Morgunblaðið - 30.06.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 39
MESSUR | KIRKJUSTARF
Bænastundir á þriðjudögum
í KFUM & K
Í sumar verða samfélags- og bænastundir á
þriðjudögum kl. 20 á Holtavegi 20. Beðið
verður sérstaklega fyrir sumarstarfi fé-
lagsins vítt og breitt um landið, ásamt öðr-
um bænaefnum sem berast. Verið öll vel-
komin
Norskur kór heimsækir
Hallgrímskirkju
Sunnudaginn 1. júlí verður messa kl. 11 í
Hallgrímskirkju. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
messuþjónum. Hópur úr Mótettukór Hall-
grímskirkju leiðir almennan safnaðarsöng
undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur
organista. Kaafjord-kórinn frá Norður-
Noregi syngur í messunni, en kórinn er á
söngferðalagi um Ísland. Kórinn kemur
fram í þjóðbúningum og mun einnig syngja
nokkur lög strax eftir messuna. Eftir messu
verður boðið upp á kaffisopa. Í sumar verða
þrjár messur og þrennir orgeltónleikar í
hverri viku. Auk sunnudagsmessunnar er
fyrirbænamessa alla þriðjudaga kl. 10.30
og morgunmessa hvern miðvikudag kl.
08.00. Tónleikar alþjóðlega orgelsumarsins
eru alla fimmtudaga og laugardaga í há-
deginu og öll sunnudagskvöld fram til 5.
ágúst. Kirkjulistahátíð verður dagana 11.-
19. ágúst.
Sumarkvöld í Garðakirkju.
Sunnudaginn 1. júlí flyst helgihald Garða-
sóknar í Garðakirkju, en fram til 5. ágúst
verða kvöldguðsþjónustur kl. 20 í Garða-
kirkju hvert sunnudagskvöld.
Þar sem Garðakirkja er utan byggð-
arkjarnans verður boðið upp á rútuferðir.
Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30 og frá
Hleinum kl. 19.40 og sömu leið til baka að
lokinni guðsþjónustu. Þetta fyrirkomulag
gefur fólki góða möguleika á að ganga aðra
leiðina í kvöldblíðunni.
Kvöldguðsþjónusturnar í Garðakirkju
hafa mælst vel fyrir. Félagar úr kirkju-
kórnum leiða almennan söng. Margir nýta
ferðina til að vitja leiða í kirkjugarðinum,
sem stöðugt er unnið við að prýða.
Bæna- og kyrrðarstundirnar í Vídal-
ínskirkju kl. 21 á fimmtudagskvöldum
halda áfram á sama tíma. Þeim sem enn
hafa ekki látið skrá börn sín til fermingar
vorið 2008 er bent á heimasíðu kirkjunnar,
www.gardasokn.is, en nú er fullbókað í
þrjár af þeim athöfnum sem skipulagðar
hafa verið. Guð gefi okkur góða sumartíð.
AKUREYRARKIRKJA: | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Óskar H. Óskarsson. Fé-
lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti: Sigrún Magna Þórsteins-
dóttir. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir. Hermann Arason
leiðir söng og leikur undir. Allir vel-
komnir.
ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari
og prédikar. Kirkjukórinn leiðir almenn-
an safnaðarsöng. Kirkjukaffi og spjall
á eftir.
ÁSKIRKJA: | Messa kl. 11. Skírn. Kór
Áskirkju syngur, organisti Kári Þormar.
Einsöngur: Finnbogi Óskarsson bari-
tón, en einnig leikur hann á túbu í
guðsþjónustunni. Sóknarprestur.
BESSASTAÐASÓKN: | „Lautarmessa“ í
Kvenfélagsgarðinum kl. 11. Fjöl-
skylduvæn samvera með helgistund,
hressingu og leikjum. Bjartur Logi
mætir með gítarinn, sr. Friðrik leiðir
helgistund og Halldóra kirkjuvörður
býður upp á djús, kaffi og kleinur. Njót-
um blíðunnar saman og gleðjumst
með Guði. Allir velkomnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11.
Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Fé-
lagar úr Söngsveitinni Filharmóníu
syngja. Organisti Julian Isaacs. Þetta
er síðasta guðsþjónusta fyrir sum-
arleyfi starfsfólks. Bendum á messu-
hald nærliggjandi kirkna.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Göngumessa frá
Bústaðakirkju. Á sunnudaginn 1. júlí
verður guðsþjónusta með öðru sniði
en venjulega í Bústaðakirkju. Safnast
verður saman við kirkjuna kl. 11.
Gengið er niður í Elliðaárdalinn þar
sem helgihald mun fara fram. Prestur
sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir.
DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr.
Hjálmar Jónsson prédikar, Dómkórinn
syngur, Marteinn Friðriksson leikur á
orgel.
EIRÍKSSTAÐAKIRKJA: | Messa sunnu-
daginn 1. júlí kl. 14. Fermd verður Ró-
sey Kristjánsdóttir, Hákonarstöðum á
Jökuldal. Sóknarpresturinn, Lára G.
Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Organisti er Kristján Gissurarson.
Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: | Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. There are
no Bibly study available in July. Al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðum.
Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladel-
fíu leiðir söng. Fyrirbænir í lok sam-
komu. Barnakirkjan hefst 26. ágúst.
Allir velkomnir. Engar útsendingar í júlí.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn sam-
koma í dag kl. 20. Bryndís Svav-
arsdóttir prédikar. Mikil lofgjörð, fyr-
irbænir fyrir þá sem vilja. Kaffi og
samvera eftir samkomu. Allir hjart-
anlega velkomnir.
GARÐAKIRKJA: | Kvöldguðsþjónusta
kl. 20. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl.
19.30 og til baka að lokinni athöfn.
Kórfélagar leiða almennan safn-
aðarsöng, Jóhann Baldvinsson er org-
anisti, en prestur sr. Friðrik J. Hjartar.
Njótum kvöldblíðunnar í fegurð Garða.
Allir velkomnir.
GLERÁRKIRKJA: | Sunnudagur 30.
júní. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30.
Prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Kór
Glerárkirkju leiðir söng. Organisti Arnór
B. Vilbergsson. Mikill söngur og einfalt
messuform. Kaffi í safnaðarsalnum og
allir velkomnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta
kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf-
arvogskirkju syngur. Organisti: Gróa
Hreinsdóttir.
GRENSÁSKIRKJA: | Sunnud. 1. júlí.
Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot
til ABC-barnahjálpar. Kirkjukór Grens-
áskirkju syngur. Organisti Árni Ar-
inbjarnarson. Prestur Ólafur Jóhanns-
son. Molasopi eftir messu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: |
Guðsþjónusta fellur niður vegna við-
gerða á hátíðarsal.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Guðsþjón-
usta, morgunsöngur kl. 11. Prestur:
Gunnþór Þ. Ingason. Organisti: Guð-
mundur Sigurðsson kantór. Félagar úr
kór kirkjunnar leiða söng. Kirkjuþjónn:
Jóhanna Björnsdóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA: | Laugard.: Org-
eltónleikar kl. 12. Harri Viitanen leikur.
Sunnud. Messa kl. 11. Sr. Jón D. Hró-
bjartsson prédikar og þjónar ásamt
messuþjónum. Hópur úr Mótettukór
syngur. Organisti Lára B. Eggertsdóttir.
Norskur kór syngur í messunni. Sum-
arkvöld við orgelið kl. 20. Harri Viita-
nen frá Finnlandi leikur.
HÁTEIGSKIRKJA: | Messa kl. 11. Org-
anisti Douglas Brotchie. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
Heilsustofnun NLFÍ | Guðsþjónusta kl.
15.
HJÁLPRÆÐISHERINN: | Ath. Engin
samkoma á sunnudag. Ferða-
mannakirkja 2007 verður opin daglega
3.-29. júlí nema mánudaga. Opið kl.
10-11 og 16-22. Morgunbæn kl.
