Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 39 MESSUR | KIRKJUSTARF Bænastundir á þriðjudögum í KFUM & K Í sumar verða samfélags- og bænastundir á þriðjudögum kl. 20 á Holtavegi 20. Beðið verður sérstaklega fyrir sumarstarfi fé- lagsins vítt og breitt um landið, ásamt öðr- um bænaefnum sem berast. Verið öll vel- komin Norskur kór heimsækir Hallgrímskirkju Sunnudaginn 1. júlí verður messa kl. 11 í Hallgrímskirkju. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hópur úr Mótettukór Hall- grímskirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Kaafjord-kórinn frá Norður- Noregi syngur í messunni, en kórinn er á söngferðalagi um Ísland. Kórinn kemur fram í þjóðbúningum og mun einnig syngja nokkur lög strax eftir messuna. Eftir messu verður boðið upp á kaffisopa. Í sumar verða þrjár messur og þrennir orgeltónleikar í hverri viku. Auk sunnudagsmessunnar er fyrirbænamessa alla þriðjudaga kl. 10.30 og morgunmessa hvern miðvikudag kl. 08.00. Tónleikar alþjóðlega orgelsumarsins eru alla fimmtudaga og laugardaga í há- deginu og öll sunnudagskvöld fram til 5. ágúst. Kirkjulistahátíð verður dagana 11.- 19. ágúst. Sumarkvöld í Garðakirkju. Sunnudaginn 1. júlí flyst helgihald Garða- sóknar í Garðakirkju, en fram til 5. ágúst verða kvöldguðsþjónustur kl. 20 í Garða- kirkju hvert sunnudagskvöld. Þar sem Garðakirkja er utan byggð- arkjarnans verður boðið upp á rútuferðir. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30 og frá Hleinum kl. 19.40 og sömu leið til baka að lokinni guðsþjónustu. Þetta fyrirkomulag gefur fólki góða möguleika á að ganga aðra leiðina í kvöldblíðunni. Kvöldguðsþjónusturnar í Garðakirkju hafa mælst vel fyrir. Félagar úr kirkju- kórnum leiða almennan söng. Margir nýta ferðina til að vitja leiða í kirkjugarðinum, sem stöðugt er unnið við að prýða. Bæna- og kyrrðarstundirnar í Vídal- ínskirkju kl. 21 á fimmtudagskvöldum halda áfram á sama tíma. Þeim sem enn hafa ekki látið skrá börn sín til fermingar vorið 2008 er bent á heimasíðu kirkjunnar, www.gardasokn.is, en nú er fullbókað í þrjár af þeim athöfnum sem skipulagðar hafa verið. Guð gefi okkur góða sumartíð. AKUREYRARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar H. Óskarsson. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Sigrún Magna Þórsteins- dóttir. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Hermann Arason leiðir söng og leikur undir. Allir vel- komnir. ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir almenn- an safnaðarsöng. Kirkjukaffi og spjall á eftir. ÁSKIRKJA: | Messa kl. 11. Skírn. Kór Áskirkju syngur, organisti Kári Þormar. Einsöngur: Finnbogi Óskarsson bari- tón, en einnig leikur hann á túbu í guðsþjónustunni. Sóknarprestur. BESSASTAÐASÓKN: | „Lautarmessa“ í Kvenfélagsgarðinum kl. 11. Fjöl- skylduvæn samvera með helgistund, hressingu og leikjum. Bjartur Logi mætir með gítarinn, sr. Friðrik leiðir helgistund og Halldóra kirkjuvörður býður upp á djús, kaffi og kleinur. Njót- um blíðunnar saman og gleðjumst með Guði. Allir velkomnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Fé- lagar úr Söngsveitinni Filharmóníu syngja. Organisti Julian Isaacs. Þetta er síðasta guðsþjónusta fyrir sum- arleyfi starfsfólks. Bendum á messu- hald nærliggjandi kirkna. BÚSTAÐAKIRKJA: | Göngumessa frá Bústaðakirkju. Á sunnudaginn 1. júlí verður guðsþjónusta með öðru sniði en venjulega í Bústaðakirkju. Safnast verður saman við kirkjuna kl. 11. Gengið er niður í Elliðaárdalinn þar sem helgihald mun fara fram. