Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 41 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Systir okkar, JÓHANNA G. E. STEFÁNSDÓTTIR, Borgarhöfn, Suðursveit, lést á hjúkrunarheimilinu Höfn, Hornafirði, aðfaranótt þriðjudagsins 26. júní. Útför hennar verður gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju, Suðursveit, laugardaginn 7. júlí, kl. 14.00. Þóra Guðríður Stefánsdóttir, Gunnar Stefánsson. tímum. Sérstakar samúðarkveðju sendum við Regínu, Einari, Diljá Mist, Páli Fannari og Sindra Snæ. Fyrir hönd okkar í Álftamýrar- skóla Steinunn Ármannsdóttir, Erna Jessen, Fanný Gunnarsdóttir og Linda Rós Michaelsdóttir. Kveðja frá fiðluhópnum Mor Violin Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Í dag kveðjum við ástkæra vinkonu okkar, Susie Rut. Susie Rut kynntumst við korn- ungri í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík. Við minnumst hennar sem kraftmikillar stelpu úr fjögurra systkina hópi sem öll stunduðu fiðlu- nám. Fiðluhópurinn ferðaðist víða, bæði innanlands sem utan. Þar var Susie Rut hrókur alls fagnaðar og stjórnaði yngri grislingunum með sínu blíða brosi og snilld. Fjölskyldutengsl urðu æ nánari með árunum. Í einni slíkri ferð var hópurinn, Mor Violin (fiðl- umömmur), stofnaður. Við höfum tekið þátt í gleði og sorg- um barna okkar. Eftir erfiðleika kom Susie Rut sterk og öflug til baka að fræða ungmenni landsins. Í fyrir- lestrum hennar kom svo skýrt fram hversu sterka og samrýnda fjöl- skyldu hún átti sem studdi svo ríku- lega við bakið á henni. Einnig kom fram hversu trúin á Guð var henni dýrmæt. Fyrir ári fögnuðum við stúdentsá- fanga Susie Rutar og fjölskyldu hennar í Hverafoldinni á björtum og sólríkum degi. Lífið blasti við þessari glöðu og yndislegu stúlku sem gaf svo mikið af sjálfri sér og hafði stóran faðm. Elsku vinir; Regína, Einar, Diljá Mist, Páll Fannar og Sindri Snær, við biðjum algóðan Guð að varðveita ykk- ur öll og gefa ykkur styrk. Guð blessi minningu Susie Rutar. Við kynntumst henni fyrir fjórum árum og sáum hana vaxa og verða að ungri konu. Hún starfaði með okkur öll þessi ár, brá sér að vísu í menntaskóla, lauk stúdentsprófi í fyrravor og í haust stóð hugurinn til háskólanáms. Við minnumst Susie sem góðs sam- starfsmanns, sem gekk að öllum störfum með jákvæði og starfsgleði. Susie var mjög fljót að læra, hún var áreiðanleg og eignaðist fljótt vini meðal samstarfsmanna, vináttu sem hún ræktaði vel. Að upplagi hafði hún góða framkomu og sýndi sjúklingum natni og umhyggju. Hún var hlý manneskja, jafnan kát og blátt áfram. Við hlökkuðum til að fá hana aftur til starfa nú í sumar. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur Inn í frið hans og draum er förinni heitið (Snorri Hjartarson.) Við þökkum Susie samfylgdina og góðar stundir. Foreldrum hennar, systkinum, ömmu, afa og öðrum vandamönnum vottum við samúð okkar. Starfsfólk á röntgendeild LSH Hringbraut. Minning okkar um Susie er um lífs- glaða, hressa og orkumikla stelpu sem lífgaði upp á hverjar þær aðstæð- ur sem hún kom inn í með hlátri og spjalli. Hún var opin og átti auðvelt með að kynnast fólki og lét öllum líða svo ótrúlega vel í kringum sig. Frá fyrstu kynnum var ljóst að þarna var á ferð fluggáfuð, hress og einstaklega heillandi stelpa. Samstarfið við hana var ómetanlegt, hún sagði frá og hjálpaði af ótrúlegri hreinskilni, hún mótaði fræðsluna okkar umtalsvert og hafði áhrif á okkur öll til frambúð- ar. Samúð okkar er með fjölskyldu hennar og vinum. Elsku Susie, við munum ávallt minnast þín í starfi okkar. Minning þín