Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ J akob Valgeir Flosason, for- stjóri Jakobs Valgeirs í Bol- ungarvík, er ómyrkur í máli þegar blaðamaður hittir hann að máli á skrifstofu hans í Bolungarvík því hann segir að 30% niðurskurður á þorsk- veiðiheimildum þýði skerðingu um 972 tonna í þorski fyrir hans fyr- irtæki. Jakob Valgeir er fjölskyldu- fyrirtæki sem faðir Jakobs Valgeirs og föðurbróðir stofnuðu 1985 og nefndu þá í höfuðið á föður sínum. Nú rekur alnafni afans fyrirtækið og hefur gert síðan 1997. „Við gerum út fjóra línubáta og erum með um 4500 þorskígildistonn auk þess sem við eigum nú helming- inn af kvóta Halla Eggerts sem við keyptum frá Flateyri. Samtals ráð- um við því yfir um 5000 þorskígildis- tonnum. Af kvóta okkar eru 3032 tonn í þorskveiðiheimildum og 30% skerð- ing á þeim heimildum þýðir nið- urskurð upp á 972 tonn hjá okkar fyrirtæki,“ segir Jakob Valgeir. Markaðsverðmæti 972ja tonna af þorskveiðiheimildum er tæpir þrír milljarðar króna. Jakob Valgeir segir að slíkur nið- urskurður þýði auðvitað að fyr- irtækið verði að draga saman starf- semina bæði í útgerð og fiskvinnslu. Þarf helmingi færri hendur „Ég hef svo sem ekki stórar áhyggjur af fyrirtækinu sem slíku. Við munum verða í skilum með skuldir okkar. En ég hef miklar áhyggjur af fólkinu okkar, bæði í vinnslunni og sjómönnunum. Það eina sem ég sé fyrir mér að ríkið geti gert, verði niðurskurðurinn með þessum hætti, er að kaupa upp hús- eignir fólksins hér fyrir vestan og geri því þannig kleift að flytjast á Suðvesturhornið og hefja nýtt líf. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á ann- að,“ segir Jakob Valgeir. Jakob Val- geir telur að Vestfirðir í heild muni ekki þola slíkan niðurskurð í þorsk- veiðiheimildum. „Það má ekki gleyma því að það þarf helmingi færri hendur í sjávarútvegi og fiskvinnslu í dag en þurfti fyrir 10 árum. Svo bætist við þessi skerðing þannig að enn fækkar höndunum. Landsbyggðin getur ekki lengur lifað á sjávarútvegi einum saman, það þarf bara ekki að ræða það. Fólk í sjávarplássunum, stjórn- völd og sveitarstjórnarmenn verða bara að horfast í augu við þá stað- reynd að það er ekki í boði lengur að allir úti á landi hafi afkomu sína af sjávarútvegi og fiskvinnslu. Það geta ekki verið áfram jafnmörg sjáv- arpláss á Íslandi og hafa verið. Þeim þarf að fækka og fækka til muna. Það þurfa að koma til aðrar atvinnugrein- ar í sjávarþorpunum ella lognast þau mörg hver út af,“ segir Jakob Val- geir. Að sögn Jakobs Valgeirs starfa á bilinu 60 til 80 manns hjá fyrirtæk- inu, mismunandi eftir árstíma. Um 60% þeirra sem eru í vinnslunni eru útlendingar. Þorskur er flakaður, léttsaltaður og frystur í vinnslunni og síðan fluttur til Spánar í frystigám- um. – Hvað segir þú um ráðgjöf Hafró? „Ég átta mig nú ekki á því að ástand- ið sé jafnslæmt og Hafró heldur fram. Ég skil ekki hversu vel veiðist og hversu auðvelt er að ná kvótanum. Það er vægast sagt einkennilegt að við finnum ekki fyrir neinum sam- drætti í veiðinni ef stofninn er svona lélegur. Ég velti því fyrir mér hvort þetta togararall Hafró gefur rétta mynd af ástandinu og er engan veg- inn sannfærður um að svo sé.“ Jakob Valgeir kveðst óttast að með miklum niðurskurði á þorskveiðiheimildum glatist erlendir markaðir sem mikið hafi verið haft fyrir að byggja upp og miklu kostað til. Ef niðurskurðurinn vari í nokkur ár sem allt virðist stefna í verði þeir sem hafi verið að kaupa íslenskan saltfisk og borða einfaldlega búnir að finna sér ein- hverjar aðrar fæðutegundir í staðinn fyrir íslenska fiskinn. Jakob Valgeir fullyrðir hvað sem sögusögnum um mikið brottkast líður að umgengni sjómanna um auðlindina hafi aldrei verið betri en einmitt nú. Um kvó- tasvindl af öðru tagi svo sem teg- undasvindl kveðst hann ekkert vita en segist þó hafa mestar áhyggjur af þeim sem ráði yfir litlum kvóta og séu að leigja til sín veiðiheimildir. „Ég óttast að þeir fari ekki eftir lög- um og reglum að öllu leyti en mín skoðun er sú að þeir sem eru í alvöru rekstri, ráða yfir umtalsverðum veiðiheimildum og reka öfluga út- gerð og fiskvinnslu, þeir fara eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru.“ Jakob Valgeir spyr hvers vegna önnur lögmál ættu að gilda í sjávarútvegi en í fyrirtækjarekstri almennt á Íslandi. „Af hverju eiga þeir sem kaupa sjávarútvegsfyr- irtæki ekki að þurfa að skaffa eigið fé eins og aðrir sem kaupa fyrirtæki t.d. banka fjármálafyrirtæki eða verslun? Ég bara skil ekki það sjón- armið að menn eigi að geta byrjað með tvær hendur tómar í sjávar- útvegi. Þegar útgerðarmennirnir sem eru í rekstri hætta eða deyja þá hljóta aðrir að taka við, hvort sem þeir erfa fyrirtækin eða kaupa þau,“ segir Jakob Valgeir. Lengja hrygningarveiðibann – Það er náttúrlega veiðirétturinn sem slíkur sem gengur kaupum og sölu og það sem er gagnrýnt nú síð- ast varðandi kvótasöluna frá Flat- eyri er að það er kvótaeigandinn sem hefur það í hendi sér að selja burt úr byggðarlaginu kvótann og skilja heilt þorp eftir í sárum. „Það er rétt og þegar slíkt gerist skapast vissulega vandamál. Ég ætla ekki að mótmæla því. Okkar fyrirtæki réð fyrir 10 árum yfir 430 þorskígildistonnum og við höfum síðan það var meira en tífaldað kvótaeignina. Við hefðum ekki verið að stækka og eflast frá ári til árs ef kvótinn gengi ekki kaupum og sölu. Forstjóri Jakob Valgeir segir út í hött að veiða loðnu í flottroll. RÍKIÐ KAUPI HÚSEIGNIR FÓLKSINS »Það gengur ekki að friðaeina tegund með þessum hætti því þannig raskast lífríkið í sjónum. Það verður að grisja hvalinn. F yrirhugaður nið- urskurður hefur mjög alvarleg áhrif á byggðarlögin hér á Vestfjörðum vegna þess að þorskurinn er mjög stór hluti hér í veiðum og vinnslu,“ segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður þegar blaðamaður tekur hann tali í sólinni fyrir utan heimili hans, Sólbakka á Flateyri. „Því verður þetta mjög erfitt fyrir mörg byggðarlög, fyr- irtæki og einstaklinga sem eiga sitt fé og sitt framtak í sjávar- útveginum. Ég hugsa til þess með hryllingi fyrir Snæfellinga og Vestfirðinga hvaða afleið- ingar mikill niðurskurður hefur í þorskveiðiheimildum. Hér er þorskslóðin og hér hefur út- gerð byggst á þorskveiðum í 120 til 130 ár,“ segir Einar Oddur. Einar Oddur kveðst viss um að ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra um niðurskurð í þorskveiðum verði tekin og að hann muni fara að ráðgjöf Hafró. „Það er kannski enginn pólitískur veruleiki til þess að gera neitt annað og ég mun því ekki gagnrýna ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra þegar hún liggur fyrir. Hins vegar stend- ur mér ógn af því og skil ekki hvernig í veröldinni það má vera að menn ætla með sama úthaldi, sömu útgerð, að veiða 130 þúsund tonn af þorski og 95 þúsund tonn af ýsu,“ segir Einar Oddur. Hann segir að þetta sé nokk- uð sem menn verði að horfa á. „Þetta næst ekki fram nema við breytum verulega veiði- mynstri okkar. Við verðum að setja miklu meiri hluta aflans inn á krókaveiðar og kannski banna netaveiðar nema í und- antekningartilvikum. Það má kannski veiða ýsu þannig. Þetta hef ég ekkert heyrt menn tala um og hef því af þessu miklar áhyggjur.“ Áttu þá von á því að ein- hverju verði breytt í sambandi við veiðiaðferðir? „Það liggur fyrir að við höf- um ekki náð neinum árangri. Það er ekki rétt að segja að það sé vegna þess að nýliðun hafi verið lítil undanfarin 20 ár. Það hlýtur að vera eitthvað fleira að. Hafró hefur þessi rúmu 20 ár sem þetta fiskveiðistjórn- unarkerfi hefur verið við lýði fært til baka í sínu bókhaldi það sem þeir kalla ofmat, sam- tals um 1,6 milljónir tonna. Mér finnst það alveg stór- furðulegt að það skuli alltaf vera eitthvert ofmat, af hverju er þetta ekki til skiptis ofmat og vanmat?