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Hjálmar Jónsson prédikar, Dómkórinn syngur, Marteinn Friðriksson leikur á orgel. EIRÍKSSTAÐAKIRKJA: | Messa sunnu- daginn 1. júlí kl. 14. Fermd verður Ró- sey Kristjánsdóttir, Hákonarstöðum á Jökuldal. Sóknarpresturinn, Lára G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Organisti er Kristján Gissurarson. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. There are no Bibly study available in July. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladel- fíu leiðir söng. Fyrirbænir í lok sam- komu. Barnakirkjan hefst 26. ágúst. Allir velkomnir. Engar útsendingar í júlí. FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn sam- koma í dag kl. 20. Bryndís Svav- arsdóttir prédikar. Mikil lofgjörð, fyr- irbænir fyrir þá sem vilja. Kaffi og samvera eftir samkomu. Allir hjart- anlega velkomnir. GARÐAKIRKJA: | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30 og til baka að lokinni athöfn. Kórfélagar leiða almennan safn- aðarsöng, Jóhann Baldvinsson er org- anisti, en prestur sr. Friðrik J. Hjartar. Njótum kvöldblíðunnar í fegurð Garða. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA: | Sunnudagur 30. júní. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Kór Glerárkirkju leiðir söng. Organisti Arnór B. Vilbergsson. Mikill söngur og einfalt messuform. Kaffi í safnaðarsalnum og allir velkomnir. GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: | Sunnud. 1. júlí. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til ABC-barnahjálpar. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Prestur Ólafur Jóhanns- son. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta fellur niður vegna við- gerða á hátíðarsal. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Guðsþjón- usta, morgunsöngur kl. 11. Prestur: Gunnþór Þ. Ingason. Organisti: Guð- mundur Sigurðsson kantór. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Kirkjuþjónn: Jóhanna Björnsdóttir. HALLGRÍMSKIRKJA: | Laugard.: Org- eltónleikar kl. 12. Harri Viitanen leikur. Sunnud. Messa kl. 11. Sr. Jón D. Hró- bjartsson prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Lára B. Eggertsdóttir. Norskur kór syngur í messunni. Sum- arkvöld við orgelið kl. 20. Harri Viita- nen frá Finnlandi leikur. HÁTEIGSKIRKJA: | Messa kl. 11. Org- anisti Douglas Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Heilsustofnun NLFÍ | Guðsþjónusta kl. 15. HJÁLPRÆÐISHERINN: | Ath. Engin samkoma á sunnudag. Ferða- mannakirkja 2007 verður opin daglega 3.-29. júlí nema mánudaga. Opið kl. 10-11 og 16-22. Morgunbæn kl. 10.30 og kvöldsamvera kl. 20. Kaffi o.fl. í boði. Lofgjörðarsamkoma þriðju- dag 3. júlí kl. 20 og samkoma fimmtu- dag kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Kl. 17 lofgjörðarsamkoma. Sigurður Ingi- marsson talar. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Hóladómkirkja | Sunnudagur 1. júlí. Messa kl. 11. Prestur sr. Fjölnir Ás- björnsson. Organisti Rögnvaldur Val- bergsson. Forsöngvari: Jóhann Már Jó- hannsson. Tónleikar kl. 14. Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópransöngkona og Reynir Jónasson orgelleikari flytja sönglög og óperuaríur. Ókeypis að- gangur. HVERAGERÐISKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Sam- koma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyr- irbænum. Ólafur H. Knútsson predikar. Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónakirkjan: | Ása- braut 2, Garðabæ. Sunnudaga: kl. 11.15 sakramentissamkoma, kl. 12.30 sunnudagaskóli, kl. 13.15 fé- lagsfundir. Þriðjudaga: kl. 17.30 trúar- skóli, kl. 18 ættfræðisafn opið, kl. 18.30 unglingastarf. Allir eru alltaf vel- komnir. www.mormonar.is. Kotstrandarkirkja | Guðsþjónusta kl. 14. KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindasókn, þjónar, org- anisti Keith Reed. Félagar úr kór Linda- kirkju leiða safnaðaðarsöng. Allir vel- komnir. Landspítali – háskólasjúkrahús: Landakot | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Skúlason, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson, sókn- arprestur í Lindasókn, þjónar. Félagar úr kór Lindakirkju leiða safnaðarsöng. Allir velkomnir. NESKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Bjarni Jónatansson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall eftir messu á Torginu. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Létt- ur hádegisverður eftir athöfnina. Síra Úlfar Guðmundsson á Eyrarbakka, pró- fastur Árnesprófastsdæmis, messar í sumarleyfi sóknarprests. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA: | Sunnudagur 1. júlí. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Organisti Jón Bjarna- son. Sjá nánar um kirkjustarf á selja- kirkja.is. SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjón- usta kl. 11. Kammerkór kirkjunnar leiðir sálmasöng og messusvör. Barn borið til skírnar. Organisti Ágúst Ingi Ágústsson. Sr. Arna Grétarsdóttir. Ver- ið hjartanlega velkomin. Kíkið á heima- síðu kirkjunnar: www.seltjarn- arneskirkja.is. Vegurinn – kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 19 í Veginum, Smiðjuvegi 5. Högni Valsson predikar. Lofgjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. Allir hjart- anlega velkomnir. VÍDALÍNSKIRKJA: | Helgihald Garða- sóknar flyst í Garðakirkju til 5. ágúst. Þar verða kvöldguðsþjónustur kl. 20 hvert sunnudagskvöld. Rúta fer frá Ví- dalínskirkju kl. 19.30 og frá Hleinum kl. 19.40 og heim að lokinni athöfn. Allir hjartanlega velkomnir. Sjá nánar á www.gardasokn.is. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Helgistund á sumarkvöldi, sunnudag- inn 1. júlí, kl. 20. Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. Allir velkomnir. Guðspjall dagsins: Verið miskunnsamir. (Lúk. 6.) þingeyrarkirkja. BRAGI Þorfinnsson vann örugg- an sigur á Fiskmarkaðsmótinu sem taflfélagið Hellir stóð og auk sl. mið- vikudag. Bragi hlaut 7 vinninga úr níu skákum, tapaði aðeins einni skák fyrir Omar Salama. Egyptinn Walaa Sarwat varð í 2. sæti með 6 ½ vinn- ing og Björn Þorfinnsson þriðji með 6 vinninga. Tíu skákmenn tóku þátt og tefldu allir við alla. Mótinu var skotið inn í fremur þétta dagskrá margra Hellismanna sem verða á þönum á næstunni. Má geta þess að Kaupþing í Lúxemborg heldur sterkt opið mótið í júlí og eru nokkrir íslenskir skákmenn á leið þangað. Bragi Þorfinnsson hefur undan- farin ár verið einn öflugasti skák- maður sinnar kynslóðar. Hann hefur enn ekki náð áfanga að stórmeist- aratitli eins og félagar hans Stefán Kristjánsson og Jón Viktor Gunn- arsson en er svipaður að styrkleika. Hann tefldi af miklu öryggi allt mót- ið og verður fróðlegt að fylgjast með honum á næstunni. Björn Þorfinnsson og Ingvar Þ. Jóhannesson stóðu sig vel og hækka nokkuð á stigum eins og Hjörvar Steinn Grétarsson. Nokkur þreytu- merki voru á taflmennsku hans eftir mótið í Ungverjalandi á dögunum. Hann missti t.d. unnið tafl í tap gegn Sarwat í sjöundu umferð. Þó hækkar hann um 20 stig fyrir frammistöð- una. Hellir státar af öflugum félags- málamönnum sem héldu úti skemmtilegri heimasíðu vegna móts- ins og efndu m.a. til skoðanakönn- unar um einstaka þætti þess. Lið- urinn kostnaðaraðhald og