mun lifa og halda áfram að hjálpa. Jafningjafræðsluhópur Hins hússins árið 2006. Það var eitt sumarkvöld er ég sá stelpu ganga framhjá mér í ljósum jogginggalla. Hún var lítil, með ljóst, liðað hár. Mér fannst ég kannast við hana og kallaði á eftir henni án þess að þekkja hana nokkuð. Ég sá hana staðnæmast fyrir aftan runna og virð- ast vera velta því fyrir sér hvort ég hefði verið að kalla á hana. Þá kallaði ég aftur. Hún gekk hægt til baka og hausinn skaust frá runnanum. Ég játaði því að ég hefði verið að kalla á hana: sagðist kannast svo við hana. Ég hef eigin- lega aldrei vitað hvaðan. Hún var á kvöldgöngu að fara að hugleiða. Hún var feimin. Þetta var í eina skiptið sem ég sá Susie Rut feimna. Þau sitja alltaf fastast í mér þessi kynni af henni og er kærasta minning mín um hana: Fyrstu kynnin. Ég sakna þín. Ég mun alltaf muna eftir sjarmerandi brosinu þínu og há- væra hlátrinum. Alltaf muna eftir heiðarleikanum og kolsvarta húm- ornum. Ég mun alltaf muna eftir þér. En jafn mikið og við vitum að við vorum gamlar sálir að kynnast uppá nýtt í þessu lífi veit ég að ég hitti þig aftur í því næsta. Kærleikskveðjur, Garpur. Ekkert í lífinu er sárara en að vita dauðann hrifsa til sín ungar mann- eskjur – manneskjur sem maður heldur að eigi allt lífið framundan með öllum sínum markmiðum og fyr- irheitum – manneskjur sem gefa manni trú á framtíðina því maður heldur að framtíðin verði þeirra. Ég var minnt óþyrmilega á þessa staðreynd þegar ég frétti að Susie Rut Einarsdóttir væri látin. Ég kynntist Susie ekki fyrr en haustið 2005 þegar hún bauð mér starfskrafta sína í prófkjöri vegna borgarstjórnarkosninganna á síðasta ári. En þá komst ég heldur ekki hjá því að að veita henni athygli og kynn- ast kostum hennar, dugnaði, skap- festu og hugsjónum. Hún bókstaflega geislaði af lífsgleði, bjartsýni og bjargfastri trú á frelsi og framtak hins almenna borgara. Í mínum huga verður minningin um þessa glæsilegu stúlku ætíð til marks um það besta sem ungir sjálfstæðismenn og -konur hafa fram að færa í sinni hugsjóna- baráttu. Hún var lífið og sálin í öllu því pólitíska starfi sem hún tók þátt í, einbeitt og ákveðin – rökföst og bjart- sýn. Dugnaður hennar og ósérplægni í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum varð hvort tveggja aðdáunarverð og umtalsverð meðal þeirra sem þar áttu mest undir. Ég sá því fyrir mér að þarna færi framtíðarmálsvari frelsis og jafnréttis. En enginn veit sína ævina eða ann- arra. Susie Rut er ekki lengur á með- al okkar – en hugsjónir hennar lifa og sanna sífellt betur gildi sitt í íslensku samfélagi. Það er huggun gegn harmi. Hún vann virkilega og af mikl- um eldmóði að bættu íslensku sam- félagi. Er hægt að fara fram á meira? Ungir sjálfstæðismenn og allir aðrir sannir sjálfstæðismenn sem kynntust þessari efnilegu og yndislegu stúlku munu tengja persónu hennar og hið pólitíska starf hennar við sínar eigin hugsjónir og framtíðarsýn. Þannig lifir hún í stefnu flokksins og hugsjón- um okkar sjálfstæðismanna sem minnumst hennar með þakklæti. Fyrir hönd Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þakka ég Susie Rut fyrir allt hennar óeigingjarna og framúrskarandi hugsjónastarf fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Við hjónin og börn okkar send- um foreldrum hennar, fjölskyldu og vinum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar. Okkur langar að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an. Þótt kynni okkar hafi ekki verið löng finnst okkur eins og við höfum alltaf þekkt þig. Bros þitt og gleði gladdi