Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 35 Undirbúningsrannsóknir Nýlega fékk undirrituð símtal frá framkvæmdastjóra Fjórðungs- ambands Vestfirðinga þar sem ósk- að var eftir leyfi til að taka stafræn- ar landupplýsingar í landi Núps í Dýrafirði með tilliti til staðarvals fyrir fyrirhugaða olíuhreins- unarstöð. Lét hann líta út sem um ósköp sakleysislegar undirbúnings- rannsóknir væri að ræða. Helm- ingur jarðarinnar er í eigu fjölskyld- unnar og eftir samtöl milli móður minnar og okkar 9 systkinanna vor- um við sammála um að veita ekki þessa heimild og var því komið á framfæri við Fjórðungssambandið. Nokkrum dögum síðar fékk ég ann- að símtal þar sem framkvæmda- stjórinn tjáði mér að þeir þyrftu ekki heimild okkar til að fara um landið og vísaði hann í lög um nátt- úruvernd. Þá gilti beiðnin sem sagt aðeins ef við værum hlynnt verkefn- inu. Óskað var eftir skriflegu erindi frá Fjórðungssambandinu sem ekki hefur borist ennþá. 500 störf Í símtali við bæjarstjórann á Ísa- firði þar sem ég lýsti verulegum áhyggjum vegna þessara vondu hugmynda sagði bæjarstjórinn með- al annars: ,,En þetta eru 500 störf og þar af um fimmtungur háskóla- menntaður.“ Ég spurði á móti: ,,Hvað þurfið þið mörg störf?“ en þá var fátt um svör. Enginn hefur spurt ennþá hverjir muni vinna þessi störf og ólíklegt er að þau verði unnin undir stjórn íslenskra fyrirtækja. Ekki liggur fyrir hvort Vestfirð- ingar eru í stakk búnir til að taka við 500 nýjum störfum eða hvað mörg störf í öðrum atvinnugreinum á Vestfjörðum tapast á móti. Allir vita að um er að ræða mjög mengandi stóriðnað með verulega hættu á um- hverfisslysum. Ekki þarf að fjölyrða um hugsanleg áhrif á fiskismiðin úti fyrir Vestfjörðum. Vestfirðingum er sannarlega vorkunn og það er illa gert og beinlínis andstyggilegt að ota slíkum hugmyndum að þeim á erfiðum tímum í atvinnumálum. Geostream og KATAMAK-Nafta En hvað er Geostream? Geo- stream er rússneskt ráðgjafafyr- irtæki sem sérhæfir sig í að taka stafrænar landupplýsingar, einmitt það sem Fjórðungssambandið var að óska eftir í landi Núps, og breyta þeim í viðskiptaáætlanir. Land- upplýsingar eru tengdar stafrænum upplýsingum í olíuiðnaðinum í hug- búnaði sem heitir Gravitas og út kemur viðskiptaáætlun. Fyrirtækið KATAMAK-Nafta er með heim- ilisfang í Dublin á Írlandi en ekki finnast aðrar upplýsingar um fyr- irtækið á vefnum. Fyrirtækið Ís- lenskur hátækniiðnaður ehf. var stofnað í aprílmánuði síðastliðnum eða um sama leyti og fréttir af mik- illi undirbúningsvinnu fyrirtækisins komu í fjölmiðlum. Hlutverk fyr- irtækisins er rekstur eignarhalds- félaga. Fyrirtækið er ekki með virð- isaukanúmer og margt bendir til að umsvifin og viðskiptin hafi ekki ver- ið stórvægileg til þessa. Hvaðan koma peningarnir? Við Íslendingar höfum nýlega séð kastað til höndunum við undirbún- ing risaframkvæmda sem hafa gíf- urleg óafturkræf áhrif á íslenskt samfélag í för með sér. Nátt- úrufórnir hafa verið færðar þó efna- hagsleg og félagsleg áhrif fram- kvæmdanna til lengri tíma litið hafi verið óljós. Fréttir um illa meðferð fyrirtækja á starfsmönnum og vond- an aðbúnað erlendra verkamanna eru nánast að verða daglegt brauð. Í fréttinni um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum kemur fram að stórir fjárfestar hafi lýst áhuga á að taka þátt gefi stjórnvöld og sveitarfélög grænt ljós. Allir fjárfestar hafa áhuga á að taka þátt í verkefnum sem færa þeim fjárhagságóða, sér- staklega ef þeir hafa baktryggingu opinberra aðila og áhættan er lítil sem engin. Nauðsynlegt að fá upp- lýst hverjir þessir fjárfestar eru. Höfundur er arkitekt frá Núpi. HRAUNBÆR 4 HERB. Á 1. HÆÐ M/AUKAHERB. Rúmgóð og falleg 118 fm íbúð á 1. hæð. Mjög stórt aukaherbergi í kjallara sem er með aðgangi að baðherbergi (hægt að leigja). Á sérgangi eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Stofurnar eru stórar og bjartar með fallegu parketi, svalir, eldhús með- borðkrók. Hér er þægilegt að búa. V. 23,0 millj. 6867 MELABRAUT - EFRI SÉRHÆÐ Efsta hæð í þríbýlishúsi. Hæðin er vel skipu- lögð og nýtist vel. Frábært útsýni er út á sjó og upp á Snæfellsjökul. Hæðin skiptist í anddyri, stigahol, þrjú herbergi á hæð, sjón- varpsstofu, dagstofu og borðstofu, eldhús, þvottahús, herbergi á jarðhæð og geymslu. V. 35,9 millj. 