Morgunblaðið - 30.06.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.06.2007, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hansína ÁstaStefánsdóttir fæddist á Selfossi 2. desember 1949. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Unnur Sigur- steinsdóttir, f. 4.7. 1932, og Stefán Jónsson járnsmiður, f. 19.1. 1931. Hans- ína var elst af sex systkinum, en hin eru: Jón Björgvin, f. 14.9. 1951, Gísli, f. 2.2. 1953, Sig- mundur, f. 2.2. 1953, Dóra Sjöfn, f. 27.2. 1958, og Anna Björg, f. 15.9. 1966. Hansína giftist 14.1. 1967 Gissuri Jensen mjólkurfræðingi á Selfossi, f. 12.1. 1944. Foreldrar hans voru Róbert Georg Jensen mjólkurfræð- ingur frá Álaborg í Danmörku, f. Hamrahlíð 1982. Hún lauk námi í rekstrar- og viðskiptagreinum frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1993. Hansína hafði nær lokið námi við Kennaraháskóla Ís- lands á vormánuðum 2003, þegar hún varð að hætta námi vegna veik- inda. Hansína stundaði ýmis störf á Selfossi áður en hún hóf starf sem starfsmaður og síðan formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu, sem hún sinnti til ársins 1998. Frá 1999 til 2002 fékkst Hansína við kennslustörf á Eyrarbakka og Sel- fossi samhliða námi sínu við Kenn- araháskóla Íslands. Hansína var alla tíð virk í félags- málum, hún sat meðal annars í mið- stjórn Alþýðusambands Íslands um árabil, vann ýmis trúnaðarstörf fyr- ir Alþýðubandalagið og síðar Sam- fylkingarfélögin og einnig að ýms- um velferðarmálum fyrir Selfoss og Árborg, svo sem skólanefnd o.fl. Hansína hafði mikinn áhuga á að bæta mannlífið á Selfossi og átti stóran þátt í því að koma á legg sumarhátíðinni „Sumar á Selfossi“. Útför Hansínu verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. 16.8. 1910, d. 21.5. 1987, og Jóna Giss- urardóttir frá Vot- múla í Sandvíkur- hreppi, f. 22.9. 1908, d. 25.5. 1997. Synir Hansínu Ástu og Giss- urar eru: 1) Stefán Róbert lyfjafræð- ingur, f. 10.7. 1967, kvæntur Sigrúnu Sig- urðardóttur fram- haldsskólakennara, f. 9.9. 1967, börn þeirra eru Diðrik, f. 10.11. 1988, og Ásta Lilja, f. 18.6. 1995. 2) Axel Þór húsasmíða- meistari, f. 11.3. 1974, kvæntur Ás- dísi Björg Ingvarsdóttur, íþrótta- fræðingi, f. 8.9. 1975, sonur þeirra er Gísli Þór, f. 6.5. 1995. Hansína og Gissur hafa öll sín hjúskaparár bú- ið á Selfossi. Hansína lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Menntaskólans í Það er miðsumar og náttúran skartar sínu fegursta þegar ég fylgi í hinsta sinn móður minni sem lést fyr- ir aldur fram eftir erfið og sársauka- full veikindi. Þó að andlát hennar hafi verið líkn, þar sem öll lífsgæði sem við teljum sjálfsögð voru horfin, er söknuðurinn mikill og sár. Það hefur verið erfitt fyrir fjölskylduna að horfa upp á sjúkdóminn, sem dró hana að lokum til dauða, ágerast með hverjum degi án þess að nokkuð væri að gert, nema að líkna og hjúkra. Þetta er um margt sorglegra þar sem móðir mín var, áður en veikindin settu strik í reikninginn, einstök kona sem sinnti fjölskyldunni og fé- lagsmálum, sem hún hafði brennandi áhuga á, af mikilli alúð. Minningarnar úr uppvexti mínum eru óteljandi og þegar ég sit hér og hugsa til baka eru þær flestar um- vafðar birtu sumarsins. Eftirminni- legar eru veiðiferðirnar sem við fór- um inn á Landmannafrétt þar sem dvalið var í tjöldum við Blautaver og veitt í Ljótapolli og vötnunum í kring. Móðir mín sinnti okkur bræðrum af- skaplega vel og gaf okkur dýrmætt veganesti út í lífið. Við fengum ákveð- inn slaka í uppvextinum og fullt traust á því sem við