10.30 og kvöldsamvera kl. 20. Kaffi
o.fl. í boði. Lofgjörðarsamkoma þriðju-
dag 3. júlí kl. 20 og samkoma fimmtu-
dag kl. 20.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Kl.
17 lofgjörðarsamkoma. Sigurður Ingi-
marsson talar. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Hóladómkirkja | Sunnudagur 1. júlí.
Messa kl. 11. Prestur sr. Fjölnir Ás-
björnsson. Organisti Rögnvaldur Val-
bergsson. Forsöngvari: Jóhann Már Jó-
hannsson. Tónleikar kl. 14. Guðrún
Jóhanna Jónsdóttir sópransöngkona
og Reynir Jónasson orgelleikari flytja
sönglög og óperuaríur. Ókeypis að-
gangur.
HVERAGERÐISKIRKJA: | Guðsþjónusta
kl. 11.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Sam-
koma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyr-
irbænum. Ólafur H. Knútsson predikar.
Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl.
20. Allir hjartanlega velkomnir.
KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari
daga heilögu, Mormónakirkjan: | Ása-
braut 2, Garðabæ. Sunnudaga: kl.
11.15 sakramentissamkoma, kl.
12.30 sunnudagaskóli, kl. 13.15 fé-
lagsfundir. Þriðjudaga: kl. 17.30 trúar-
skóli, kl. 18 ættfræðisafn opið, kl.
18.30 unglingastarf. Allir eru alltaf vel-
komnir. www.mormonar.is.
Kotstrandarkirkja | Guðsþjónusta kl.
14.
KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson,
sóknarprestur í Lindasókn, þjónar, org-
anisti Keith Reed. Félagar úr kór Linda-
kirkju leiða safnaðaðarsöng. Allir vel-
komnir.
Landspítali – háskólasjúkrahús:
Landakot | Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Bragi Skúlason, organisti Birgir Ás
Guðmundsson.
LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson, sókn-
arprestur í Lindasókn, þjónar. Félagar
úr kór Lindakirkju leiða safnaðarsöng.
Allir velkomnir.
NESKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar
úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng.
Organisti Bjarni Jónatansson. Sr. Örn
Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir
altari. Kaffi og spjall eftir messu á
Torginu.
SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Létt-
ur hádegisverður eftir athöfnina. Síra
Úlfar Guðmundsson á Eyrarbakka, pró-
fastur Árnesprófastsdæmis, messar í
sumarleyfi sóknarprests. Sr. Gunnar
Björnsson.
SELJAKIRKJA: | Sunnudagur 1. júlí.
Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann
Borgþórsson prédikar. Kirkjukórinn
leiðir sönginn. Organisti Jón Bjarna-
son. Sjá nánar um kirkjustarf á selja-
kirkja.is.
SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjón-
usta kl. 11. Kammerkór kirkjunnar
leiðir sálmasöng og messusvör. Barn
borið til skírnar. Organisti Ágúst Ingi
Ágústsson. Sr. Arna Grétarsdóttir. Ver-
ið hjartanlega velkomin. Kíkið á heima-
síðu kirkjunnar: www.seltjarn-
arneskirkja.is.
Vegurinn – kirkja fyrir þig | Samkoma
kl. 19 í Veginum, Smiðjuvegi 5. Högni
Valsson predikar. Lofgjörð, fyrirbænir
og samfélag í kaffisal á eftir. Allir hjart-
anlega velkomnir.
VÍDALÍNSKIRKJA: | Helgihald Garða-
sóknar flyst í Garðakirkju til 5. ágúst.
Þar verða kvöldguðsþjónustur kl. 20
hvert sunnudagskvöld. Rúta fer frá Ví-
dalínskirkju kl. 19.30 og frá Hleinum
kl. 19.40 og heim að lokinni athöfn.
Allir hjartanlega velkomnir. Sjá nánar á
www.gardasokn.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: |
Helgistund á sumarkvöldi, sunnudag-
inn 1. júlí, kl. 20. Kór Víðistaðasóknar
syngur létta söngva undir stjórn Úlriks
Ólasonar. Allir velkomnir.