6866 BERGSTAÐSTRÆTI - MÖGULEIKAR Hér er um að ræða gott um 185 fm hús- næði. Húsnæðið er í dag nýtt sem íbúðar- rými en möguleiki er á að útbúa tvær sér- íbúðir. Húsnæðið skiptist í 6-7 herbergi, tvö baðherbergi o.fl. DVERGABORGIR - RÚMGÓÐ M. SÉRINNGANGI 2ja herb, 67 fm íbúð, með sérinngangi á 2. hæð. Skiptist í herbergi, stofu, bað og eldhús. Merktstæði á bílaplani. V. 16,8 millj. 6859 HÆÐARGARÐUR - ELDRI BORGARAR Mjög góð 2ja herbergja íbúð á 5. hæð í þessu góða fjölbýli fyrir eldri borgara. Íbúðin skiptist í hol, baðherbergi, eldhús, stofu og svefnherbergi, góðar svalir með miklu út- sýni. V. 21,9 millj. 6857 JÖKULGRUNN - RAÐHÚS - ELDRIBORGARAR Glæsilegt raðhús með innbyggðum bílskúr við Hrafnistu. Húsið skiptist í forstofu, hol, stóra stofu, rúmgott eldhús, stórt svefnher- bergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Hellulagt plan er fyrir framan húsið og er það með hitalögn. V. 37,5 millj. 6862 SUMARHÚS - ÁSGARÐSLANDI Í GRÍMSNESI Sumarhús í Ásgarðslandi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða vandað sumarhús, húsið er byggt 1991 sem skipt- ist í tvö svefnherbergi, baðherbergi með sturtu, stofu, eldhús og svefnloft. Auk þess er nýlegt gestahús, húsið skiptist í stórt rými með skáp auk baðherbergis með sturtu. Einnig er í sama húsi mjög góð sér- geymsla. Mjög stór verönd er að vestan- verðu með heitum potti. Húsin eru vönduð og allur frágangur er sérlega snyrtilegur. Rafmagn og heitt og kalt vatn. Staðsetning er einstök, mikið og fallegt útsýni og er landið kjarri vaxið. Lóðin er 7.353 fm eignarlóð. V. 18,5 millj. 6869 SUMARHÚS Í MIÐFELLI VIÐ ÞINGVALLAVATN 50,5 fm sumarhús á 5.000 fm eignarlóð. Húsið skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofur. Einnig er góð geymsla í litlu útihúsi. Kalt vatn sem ersér úr borholu á lóðinni. Rafmagnshitun. Útsýni út á vatn. Mikið hefur verið gróðursett á lóðinni sem er eignarlóð. V. 10,9 millj. 6863 HJALTABAKKI - ENDURNÝJUÐ Mjög góð 4ra herbergja 91,1 fm íbúð á 2. hæð, ásamt 14,1 fm sérgeymslu, sam- tals stærð 105,2 fm. Íbúðin skiptist í 3 stór og góð herbergi, stofu, eldhús og baðher- bergi, í kjallara er sameiginlegt þvottahús og stór sérgeymsla. V. 19,5 millj. 6547 ÍRABAKKI - 3JA HERB. MEÐ AUKAHERBERGI Í KJ. Íbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýlishúsi með aukaherbergi í kjallara sem er með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. Íbúðin skipt- ist í tvö svefnherbergi, stofu, borðstofu, eld- hús, baðherbergi og sérþvottaherbergi. Tvennar svalir. Barnvænt umhverfi og falleg lóð. V. 17,5 millj. 6861 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Um er að ræða 100,0 fm glæsi- lega, fjögurra herbergja, vel skipulagða endaíbúð í litlu fjöl- býli. Eignin skiptist í hol, þrjú svefnh., baðh., eldhús, stofu og borðstofu. Stórar svalir eru í suður auk minni svala út frá hjónaherbergi. Stæði í bíla- geymslu fylgir eigninni. Glæsi- leg eign. Stutt í leik- og grunn- skóla sem og aðra þjónustu. V. 29,5 m. 6779 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Seilugrandi - Falleg eign Falleg húseign sem er kjall- ari 2 hæðir og rishæð á frá- bærum stað í Vesturbænum, ásamt c.a. 20 fm bílskúr. Á horni Sólvallagötu og Bræðr- aborgarstígs. Með margvís- legum nýtingar möguleikum, en er í dag nýtt sem gistihús með 9 herbergjum. Tvennar svalir. Húsið er til afhendingar 5.september nk. Verð 85 millj. HÚSEIGN Í VESTURBÆNUM - MIKLIR MÖGULEIKAR FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. 49,5 fm heilsárshús, m. góðum palli, gufu- baði og nuddpotti. Frábær staðsetning, ríf- lega klst. akstur frá höfuðborgarsvæðinu. Lóð í brekku, m. miklum trjágróðri og útsýni. Innbú fylgir. VERÐ 16,0 millj. Auður og Sæmundur taka á móti þér og þínum með heitt á könnunni milli kl. 14 - 16 í dag. Keyrt að Laugarvatni og þaðan áfram ca 12 km, beygt inn hjá skilti sem á stendur Efsti-Dalur / Efsta-Dals skógur. Bústaðurinn stendur uppi í hlíðinni og er nr. 36. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG EFSTI-DALUR, 801 SELFOSS smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.