lélegir bankastarfsmenn fékk flest atkvæði eða tæp 47%. Í næsta sæti með 20% atkvæða kom góður matur á keppn- isstað og heimilisleg og góð stemn- ing. Ekki er þetta dregið fram til að gera lítið úr góðum árangri Braga sem er fær í flestan sjó. Hann veit þó mætavel að þorskurinn … hann er utar. Sigurskák hans í síðustu umferð fylgir hér á eftir. Ingvar Þ. Jóhann- esson var ekki árennilegur fyrir þessa mikilvægu viðureign og hafði þá unnið fjórar skákir í röð: Fisk- markaðsmótið, 9. umferð: Bragi Þorfinnsson – Ingvar Þ. Jóhannesson Grünfelds vörn Ingvar lenti nokkru sinnum í vandræðum gegn minna þekktum leiðum Grünfelds-varnar, 5. leikur hvíts er vel til þess fallinn a rugla menn í ríminu. Skyndilega er hvítur kominn með yfirburði í rými og þeg- ar svartur reynir að spyrna við fót- um lætur Bragi sig ekki muna um að fórna drottningunni. Svartur fær að glíma við lélega kóngsstöðu og drottningu sem á erfitt með að fóta sig, t.d. 19. .. Kc7 20. Hd4! Da5 21. Ha4 og drottningin fellur. Þegar svartur gafst upp er staðan augljóslega hrunin. Í sumum tilvik- um blasir mát við t.d. 23. .. Kb8 24. Be5+ Ka8 25. Hd1 Bg7 26. Rc7+ Kb8 27. Re8+! ásamt 28. Hd8+ og mát í næsta leik. 1.Rf3 Rf6 2.c4 g6 3.Rc3 d5 4.cxd5 Rxd5 5.Da4+ Bd7 6.Db3 Rb6 7.d4 Be6 8.Dd1 Rc6 9.e4 Bg4 10.d5 Bxf3 11.gxf3 Re5 12.f4 Red7 13.Dd4 Rf6 14.Bb5+ c6 15.dxc6 Dxd4 16.cxb7+ Kd8 17.bxa8D+ Rxa8 18.Be3 Db4 19.O- O-O+ Kc8 20.Ba6+ Kc7 21.Hd4 Dxd4 22.Bxd4 Rb6 23.Rb5+ Svartur gafst upp. Kramnik efstur í Dortmund Vladimir Kramnik hefur heldur betur fengið vind í seglin með því að vinna Topalov í einvíginu fræga í El- ista. Nú stendur yfir í Dortmund eitt af stóru mótunum. Staðan eftir fjór- ar umferðir er þessi: 1. Vladimir Kramnik (Rússland) 3 v. 2. Evgení Alekseev (Rússland) og Wisvanathan Anand (Indland) 2 ½ v hvor 4. – 5. Peter Leko (Ungverja- land) og Shakhriyar Mamedyarov (Azerbadsjan) 2 v. hvor 6. Boris Gelf- and (Ísrael) 1 ½ v. 7. – 8. Magnús Carlsen (Noregi) og Arkadij (Þýska- landi) 1 v. hvor. Laugalækjarskóli í 2. sæti á EM grunnskóla Skáksveit Laugalækjarskóli end- aði í 2. sæti á EM grunnskólasveita í Varna í Búlgaríu, fékk 11 ½ vinning í 24 skákum. Mótinu lauk sl. miðviku- dag. Þetta er annað árið í röð sem skólinn fær silfurverðlaun í eldri flokknum. Frammistaða Matthíasar Péturssonar á 3. borði var frábær en hann hlaut 5 ½ vinning af 6 mögu- legum. Þá stóð Einar Sigurðsson sig einnig vel og hlaut 3 vinninga úr fjór- um skákum. Barnaskóli Vestmannaeyja tefldi í yngri flokknum og stóð sig vel, hafn- aði í 7. sæti. Bestum árangri þar náði Alexander Gautason með 4 ½ vinn- ing af sex mögulegum. Þá náði Nökkvi Sverrisson á 1. borði afar frambærilegum árangri með 3 vinn- inga. Mótið er góður skóli enda lang- flestar sveitirnar frá löndum A-Evr- ópu og er að vel til fundið að sækja á þessar slóðir. Bragi sigraði á Fiskmarkaðsmótinu Helgi Ólafsson 1 Bragi Þorfinnsson 2384 ISL * 1 ½ 1 1 0 ½ 1 1 1 7 2 Walaa Sarwat 2397 EGY 0 * ½ 1 ½ ½ 1 1 1 1 6 ½ 3 Björn Þorfinnsson 2348 ISL ½ ½ * 0 1 1 0 1 1 1 6,0 4 Ingvar Þ. Jóhannesson 2299 ISL 0 0 1 * 0 1 0 1 1 1 5,0 Andrzej Misiuga 2153 POL 0 ½ 0 1 * ½ 1 0 1 1 5,0 6 Omar Salama 2194 EGY 1 ½ 0 0 ½ * ½ ½ ½ 1 4 ½ 7 Hjörvar Steinn Gretarsson 2156 ISL ½ 0 1 1 0 ½ * 0 ½ 1 4 ½ 8 Lenka Ptacnikova 2290 ISL 0 0 0 0 1 ½ 1 * 1 1 4 ½ 9 Sævar Bjarnason 2262 ISL 0 0 0 0 0 ½ ½ 0 * ½ 1 ½ 10 Jorge Rodriguez 2085 ESP 0 0 0 0 0 0 0 0 ½ * ½ helol@simnet.is Sigurvegarinn Bragi Þorfinnsson að tafli á Fiskmarkaðsmótinu. Skák Fiskmarkaðsmótið 20. – 27. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.