Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ að kann að vera auðveld- ara fyrir Íslendinga að hasla sér völl í indversku viðskiptalífi en að læra nafn fjármálaráðherr- ans, Palaniappan Chidambaram, sem raunar er skrifað P. Chidambaram. En þeir ættu hinsvegar að leggja nafnið á minnið, því fjármálaráðherr- ann, sem er með MBA frá Harvard, er einn ötulasti talsmaður markaðs- frelsis í indverskum stjórnmálum og ferðast nú um heiminn til að ýta undir erlendar fjárfestingar. Þetta föstudagssíðdegi situr hann innan um andlit Kjarvals á Holtinu, mun fíngerðari en hraunvaxnar fígúr- ur listmálarans, og veltir gleraugna- hulstrinu í höndum sér á meðan hann talar. Og tekur raunar nokkra snún- inga á upptökutæki blaðamanns. Ekki er skrýtið að hann verði að hafa eitthvað fyrir stafni, maður sem er yfir hagkerfi sem óx um 9,4% í fyrra. „Grunnurinn að þessum vexti eru þjónustugreinar og iðnaður,“ segir hann. „Báðir geirarnir vaxa í tveggja stafa tölum og ef þeir ganga vel er meðbyr í efnahagslífinu, því saman- lagt nema þeir um 80% af þjóðar- framleiðslunni.“ Úr viðjum hafta Hann segir rekja megi uppganginn í indversku efnahagslífi til þess að viðskiptalífið var leyst úr viðjum hafta á tíunda áratugnum og stigin skref í frjálsræðisátt, m.a. í innlend- um og erlendum fjárfestingum. Þá var ráðist í umbætur í skattamálum, þannig að skattaprósentan var lækk- uð og gerð stöðugri. „Við hófum umbætur í fjármála- geiranum um aldamótin 2000, þ.e. á bönkum, tryggingastarfsemi og líf- eyrissjóðum. Og þróttur færðist í hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðinn árið 2004, sem þýddi að aðgangur varð betri að fjármagni. Ef farið er yfir öll þessi skref, þá virkuðu þau hvetjandi á fjárfesta bæði heima fyrir og erlendis. Fjárfestingar þeirra eru nú að skila sér inn í hagkerfið, sem þýðir að meira er framleitt og af því stafar þessi vöxtur.“ Indverjar eiga enn langa leið fyrir höndum, að sögn Chidambaram, og umbóta þörf á flestum sviðum þjóð- félagsins. „Við ætlum að opna fyrir samkeppni í sumum geirum, t.d. námagreftri og kolaframleiðslu, og við þurfum að fjárfesta meira í inn- viðum samfélagsins, s.s. höfnum, flugvöllum, vegakerfi og járnbraut- um. Það þarf gríðarlegt átak í orku- málum, því þar er þörfin mikil. Þannig er Indland; þetta er stór land með stór vandamál og þar af leiðandi stórar áætlanir,“ segir hann og hlær. Ráðherra fjárfestinga Annað sem fjárfestar hafa sett fyr- ir sig í gegnum tíðina er óstöðugt stjórnmálaástand og mikið skrifræði, en Chidambaram gerir lítið úr því. „Þetta er örlítið ýkt,“ segir hann ákveðinn í bragði. „Við glímdum við mikið skrifræði, en það heyrir að miklu leyti sögunni til. Viðskiptalífið þarf ekki lengur að leita til Nýju-Delí eftir leyfisveiting- um. Stjórnsýslan hefur lagað sig að breyttum tímum og er orðin vinveitt- ari viðskiptalífinu. Mín stefna hefur frá upphafi verið sú að við eigum að ýta undir fjárfestingar. Ég lít á mig sem ráðherra fjárfestinga fremur en fjármála. Mitt hlutverk er að tryggja fjárfestingar á Indlandi. Ef það tekst, þá fylgir hitt á eftir.“ Hlutabréf í indversku kauphöllinni hafa hækkað um 45% á hverju ári undanfarin þrjú ár og hófst það ferli raunar daginn sem Chidambaram tók við sem fjármálaráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að óhóf- legrar bjartsýni gæti á markaðnum, enda búi hann við öflugt regluverk og eftirlit sem aftur stuðli að upplýstum ákvörðunum markaðsaðila. „Við er- um enn á þægilegum slóðum,“ segir hann. „V/H-hlutfallið er um 19 í hag- kerfi sem vex um 9% og það er vel ásættanlegt.