tókum okkur fyr- ir hendur. Börnum okkar reyndist hún einnig ákaflega vel og áttu þau alltaf vísan samastað hjá ömmu sinni og afa á Selfossi og sakna þau ömmu sinnar mikið. Þegar við hjónin stunduðum há- skólanám fengum við ótakmarkaðan stuðning og hvatningu frá henni og föður mínum og dvaldi sonur okkar langdvölum hjá þeim þegar við vor- um í próflestri og hún var alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd. Hún sinnti eldra fólkinu líka einkar vel og má þar nefna að hún heimsótti og sinnti nær daglega og fram á síð- asta dag fjölskylduvininn Diðrik sem lést í síðastliðnum ágústmánuði á 98. aldursári, þrátt fyrir að veikindin væru farin að hrjá hana. Foreldrar mínir höfðu yndi af ferðalögum og ferðuðust gjarnan til framandi landa og er mér einkar minnisstæð ferð sem þau fóru fyrir nokkrum árum til Gambíu til þess að heimsækja munaðarlaus börn sem þau höfðu styrkt til framfærslu og náms. Það lýsir henni best að hún vildi leggja sitt af mörkum til þess að gera heiminn sem við lifum í betri. Móðir mín var mikil hugsjóna- manneskja og barðist af miklum krafti fyrir hönd verkalýðshreyfing- arinnar ásamt því að styðja jafnaðar- stefnuna og berjast fyrir jöfnum rétti kynjanna. Í þessum erfiðleikum og veikind- um sínum hefur faðir minn staðið eins og klettur við hlið móður minnar og ekki látið sig muna um að aka dag- lega að loknum vinnudegi frá Selfossi til Reykjavíkur til þess að veita henni stuðning og félagsskap. Nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka móður minni fyrir sam- fylgdina og það sem hún hefur gefið mér og fjölskyldu minni. Stefán Róbert Gissurarson. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína eftir erfið veikindi. Síð- ustu mánuðir hafa verið erfiðir og þótt ljóst væri í hvað stefndi þá er svo erfitt að standa frammi fyrir því að kveðja þig. Þegar ég hugsa til baka er margs að minnast því það er óhætt að segja að þú hafir gert marga hluti á ekki lengri ævi. Ég var aðeins 16 ára þegar ég kom inn í fjölskyldu ykkar og þú tókst mér opnum örmum frá fyrsta degi, lagðir mikla áherslu á að við myndum mennta okkur og veittir ómetanlegan stuðning á allan hátt. En þrátt fyrir það að þú hefðir ávallt mikið fyrir stafni þá hafðir þú alltaf tíma fyrir okkur, hringdir á hverjum degi til að vita hvort ekki væri allt í lagi hjá öllum og alltaf hafðir þú nægan tíma til að sinna barnabörnunum. Ef þú varst ekki beðin um að passa þá baðstu um að fá þau í heimsókn. Þetta var afskaplega dýrmætt fyrir unga foreldra í há- skólanámi, enda engin tilviljun að elsta barnabarnið þitt tók fyrstu skrefin sín hjá þér. Þú varst ekki lítið stolt. Þú varst ávallt þolinmóð og já- kvæð og ef einhver braut eitthvað þá sagðir þú alltaf að ef ekkert væri brotið þá væri aldrei neitt búið til. Þolinmæði þín var takmarkalaus þegar spurningaflóð dundi yfir þig og þú ólst börnin upp við það að ef mað- ur spyrði aldrei neins þá fengi maður ekki að vita neitt. Ég er afskaplega þakklát fyrir umhyggju þína gagn- vart okkur og börnunum og glöð yfir því að þú skyldir verða amma ung að árum og fá að kynnast ömmuhlut- verkinu því þú leystir það hlutverk vel af hendi eins og annað sem þú tókst þér fyrir hendur. En nú er kom- ið að leiðarlokum og það er svo margt sem kemur upp í hugann og mig langar til að segja en er svo erfitt að koma orðum að. Með þessum orðum kveð ég þig í hinsta sinn. Minning þín lifir í hjört- um okkar. Sigrún Sigurðardóttir. Þegar ég hugsa aftur í tímann og rifja upp allar minningarnar um ömmu þá eru fá lýsingarorð