Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BREYTT lög um almannatryggingar taka gildi í dag, en þau fela í sér að atvinnutekjur þeirra sem eru eldri en 70 ára munu ekki lengur skerða tryggingabætur. Þessi breyting mun leiða til þess að um 5.000 manns sem fengið hafa skertar eða engar bætur fá nú óskertar bætur. Þá eru ekki taldir með þeir eldri borg- arar sem kjósa að fara út á vinnumarkaðinn í kjölfar þessara breytinga, en óljóst er hvað þeir verða margir. Lagabreytingin þýðir að atvinnutekjur elli- lífeyrisþega og vistmanna 70 ára og eldri hafa ekki áhrif á upphæð ellilífeyris, tekjutrygg- ingar, heimilisuppbótar, vasapeninga eða vist- unarframlags frá Tryggingastofnun né heldur greiðsluþátttöku þeirra í dvalarkostnaði á dval- ar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Það sama gildir um atvinnutekjur maka sem náð hefur 70 ára aldri, en fram að þessu hafa þær haft áhrif á greiðslur bóta. Tryggingastofnun ríkisins hefur sent bréf til rúmlega 26 þúsund ellilífeyrisþega sem eru eldri en 70 ára. Ágúst Þór Sigurðsson, forstöðumaður lífeyristryggingasviðs TR, segir að lagabreytingin muni þó aðeins hafa áhrif á greiðslur til um 5.000 einstaklinga miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Hann segir að þetta fólk þurfi ekki að hafa samband við Tryggingastofnun til að endurskoða tekju- áætlun sína. Ef hins vegar fólk kjósi að fara út á vinnumarkað til að afla sér launatekna eftir 1. júlí sé skynsamlegt að hafa samband við TR og skila inn nýrri tekjuáætlun. Það tryggi að hærri bætur skili sér strax til viðkomandi. Sama eigi við um fólk sem verður sjötugt síðar á árinu og kjósi að halda áfram á vinnumarkaði. Getur mest hækkað bætur um 126 þúsund á ári Lagabreytingin hefur engin áhrif á samspil lífeyrisgreiðslna og tryggingabóta. Fjármagns- tekjur skipta heldur engu máli í þessu sam- hengi. Það sem skiptir máli eru atvinnutekjur og áhrif þeirra á tryggingabætur. Þegar lagafrumvarpið var til umfjöllunar á Alþingi kom fram að áætlað er að árlegur kostnaður ríkisins vegna frumvarpsins verði á bilinu 560–700 milljónir kr. Þar sem lögin taka gildi á miðju ári er gert ráð fyrir að útgjöld á þessu ári verði helmingur þessarar upphæðar. Ágúst sagði að þegar menn fóru af stað með þessa breytingu hefðu margir haft þá tilfinn- ingu að þetta væri tiltölulega einföld breyting. Í reynd komi þessi breyting talsvert misjafnlega út fyrir fólk. Fyrir suma skipti þetta miklu máli, talsverðu fyrir aðra, en líka engu máli fyrir stóran hóp. Þetta geti t.d. bætt hag öryrkja sem eiga maka eldri en 70 ára sem eru að afla tekna. Aðspurður sagði Ágúst að eldri borgarar sem hafi mjög háar atvinnutekjur hagnist á þessari breytingu. Hann tók sem dæmi að ein- staklingur sem í dag hefði 3 milljónir í eftirlaun frá fyrirtæki eða stofnun (skilgreindar sem at- vinnutekjur) fengi engar tryggingabætur í dag. Eftir þessa breytingu fengi hann u.þ.b. 126 þús- und krónur á mánuði í tryggingabætur.  Breytingar á lögum um almannatryggingar taka gildi í dag  Lögin fela í sér að atvinnutekjur skerða ekki lengur bætur þeirra sem eru 70 ára og eldri  Tekjur maka skerða ekki bætur Um 5.000 manns fá hærri bætur Morgunblaðið/Golli Barátta Aldraðir hafa lengi krafist þess að tekjur skerði ekki bætur. TÆPLEGA 5.900 umferðar- lagabrot voru skráð í málaskrá lögreglunnar í maímánuði. Fjölda þessara brota hefur auk- ist umtalsvert eftir því sem liðið hefur á árið. Þau voru 3.380 í jan- úar og 4.665 í mars. