Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 37 þessa gamla vinar míns finn ég til mikils þakklætis fyrir að hafa fengið að njóta þessarar vináttu. Á henni þurfti ég iðulega að halda. Þess vegna lá leið mín oft í Mástungu. Hjá Halla og Rögnu var bæði hlýju og skilning að fá á brothættum og erf- iðum stundum. Það var auðvelt að eiga við Halla trúnaðarfullar og einlægar samræð- ur. Hann var fágætlega hjartahlýr maður, mildur og kankvís í fasi og bjó yfir miklum mannskilningi og eðlislægu umburðarlyndi. Svo það var fátt í mannlegu fari sem honum ofbauð. Hann sá mannskepnuna í raunsönnu ljósi en var jafnframt óhvikull málsvari hennar. Ef manni varð á að halla óvægilega á þessa skepnu brá fyrir glettnisglampa í flauelsmjúkum augunum og hann skaut hæglátlega að kíminni athuga- semd sem sló á fordómana. Og þá var hlegið. Svo var haldið áfram að ræða um tilveruna, jafnvel langt fram eftir nóttu. Þetta voru skemmtilegar og snarlifandi stundir og ekkert hugsað um störf og skyld- ur morgundagsins: Den tid, den sorg. Oftar en ekki var Ragna þátttak- andi í þessum samræðum sem iðu- lega spruttu upp úr svosem engu en hlóðu utan á sig og enduðu kannski á spurningum um hinstu rök lífsins eins og gerist stundum meðal vina sem finnst merkilegt að vera til. Eða að það var rætt um skáldskap. Þau Halli lásu mikið og skáldskapur skipti þau miklu máli. Síðan þá hefur mér alltaf fundist að Halli og Ragna væru þeir lesendur sem öll skáld ættu að óska sér því góður skáld- skapur var þeim svo langtum meira en bókmenntir; hann var dýrmæt reynsla sem dýpkaði lífstilfinningu þeirra. Hvað mína eigin skáldskapartil- burði varðaði sýndu þau mér svo mikla væntumþykju að þau höfðu trú á mér þegar fáir sem engir höfðu það, varla einu sinni ég sjálfur. Hve mikils virði slík tiltrú er veit sá best sem í hefur ratað. Það var við hæfi að þegar mér var tilkynnt símleiðis árið 1972 að ég hefði fengið verðlaun í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur fyrir fyrsta leikrit mitt var ég staddur hjá þessum vinum mínum í Mástungu. Þau glöddust svo mjög fyrir mína hönd að það var eins og þau hefðu fengið verðlaunin sjálf. Við fráfall góðs manns og vinar setur mann hljóðan. Svo þyrpast minningarnar að. Þær dýrmætustu verða kannski aldrei tjáðar með orð- um. En þær lifa innra með manni sem hluti af þeirri lífsfyllingu sem manni hefur áskotnast. Slíkar eru gjafir góðra manna til þeirra sem eftir þá lifa. Því miður fækkaði fundum okkar Halla mjög þegar árin liðu en ég heimsótti hann skömmu áður en hann lést. Í þeirri heimsókn fann ég enn það sem ég hafði áður fundið: Að Haraldur í Mástungu var ein- hver besti og óeigingjarnasti maður sem ég hef kynnst og vinátta okkar hafði verið mér óendanlega mikils virði. Við Elsa sendum Rögnu, börnum og barnabörnum, ættingjum og venslamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Birgir Sigurðsson. Fyrir rúmum fimmtíu árum kom ég sem sumardrengur í Stóru-Mást- ungu. Það er tvímælalaust eitt mesta lán lífs míns og minnar fjöl- skyldu að hafa tengst Mástungu- fólkinu. Það sem fyrst kemur upp í hugann þegar hugsað er um Halla í Mástungu er rósemin í fari hans. Hann ræddi við börn og unglinga sem jafningja, kenndi þeim að ganga fumlaust til verka og aldrei var hann með óðagot, læti eða hnjóðsyrði jafnvel þó fjallaskúr væri í aðsigi og þurrt hey í flekk. Annað einkenni Halla var að hann kynnti sér allar hliðar á málefnum í þaula áður en hann mótaði sér skoðanir. En þegar hann hafði myndað sér skoðun á málefni gat verið erfitt að sannfæra hann um að annað væri réttara. Þessi svonefnda Mástungu- þrjóska er talin mikil dyggð meðal Mástungumanna en ekki kunna allir að meta hana að verðleikum. Halli bar þó alltaf virðingu fyrir skoðun- um annarra. Ekki fer á milli mála að í Mást- ungu hefur alltaf verið mikið menn- ingarheimili. Halli hafði mikinn áhuga á bókmenntum og las ævin- lega mikið. Ritverk stórskálda þjóð- arinnar voru í mestu uppáhaldi og lagði hann tilsvör sögupersóna og mannlýsingar á minnið sem hann