Það er ekki langt síðan að þú hættir að stunda laugarnar. Þangað fórst þú reglulega alla þína tíð og áttir þinn kunningjahóp sem þú hittir oft. Þessi böð taldir þú allra meina bót. Einnig gekkst þú alltaf mikið, um alla borg. En miðbærinn var allt þitt líf. Þar lifðir þú og hrærðist megnið af ævinni. Vannst í mál- arabúðinni á Vesturgötu og bjóst á Þórsgötunni lengst af. Þegar þú fluttir svo í Kópavoginn um 1990 þá saknaðir þú miðbæjarins mikið og fórst daglega þangað með strætó og stússaðist í bænum. Sast jafnvel heilu og hálfu dag- ana niðri í Þjóðarbókhlöðu og stúderaðir eitthvað sem þér fannst áhugavert, og last dönsku og ensku alveg jafnt og íslenskuna. Eitt sinn voru það jafnvel rúnir og rúnalestur. Snemma fékkst þú viðurnefnið epla-afi af bræðrum mínum en það kom til fyrir mína tíð þegar þú mættir iðulega í heimsókn með ilmandi epli í farteskinu. Eplin breyttust síðar í annað góðgæti sem þú hafðir með þér í heimsókn- irnar en viðurnefnið fylgdi þér alla tíð. Eins fylgdist þú áhugasamur með öllum nýjungum. Varst með þeim fyrstu að fá þér DVD-tæki og sýndir okkur stoltur nýjustu myndirnar af barnabörnunum í Ameríku sem Ellý dóttir þín sendi þér reglulega, en þú fylgdist áhugasamur með þeim vaxa og dafna. Eftir því sem aldurinn færðist yfir heltust vinirnir úr lestinni, en þú varst eftir. Þá talaðir þú oft um hve góða ættingja þú ættir að og hversu einmanalegt lífið væri ef þú ættir þá ekki. Ætíð þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir þig og glað- ur yfir öllum heimsóknum. Bíóferðir voru eitthvað sem þú hafðir mjög gaman af en yfirleitt varst þú búinn að sjá nýjustu myndirnar löngu á undan mér og gast þá gefið góð ráð um hvaða myndir væru áhugaverðar. Afi, ég veit þú fékkst að fara eins og þú hefðir kosið sjálfur. Þinn eigin húsbóndi og virkur fram í andlátið. Elsku afi minn ég kveð þig með söknuði í hjarta og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman um leið og ég óska þér velfarnaðar í nýjum heimi. Þín dótturdóttir, Guðný Þórdís Jónsdóttir. Nú er amma Guja dáin og komin til Guðs. Hún var alltaf svo góð við mig og ég vildi að hún væri ekki dáin. Samt veit ég að núna er hún ekki lengur veik og henni líður vel hjá Guði. Ég hugsaði oft til hennar þegar hún var lasin og talaði um hana af því mér fannst það svo leiðinlegt að hún væri svona veik. Þegar ég fór í heimsókn til ömmu þá bökuðum við eiginlega alltaf loftkökur af því mér finnst þær svo góðar. Loftkökurnar hennar ömmu eru það besta sem ég fæ og einu sinni borðaði ég svo mikið af þeim að við þurftum að baka meira og meira. Það var sko fyndið. Síðan langaði mig alltaf svo að prófa að fara í strætó og þá fórum við amma sko bara í strætótúr. Amma tók með sér pening til að borga og svo keyrðum við alveg heillengi í strætó alveg þangað til við vorum komnar aftur heim. Við vorum meira að segja næstum því búnar að detta þegar strætóinn fór af stað af því það er svo erfitt að standa í keyrandi bíl. Það var ótrúlega skemmtilegur strætótúr og við keyptum líka ís. Amma gaf mér oft ís og margt fleira sem mig langaði í. Svo spilaði hún líka oft við mig jólasveinaspilið. Mér fannst það svo skemmtilegt að ég vildi bara alltaf spila það. Ég er ánægð og þakklát fyrir allar skemmtilegu og góðu stund- irnar sem ég átti með ömmu. Hún var ofsalega góð amma og ég sakna hennar mjög mikið. Signý María Gunnleifsdóttir. Guðbjörg Jóhanna Lárentsínus- dóttir var borin til hinstu hvílu Guðbjörg Jóhanna Lárentsínusdóttir ✝ Guðbjörg Jó-hanna Lárents- ínusdóttir fæddist í Stykkishólmi 9. jan- úar 1941. Hún lést á St. Franciskuspít- alanum í Stykkis- hólmi að morgni sunnudagsins 17. júní síðastliðins og var útför hennar gerð frá Stykkis- hólmskirkju 26. júní. hinn 26. júní sl., frá Stykkishólmskirkju. Guja var svo full af bjartsýni þegar hún kom í Hólminn „til að vera“, eins og hún sagði. Það var í end- aðan janúar sl. Auðvitað var það stór ákvörðun fyrir hana að leysa upp heimili sitt í Reykja- víkinni og koma aftur heim í Hólminn. Hún var búin að tryggja sér veru á Dvalar- heimilinu hér, þar stóðu henni all- ar dyr opnar og hún ætlaði að eiga þar góða daga. Láta sér batna fyrst á spítalanum. Þar var hún mjög ánægð, „eins og á fjögurra stjörnu hóteli“ sagði hún, enda yndisleg umönnun sem hún fékk hjá starfsfólkinu þar, og fyrir það var hún mjög þakklát. En eftir rúmlega fjögurra mánaða dvöl á sjúkrahúsinu lagði hún aftur aug- un í hinsta sinni að morgni 17. júní. Að ósk Guju mun hún hvíla við hlið litlu stúlkunnar sinnar hér í Stykkishólmskirkjugarði. Við biðjum þeim allrar bless- unar, strákunum hennar, sem eru búnir að fylgja foreldrum sínum til grafar með mánaðar millibili. Guð blessi þá og gefi þeim styrk. Bless- uð sé minning Guðbjargar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (ÞS) Þórhildur Pálsdóttir (Heddý).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.