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra kemur fram að fjöldi umferðarlagabrota í hverj- um mánuði fari að miklu leyti eftir áherslum lögreglunnar hverju sinni. Í maí sl. voru skráð 3.484 hrað- akstursbrot, en það þýðir að teknir hafa verið 112 ökumenn fyrir hrað- akstur hvern einasta dag mánaðar- ins. Í maí í fyrra voru 2.795 öku- menn teknir fyrir að aka of hratt. Í maí voru 169 teknir fyrir ölvun við akstur. Í sama mánuði í fyrra voru 192 teknir fyrir ölvunarakstur. Hraðakst- ursbrot- um fjölgar Hraðakstur Marg- ir keyra of hratt. 112 ökumenn teknir á hverjum degi í maí TALSVERÐUR erill var hjá lögregl- unni á Akranesi og í Borgarnesi í fyrrinótt. Einkum þurfti lögreglan að sinna ýmsum málum vegna ölvunar og óláta, þótt ekki hafi verið um alvar- leg mál að ræða, eða líkamsárásar- mál. Í Borgarnesi tók lögreglan 6-8 öku- menn fyrir of hraðan akstur og einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Auk þess voru ólæti vegna ölvunar í bænum sem lög- reglan þurfti að sinna. Á föstudag fann lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu yfirgefinn bíl á bensínstöð í borginni sem komið hafði við sögu í mótorhjólaslysi fyrr um daginn. Hafði bílnum verið ekið aftan á annan bíl á Höfðabakka með þeim afleiðingum að bíllinn sem ekið var á kastaðist á mótorhjólamann sem féll af hjólinu og var fluttur á slysadeild. Bílnum sem olli árekstrinum var ekið á brott og var hann skilinn mannlaus eftir á bensínstöðinni. Erill vegna ölvunar ♦♦♦ FJÖLMARGIR bílar urðu fyrir skemmdum vegna tjöru og grjóts þegar nýleg klæðning tók að gefa sig á veg- inum norðan Akureyrar á föstudag. Að sögn Kristjáns Þorkelssonar, starfsmanns hjá Vegagerðinni, var um samspil hita og umferðarþunga að ræða og kom atvikið þeim algjörlega í opna skjöldu. „Þessi kafli var klædd- ur um síðustu helgi og búið að sópa hann. Við fórum yf- ir hann á hádegi og allt virtist vera í góðu lagi svo við bjuggumst engan veginn við þessu.“ Um er að ræða tæplega 10 km langan vegarkafla frá Lónsbakka, við bæjarmörk Akureyrar, út að Þelamörk. Kristján segir að atburðarásin hafi verið mjög hröð, um hálftvöleytið hafi byrjað „blæðingar“ í malbikinu, þ.e.a.s. tjaran fór að koma upp í gegnum klæðninguna. Brugðist hafi verið skjótt við og kallaðir til bílar til að dreifa salla á veginn og hefta „blæðinguna“, en á þeim tæpa klukkutíma sem beðið var eftir bílunum hafi allur vegarkaflinn losnað upp. Umferðin hafi verið afar þung og aðstæður erfiðar. „Við náðum tökum á þessu um sexleytið en hættum ekki fyrr en klukkan átta. Ég hef aldrei lent í öðru eins, þetta var alveg hræðilegt,“ segir Kristján. Fylgst verður með veginum alla helgina til þess að tryggja að ástandið endurtaki sig ekki. Ekki er vitað hve margir bílar áttu leið um svæðið meðan ástandið var sem verst, en þó er ljóst að um mik- inn fjölda er að ræða að sögn Pálma Þorsteinssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Akureyri. „Almennt hefur fólk tekið þessu með ró enda skilur það að þetta er bara ólán og aðstæður sem erfitt var að ráða við. En okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt.“ Samið hefur verið við Dekkjahöllina á Akureyri um hreinsun á bíl- um þeirra sem eftir því leita og er fólki bent á að leita til Vegagerðarinnar, sem skrifi þá út beiðni fyrir hreinsuninni. Að sögn Jóhanns Jónssonar hjá Dekkjahöllinni er einkum um að ræða steina sem hafa skotist inn í hjóla- skálar bílanna, svo ískrar í bremsum, auk þess sem bíl- arnir eru útataðir í tjöru. „Við vorum að fram eftir kvöldi í gær og strax við opnun í dag var komin góð röð á planið fyrir utan,“ segir Jóhann. Þrátt fyrir allt sé samt hljóðið í fólkinu nokkuð gott enda sjái enginn ástæðu til að æsa sig þegar veðrið er svo gott. „Ætli sól- in sé ekki að bjarga þessu.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hreinsun Dekkjahöllin á Akureyri átti fullt í fangi með að hreinsa bíla sem lentu í tjöruslettum og steinkasti. Gríð- arlegur umferðarþungi og hár hiti olli því að nýlagður vegur losnaði upp svo Vegagerðin átti erfitt um vik. „Með verstu blæðingum sem ég hef upplifað“ Grjót Starfsmenn Dekkjahallarinnar voru í gær að moka steinum úr hjólaskálum, bremsum og víðar. ALLAR fangageymslur lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu voru nýtt- ar til fulls í fyrrinótt, þar sem erill var mikill. Meðal annars voru hand- teknir menn sem höfðu gengið yfir átta bíla á Grettisgötu, sparkað í þá og dældað og skilið eftir skóför í lakkinu á þeim. Virðast þessi eigna- spjöll hafa verið unnin algjörlega að tilefnislausu. Eitt fíkniefnamál kom til kasta lögreglunnar í fyrrinótt og voru tveir handteknir í tengslum við það. Þá veittist maður að lögreglumönnum sem voru að sinna máli sem maður- inn tengdist ekki á nokkurn hátt. Nokkrir voru teknir fyrir ölvun við akstur, og aðrir fundust á almanna- færi og voru fluttir í fangageymslur. Hluta fólksins var hleypt út í gær- morgun án eftirmála en hinum, sem eru grunaðir um skemmdir og hegn- ingarlagabrot, var gert að sæta yf- irheyrslum vegna málanna. Á Selfossi voru 7 ökumenn teknir fyrir hraðakstur, og var sá sem hrað- ast ók á yfir 120 km hraða að sögn varðstjóra. Lögreglan var jafnframt á varðbergi vegna óskipulagðra útihátíða unglinga, svonefndra sms- hátíða, en ekkert virtist kræla á þeim í sýslunni. Lögreglan útilokaði þó ekki að dregið gæti til tíðinda í gærkvöldi, laugardagskvöld, og hafði því undirbúið áframhaldandi ungmennaeftirlit. Allar fanga- geymslurnar fullar í nótt MALTNESK yfirvöld hafa fallist á að taka við flóttamönnunum sem rækjutogarinn Eyborg bjargaði í Miðjarðarhafi á fimmtudag að því er Ríkisútvarpið greindi frá í gær. Líb- ísk yfirvöld kröfðust þess í fyrstu að flóttamennirnir yrðu settir á land í Líbýu en Birgir Sigurjónsson, eig- andi skipsins, segist hafa harðneitað því, samkvæmt RÚV. Jafnframt er talið að 10 flóttamenn til viðbótar þeim 21 sem fannst í flotkvíum, hafi komið upp að Eyborgu en farið í sjó- inn og drukknað. Maltnesk yfirvöld munu hafa ákveðið að taka við flóttafólkinu af mannúðarástæðum. Þá sé heilsa þeirra bágborin. Áhöfn á Eyborginni er erlend en lýtur stjórn íslensks skipstjóra. Skipið er frá Hrísey en hefur verið í verkefnum erlendis í tvö ár. Malta tekur við flóttafólkinu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.