Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HaraldurBjarnason fædd- ist í Stóru-Mástungu I í Gnúpverjahreppi 30. nóvember 1924. Hann lést 23. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Bjarni Kolbeinsson, f. í Stóru-Mástungu 13.6. 1886, d. 27.10. 1974, og Þórdís Eiríksdóttir, f. á Votumýri á Skeið- um 18.4. 1890, d. 13.7. 1946. Haraldur var næstyngstur sex systkina. Hin eru: Kolbeinn, f. 27.4. 1915, d. 26.4. 2006, Halla, f. 21.8. 1916, d. 20.1. 2007, Eiríkur, f. 8.6. 1918, d. 5.12. 2003, Hörður, f. 18.2. 1920, d. 22.8. 2004, og Jóhanna, f. 2.2. 1933. Hinn 15.9. 1951 kvæntist Har- aldur Ragnheiði Haraldsdóttur, f. 7.5. 1931. Foreldrar hennar voru Haraldur Alfreð Eyþórsson, f. 1910, d. 1980 og Soffía Melsteð, f. 1905, d. 1993. Börn Haraldar og Ragnheiðar eru: Vaka, f. 1952, gift Ágúst Guð- mundssyni, f. 1948, Már, f. 1953, d. 2004, kvæntur Margréti Steinþórsdóttur, f. 1946, Haukur, f. 1956, kvæntur Sig- rúnu Ástu Bjarna- dóttur, f. 1955, Bjarni, f. 1963, Kol- brún, f. 1965, Ragn- ar, f. 1967, í sambúð með Kristínu Ástu Jónsdóttur, f. 1967 og Örn, f. 1973, í sambúð með Sig- rúnu Sigurjónsdóttur, f. 1978. Fyrir átti Haraldur soninn Þóri, f. 1948, kvæntur Björg Lárusdóttur, f. 1953. Afabörnin eru 22 og lang- afabörnin 12. Haraldur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Hann var síðan bóndi í Stóru-Mástungu frá 1951 allt þar til þau hjónin fluttu að Réttarheiði 36 í Hveragerði, árið 2003. Útför Haraldar verður gerð frá Stóra-Núpskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Varstu nokkuð að fikta?“ spurði hann þegar bíllinn fór ekki strax í gang. Við sátum í Chevrolet 55-vöru- bílnum niðri á Kálfáreyrum og ég eitthvað um átta eða níu ára og hafði fengið að sitja í sem oftar þegar þeir Loftur í Steinsholti voru í vegavinnu. Nú hafði ég setið undir stýri og ham- ast á bensíngjöfinni og ekið mikinn meðan hann mokaði á og bíllinn þannig fengið of mikið inn á sig. Ég tautaði eitthvað og starði út um hlið- arrúðuna hægra megin og fátt varð um svör. Þetta er fyrsta minningin sem ég á um Harald í Mástungu. Af ljúf- mennsku leysti hann þetta mál og hávaðalaust en ég man atvikið ævi- langt. Af sömu ljúfmennsku tók hann mér þegar stefndi í að ég yrði tengdasonur hans og þá spurði hann mig aldrei hvort ég væri „nokkuð að fikta“. Haraldur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf nám í lögfræði sem ég held að hafi verið honum gott veganesti alla tíð. Hann var vel máli farinn, ritfær vel, rökfastur og fylgdi máli sínu eftir með hægð en af festu. Hann var vel lesinn og fróður, var reyndar síles- andi fram á síðasta dag. Ég hef fyrir satt að hans álit þótti jafnan skyn- samlegt þegar leysa þurfti ágrein- ingsefni í ýmsum málum en hann sat í sveitarstjórn Gnúpverjahrepps um nokkurra ára skeið. Ég held því fram að Haraldur hafi verið moldríkur. Örlögin höguðu því svo að hann varð bóndi í Stóru-Mástungu og stundaði jafnframt vörubílaakstur sem hvorugt vó þungt í verðbréfa- kaupum í verslanakeðjum eða bankasamsteypum heimsins. En hann eignaðist hana Rögnu sem ól honum sjö börn í viðbót við soninn sem hann átti áður. Sú kona er engri annarri lík og sé ég engan hennar sporgengil. Þessi fjársjóður og lífið í kringum hann er óháð NASDAQ eða FTSE. Haraldur var mikið ljúfmenni og aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn hlut, kannske þó örlítið um Framsóknarflokkinn í seinni tíð. Hann var æðrulausasti maður sem ég hef þekkt sem kom best í ljós fyr- ir þremur árum þegar þau hjón sáu á bak syninum honum Má og stóðu yf- ir moldum hans, þá var gott að eiga fjölskyldufjársjóðinn og vinina. Har- aldur var gleðimaður á góðum stundum, veitti vel og söng „Elsku Anna mín“ með djúpri bassaröddu þegar gengið var eftir því. Minnis- stæð er mér verslunarferð þegar þau hjón dvöldu hjá okkur Vöku í Þýskalandi , þá birtist tengdafaðir minn með þá stærstu vínflösku sem ég hef séð, hún náði honum í mitti og þótt maðurinn væri ekki hávaxinn þá var þetta mikið ílát. Þá kom glampi í augun og þetta íbyggna bros þegar eitthvað skemmtilegt var í vændum. Ég kveð Harald í Mástungu tengdaföður minn með virðingu og þökk með orðunum sem hann notaði svo oft sjálfur: „Vertu sæll, góði, og þakka þér fyrir allt“ Ágúst. Inn milli fjallanna hér á ég heima, hér liggja smaladrengsins léttu spor. Hraun þessi leikföng í hellinum geyma, hríslan mín blaktir enn í klettaskor. Við þýðan þrastaklið og þungan vatnanið æskan mín leið þar sem indælt vor. (Guðm. Magnússon) Nú hefur Halli tengdafaðir minn verið kvaddur úr þessum heimi. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um þrjátíu árum er ég fór að koma í þéttar heimsóknir í Mástungu. Hann tók mér í fyrstu með varfærni enda varfærinn maður. Smá saman jókst traust, virðing og vinátta okkar. Við bjuggum í íbúðum hlið við hlið og aldrei bar skugga á það samband. Halli og Ragna voru með stórt bú og þungt heimili þegar ég kom fyrst í Mástungu. Haustið 1980 tókum við Haukur við kúnum. Þannig unnum við hlið við hlið og allt gekk upp. Við reyndum að leysa hvert annað af en þar hallaði þó mjög á Halla og Rögnu því ansi var það oft að ungu hjónin langaði að skreppa á hestbak nú eða allar söngæfingarnar og fundirnir. Þá var nú gott að eiga afa og ömmu í næstu íbúð. Halli var bók- hneigður og las mikið alla sína tíð. Hann valdi með nákvæmni skáldsög- ur og reyfara og hafði unun af að segja öðrum frá því sem hann hafði lesið og var mjög minnugur á það sem hann las. Halli hafði einnig mik- inn áhuga á verndun hálendisins. Hann hafði unun af því að fara í eft- irsafn, njóta fjallanna og kyrrðarinn- ar í fárra manna hópi við drykkju, sögur og söng. Síðustu ár ævinnar fór heilsan dvínandi en Halli fékk þó í lokin að taka þátt í enn einu fjöl- skylduboðinu hress og kátur. Elsku Ragna og fjölskylda, ég bið ykkur öllum guðs blessunar og megi Halli hvíla í friði. Ásta Kveðja til afa. Nú hefur elskulegur afi okkar fengið hvíldina. Við kjósum að trúa því að hún sé honum kærkomin, og að nú sé hann á betri stað. Æskuár- unum eyddum við börnin í Mást- ungu, oftar en ekki í fjárhúsinu að dunda við eitt og annað með afa. Mamma og pabbi tóku virkan þátt í félagslífi sveitarinnar og voru því stundum að heiman, og við vorum svo heppin að eiga ömmu og afa til staðar, að mömmu og pabba ólöst- uðum. Það var öryggi og skemmtun okkar krakkanna að geta alltaf „far- ið yfir“, eins og tekið var til orða, nú eða verið í útihúsunum með afa. Hann átti líka svín, og okkur fannst rosalega skemmtilegt að fylgjast með þeim, sérstaklega þegar litlir grísir fæddust. Alltaf var eitthvað við að vera með