“ Ójöfn lífskjör Lífskjör eru afar misjöfn á Ind- landi, þar sem 70% þjóðarinnar búa í þorpssamfélögum og tugir milljóna lifa á innan við tveim dollurum á dag. Chidambaram tekur undir að það sé tröllvaxið verkefni að tryggja að vöxt- ur hagkerfisins skili ábata til ríkra og fátækra. „Það er hárrétt. Á slíku vaxtarskeiði bera sumir mikið úr být- um strax en aðrir þurfa að bíða leng- ur. Núna hafa þeir forskot sem eru í iðnaðar- og þjónustustörfum. Þeir hafa hærri tekjur og njóta meiri lífs- gæða. Landbúnaðurinn vex ekki eins hratt heldur, um rétt rúmlega 2% á ári. Næstum því 600 milljónir vinna við landbúnað og njóta ekki sama ávinnings af vaxtarskeiðinu. Eina svarið við því er að ýta undir vöxt í landbúnaði og við erum að því. Það má ekki gleyma því að það hagnast allir, en ekki jafn mikið eða á sama tíma. Á endanum, þegar ávinningur umbótanna hefur borist víðar um samfélagið, þá munu allir uppskera.“ Á Indlandi eru 23 opinber tungu- mál og sex trúarbrögð sem náð hafa mikilli útbreiðslu. En Chidambaram talar með áherslu þegar hann er spurður hvort það sé ein þjóðarvit- und á Indlandi þrátt fyrir það. „Auð- vitað! Allur þessi fjöldi trúarbragða og tungumála kom ekki til sögunnar eftir að Indland varð sjálfstætt ríki. Við erum ekki samtíningur af fólki sem kom saman árið 1947 heldur höf- um við verið þjóð í 2.000 ár. Við erum ekki Evrópusambandið heldur sam- band Indverja og höfum gengið með þá hugmynd í 2.000 ár. Við byggjum á fornri siðmenningu og uppgötvuðum ekki þjóðarvitundina með stjórn- arskránni. Það má rekja hana 2.000 ár aftur í skráðum heimildum og ef leitað er lengra eru það kannski 3.500 ár. Þá var Netið ekki komið til sög- unnar, farsímar eða flugvélar.“ Hann lítur íhugull á blaðamann. „Íslenska þjóðin er sjálf þannig! Þið fenguð sjálfstæði árið 1944, en þjóðarvitundin nær samt yfir þúsund ár aftur í tímann.“ Óbugandi hugrekki Chidambaram fæddist árið 1945 og gekk snemma til liðs við Congress- flokkinn. Þar vann hann með Indiru Gandhi, sem var forsætisráðherra Indlands frá 1966 til 1977 og aftur frá 1980 til 1984. Hann tók síðan sæti í ríkisstjórn sonar hennar, Rajivs Gandhi, sem var forsætisráðherra frá 1984 til 1989. „Indira Gandhi dró fram styrkleika Indlands og einingu. Hún var leiðtogi sem höfðaði til allra þjóðarbrota Ind- lands og óbugandi hugrekki hennar var meginstoð Indlands á miklum ör- lagatímum. Rajiv sonur hennar varð aðalritari árið 1984, bað mig sama ár um að fara í framboð og skipaði mig ráðherra árið 1985. Við unnum saman þar til árið 1991 þegar hann var ráð- inn af dögum. Rajiv Gandhi var maður mikillar framsýni. Við göngum að því sem gefnu í dag á Indlandi sem hann orð- aði fyrst og var hæddur fyrir. Hann sá kosti viðskiptafrelsis, áttaði sig á tölvuöldinni sem var að ganga í garð, vildi að Indverjar könnuðu geiminn og kæmu sér upp kjarnorku. Og hann áttaði sig á mikilvægi fjarskipta- tækninnar. Hann var fyrstur til að greina hvaða krafta mætti leysa úr læðingi á Indlandi með opnara þjóð- félagi. Hann var hreinskiptinn og hlýr og var heilli kynslóð ungra Ind- verja mikill innblástur.“ Þegar Indland ber á góma er ann- að Asíuríki, Kína, oft nefnt í sömu andrá, enda er mikill uppgangur í efnahagslífi þessara tveggja fjöl- mennustu ríkja í heimi. En sam- anburður Indlands og Kína angrar ekki Chidambaram. „Nei, við erum ánægð með það. Í Kína stendur sið- menningin á fornum meiði og einnig á Indlandi. Við erum hvorki andstæð- ingar né keppinautar. Það er nóg rúm í heiminum fyrir bæði Kína og Ind- land. Bæði ríki munu setja mark sitt á 21. öldina og það verður öldin þar sem 2,5 milljarðar ná sömu velmegun og Evrópa nýtur í dag.