Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erlendar metsölubækur FRÁBÆRT VERÐ Segir 60% útilokuð Forstjóri Geysis Green segir Hafnarfjörð geta eignast 28% í Hitaveitu Suður- nesja og Reykjanesbæ 72% ef sveitarfélögin bítist um forkaupsréttinn ÁSGEIR Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy sem keypt hefur rúm 43% eignarhluta í Hitaveitu Suðurnesja, telur útilokað að Hafnar- fjarðarbær geti eignast 60% í HS eins og Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar, segir að stefni í. Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi minnihluta A- listans í Reykjanesbæ, sem nú á tæp 40% í HS, vill að sveitarfélagið nýti forkaupsrétt sinn á 15,2% hlut ríkisins og jafnframt 28,4% hlut þeirra sjö sveitarfélaga sem selt hafa Geysi Green. Eftir helgi verður aukafundur í bæjastjórn þar sem bæjarfulltrúar minnihlutans bera upp forkaups- réttartillöguna. „Ég held að það hafi verið farið af stað með sölu á hlut ríkisins í HS án þess að ígrunda málið nægilega vel,“ segir hann. „Miðað við núverandi lagaumhverfi fæ ég ekki séð hvernig hagur neytandans er tryggður með því að einka- fyrirtæki í einokunaraðstöðu reki hitaveitu. Reykjanesbær verður að auka sína hlutdeild í HS enda þarf fyrirtækið að vera í eign opinberra aðila. Ef Hafnarfjarðarbær myndi eignast 60% þætti mér það ekki sérstaklega góð staða, enda er stærsta markaðssvæði hitaveitunnar á Reykja- nesi.“ „Get ekki séð þetta gerast“ Um þennan stóra hlut Hafnarfjarðarbæjar sem forseti bæjarstjórnar boðar segir Ásgeir Mar- geirsson að um sé að ræða tæknilega mögulegan hlut, sem þó sé útilokað að verði að veruleika mið- að við það sem sagt hafi verið. „Ég get ekki séð þetta gerast,“ segir hann. „Ef Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær ætla að bítast um forkaupsrétt bæði á samningi okkar við ríkið og sveitarfélögin, þá eignast Reykjanesbær um 72% en Hafnarfjarð- arbær um 28%. Hafnarfjarðarbær fær því aldrei 60% hlut því Reykjanesbær hefur lýst því yfir að hann muni neyta forkaupsréttar ef einhver annar ætli að gera það. Tæknilega gæti það gengið upp að Hafnarfjörð- ur eignaðist 60% – ef bærinn neytti forkaupsréttar síns en Reykjanesbær ekki.“ ÞAU Ingibjörg Guðný Friðriks- dóttir, Kristín Manúelsdóttir og Pétur Hrafn Hafstein starfa hjá Hinu húsinu í Reykjavík og skipa sumarhóp Vinnumiðlunar ungs fólks. Pétur er 19 ára nýstúdent en þær Ingibjörg og Kristín eru 18 ára og nema við Verzló og MR. Sumarhópurinn gegnir fræðslu- hlutverki fyrir sumarstarfsmenn Reykjavíkurborgar á aldrinum 16- 25 ára. „Á síðasta ári var gerð könnun á meðal sumarstarfsmanna hjá borg- inni. Hún leiddi í ljós að þeir töldu sig ekki fá næga fræðslu um rétt- indi sín og skyldur,“ segir Kristín. „Okkar verkefni er þess vegna fyrst og fremst að fræða sumar- starfsmenn um réttindi þeirra og skyldur,“ bætir Pétur Hrafn við, en Ingibjörg segir starfið felast að megninu til í útgáfu fréttabréfsins Rafbrots. Fréttabréfið er gefið út með rafrænum hætti og sent í hverri viku til allra sumarstarfs- manna í netpósti. Rafbrot er þó unnið að mörgu leyti eins og venju- legt tímarit sem prentað er á papp- ír, enda sett upp á vandaðan hátt með grafískri framsetningu og ljósmyndum. Þau segja ekki vanþörf á svona starfi. Nýlega voru þau á ferðinni og spurðu sumarstarfsmenn hvort þeir vissu í hvaða stéttarfélagi þeir væru, en enginn þeirra vissi það. Pétur segir fræðsluna auka grunn- þekkingu fólks á því hvar sé hægt að leita réttar síns, hvernig skilja megi launaseðilinn sinn, í hvað maður sé að borga hluta af launum sínum og af hverju. Auk blaðaútgáfunnar halda þau fræðslufundi. Fundir næstu viku verða léttir og skemmtilegir, því eftir fyrirlestra fulltrúa stéttar- félaga um réttindi og skyldur verð- ur boðið upp á klukkutíma hlátur- jóga þar sem þátttakendur hlæja saman og láta sér líða vel. Þann 19. júlí munu þau svo standa fyrir stórri sumarhátíð á Miklatúni fyrir alla 1300-1500 sumarstarfsmenn- ina. Reynsluna af starfinu segja þau frábæra, bæði í mannlegum samskiptum og sjálfstæðum vinnu- brögðum og upplýsingaöflun. Að starfi loknu í ágúst fara þau svo hvert í sína áttina. Ingibjörg tekur fríinu fengis hendi, Kristín flytur til Mósambík