afa í útihúsunum, og minningarnar eru svo margar að ómögulegt er að skrifa um þær allar í svona stuttri klausu. Allar góðu stundirnar og gleðina sem við upp- skárum við það að hafa afa hjá okkur á uppvaxtarárunum. Við viljum þakka þér, elsku afi, fyrir að hafa hjálpað okkur barna- börnum þínum að eiga svo ánægju- lega æsku í faðmi náttúrunnar í Mástungu. Björt minning þín mun lifa í hjörtum okkar um alla eilífð. Hvíl í friði. Bjarnheiður, Þorsteinn og Héðinn. Sunnlendingurinn Halli Bjarna var fjóra vetur í Menntaskólanum á Akureyri og lauk námi vorið 1946. Hann var notalegt sjarmatröll sem rann áreynslulaust inn í hópinn, allt- af með – bæði í gáskauppátækjum, sem krydda síðar minningasúpuna og líka lempinn með ráð, svo eining héldist. Eftir stúdentapróf riðlaðist hóp- urinn nokkuð. Halli hafði ekki ráð að löngu námi, fór að vinna og það end- aði með því að hann tók við stærst- um hluta bús í Stóru-Mástungu af föður sínum. Ekki kom hann tóm- hentur heim, nýgiftur henni Rögnu, tvítugri Reykjavíkurstelpu, sem reynst hefur stoð hans og stytta, rekið búið þegar Halli var að afla tekna utan heimilis, alið honum sjö mannvænleg börn, séð um þrjú gam- almenni áratugum saman og verið honum allt í veikindum síðustu árin. Þegar ég komst yfir bíl, tókum við hjónin hús á Halla og Rögnu og mættum þar einstakri gestrisni og vinarhug sem bara hefur dýpkað í áranna rás. Í því voru þau sem ein sál. Óteljandi eru þær ánægjustund- ir sem við höfum átt saman. Eftir að við náðum svona vel saman, fóru þau að mæta á bekkjarfundi og í ferðir, sem efnt var til og féllu þar bæði vel inn í hópinn. Veikindi komu í veg fyrir þátttöku þeirra í fyrra, í 60 ára stúdentafagn- aði bekkjarins og eins gullbrúðkaupi okkar Öldu, en í lok maí sl. var þeim vel fagnað á vorfundinum í Perlunni og okkur öllum fannst sem nú væri að renna upp betri tíð. Jafnvel gamlingjum eins og okkur kemur dauðinn á óvart og í einlægni sagt, þá er tjaldið alltaf of fljótt dregið fyrir, þegar virðing og einlæg vinátta fyllir salinn. Við öll, bekkjarsystkin og makar, syrgjum og söknum góðs félaga og tryggðartröllinu Rögnu, og börnum- ,vottum við samúð og hlýhug. Þorsteinn, Alda og aðrir félagar í M.A. 1946. Fyrir tæpum fjórum áratugum fluttist ég í Gnúpverjahrepp og var þar búsettur í átta ár. Á þessum ár- um urðu Halli og Ragna í Stóru- Mástungu nánir vinir mínir. Ég átti hjá þeim andlegt athvarf. Við lát Haraldur Bjarnason ✝ Ragnar ÞórKjartansson fæddist á Gríms- stöðum á Fjöllum 7. maí 1918. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 24. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kjartan Krist- jánsson, bóndi á Grundarhóli á Fjöll- um, f. á Hamri í Lax- árdal 21.6. 1883, d. 24.7. 1967, og síðari kona hans, Salome Sigurðardóttir frá Miðhúsum í Mýrarsýslu, f. 20.5. 1885, d. 29.5. 1964. Ragnar var elstur fimm al- bræðra sem nú eru allir látnir. Voru þeir í aldursröð: Ragnar Þór, Kristján Geir, Sigurður Gústav, Arnbjörn Árni og Garðar Örn. Ragnar átti einnig tvær hálfsystur frá fyrra hjónabandi föður hans og eru þær einnig báðar látnar, Emelía og Halldóra. Hinn 12. júní 1943 kvæntist Ragnar Hrafnhildi Jónasdóttur frá Helgastöðum í Reykjadal, f. 8.1. 