notaði síðan gjarnan til að krydda frásagnir í góðra vina hópi. Þegar safnast er saman í Mástungu er oft glatt á hjalla og mikið sungið. Sér- staklega á þetta við um réttirnar. Þá eru ættjarðarlög sungin fjórrödduð af mikilli innlifun. Við þær aðstæður gladdist Halli með börnunum, fjöl- skyldum þeirra ásamt vinum og kunningjum við söng og frásagnir. Halli sagði fyrir þó nokkrum árum að hann væri afar sáttur við líf sitt. Ekki að furða því þau Ragna eign- uðust og ólu upp fríðan flokk barna. Á heimili Halla og Rögnu voru lengst af þrjár kynslóðir, því auk barnanna voru gamalmenni á heim- ilinu sem nutu einstaklega góðs at- lætis. Umönnun gamalmennanna var að vísu meira í höndum Rögnu en Halli var hennar stoð og stytta. Heilsufar Halla var ekki sem best síðustu æviárin, en eftir að Halli missti heilsuna annaðist Ragna hann af þeirri nærgætni og ástúð sem henni er einni lagið. Notalegt var að koma til þeirra í Hveragerði en þá lá Halli gjarnan fyrir með bók í hönd. Andlát hans hefði ekki átt að koma á óvart, en svo varð þó raunin. Hann tók þátt í afmælishátíð sonar síns og tengdadóttur á Jónsmessukvöld. Var hann þar glaður og reifur, spjallaði við fólk og virtist njóta lífs- ins í hvívetna. Höfðu viðstaddir að orði að þarna væri gleðimaðurinn Halli enn einu sinni á ferð. Þau Ragna hugsuðu sér til heimferðar er liðið var á kvöld. Sú ferð Halla varð lengri en áætluð. Jónsmessunóttin var fögur þegar við ókum heim frá dánarbeði Halla. Sólin reis og baðaði umhverfið fögrum bjarma. Fagrar voru einnig minningarnar sem flugu þá um hugann. Minningar um mann með einstaklega góða nærveru, sem naut lífsins og gleðinnar. Um leið ómaði í hugarfylgsnum djúpraddað- ur söngur „Elsku Anna mín …“ Við Guðrún og dæturnar erum þakklát fyrir allar góðar stundir með Halla í Mástungu. Líf okkar allra hefði ver- ið fátæklegra án hans. Við vottum Rögnu og öllum aðstandendum sam- úð okkar. Logi og fjölskylda. með því að „nema“ Kolbrúnu á braut. Starfsvettvangur Ragnars var vörubílaakstur, Mjólkursamlag K.Þ. og Efnalaug K.Þ. Ragnar var mikill samvinnumaður og sárnaði mjög þegar Kaupfélag Þingeyinga hætti starfsemi. Árið 1967 gaf Jónas Friðriksson á Helgastöðum, faðir Hrafnhildar, þeim hjónum um 2 hektara lands við Vestmannsvatn. Byggðu þau þar ásamt börnum sínum og tengda- börnum sumarhús, sem nefnt er Gráblesi. Staðurinn var Ragnari mjög kær og vildi hann ætíð að öll fjölskyldan kæmi þar saman og nyti fegurðar og friðsældar staðarins. Ragnar var ákaflega barngóður og barnabörnin og barnabarnabörnin hændust mjög að honum. Mér er ljúft og skylt að þakka Ragnari fyrir samfylgdina. Mér var strax afskaplega vel tekið þegar við Kolbrún hófum sambúð og aldrei kom nokkur hnökri á okkar sam- skipti. Minning hans mun lifa í hjörtum okkar um alla framtíð. Haukur Helgi Logason. Ég átti einn afa sem var með svo stórt hjarta að hann var með risa- stóra bumbu til að það kæmist fyrir í honum. Þegar ég var pínulítil svaf ég á þessari bumbu, svo þegar ég stækkaði færði ég mig í hálsakotið á honum. Hann var nefnilega alltaf vanur að leggja sig í hádeginu og þá var rosa gott að kúra í hálsakotinu á honum og hlusta á rás 1. Hann kall- aði mig rassgatarófuna sína og kleip mig í nefið. Hann leyfði mér líka allt- af að borða kókópuffs þegar Stein- aldarmennirnir voru í sjónvarpinu en það var rétt fyrir kvöldmatinn. Svo gaf hann mér alltaf ristað brauð með hunangi á morgnana. Hann leyfði mér líka að brasa helling með sér úti í bílskúr, þar fékk ég að mála steina og spýtur og bara alls kyns. Afar eru bráðnauðsynlegir, sér- staklega afar eins og Afi Laggi. Það er því ótrúlega sárt þegar mann- eskja sem gegndi risastóru hlutverki í lífi mínu er bara allt í einu farin og ég, þessi „tippikal“ nútímamann- eskja, hef ekki gefið mér tíma fyrir ömmu mína og afa á Húsavík. Bara ef hann vissi hvað mér hefur alltaf þótt hann ótrúlega merkilegur mað- ur sem getur gert allt. Önnur eins hlýja frá einum manni er með ólík- indum, ég held að hann hafi kennt mér hvernig maður á að vera góður og