Morgunblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á miðviku-daginn fluttu Gordon Brown, nýr forsætis-ráðherra Bret-lands og eigin-kona hans, Sarah, inn í Downing-stræti 10. Frá-farandi forsætis-ráðherra, Tony Blair, baðst form-lega lausnar á fundi með Elísabetu II. Breta-drottningu laust eftir há-degið. Í kjöl-farið fór Brown á fund drottningar og fékk um-boð hennar til að mynda nýja ríkis-stjórn Verkamanna-flokksins. Eftir að hafa hlotið náð drottningar sem næsti forsætis-ráðherra ríkis-stjórnar hennar há-tignar tók hann til máls af tröppum Downing-strætis 10. Brown sagðist telja að mikið verk væri óunnið bæði í heilbrigðis- og mennta-málum í Bret-landi. Hann lofaði að hlusta á þær raddir sem krefðust breytinga og að efla hag Bretlands. Hann hét því að „hlusta og læra“ og byggja upp traust á stjórn-völdum. „Ég mun gera mitt allra besta. Því lofa ég öllum íbúum Bret-lands.“ „Ég mun gera mitt allra besta“ Reuters Gordon Brown og eigin-kona hans, Sarah, fyrir framan Downing-stræti 10. Í kjöl-far þess að fjögur börn hafa verið nærri drukknun á sund-stöðum það sem af er ári hafa vaknað um-ræður um öryggis-atriði við laugarnar. Forstöðu-maður Forvarnar-húss Sjóvár, Herdís Storgaard, segir að víða sé ekki farið eftir öryggis-reglum. Sveitar-félögin bera ábyrgð á sund-laugum sínum og ljóst er að gera þarf skurk í eftir-liti með þeim. Öryggis-reglur sund-staða eru nú til endur-skoðunar. Herdís segir ekki fara á milli mála hvaða öryggis-kröfur eru gerðar. Til að mynda skal alla vega einn laugar-vörður fylgjast með 25 m sund-laug en alla vega tveir verðir ef um er að ræða 50 m laug eða stærri. Ekki farið að reglum á sund-stöðum Paris Hilton frjáls á ný Paris Hilton var látin laus úr fang-elsi á þriðju-daginn. Hún sagði í viðtals-þætti Larry King á banda-rísku sjónvarps-stöðinni CNN, að fanga-vistin hefði kennt henni, að fleira væri mikil-vægt í lífinu en að skemmta sér. Hilton sagðist nú ætla að nýta sér frægð sína til að vekja at-hygli á félags-legum vanda-málum. Óli seldist upp Á opnunar-degi sýninar á akrýl-málverkum Óla G. Jóhannssonar í Opera-galleríinu í Lundúnum. seldust öll verkin upp. Jean-David Malat, stjórnandi gallerísins, segir Óla rísandi stjörnu og ákveðið hefur verið að gera samning við hann um kynningu og sölu á verkum hans víða um heim. Þrjár myndir á Karlovy Vary Ís-lenska kvik-myndin Mýrin tekur þátt í aðal-keppninni á kvikmynda-hátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi sem stendur til 7. júlí. Mýrin er ein fjórtán mynda í aðal-keppninni. Kvik-myndin Börn eftir Ragnar Bragason og Vestur-port verður sýnd í flokki sem nefnist Another View og stutt-mynd Helenu Stefánsdóttur, Anna, verður sýnd í flokknum Forum of Independents. StuttUm tvö-leytið á aðfara-nóttföstu-dags kom breska lög-reglan kom í veg fyrir hryðjuverka-árás á mið-borg Lundúna. Hún var kölluð út vegna grunsam-legrar bif-reiðar í ná-grenni Piccadilly Circus. Í bif-reiðinni voru gas- og bensín-kútar og mikið af nöglum. Lög-reglan sagði að ef ekki hefði verið komið í veg fyrir árásina hefðu margir getað týnt lífi eða særst. Hinn 7. júlí verða 2 ár liðin frá því að hryðju-verka-árás var gerð á almennings-samgöngur Lundúna-borgar. 52 al-mennir borgarar létu lífið. Hryðju- verka-árás afstýrt Þrír hjúkrunar-fræðingar á Land-spítala stóðu fyrir fjölda-göngu gegn umferðar-slysum á þriðju-daginn. Þátt-takan í göngunni fór langt fram úr björtustu vonum að-standenda, en á milli 4.000 og 5.000 manns gengu frá Lands-pítala við Hring-braut að sjúkra-húsinu í Foss-vogi í Reykjavík. Fjöldi manns tók þátt í svipuðum göngum á Akureyri og á Selfossi. Í Foss-vogi var 184 blöðrum sleppt og táknaði hver blaðra eina mann-eskju sem slasaðist alvar-lega eða lést í um-ferðinni á síðasta ári. Þrátt fyrir að bana-slysunum hafi fækkað mikið á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við árið í fyrra, hefur alvar-legum slysum fjölgað ískyggi-lega mikið. Fjölgunin nemur 60% milli ára, eða úr 30 slysum í 48. „Fólk lítur þetta greini-lega mjög alvar-legum augum og ná-lægðin við slysin er svo mikil í þessu litla sam-félagi okkar,“ sagði Bríet Birgisdóttir hjúkrunar-fræðingur. Morgunblaðið/Sverrir Fjölda-ganga gegn umferðar-slysum Á fimmtu-daginn til-kynnti hljóm-sveitin Spice Girls, sem fyrir 10 árum var vin-sælasta sveit í heimi, að þær ætla að fara í tónleika-ferðalag um heiminn í desember. Það hefst í Los Angeles og þær leika síðan í Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Krydd-píurnar saman á ný Reuters Franski knattspyrnu-maðurinn Thierry Henry skrifaði á mánu-daginn undir 4 ára samning við spænska liðið Barcelona, en hann hefur leikið með Arsenal frá árinu 1999. For-seti Barcelona sagði: ,,Thierry Henry er leik-maður sem við höfum verið á höttunum eftir í mörg ár og það er afar ánægju-legt að hann sé nú kominn til okkar.“ Hinn 29 ára gamli Henry fékk út-hlutað keppnis-treyju númer 14 en það er sama númer og hann hafði hjá Arsenal. Henry farinn til Barcelona Reuters Thierry Henry Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.