1920. Ragnar og Hrafnhildur eign- urbörn Hrafnhildar, en móðir þeirra andaðist frá stórum barna- hópi. Þau eru: 1) María Axfjörð, f. 1953, gift Pálma Þorsteinssyni, f. 1947. Börn þeirra eru Arnhildur, f. 1972, og Þorsteinn, f. 1975. Barna- börnin eru þrjú. 2) Steinunn Frið- geirsdóttir, f. 1957, var gift Gunn- ari Theódóri Gunnarssyni, f. 1954, hann lést af slysförum 1980. Synir þeirra eru Friðgeir Örn, f. 1975, og Gunnar Magnús, f. 1980. Steinunn á tvö barnabörn. 3) Arnaldur, f. Axfjörð, f. 1960, kvæntur Kol- brúnu Eggertsdóttur, f. 1958. Börn þeirra eru Edda, f. 1988, og Ari, f. 1992. Ragnar ólst upp hjá foreldrum sínum á Grundarhóli á Hólsfjöllum. Hann fór í Bændaskólann á Hvann- eyri og var þar í tvo vetur og eitt sumar. Ragnar stundaði vörubíla- akstur, fyrst á Hólsfjöllum og síðar á Húsavík eftir að hann stofnaði heimili þar. Hann gerðist starfs- maður Mjólkursamlags K.Þ. og var þar í mörg ár eða allt þar til að hann tók við rekstri Efnalaugar K.Þ. sem hann annaðist til sjötugs. Ragnar og Hrafnhildur kona hans fluttu á Hvamm, heimili aldraðra, árið 2003, en síðasta eina og hálfa árið hefur hann verið á öldr- unardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Útför Ragnars verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. uðust þrjú börn, sem eru: 1) Kolbrún, f. 1943, gift Hauki Helga Logasyni, f. 1937. Synir þeirra eru Logi, f. 1963, og Hrafn, f. 1966. Barna- börnin eru sex. 2) Emil, f. 1946, kvænt- ur Elínu Jónasdóttur, f. 1946. Börn þeirra eru Ragnar, f. 1965, Börkur, f. 1966, Jón- as, f. 1971, og Guðrún Þórhildur, f. 1980. Barnabörnin eru tíu. 3) Jónas Már, f. 1951, kvæntur Sig- ríði Pétursdóttur, f. 1952. Dóttir þeirra er Þórunn Hilda, f. 1978. Dóttir Jónasar með Guðrúnu Björnsdóttur, f. 1952, er Hrafnhild- ur Jóna, f. 1969. Börn Sigríðar af fyrra hjónabandi og fósturbörn Jónasar eru Guðlaug, f. 1968, og Pétur Gísli, f. 1970. Barnabörnin eru sjö. Ragnar og Hrafnhildur ólu upp sonardóttur sína, Hrafnhildi Jónu, f. 1969. Hún er gift Gunnari Jóhanni Elíssyni, f. 1972, þau eiga tvo syni á lífi, en misstu dóttur. Ennfremur ólu þau upp þrjú syst- Ragnar Þór var Fjallamaður – maður fárra orða, traustur, iðjusam- ur, hógvær og hjartahlýr. Hann bar með sér öryggi, ró og hlýju sem lað- aði barnabörnin og barnabarnabörn- in að honum. Þau leituðu til hans, hjúfruðu sig gjarnan þétt að honum og sátu jafnvel kyrr í þögn. Það þurfti ekkert endilega að tala. En hann gat líka verið ræðinn við börnin og hafði lag á að fá þau til að segja frá, á sinn hátt, því sem þeim þótti merkilegast í lífinu. Hann átti það til að vera góðlátlega stríðinn, til að létta lund þeirra, og tengdist gjarn- an hverju þeirra þannig á sérstakan hátt. „Ertu búinn að telja blómin í garðinum?“ spurði hann einn snáða í hvert sinn sem hann hitti hann, í mörg ár, af því að einu sinni hafði hann látið plata sig til að telja öll blóm í gróðursælum garðinum hjá afa og ömmu á Garðarsbrautinni þegar fullorðna fólkið þurfti frið til að ræða saman. Hann var sveitamaður í þess orðs sönnustu og bestu merkingu. Hann hafði mikinn áhuga á búskap og hús- dýrum og hafði yndi af því að rifja upp og segja sögur af lífinu á Hóls- fjöllunum þegar hann var að alast þar upp, sögur af bústörfum og fjár- leitum í erfiðu landslagi á fjöllunum og oft í vondu veðri. Þrátt fyrir að veðrin og náttúran gætu verið mis- kunnarlaus var lífið yndislegt þar. Árin