sem ég finn sem eiga við. Ekki vegna þess að ég hef slæman orðaforða, eða þau séu svona fá, heldur vegna þess að engin þeirra eru nógu sterk til að lýsa því hversu yndisleg hún var. Eins og þeir sem þekkja mig vita þá átti ég til nokkur prakkarastrik uppi í erminni á mínum yngri árum og átti það til að tala klukkutímunum saman án þess að taka hlé. Aldrei reiddist hún mér eftir prakkarastrik og alltaf var hún tilbúin til að sitja og hlusta á mig tím- unum saman, sama hvort það var tal- að um skólann eða hugaróra um út- laga og sjóræningja. Hún gekk í gegnum erfið veikindi og ég vissi vel að þetta myndi enda svona. Ég gerði mér samt aldrei grein fyrir því að það yrði svona fljótt, hélt alltaf að hún ætti fleiri ár eftir. Núna þegar hún er farinn fylgir henni gíf- urlegur söknuður og hún skildi eftir sig stórt gap í lífi mínu og allra sem þekktu hana sem enginn mun geta fyllt upp í. Samt horfi ég aftur í tím- ann með gleði til þeirra rúmu átján ára sem ég fékk að njóta með henni. Hún kenndi mér margt um lífið og mun ég búa að því veganesti sem hún gaf mér það sem eftir er. Hún var án efa eins frábær amma og ein amma getur verið. Amma, ef þú getur lesið þetta þá sakna ég þín meira en orð geta lýst. Diðrik Stefánsson. Hansína Ásta systir okkar er látin og það er okkur systkinunum mjög erfitt að kveðja hana. Hansína barðist við erfiðan sjúk- dóm, Alzheimer, og ljóst var hvert stefndi. Hansína var okkur öllum mjög kær og við kveðjum hana með söknuði, virðingu og með þakklæti fyrir samverustundirnar. Við systkinin erum fædd og uppal- in á Selfossi þegar þorpið var að byggjast upp og samfélagið var nán- ara en nú. Við áttum því láni að fagna að hafa stórfjölskyldur í námunda við okkur í uppeldinu. Föðurafi og móð- uramma voru okkur samferða ásamt systkinum foreldra okkar og því var stór barnahópur tengdur okkur. Hansína átti tvö heimili í sínum upp- vexti, í föðurhúsum og hjá Halldóru móðurömmu okkar og Diðrik sam- býlismanni hennar. Hansína átti góða æsku og eigum við margar minningar frá þeim tíma sem við vermum okkur við þegar við horfum á eftir henni. Hún var elst og vildi gjarnan leiðbeina okkur sem yngri vorum og hafði skoðun á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við höfum ekki alltaf verið full þakklætis, sér- staklega þar sem við vorum þrír bræðurnir næstir á eftir henni, 2 og 4 árum yngri, og næsta víst að stund- um hafi bægslagangurinn verið nokkur. Systurnar Dóra Sjöfn og Anna Björg eru aftar í aldursröðinni sem nemur 9 og 17 árum. Hansína hafði því annað hlutverk og önnur tengsl gagnvart þeim ungum og frumburður hennar, Stefán Róbert, er nánast jafnaldri Önnu Bjargar. Tengsl systranna voru mjög góð, sér- staklega eftir að þær eignuðust sínar fjölskyldur, enda stutt á milli og ná- lægðin mikil. Hansína gekk snemma að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Gissur Jensen, og eignuðust þau syn- ina Stefán Róbert og Axel Þór sem voru hennar sólargeislar og ekki síð- ur barnabörnin þrjú sem kveðja ömmu sína allt of snemma. Tengda- dætur sínar elskaði hún líka mikið. Hansína studdi barn í Afríku, sem hún heimsótti. Hansína og Gissur áttu góða ævi saman og voru einstak- lega samrýmd. Það reyndi sérstak- lega mikið á Gissur í erfiðum veik- indum Hansínu og þá komu mannkostir hans glögglega í ljós í einstakri umhyggju hans fyrir konu sinni og þökkum við Gissuri fyrir ást- úð hans og umönnun, sem var for- eldum okkar mikil huggun. Það var erfitt að sætta sig við að Hansína Ásta skyldi svona ung fá þennan