Guðspjall dagsins:
Verið miskunnsamir.
(Lúk. 6.)
þingeyrarkirkja.
BRAGI Þorfinnsson vann örugg-
an sigur á Fiskmarkaðsmótinu sem
taflfélagið Hellir stóð og auk sl. mið-
vikudag. Bragi hlaut 7 vinninga úr
níu skákum, tapaði aðeins einni skák
fyrir Omar Salama. Egyptinn Walaa
Sarwat varð í 2. sæti með 6 ½ vinn-
ing og Björn Þorfinnsson þriðji með
6 vinninga. Tíu skákmenn tóku þátt
og tefldu allir við alla. Mótinu var
skotið inn í fremur þétta dagskrá
margra Hellismanna sem verða á
þönum á næstunni. Má geta þess að
Kaupþing í Lúxemborg heldur
sterkt opið mótið í júlí og eru nokkrir
íslenskir skákmenn á leið þangað.
Bragi Þorfinnsson hefur undan-
farin ár verið einn öflugasti skák-
maður sinnar kynslóðar. Hann hefur
enn ekki náð áfanga að stórmeist-
aratitli eins og félagar hans Stefán
Kristjánsson og Jón Viktor Gunn-
arsson en er svipaður að styrkleika.
Hann tefldi af miklu öryggi allt mót-
ið og verður fróðlegt að fylgjast með
honum á næstunni.
Björn Þorfinnsson og Ingvar Þ.
Jóhannesson stóðu sig vel og hækka
nokkuð á stigum eins og Hjörvar
Steinn Grétarsson. Nokkur þreytu-
merki voru á taflmennsku hans eftir
mótið í Ungverjalandi á dögunum.
Hann missti t.d. unnið tafl í tap gegn
Sarwat í sjöundu umferð. Þó hækkar
hann um 20 stig fyrir frammistöð-
una.
Hellir státar af öflugum félags-
málamönnum sem héldu úti
skemmtilegri heimasíðu vegna móts-
ins og efndu m.a. til skoðanakönn-
unar um einstaka þætti þess. Lið-
urinn kostnaðaraðhald og lélegir
bankastarfsmenn fékk flest atkvæði
eða tæp 47%. Í næsta sæti með 20%
atkvæða kom góður matur á keppn-
isstað og heimilisleg og góð stemn-
ing.
Ekki er þetta dregið fram til að
gera lítið úr góðum árangri Braga
sem er fær í flestan sjó. Hann veit þó
mætavel að þorskurinn … hann er
utar.
Sigurskák hans í síðustu umferð
fylgir hér á eftir. Ingvar Þ. Jóhann-
esson var ekki árennilegur fyrir
þessa mikilvægu viðureign og hafði
þá unnið fjórar skákir í röð: Fisk-
markaðsmótið, 9. umferð:
Bragi Þorfinnsson – Ingvar Þ.
Jóhannesson Grünfelds vörn
Ingvar lenti nokkru sinnum í
vandræðum gegn minna þekktum
leiðum Grünfelds-varnar, 5. leikur
hvíts er vel til þess fallinn a rugla
menn í ríminu. Skyndilega er hvítur
kominn með yfirburði í rými og þeg-
ar svartur reynir að spyrna við fót-
um lætur Bragi sig ekki muna um að
fórna drottningunni. Svartur fær að
glíma við lélega kóngsstöðu og
drottningu sem á erfitt með að fóta
sig, t.d. 19. .. Kc7 20. Hd4! Da5 21.
Ha4 og drottningin fellur.
Þegar svartur gafst upp er staðan
augljóslega hrunin. Í sumum tilvik-
um blasir mát við t.d. 23. .. Kb8 24.
Be5+ Ka8 25. Hd1 Bg7 26. Rc7+
Kb8 27. Re8+! ásamt 28. Hd8+ og
mát í næsta leik.