hvernig maður knúsar fólk með hjartanu. Ég væri alla vega ótrúlega stolt af því að vera með svona risa- stóra bumbu af því hjartað mitt væri svo stórt. Elsku afi minn, mér þykir ótrú- lega endalaust vænt um þig í lífinu í heiminum, mikið svakalega vona ég að þú hafir heyrt í mér þegar ég sagði þér það, þarna um helgina. Knúsaðu Ragnhildi Rún frá mér. Þórunn Hilda afastelpa. Elsku afi Raggi. Mig langaði til að skrifa eitthvað um minningar mínar um afa minn. Málið er að það er svo ofboðslega erfitt því að við bjuggum hvort í sín- um landshlutanum og sáumst aðeins nokkrum sinnum á ári. Ég á því fáar skýrar minningar um hann. Það sem ég man er hvernig mér leið þegar ég hitti hann afa minn og það er í raun það eina sem skiptir máli. Ég man samt eftir litlum hlutum eins og þeg- ar hann eldaði grjónagraut handa okkur pabba einu sinni, það var besti grautur sem ég hef smakkað. Það var líka alltaf svo notalegt að koma til ömmu og afa á Garðarsbrautina, þau sátu oft inni í sólstofunni þegar við komum, amma að gera eitthvað í höndunum og útvarpið í gangi. Elsku afi, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Minningarnar eru margar og ég var heppin að eiga svona góðan afa. Ég man samt best eftir faðmlögum þínum, þú varst svo hlýr og þú faðmaðir mig alltaf svo fast, ég fann hvað þér þótti vænt um mig og ég vona að þú hafir fundið það sama frá mér. Samband okkar var alltaf sérstakt, við vorum jú „jafn- aldrar“. Við urðum nítján ára í ár, sem var stór áfangi fyrir okkur bæði. Ég mun sakna þín óendanlega mikið. Edda. Elsku afi laggi. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson) Góða ferð elsku afi og hvíl í friði. Þín Kata. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓEL KR. JÓELSSON garðyrkjubóndi, Reykjahlíð, Mosfellsdal, sem lést, laugardaginn 16. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 3. júlí kl. 15.00. Salome Þorkelsdóttir, Anna Jóelsdóttir, G. Thomas Fox, Jóel Kr. Jóelsson, Kristín Orradóttir, Þorkell Jóelsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS GUÐBJARTSSONAR, Hamravík 2, Borgarnesi. Þökkum sérstaklega læknum og hjúkrunarfólki, sem annaðist hann í veikindum hans af mikilli hlýju og umhyggju. Herdís Guðmundsdóttir, Gréta Þ. Pálsdóttir, Ægir Ellertsson, Herborg Pálsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Einar G. Pálsson, Guðrún Jónsdóttir, Snorri Páll Davíðsson, Iris Hansen og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR MAREL MARTEINSSON, Breiðamörk 15, Hveragerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi sunnu- daginn 24. júní verður jarðsunginn frá Hveragerðis- kirkju í dag, laugardaginn 30. júní kl. 13.30. Kristjana Sigríður Árnadóttir, Arnheiður Ingibjörg Svavarsdóttir, Einar Sigurðsson, Anna María Svavarsdóttir, Wolfgang Roling, Hannes Arnar Svavarsson, Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir, Árni Svavarsson, Svandís Birkisdóttir, Guðrún Hrönn Svavarsdóttir, Svava Sigríður Svavarsdóttir, Erlendur Arnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og fóstri okkar, HARALDUR JÓNSSON frá Ísafirði, Ljósheimum 12a, sem andaðist á landspítalanum við Hringbraut að morgni miðvikudagsins 20. júní, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 2. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknarfélögin. Rebekka Stella Magnúsdóttir, Ásgeir Sigurðsson og fjölskylda, Magnús Sigurðsson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR SIGURJÓN GUÐJÓNSSON bóndi, Tunguhálsi II, Skagafirði, sem lést miðvikudaginn 20. júní, verður jarðsunginn frá Goðdalakirkju miðvikudaginn 4. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Þórey Helgadóttir, Helga Þorbjörg Hjálmarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Valborg Jónína Hjálmarsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Steinunn Hulda Hjálmarsdóttir,Halldór Hlíðar Kjartansson, Líney María Hjálmarsdóttir, Sæmundur Þ. Sæmundsson og barnabörn.  Fleiri minningargreinar um Ragn- ar Þór Kjartansson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.