sjúkdóm. Hún var glæsileg kona, góð, vel gefin og umhyggju- söm. Stórt skarð er höggvið í systk- inahópinn en okkar huggun er að Hansína sé horfin til betri vistar og að þær þjáningar sem hún leið séu að baki. Erfitt er fyrir foreldra að sjá á eftir barni sínu og er missir foreldra okkar því mikill. Við vottum Gissuri, Stefáni Róbert og Axel Þór, fjöl- skyldum þeirra og þá sérstaklega ömmubörnunum, þeim Diðrik, Ástu Lilju og Gísla Þór, okkar dýpstu sam- úð og biðjum guð að varðveita þau á erfiðum tímum. Óskum við þeim bjartrar framtíðar með góðar minn- ingar um ástkæra eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu í farteskinu. Blessuð sé minning Hansínu Ástu systur okkar. Jón B., Gísli, Sigmundur, Dóra Sjöfn og Anna Björg. Ég sit við kertaljós og reyni að koma orðum á blað, minningarnar þjóta um hugann en erfitt að færa þær í orð. Mig langar að þakka þér elsku systir fyrir allt sem þú varst mér. 10 mánaða gömul átti ég orðið nafnbótina „móðursystir“ en þá fæddist Stefán Róbert. Með hann ný- fæddan tókst þú mig að þér tíma- bundið í veikindum mömmu og var ég ein af litlu fjöldskyldunni þinni í kjall- aranum á Setbergi. Ég naut þeirra forréttinda að vera mikið hjá ykkur þar sem við Stefán erum hvort á sínu árinu og ég svo langyngst af okkur systkinunum, enda ósjaldan sem við höfum frekar verið taldar mæðgur en systur. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn eignaðist þú þitt fyrsta barna- barn einum mánuði síðar og ég veit að þér fannst þú eiga jafnmikið í Sig- urjóni mínum eins og Didda þínum. Við áttum vel saman og alltaf hefur ríkt traust og trúnaður okkar á milli. Alltaf hef ég getað leitað til þín með hvað sem er, hvort sem það var danskan í fjölbraut eða sláturgerðin sem við byrjuðum á saman og þú kláraðir, þegar ég í miðju kafi skellti mér á fæðingardeildina. Þegar þú greindist með Alzheimer hélt ég í einfeldni minni að það væri ekki hægt, þetta væri sjúkdómur sem aðeins gamalt fólk fengi. En lífið getur stundum verið órétt- látt og ósanngjarnt og það finnst mér það hafa verið gagnvart þér elsku Hansína mín. Ég bið góðan Guð að geyma þig. Hröð er förin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinni. (Birgir Sigurðsson) Elsku mamma og pabbi, Gissur, Stefán og fjölskylda, Axel og fjöl- skylda, Guð styrki okkur öll. Anna Björg. Nú þegar dagur er lengstur kveð- ur kær mágkona mín, Hansína Ásta Stefánsdóttir, þennan heim. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir 36 árum er ég kynntist Sigmundi bróður hennar og tók hún mér strax sem einni af fjöl- skyldunni. Hansína var áberandi kona í samfélaginu er hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Eftir að boðið var upp á nám í öld- ungadeildum fór Hansína að afla sér meiri menntunar, enda lá það vel fyr- ir henni. Gott var að leita til hennar er ég hóf aftur nám og reyndist hún mér mjög vel, sem ég vil þakka. Hún var að ljúka kennaranámi er hún veikist og gat því ekki notið þess að fara að kenna. Hin síðari ár eftir að veikindi Hansínu fóru að gera vart við sig og að hún greinist með Alzheimer óraði engan fyrir því hve þessi sjúkdómur yrði henni erfiður og reyndi á fjöl- skyldu hennar. Við sem þekktum Hansínu sjáum núna hve þessi sjúk- dómur hefur verið búinn að gerjast í langan tíma áður en aðilar gerðu sér grein fyrir því. Aðdáunarvert er hve Gissur hefur sýnt mikla umhyggju og ástúð í veikindum hennar enda hefur hann vart vikið frá sjúkrabeði henn- ar. Hansína mín, ég vil þakka þér samfylgdina og vona að Jónsmessub- irtan