sem móðir okkar stóð í bar- áttu við sín illvígu veikindi tóku Krumma og Ragnar börnin hennar gjarnan til sín og sáu um þau. Krumma og Ragnar voru akkerið fyrir okkur öll og skjólið sem veitti hlýju og ástúð á erfiðum tíma. Þegar móðir okkar lést tóku þau okkur þrjú af sjö systkinum inn á heimilið sitt eins og eigin börn. Þar uxum við upp, komumst til manns og áttum okkar æskuheimili til að koma til. Sama gilti um systkini okkar, þau áttu allt- af athvarf og skjól hjá Krummu og Ragnari. Eftir því sem árin hafa liðið höfum við gert okkur æ betur grein fyrir því hvað það var stórkostlegt sem Krumma og Ragnar gerðu fyrir okk- ur. Þegar þau voru svo til búin að ala upp sín eigin börn, og hefðu getað séð fram á rólegri tíma, tóku þau að sér þrjú börn til viðbótar, alveg inn að hjarta sínu. En frá þeirra sjón- arhóli kom aldrei annað til greina, aðstæður voru þannig. Þau voru sem einn maður, samhent hjón, ástin og virðingin fyrir hvort öðru alltaf í öndvegi. Eftir að við höfðum stofnað okkar eigin heimili og fjölskyldur þá urðu börnin okkar afabörnin hans Ragn- ars. Alltaf þegar við komum í heim- sókn var tilhlökkun þeirra mikil að hitta „afa Lagga“. Elsku Ragnar, við kveðjum þig með söknuði. Við kveðjum þig líka með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, gekkst okkur í föðurstað og tókst okkur í fóstur. Þú varst til staðar þegar við sem börn þurftum sárt á að halda, opnaðir heimili þitt og hjarta, ekki bara fyrir okkur þrjú heldur fyrir hin fjögur systkini okk- ar líka, börnin okkar og barnabörn- in. Því gleymum við aldrei. María, Steinunn og Arnaldur. Ragnar tengdafaðir minn er allur. Kveðjustund er upprunnin. Margs er að minnast eftir 45 ára viðkynningu. Tómarúm skapast í huga manns, – en eftir situr minn- ingin um traustan, hæglátan og hjartahlýjan mann. Ragnar ólst upp á Hólsfjöllum, – í faðmi fjallanna með útsýn til Herðu- breiðar. Grundarhóll, sem var nýbýli frá Grímsstöðum, lá í þjóðleið. Ferðamenn komu þar margir og oft voru næturgestirnir fleiri en einn og fleiri en tveir. Uppvaxtarárin á Fjöllunum mót- uðu Ragnar mjög. Hann vandist við nýtni og að draga björg í bú. Á haustin byrgði heimilið sig upp af matvælum til vetrarins. Eins var með Ragnar, – hann kaus ætíð að eiga fullar frystikistur af kjöti og fylgdist með því að börnin gerðu slíkt hið sama. Ekki var verra að kjötið væri af fé úr Norður-Þingeyj- arsýslu. Ragnar fór í bændaskólann á Hvanneyri og varð búfræðingur það- an eftir tveggja vetra nám. Hann var mikill ræktunarmaður í bókstafleg- um skilningi þess orðs. Ragnar og Hrafnhildur gengu í hjónaband 12. júní 1943 og settu sig niður á Húsavík. Fljótlega byggðu þau ásamt öðrum hjónum parhús á Ásgarðsvegi 21, en keyptu nokkrum árum síðar einbýlishús á Garðars- braut 35b, sem var þeirra heimili þar til þau fluttu í Hvamm, heimili aldr- aðra. Á Garðarsbrautinni ólu þau upp börn sín þrjú svo og sonardóttur. Húsið var ekki stórt, en tvisvar var byggt við það, enda ekki vanþörf á. Árið 1964 andaðist Arnhildur systir Hrafnhildar frá sjö börnum. Vegna aðstæðna tóku Ragnar og Hrafnhild- ur þrjú barnanna að sér og ólu þau upp til fullorðinsára. Nýlega sagði Hrafnhildur við mig að ég hefði í raun bjargað húsnæðismálum þeirra Ragnar Þór Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.