Morgunblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 24
arkitektúr 24 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.106.600 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540 að tala um fegurð því hún sé svo smekkbundin en segir síðan: ,,Ég held að við séum að fjarlæg- ast það að gera gerviþörfum hátt undir höfði og séum að komast á þá skoðun að einfaldleikinn og skýrleik- inn skipti meira máli. Við erum kom- in hringinn og raunverulega að upp- hafinu aftur. Því allra nauðsyn- legasta. Tískufyrirbæri er eitthvað sem mér finnst varhugavert í arkitektúr. Tíska á heima í tískuheiminum en ekki í mínu fagi. Maður getur leyft sér ýmislegt innandyra til dæmis með vali á innanstokksmunum en sjálf byggingin og tilgangur hennar verður að standast álag tímans burt séð frá tísku. En það sem er mikið að gerast hjá okkur og öðrum arkitektum sem byggja sína hönnun talsvert á fúnk- is-stílnum er að ná því fram sem kallað er space-effect eða áhrif rým- isins. Þar sem áhersla er lögð á rým- ið sjálft frekar en að fylla það af smáatriðum. Ef þú skapar fallegt rými skiptir í raun engu hvað þú set- ur inn í það. Í því er kannski fólgin viss fegurð. Öfgar á Íslandi og Ameríku Nú er borgin þekkt fyrir öfga á mörgum sviðum. Er eitthvað sem þið hafið verið beðin um að gera sem þið áttuð í vandræðum með að fram- kvæma? Tryggvi tekur af mér orðið og segir: „Það er kannski ekkert eitt sem stendur upp úr en fólk fær auð- vitað brjálaðar hugmyndir. En allt eru þetta áskoranir og við tökum þeim opnum örmum.“ En hvað er það í hönnun í dag sem ber að varast? Erla tekur að sér að svara þessari spurningu. „Á Íslandi er það gjarnan svo að það er bara eitthvað eitt í gangi á hverjum tíma. Það grípur um sig eitthvert æði og allir falla fyrir því. Fyrir nokkrum árum voru allir að láta setja upp hjá sér eldhúsinnrétt- ingar úr kirsuberjaviði og flísaleggja með bláum mósaikflísum í eldhúsum svo ég taki íslenskt nærtækt dæmi.“ Blaðamaður hugsar til ótal eld- húsa sem hann hefur setið í og getur tekið undir það með Erlu að þessi eldhústíska hafi nánast gengið eins og farsótt yfir íslensk hýbýli. En er eitthvað annað sem hún getur bent okkur Íslendingum á? „Já, annað dæmi er svo kuldinn. Fólk gerir kuldalegt í kringum sig undir þeim formerkjum að það sé að gera heimili sín módern. Það að mála allt hvítt er ekki mód- ern heldur einfaldlega kuldalegt, klínískt. Nútímahönnun þarf alls ekki að vera kuldaleg, þvert á móti.“ En hvað er það sem verður Bandaríkjamönnum fjötur um fót? Tryggvi segir það kannski helst það þegar fólk vilji láta byggja fyrir sig eftirmynd húsa sem það hefur séð á ferðalögum sínum um heiminn. „Ég sá einmitt dæmi um slíkt á dögunum þegar ég var að keyra Mal- ibu-ströndina. Þar var í sandinum bú- ið að reisa alveg svakalega stórt bjálkahús sem átti engan veginn heima þar. Það hefði á hinn bóginn sómt sér prýðilega í svissnesku Ölp- unum með snæviþakta fjallstoppa í baksýn. En hver svo sem stóð fyrir því að láta byggja húsið má eiga það að hann fangaði athygli mína og vakti mig til umhugsunar um umhverfið og arkitektúr eina ferðina enn.“ Græna byltingin Það er áberandi sú hugsun í allri hönnun Erlu og Tryggva, að minna sé meira og það fer ekki fram hjá blaðamanni að þau nota að miklu leyti náttúruleg efni í sinni hönnun. Það er mjög í takt við þann tíðaranda sem ríkir í dag. Aukna vitund fólks um mikilvægi hollrar lífrænnar fæðu sem og verndun náttúrunnar. Það liggur því beint við að spyrja þau hvort þau séu umhverfisverndarsinnar. „Já, sennilega erum við það,“ segir Erla. „En kannski erum við fyrst og fremst að leitast við að nota efni í sem upprunalegustu mynd, án þess að eiga mikið við útlit eða áferð. Það er ekki síst gert til að skapa heilbrigt umhverfi.“ Tryggvi tekur undir það að sú hugsun sé þeim ofarlega í huga að skapa lífrænt og heilbrigt húsnæði. Að krafan um svokallaðan green architechture eða grænan arkitektúr sé æ algengari hjá viðskiptavinum. Arkitektúr sem taki tillit til umhverf- isvænna þátta við byggingu húsa sem og orkusparnaðar. Framtíðin Hvaða verkefni eruð þið að vinna að í augnablikinu? „Við erum að hanna einbýlishús ut- an sem innan dyra bæði hér og á Ís- landi. Einnig erum við að hanna nokkur sumarhús og nokkur þeirra á Íslandi. Stór kirkja er í smíðum hér í Los Angeles og nú fyrir skömmu gengum við frá samningum um stórt verkefni í Nígeríu þar sem við hönnum hótel, verslanir og skemmtistaði í stórum kjarna.“ Nú hafið þið á tiltölulega skömm- um tíma náð að festa ykkur í sessi sem arkitektar og njótið mikillar vel- gengni. Nú ekki alls fyrir löngu birt- ist um ykkur sú umsögn að fyrirtæki ykkar MINARC væri orðið mik- ilvægur hluti af arkitektúrlandslagi borgarinnar. Sérðu ykkur hér um ókomna fram- tíð, Tryggvi, langar ykkur ekkert að koma heim til gamla landsins? „Ja, hér eru tækifærin, markaður- inn hérna er svo stór og ef fólk hrífst af því sem þú ert að gera þá eru við- skiptavinirnir hér. Við sáum alltaf í hillingum að eiga líka heimili á Íslandi, en eftir því sem árin líða hallast ég á aðra skoðun. Þegar þú átt orðið fleiri en eitt heimili kemur ósjálfrátt fram sú krafa að þú verðir að verja tíma á báðum stöðum. Ég held að heimurinn sé of stór og forvitnilegur til að vera að binda sig í svoleiðis skyldurækni.“ Að læra af lífinu En hvar liggur hin eiginlega ný- sköpun í hans fagi og hvað getur hann lært af lífinu sjálfu? ,,Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig eitt og annað hefur orðið til meðal ólíkra kynstofna. Hvernig fólk býr, ólíkar hefðir í matargerð og þar fram eftir götunum. Að rannsaka aðra menningu en þá sem ég þekki vel hefur orðið mér mikill innblástur. Hvað voru Japanar að gera í arki- tektúr sem ég get nýtt mér, til dæmis ef litið er til þess hve oft er lágt til lofts innandyra í japönskum húsum? Miðstöð í Afríku Hótel með veitingahúsum, leikhúsi, og verslunum, sem á að rísa í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Skemmtistaður Næturklúbbur, sem verður í Benue-fylki í Nígeríu. Guðs hús Kirkja í Los Angeles. Erla Dögg og Tryggvi sækja í fúnkis-stílinn til að kalla fram áhrif rýmisins. » Á Íslandi er það gjarnan svo að það er bara eitthvað eitt í gangi á hverjum tíma. Það grípur um sig eitthvert æði og allir falla fyrir því. Bað Endurgert baðherbergi í viðbyggingu gamals Charles Moore-húss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.