í Afríku þar sem stjúpfaðir hennar sinnir þró- unarstarfi, en Pétur skellir sér til Danmerkur í lýðháskóla. Ungmenni sem fræða 1.500 aðra um réttindi sín og skyldur í starfi Morgunblaðið/G.Rúnar Margfróð Þau Ingibjörg, Pétur Hrafn og Kristín segjast læra mikið á sumarstarfinu sjálf. Snemmsumars fræddust þau um starfið hjá Eflingu og starfsmannafélagi borgarinnar og eru því í stakk búin til að fræða aðra og skemmta. Sumarhópur VUF stendur í ströngu við útgáfu og fræðslu Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is INNFLYTJENDUR greiða 235 milljónir fyrir tollkvóta sem land- búnaðarráðuneytið bauð út vegna innflutnings á kjöti og ostum á næsta 12 mánaða tímabili. Í fyrra greiddu innflytjendur 193 milljónir fyrir samskonar innflutning og 103 millj- ónir fyrir tveimur árum. Áhugi á innflutningi á kjötvörum og ostum hefur vaxið mikið undan- farin ár. Þetta kemur fram í því að fleiri sækja um tollkvóta en áður og tilboðin eru hærri. Samtals var verið að bjóða út tollkvóta sem nam tæp- lega 500 tonna innflutningi. Almennir tollar á búvörum eru há- ir hér á landi þó að þeir hafi verið lækkaðir um 40% fyrr á þessu ári. Ís- land er skuldbundið samkvæmt GATT til að bjóða ákveðið magn af kjöti og ostum á lágum tollum. Þar sem innflytjendur óska eftir að fá að flytja inn meira magn en heimildir eru fyrir þarf með einhverjum hætti að útdeila þessum kvótum og ráðu- neytið hefur valið þá leið að láta inn- flytjendur bjóða í kvótana. Sá sem býður hæsta verðið fær að flytja inn. Auk þessa innflutnings býður ráðu- neytið einnig út tollkvóta vegna sér- staks samnings við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Verð á öllum tollkvótum hefur hækkað undanfarin tvö ár nema á kvótum fyrir kjúklinga. Ástæðan fyrir því er væntanlega sú almenna lækkun sem varð á innflutningstoll- um fyrr á árinu sem leiddi til þess að það er orðið sæmilega hagstætt fyrir innflytjendur að flytja inn kjúklinga á almennum tollum. Aðföng fengu ekkert Í fyrra þegar landbúnaðarráðu- neytið auglýsti tollkvóta fékk fyrir- tækið Aðföng, dótturfyrirtæki Haga, stærstan hluta kjötkvótans. Nú fékk Aðföng ekki neitt, ef undan er skilið eitt tonn af smjöri. Samkaup fékk hins vegar stærsta hluta kjúklinga- kvótans, en almennt er dreifingin mikil milli fyrirtækja. Það er ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara sem sér um að fara yfir tilboð og úthluta toll- kvótum. Greiða 235 milljónir fyrir að flytja inn búvörur                             ENN hafa ekki fengist niður- stöður úr samn- ingaviðræðum Eimskipa og vegamálastjóra um kostnað vegna aukaferða Herjólfs í sumar. Eimskip lögðu á föstudag fram nýtt tilboð og hafa stíf fundahöld staðið yfir síðan. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra hefur ekki náðst lending í málinu og því ekki annað í stöðunni en að halda viðræðum áfram. Hann vildi ekki tjá sig um hvort kröfur Eimskipa væru enn of háar að mati Vegagerðarinnar. Að sögn Guðmundar Nikulássonar hjá Eimskipum er tilboð þeirra gert í fullri sátt við starfsmenn Herjólfs. Enn ósamið um aukaferðir Herjólfs Jón Rögnvaldsson Varmársamtökin undrast að Mos- fellsbær skuli komast upp með að leggja. Helga- fellsbraut áður en deiliskipulag, sem á að liggja til grundvallar framkvæmdinni, er samþykkt. Samtökin harma að lög um náttúruvernd, skipulags- og byggingarlög og réttur íbúa til að gera athugasemdir við fram- kvæmdir eru virt að vettugi. Það sé augljóst að í hinu umdeilda vegar- stæði sé búið að leggja veg, með til- heyrandi niðurföllum og undirlagi. Það eina sem vanti sé malbikið. Vegur eða lagnir? Varmá Íbúar hafa mótmælt. ÁHUGAMENN um póker hafa nú tekið sig saman og stofnað Póker- samband Íslands (PSÍ) sem meðal annars er ætlað að stuðla að lög- leiðingu áhugamannapókers á Ís- landi, að því er segir í lögum félags- ins. Ekki sé um að ræða atvinnu- póker eða rekstur spilavíta. Fyrr í mánuðinum stöðvaði lög- regla fyrsta opinbera pókermótið sem haldið hefur verið hérlendis, á grundvelli almennra hegningar- laga. Vinsældir pókers hafa aukist töluvert undanfarið og er hart deilt á réttmæti laga gegn leiknum. Pókersamband Íslands stofnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.