1.Rf3 Rf6 2.c4 g6 3.Rc3 d5 4.cxd5
Rxd5 5.Da4+ Bd7 6.Db3 Rb6 7.d4
Be6 8.Dd1 Rc6 9.e4 Bg4 10.d5 Bxf3
11.gxf3 Re5 12.f4 Red7 13.Dd4 Rf6
14.Bb5+ c6
15.dxc6 Dxd4 16.cxb7+ Kd8
17.bxa8D+ Rxa8 18.Be3 Db4 19.O-
O-O+ Kc8 20.Ba6+ Kc7 21.Hd4
Dxd4 22.Bxd4 Rb6 23.Rb5+ Svartur
gafst upp.
Kramnik efstur í Dortmund
Vladimir Kramnik hefur heldur
betur fengið vind í seglin með því að
vinna Topalov í einvíginu fræga í El-
ista. Nú stendur yfir í Dortmund eitt
af stóru mótunum. Staðan eftir fjór-
ar umferðir er þessi:
1. Vladimir Kramnik (Rússland) 3
v. 2. Evgení Alekseev (Rússland) og
Wisvanathan Anand (Indland) 2 ½ v
hvor 4. – 5. Peter Leko (Ungverja-
land) og Shakhriyar Mamedyarov
(Azerbadsjan) 2 v. hvor 6. Boris Gelf-
and (Ísrael) 1 ½ v. 7. – 8. Magnús
Carlsen (Noregi) og Arkadij (Þýska-
landi) 1 v. hvor.
Laugalækjarskóli
í 2. sæti á EM grunnskóla
Skáksveit Laugalækjarskóli end-
aði í 2. sæti á EM grunnskólasveita í
Varna í Búlgaríu, fékk 11 ½ vinning í
24 skákum. Mótinu lauk sl. miðviku-
dag. Þetta er annað árið í röð sem
skólinn fær silfurverðlaun í eldri
flokknum. Frammistaða Matthíasar
Péturssonar á 3. borði var frábær en
hann hlaut 5 ½ vinning af 6 mögu-
legum. Þá stóð Einar Sigurðsson sig
einnig vel og hlaut 3 vinninga úr fjór-
um skákum.
Barnaskóli Vestmannaeyja tefldi í
yngri flokknum og stóð sig vel, hafn-
aði í 7. sæti. Bestum árangri þar náði
Alexander Gautason með 4 ½ vinn-
ing af sex mögulegum. Þá náði
Nökkvi Sverrisson á 1. borði afar
frambærilegum árangri með 3 vinn-
inga. Mótið er góður skóli enda lang-
flestar sveitirnar frá löndum A-Evr-
ópu og er að vel til fundið að sækja á
þessar slóðir.
Bragi sigraði á Fiskmarkaðsmótinu
Helgi Ólafsson
1 Bragi Þorfinnsson 2384 ISL * 1 ½ 1 1 0 ½ 1 1 1 7
2 Walaa Sarwat 2397 EGY 0 * ½ 1 ½ ½ 1 1 1 1 6 ½
3 Björn Þorfinnsson 2348 ISL ½ ½ * 0 1 1 0 1 1 1 6,0
4 Ingvar Þ. Jóhannesson 2299 ISL 0 0 1 * 0 1 0 1 1 1 5,0
Andrzej Misiuga 2153 POL 0 ½ 0 1 * ½ 1 0 1 1 5,0
6 Omar Salama 2194 EGY 1 ½ 0 0 ½ * ½ ½ ½ 1 4 ½
7 Hjörvar Steinn Gretarsson 2156 ISL ½ 0 1 1 0 ½ * 0 ½ 1 4 ½
8 Lenka Ptacnikova 2290 ISL 0 0 0 0 1 ½ 1 * 1 1 4 ½
9 Sævar Bjarnason 2262 ISL 0 0 0 0 0 ½ ½ 0 * ½ 1 ½
10 Jorge Rodriguez 2085 ESP 0 0 0 0 0 0 0 0 ½ * ½
helol@simnet.is
Sigurvegarinn Bragi Þorfinnsson
að tafli á Fiskmarkaðsmótinu.
Skák
Fiskmarkaðsmótið
20. – 27. júní