Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
daglegtlíf arkitektúr
U
ng íslensk hjón hafa að
undanförnu getið sér
gott orð fyrir störf sín
í Los Angeles. Það
eru þau Erla Dögg
Ingjaldsdóttir innanhúsarkitekt og
Tryggvi Þorsteinsson arkitekt sem
reka þar saman arkitektastofuna
Minarc. Bæði hlutu þau menntun
sína vestanhafs og hafa starfað þar
allan sinn starfsferil sem er æði lit-
ríkur þó að hann spanni ekki svo
ýkja langan tíma.
Hönnun þeirra hefur hlotið mikla
athygli fyrir nýsköpun á ýmsum
sviðum og þau tilheyra nú þeim hópi
arkitekta sem hvað mestar vonir eru
bundnar við í Englaborginni.
Blaðamaður sækir þau heim í ný-
risið einbýli þeirra hjóna sem stend-
ur í Palms-hverfinu. Húsið stendur
hátt í götunni og vekur óskipta at-
hygli gangandi vegfaranda. Stórir
gluggar eru á húsinu og athygli
mína vekur glerhandrið sem er
sjálfstætt framhald af stærðar
glugga á neðri hæð. Hér býr fólk
sem hefur ekkert að fela hugsa ég
og banka upp á.
Fyrst er náttúrlega eðlilegt að
spyrja hverra manna þú sért,
Tryggvi, annars er næsta víst að
ákveðin kynslóð fólks á Íslandi
nenni ekki að lesa lengra.
Tryggvi kímir og tekur þessari
ættfræðispurningu vel.
„Faðir minn var Þorsteinn Gunn-
arsson. Hann var fæddur á Höfn í
Hornafirði en flutti ungur til Akur-
eyrar með pabba sínum Gunnari
Benediktssyni rithöfundi. Afi var
reyndar líka prestur og sósíalisti
með meiru.
Móðir mín, Ingunn Guðbrands-
dóttir, er af Ströndunum. Pabbi sem
var stærðfræðingur fór síðan að
kenna á Núpi í Dýrafirði. Ég er því
fæddur 1964 í heimahúsi á Núpi og
við bjuggum þar fram til 1976 þegar
fjölskyldan fluttist í Kópavog.“
Er ástæðan fyrir því að þú
ákveður að leggja fyrir þig arkitekt-
úr sú hvað Kópavogurinn var í raun
ljótur og illa skipulagður á þeim
tíma? Á þeim árum er enn var langt í
að Gunnar Birgisson segði: „Það er
gott að búa í Kópavogi?“
„Ég byrjaði nú að vinna í bygg-
ingavinnu fremur snemma, ég held
að ég hafi verið þrettán ára og í kjöl-
farið fór ég að vinna í byggingaversl-
un Kópavogs tveimur árum síðar og
vann þar í tíu ár.
Ég var kominn þar í ágæta stöðu
og starfs míns vegna átti ég mikil
samskipti við arkitekta og verktaka
og þar má segja að áhuginn á starf-
inu hafi fyrst kviknað. Að liggja yfir
teikningum og pæla. Ég hafði strax
þá miklar skoðanir á öllu því sem
arkitektarnir voru að gera og það
var greinilegt að þetta átti vel við
mig.“
En hverra manna ert þú, Erla?
„Móðir mín er Steinunn Her-
mannsdóttir skurðhjúkrunarfræð-
ingur frá Galtalæk í Biskupstung-
um. Pabbi, Ingjaldur Pétursson, er
vélstjóri, borinn og barnfæddur
Vesturbæingur. Foreldrar mínir
hafa búið síðastliðin 30 ár á Seltjarn-
arnesi og ólst ég þar upp.“
Með nesti og nýja skó
Nú varstu búin að taka þér ýmis-
legt fyrir hendur áður en þú ákvaðst
að fara að læra innanhússarkitektúr,
hver var aðdragandinn að því að þú
afréðst að leggja það starf fyrir þig?
Eftir að ég lauk stúdentsprófi af
náttúrufræðibraut í Kvennaskól-
anum í Reykjavík lærði ég blóma-
skreytingar í Danmörku og vann við
það fag að námi loknu í Svíþjóð.
Ég sneri síðan heim og hóf nám í
iðnrekstrarfræði við Tækniskólann í
Reykjavík. Samhliða því námi vann
ég ýmis störf, meðal annars hjá
Blómaverstæði Binna.
Árið 1997 flutti ég síðan til Los
Angeles. Mig langaði til að finna
nýja fleti á því að hanna og finna
mér vettvang til að takast á við
meira ögrandi verkefni. Því lá nám í
innanhússarkitektúr eiginlega beint
við. Ég hóf BA-nám í innanhúss-
arkitektúr í los Angeles og lauk því
árið 2000.“
Nú kynntust þið hjónin hér í Los
Angeles en þú, Tryggvi, varst tölu-
vert fyrr á ferðinni en Erla. Hvers
vegna ákvaðst þú að læra hér,
Tryggvi?
„Ég ætlaði nú upphaflega til
Þýskalands en ég setti tungumálið
fyrir mig því ég er sannast sagna al-
veg vonlaus í tungumálum,“ segir
Tryggvi og kímir. „Þannig að það
sagði sig nú sjálft að ég gæti varla
farið að stunda nám á þýsku. En á
þeim tíma héldu allir fram á Íslandi
að bestu menntun í arkitektúr væri
að fá í Þýskalandi.“
Eru bestu arkitektarnir menntaðir
Morgunblaðið/Golli
Á flugi Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson reka arkitektastofuna Minarc og hlutu fyrir nokkru verðlaun samtaka bandarískra innanhússarkitekta fyrir hönnun einbýlishúss síns.
Með heiminn í fanginu
Eldeyja Eldhúsið er eins og eyja með gjósandi eldfjalli í miðju húsinu. Eld-
hússtólarnir eru dregnir út undan eldhúsborðinu eins og skúffur.
Foss Blár stiginn fellur niður af
efri hæðinni eins og íslenskur foss.
Hjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi
Þorsteinsson eru arkitektar í Los Angeles og gengur
vel að hasla sér völl. Verk þeirra hafa vakið athygli
og fyrir rúmri viku voru þeim afhent aðalverðlaun
alþjóðasamtaka innanhússhönnuða, IIDA, fyrir
einbýlishús sitt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
ræddi við þau um uppruna þeirra, hönnun heimilisins
og skipulag og byggingarlist allt frá Los Angeles
til Reykjavíkur.
Verðlaunahúsið Erla Dögg og Tryggvi voru verðlaunuð fyrir einbýlishúsið, sem þau hönnuðu fyrir sig.