fylgi þér. Elsku Gissur, Unnur, Stefán, Stef- án Róbert, Axel Þór, Sigrún, Ásdís, Diddi, Ásta Lilja og Gísli Þór, megi góður Guð veita ykkur styrk. Ingileif. Það er Jónsmessa, sunnudagur, bjartur og fallegur dagur. Þetta er dagurinn sem hún Hans- ína kvaddi okkur. Þær eru líka bjartar og góðar minningarnar sem við eigum um hana. Þegar leiðir skilur langar mig að minnast mágkonu minnar og vinkonu með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust fyrir meira en 40 árum, eða þegar þau fóru að draga sig saman Gissur bróðir minn og Hansína, þá var hún varla nema ung- lingsstúlka, en fljótt sýndi sig að hún var óvenju þroskuð og tilbúin að tak- ast á við fullorðinsárin. Þau hófu bú- skap í kjallaranum á Setbergi í skjóli Dóru, ömmu Hansínu og Diðriks. Þá varð það fljótlega að venju að kíkja við hjá þeim í kaffisopa eftir vinnu. Alltaf mætti manni sama góða við- mótið og gestrisnin. Þessi tími markaði framhaldið að vináttu sem aldrei bar skugga á. Minningarnar eru margar, en upp úr stendur umhyggjusemin sem var henni eðlislæg. Hvenær sem við hitt- umst eða heyrðumst lét hún ekki hjá líða að spyrja frétta af okkar börnum og barnabörnum. Fyrir þetta vil ég þakka, þegar leiðir skilur. Einnig alla umhyggju, sem hún sýndi foreldrum mínum, sérstaklega þegar heilsu þeirra fór að hraka. Þá var gott að eiga hana að. Hansína og Gissur eiga barnaláni að fagna. Barnabörnin 3 voru augasteinar ömmu sinnar og stolt. Dvöldu þau oft hjá ömmu sinni og afa. Það er gott að minnast góðrar manneskju, en sárt að missa kæran vin. Á kveðjustund þökkum við góðar samverustundir og sendum fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Jóhanna og Svavar. Nú ertu búin að fá hvíldina, kæra frænka, laus við þennan skrambans sjúkdóm eins og þú orðaðir það sjálf. Ég man eftir þér, nánast frá því ég man eftir sjálfri mér, enda ekki nema 6 ár á milli okkar. Ég á myndir af okkur saman á 7 ára afmælisdaginn minn, þá varst þú 10 mánaða gömul. Ég er voða montin þar sem ég held á þér. Þú ert svo falleg og fín á þessum myndum, eins og þú varst alltaf, það breyttist ekkert, þú varst glæsileg kona. Bernskuárin okkar vorum við nágrannar á Setbergi og Sólbakka. Fyrstu árin áttir þú heima í kjallar- anum hjá ömmu og Didda og varst líka mikið hjá þeim langt fram eftir aldri. Það er aðdáunarvert hvað þú reyndist þeim báðum vel. Það var ekki ónýtt fyrir ömmu að eiga þig að í gigtveikinni sinni, þú varst hjá henni og hjálpaðir henni heilu dagana, með- an við frændsystkinin lékum okkur og hugsuðum sjaldan um að leysa þig af. Þá var gott fyrir þig hvað þú varst bókhneigð og fróðleiksfús, last nán- ast allt sem þú komst yfir. Þér gekk alltaf vel í skóla, varst samviskusöm, greind og dugleg og uppskarst með hæstu einkunnum. Hin síðari ár fórstu í kennaranám, en varst því miður orðin of veik til að ná að klára það alveg og njóta þess. Sumarið 2003, þegar við vorum í gönguferðunum okkar, var fullljóst að þú gekkst ekki heil til skógar. Við spáðum stundum í hvað þú værir gleymin en hlógum svo bara, því ég var oft ekkert betri, en þú leiðst mik- ið fyrir þessa „gleymsku“ þína og varðst fyrir ýmsu ómaklegu, því enga nema þína nánustu grunaði að eitt- hvað meira væri að en venjuleg gleymska. Það var svo árið 2004 sem þú varst greind með Alzheimer-sjúk- dóm og hann var örugglega búinn að búa um sig miklu lengur en nokkur gerði sér grein fyrir. Þú varst lánsöm að hafa Gissur þér við hlið á lífsgöngunni, þið ferðuðust Hansína Ásta Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.