Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 31 sem einstaklingar hafa nýtt sér það svigrúm, sem það býður upp á og jákvæða afstöðu einstakra sveitarstjórnarmanna. Skýrasta dæmið eru leikskólar Margrétar Pálu, sem byggja á ákveðinni hugmyndafræði stofnand- ans, sem hefur breiðst út með ótrúlegum hraða. En það eru til fleiri einkareknir leikskólar. Þessir skólar hafa orðið til vegna þess að op- inbera kerfið hefur ekki ráðið við það verkefni, sem að því hefur snúið á þessu sviði. Það er alveg ljóst að skólar, sem reknir eru af hinu opinbera, þ.e. ríki eða sveitarfélögum, verða kjarninn í skólakerfinu á Íslandi. En með sama hætti og í heilbrigðiskerfinu er ekkert að því, að byggður verði upp einkarekinn valkostur samhliða því opinbera kerfi, þannig að foreldrar og nemendur eigi einhverra kosta völ. Reynslan af háskólastiginu sýnir að fyrst í stað verður til svolítið barnaleg afbrýðisemi hjá því op- inbera kerfi sem fyrir er en þegar frá líður jafnar fólk sig og tekur nýrri samkeppni sem sjálfsögðum hlut. Fyrir kennarana sjálfa er þessi þróun af hinu góða. Þeir eru ein vanmetnasta starfsstétt á Ís- landi. Starf þeirra er gífurlega mikilvægt en hvorki hefur staða þeirra almennt verið metin í samræmi við mikilvægi starfsins né hefur þeim verið umbun- að í launum í samræmi við það. Þetta á í sjálfu sér líka við um sumar heilbrigðisstéttir. Með einkareknum valkosti í skólakerfinu skap- ast samkeppni um beztu kennarana og þar með er staða þeirra í kjarabaráttunni gjörbreytt. Þess vegna hefur það mátt furðu gegna hversu tregir kennarar hafa verið til að taka undir hugmyndir um einkarekna skóla. Það sama á hins vegar við um einkarekna skóla eins og einkarekinn valkost í heilbrigðiskerfinu, að það er ekkert sjálfgefið að einkarekinn skóli sé betri en skóli í opinberum rekstri. Sennilega hefur Margrét Pála náð lengst í að sýna að einkarekinn leikskóli hefur boðið upp á nýjungar, breytta af- stöðu og breytt viðmót, sem ekki hefði sést hér ella. Nýju háskólarnir í einkarekstri geta ekki búizt við því, að þeir skáki Háskóla Íslands á örfáum ár- um. Það mat, sem Ríkisendurskoðun lagði á starf- semi háskólanna fyrir skömmu er ágæt byrjun en það hlýtur að vera spurning, hvort Ríkisendur- skoðun sé rétti aðilinn til að framkvæma slíkt mat. Hins vegar er óumdeilt, að hinum einkareknu há- skólum hefur fylgt ferskur andi og nýtt líf, sem Há- skóli Íslands hefur haft gott af. Ekki fer á milli mála að það er allt annað yfirbragð yfir lagadeild Háskóla Íslands eftir að hún stóð allt í einu frammi fyrir samkeppni frá nýjum lagadeildum annarra háskóla. Þótt umbrotin og árekstrarnir í skólakerfinu hafi ekki verið jafn miklir og í heilbrigðiskerfinu er engu að síður ljóst, að nú er kominn tími til að ýta undir þróun einkarekinna valkosta bæði á grunn- skólastigi og framhaldsskólastigi. Það er líka risa- vaxið verkefni, ekkert síður en í heilbrigðismálum en á báðum sviðum fær ný kynslóð ráðherra Sjálf- stæðisflokks tækifæri til að sýna hvað í henni býr. Og ekki hefur þess orðið vart að hugmyndafræði- legur ágreiningur sé fyrir hendi á milli núverandi stjórnarflokka á þessu sviði fremur en í heilbrigð- ismálum. Félagsleg þjónusta V ið sjáum þörfina fyrir umbætur í margvíslegri félagslegri þjónustu, hvort sem er á vegum ríkis eða sveitarfélaga, í alls konar uppákom- um frá degi til dags. Tekjutenging- arkerfi, sem ruddi sér til rúms í upphafi tíunda áratugarins hefur mikið verið til umræðu og nú er verið að gera lagfæringar á því. Þegar fréttir berast um fólk á götunni, hvort sem um er að ræða geðfatlað fólk eða aðra er það til marks um óleyst verkefni, sem þolir enga bið. Þeg- ar fréttir berast um, að unglingur hafi verið vist- aður á Litla Hrauni er það vísbending um að ekki sé allt sem skyldi í fangelsismálum okkar. Ákveðinn hópur þjóðfélagsþegna hefur búið á sambýlum og bjó áður á stofnunum. Sambýlin voru því nýjung. Við höfum aldrei náð að sinna þörfinni fyrir sambýlin og nú er spurning, hvort hægt sé að leysa úr þeim vanda með því að tryggja þessum þegnum þjóðfélagsins aukna þjónustu á einka- heimilum. Það er til fátækt á Íslandi, þótt hún sé ekki sýni- leg að ráði. Það er fátækt, sem þarf ekki að vera til í þessu ríka samfélagi. Hér hafa verið nefnd nokkur þeirra verkefna, sem við blasa á sviði félagslegrar þjónustu og það er ekki endilega víst, að einkarekin starfsemi geti komið þar við sögu að nokkru ráði eins og gæti gerst í heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu. En engu að síður eru þetta verkefni, sem krefjast úrlausnar. Þegar horft er til þeirra þriggja málaflokka, sem hér hafa verið nefndir er ljóst að ráðherrarnir, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, Jóhanna Sigurðar- dóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson eiga mikið verk fyrir höndum. En auk þessara verkefna er ljóst að stærstu mál- in að öðru leyti, sem sækja á um breytingar og um- bætur eru endurskoðun kvótakerfisins, tvöföldun og breikkun þjóðveganna og umhverfismálin. Ráðherrar þessara málaflokka allra hafa tímann fram á haustið til þess að undirbúa nýja stefnu- mörkun á þessum sviðum en lengur má það ekki dragast. » Þótt ljóst sé að breytingar eru að verða í öllum þessum ríkj-um er erfiðara að sjá hvert þær stefna. En umbrot á mörg- um sviðum eru til marks um, að þær eru í nánd. Hér á Íslandi liggja breytingar líka í loftinu en eins og í tilviki þeirra ríkja, sem hér hafa verið nefnd, er erfiðara að sjá hvert þær stefna. Hins vegar er auðveldara að sjá hvar umbrotin eru, sem kalla á breytingar. rbréf Morgunblaðið/Ásdís Miðbæjarlíf Stúlkur í Götuleikhúsinu bregða á leik á Lækjartorgi í veðurblíðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.