okkur í hvert sinn sem við sáum þig, ákveðni þín og áhugasemi gat komið hinum skemmtilegustu umræðum af stað og hjálpsemi þín var engri lík. Við fórum í gegnum nokkrar kosningabaráttur saman og það var alveg sama hversu mikið var að gera hjá þér á öðrum vígstöðum þá gafstu þér alltaf tíma til þess að sinna flokksstarfinu. Það er erfitt að finna orð sem geta lýst þér eða þeim áhrifum sem þú hafðir á líf okkar allra. Hver getur báti byrlaust siglt báti róið án ára. Góðum vini til grafar fylgt gengið á braut án tára. Ég get báti byrlaust siglt báti róið án ára. En góðum vini til grafar fylgt, get ég ei án tára. (Þýð.: Ríkharður Kristjánsson) Við munum aldrei gleyma þér Su- sie Rut. Kæra fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Vinir í SUS um land allt. Vinátta okkar var einstök. Hún var ólýsanleg og ómetanleg. Við fjög- urra ára aldur hófust kynni okkar. Það var fiðlunámið sem leiddi okkur saman. Ég vildi mun frekar spjalla við þig, heldur en að fara inn í tíma að spila. Það var einfaldlega svo gaman að tala við þig. Þú hafðir frá svo mörgu að segja og svo skemmtilegan frásagnarstíl. Þú hafðir einstaklega góða nærveru, enda safnaðist fólk ávallt í kringum þig. Hvort sem það leið dagur eða vik- ur milli þess sem við heyrðum í hvor annarri, þá skipti það engu máli. Allt- af var sambandið milli okkar jafnt sterkt. Það þurfti lítið að hafa fyrir vináttunni. Hún var svo eðlileg og sjálfsögð enda slettist aldrei upp á vinskapinn. Samband okkar var ein- faldlega of dýrmætt til þess. Þú gekkst í gegnum meira en margur maðurinn en komst í gegn- um allt með viljann að vopni. Alltaf varstu með fullt á þinni könnu, hvort sem það var skólinn, vinnan, samtökin, Heimdallur eða annað. Þú skaraðir fram úr í öllu. Námið var alltaf leikur einn hjá þér, enda mikill námshestur og man ég eftir okkur kornungum; mér með Andrésblöðin en þér með Laxness og aðra höfunda sem ég gat ekki með nokkru móti borið fram. Það brást aldrei að ég gat fengið ráð hjá þér við öllu. Þú hafðir ávallt svör á reiðum höndum, enda kallaði ég þig viskubrunninn minn. Þú hafðir skoðanir á öllu. Ekki ein- ungis til þess eins að hafa skoðanir, heldur voru þær þaulhugsaðar, mál- efnalegar og skynsamlegar. Þannig varstu bara. Með bein í nefinu. Mér eru ofarlega í huga sumar- göngutúrarnir okkar í íbúðarhverf- um miðbæjarins. Voru þeir orðnir hefð þegar vel viðraði. Með sumar- ilminn í loftinu þræddum við göturn- ar, staðnæmdumst fyrir framan þau hús sem hrifu okkur og létum okkur dreyma um framtíðina. Þetta var okkar stund og afar dýrmæt. Ég hélt mikið upp á þessi kvöld okkar. Það var á dagskránni að fara í fyrsta göngutúr sumarsins. Við förum hann bara síðar, þú og ég. Ég er fegin að hafa sagt þér um daginn hversu mikils ég mæti vináttu okkar og hversu óskaplega mikið mér þætti vænt um þig. Ég veit þó að þú hefur alltaf vitað það. Á því hefur aldrei verið nokkur vafi. Vinamörg varstu enda með hjarta úr gulli. Það sást vel á spítalanum þegar fólk var farið að setjast á gólfið þegar allir stólar voru orðnir upp- teknir. Þetta voru allt vinir þínir, fjöl- skylda og kunningar. Fólk sem þú hefur snert á einhvern hátt og sakn- ar þín meira en orð fá lýst. Ég sé þig ekki öðruvísi fyrir mér en skælbrosandi. Þannig varstu allt- af. Stutt var í hláturinn og ef þú hlóst, þá hlógu allir í kringum þig. Þín er sárt saknað og er sorgin og tómatilfinningin sem ég finn fyrir ólýsanleg. Hversu mikið mér þótti vænt um þig get ég ekki lýst með orðum. Það eru einfaldlega ekki til svo sterk orð. Það mun ekki líða sá dagur að ég hugsi ekki til þín. Þú munt alltaf eiga stórt pláss í mínu hjarta. Við eigum ótal minningar saman og hefur þú skipað stóran sess í mínu lífi og munt ávallt gera. Og eins og ég kvaddi þig alltaf í kortum: Þín ævaforna vinkona, Svanhvít Yrsa. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Hún Susie mín er sofnuð. Ég er ein af heppnustu manneskj- um í öllum heiminum. Því ég fékk þann heiður að kynnast þér, Susie. Þú varst og ert besta vinkona mín, sálufélagi. Manstu þegar ég flutti í Hverafoldina, fyrst náðum við ekki saman, vorum miklar óvinkonur. En svo komstu heim til mín og við urðum bestu vinkonur. Þú vildir aldrei eiga óvini, þú fyrirgafst allt og baðst alla um að fyrirgefa þér. Þú kynntir mig fyrir öllum vinum þínum í Álftó og ég þakka þér fyrir það. Svo kynntir þú mig líka fyrir Diljá systur þinni og við vorum svo oft saman þrjár. Það var alltaf svo gaman hjá okkur, manstu þegar þið klædduð mig eins og svín fyrir furðu- fataballið og ég vann verðlaun fyrir besta búninginn. Eftir það gáfuð þið mér alltaf eitthvað tengt svínum í jólagjöf, núna geng ég alltaf með silf- ursvínið um hálsinn svo þú sért hjá mér. Alltaf þegar mér leið illa þá komst þú og dróst mig út og sýndir mér hvað lífið getur verið yndislegt. Þú kenndir mér svo ótrúlega margt, ástin mín. Ég man þegar við vorum í London og versluðum á daginn og dönsuðum allar nætur. Þú reifst mig upp þegar ég var ein og hrædd og huggaðir mig þegar ég felldi tár. Við töluðum oft um framtíðina, lofuðum hvor annari að eignast ekki barn fyrr en 25 ára og þú ætlaðir að steggja mig rosalega. Þú vildir samt ekki segja mér það, það átti að koma á óvart. Susie, þú lofar að segja mér það þegar við hittumst aftur. Ég labbaði inn í herbergið á spít- alanum og þú lást þarna eins og Þyrnirós, alltaf jafn falleg. Það var alltaf jafn erfitt að sjá alla vini þína labba út með tárin í augunum en ég reyndi eins og ég gat að vera sterk, þú hefðir viljað það. Afi þinn sagði svo falleg orð og talaði svo vel um þig, enda ekki annað hægt. Ég vildi ekki fara frá þér, það er svo erfitt að sleppa þér. Ég og Edda fórum sam- an inn seint um kvöldið og kysstum þig bless, þá vissi ég að þú værir að fara í Paradís. Loksins þá gat ég grátið smá. Ég fór heim og hlustaði á fuglana syngja fyrir þig. Svo hættu þeir að syngja og ég fékk sms frá Diljá, þú varst farin. Ég gleymi aldr- ei þegar ég sagði þér fyrir nokkrum vikum að við ætluðum bráðlega að fara að selja, þá sagðir þú: En hver á þá að hlaupa yfir á náttfötunum til mín og vekja mig? En það varst þú sem fórst á undan úr Hverafoldinni, það átti ekki að verða þannig. Þetta er allt svo ósanngjarnt og ég er svo reið inni í mér. Þú ert búin að hjálpa svo mörgum og ég vildi að ég hefði getað hjálpað þér. Minning þín mun alltaf verða í hjörtum okkar allra. Hvert sem ég lít eru hlutir sem þú hefur gefið mér og herbergið þitt hinum megin við göt- una. Ég veit þú ert hjá mér... Einsog Þyrnirós sefur þú núna og bíður eftir prinsinum þínum, vonandi kemur hann og kyssir þig fljótt og þú verður hamingjusöm í ævintýralandinu. Við sjáumst síðar, bless á meðan. Þín vinkona að eilífu, Sigríður.  Fleiri minningargreinar um Susie Rut Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Gengin er góð stúlka. Skarðið sem eftir stendur er stórt og verður ekki fyllt. Su- siear er sárt saknað, en minning um kæran vin mun lifa með okkur um ókomin ár. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Ólafur Haukur Johnson skólastjóri Mennta- skólans Hraðbrautar. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.