“ spyr Einar Odd- ur. Stórkostlegur leki Hann telur að menn verði að kanna ofan í kjölinn hvað hæft er í æ háværari orðrómi um að það sé stórkostlegur leki í þessu kerfi. Orðrómi í þá veru að landað sé mun meiri afla en skráður er og orðrómi um mik- ið brottkast. „Stjórnvöld verða að ganga úr skugga um sann- leiksgildi þessara radda. Það þýðir ekkert að vera með ein- hvern hundshaus yfir því. Það verður að kanna þetta ofan í kjölinn. Fyrsta skrefið er að horfa á þetta opnum augum og með opnum huga og láta af því fordómafulla viðhorfi að hér sé bara um lygar og óhróður að ræða, sem mér finnst oft verða viðbrögð forystu LÍÚ þegar minnst er á þessa hugsanlegu háskalegu galla kvótakerf- isins.“ Hann segir að það hafi aldrei fengist rætt almennilega hvað frystitogararnir eru raunveru- lega að veiða. Þegar reynt sé að fá þá umræðu upp á borðið sé bara svarað með fúkyrðum, hrópum og köllum. Einar Oddur segir það alveg ljóst að þegar þorskurinn minnki sem hlutfall af öðrum veiðitegundum verði erfiðleik- arnir alltaf meiri og meiri við að stunda veiðarnar. „Þetta eru blandaðar veiðar og hver fisk- tegund um sig er ekkert í sér- búri í hafinu heldur synda fisk- tegundirnar hver innan um aðra. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að ná þessum „réttu hlutföllum“ sem Hafró gefur út eftir því sem hlutfall þorsksins verður lægra í heild- arveiðiheimildinni.“ Einar Oddur segir að stór hluti flotans ef ekki allur flot- inn hafi á undanförnum árum reynt að veiða ýsu og forðast þorskinn. „Nú verður þetta ennþá erfiðara ef við drögum úr þorskveiðum um 60 þúsund tonn, sem mér sýnist allt stefna í,“ segir Einar Oddur Krist- jánsson. Þingmaður Einar Oddur telur niðurskurð á þorskveiðiheim- ildum verða erfiðan fyrir mörg byggðarlög og einstaklinga. HUGSA TIL ÞESSA MEÐ HRYLLINGI »Verðum að setja miklumeiri hluta aflans inn á krókaveiðar og kannski banna netaveiðar nema í undantekn- ingartilvikum. VONLEYSI Á VESTFJÖRÐUM Í beitningaskúrum við Ísafjarðarhöfn hittir blaða- maður beitningakarlana Þráin Garðarsson og Ragn- ar Benediktsson. „Það er mikil umræða um kvótakerfið hér fyrir vestan. Það hefur marga ókosti en sá versti er auð- vitað sá að kvótaeigandi geti samkvæmt núverandi kerfi selt kvótann burt úr plássunum og skilið þau eftir í rúst. Það er grafalvarlegt mál að örfáir menn skuli getað rústað byggðum þessa lands,“ segir Þór- arinn. Þráinn kveðst telja veiðiráð- gjöf Hafró afleita. „Þessar til- lögur Hafró eru bæði afleitar og fráleitar. Ég bý á Súðavík en sæki vinnu hingað. Ef það verður farið að þessum tillögum hefur nið- urskurðurinn gríðarleg áhrif bæði þar og hér á Ísafirði og alls staðar á Vestfjörðum, sem byggja svo mikið af sinni sjósókn á þorskveiðum. Kvótakerfið hefur farið skelfilega með okkur Vest- firðinga.“ Þráinn telur að árlegar úthlut- anir veiðiheimilda bjóði heim óstöðugleika og rugli. „Hér þyrfti að vera kerfi með ein- hvers konar jafnstöðuafla sem gerði mönnum miklu auð- veldara um vik í öllum rekstri og áætlanagerð. Ég er á því að það sé miklu meiri fiskur í sjónum en Hafró vill vera láta og ég tel að það þurfi að breyta Hafró þannig að rannsókn- arstigið sé algjörlega aðskilið og gert sjálfstætt en heyri ekki undir sjávarútvegsráðherra,“ segir Þórarinn. Ragnar Benediktsson var áður sjómaður í 30 ár en hefur unnið sem beitningakarl í 10 ár. Hann býr í Hnífsdal. „Þessi ráðgjöf Hafró er alveg út úr kortinu. Það eru flestir þeirra sem hafa unnið í greininni gagnrýnir á kvótakerfið, nema að sjálfsögðu kvótaeigendurnir,“ segir Ragnar og hlær. „Mesti gallinn er auðvitað sá að það er hægt að hlaupa með kvótann í burt. Þetta bitnar svo mikið á fólki sem byggir lífsafkomu sína og vinnu á því að fá að vinna við veiðar eða vinnslu.“ Þeir Þráinn og Ragnar eru báðir þeirrar skoðunar að það yrði til bóta ef veiðiskylda væri aukin úr 50% í svona 70% til 80%. Það drægi til muna úr framsali sem ætti þá að auka stöðugleika í atvinnumálum í sjávarplássunum án þess að komið væri í veg fyrir að útgerðin gæti í hagræðingarskyni framselt innan greinarinnar um 20% af veiðiheimildunum. Beitningakarl Þráinn Garðarsson. ÖRFÁIR MENN GETA RÚSTAÐ BYGGÐUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.