“ Því hefur verið haldið fram að Ind- land sé óvenjulegur nýmarkaður þar sem efnahagsstyrkurinn byggist á hátækniiðnaði, en aðrir nýmarkaðir byggist á mikilli framleiðslu með vinnuafli sem kosti lítið. Til marks um það hefur verið nefnt að 170 þúsund tölvufræðingar séu útskrifaðir á ári hverju á Indlandi. „Þetta stenst ekki alveg,“ segir Chidambaram. „Kínverskir háskólar eru einnig öflugir, en það sem skerðir samkeppnisstöðu þeirra er fyrst og fremst vankunnátta í enskri tungu. Enskan gefur indverska verkfræð- ingnum, lækninum og tölvufræð- ingnum forskot. En Kínverjar eru einnig að tileinka sér ensku núna. Þeir eru að útskrifa mikið af verk- fræðingum, læknum og tölvufræð- ingum og hafa hingað til útskrifað þá á kínversku, en þegar þeir ná tökum á enskunni, þá verða þeir samkeppn- ishæfir við Indverja. Þess vegna verðum við að standa vaktina og bæta stöðugt samkeppnishæfni okkar.“ Það hefur sætt gagnrýni að íslensk fyrirtæki geti ekki sótt sérhæft starfsfólk út fyrir EES-svæðið og er þá m.a. litið til Indlands. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segist viðskipta- ráðherra vilja opna fyrir slíkar ráðn- ingar. Chidambaram segir það ekki koma sér á óvart. „Ég held að hann eigi að gera það. Við lifum á tímum hnattvæðingar. Ef vinnuafl er til staðar þarf auðvitað ekki að leita annað, en ef skortur er á vinnuafli, þá verður að sækja starfs- krafta til að halda uppi efnahagslíf- inu. Ungt fólk á Íslandi fæst ekki til að vinna sum störf og þá er fengið til þess fólk frá öðrum löndum Evrópu. Það sama gildir um þekkingariðnað- inn. Ef það vantar sérhæfða starfs- menn, þá verður að leyfa þeim að koma til landsins. Hvernig á að stöðva það? Þá væru menn að grafa undan sjálfum sér.“ Chidambaram hefur ekki alltaf verið fylgjandi frjálsum markaði, því hann var sósíalisti í upphafi ferilsins. „Er ekki sagt að hægri sinnaður ungur maður sé hjartalaus? Og svo haldið áfram og sagt að ef maður sé vinstri sinnaður á efri árum sé maður heilalaus?“ – Það sagði í það minnsta Úlfar stærðfræðikennarinn minn. „Nú,“ segir Chidambaram undr- andi, en lætur ekki slá sig út af lag- inu. „Já, ég var til vinstri, ég neita því ekki. Það var á dögum sósíalismans og ég held því raunar fram að ekkert sé athugavert við sósíalisma. Þau markmið sem sósíalistar setja sér eru rétt, en leiðin röng sem þeir velja sér. Ég held að betri leið að markmiðum sósíalismans sé í gegnum markaðs- hagkerfi með skýrum og traustum lagaramma. Það er besta tryggingin fyrir uppgangi og meiri lífsgæðum.“ Chidambaram hefur ánægju af öll- um íþróttum, einkum tennis og bad- minton. Blaðamaður reynir að vera gáfulegur, finna dýpri merkingu í því, og spyr að síðustu hvort það hjálpi honum að einbeita sér að stjórnmál- um að vera í góðu líkamlegu formi. „Nei, mér finnst þetta bara skemmtilegra en að horfa á sápu- óperur í sjónvarpinu,“ svarar hann. Þá munu allir uppskera Morgunblaðið/ÞÖK Val P. Chidambaram, fjármálaráðherra Indlands, segir markmið sósíalista rétt en leiðina ranga sem þeir velji sér. Ekkert er smátt við Ind- land, hvorki tækifærin né vandamálin. Pétur Blön- dal talaði við P. Chid- ambaram, fjármálaráð- herra Indlands, um tilurð indverska efnahagsund- ursins, breikkandi gjá milli ríkra og fátækra, kynni af Indiru og Rajiv Gandhi og margt fleira. Í HNOTSKURN »P. Chidambaram gerir ráðfyrir að indverska hag- kerfið fari úr þúsund millj- örðum dollara í 20 þúsund milljarða á næstu 30 árum. »Þar með yrði það fjórðastærsta hagkerfi í heim- inum. Og tíu árum síðar verð- ur það þriðja eða annað stærst. »Hann fullvissar blaðamannþó um að Indverjar verði ekki jafn ríkir og Íslendingar miðað við höfðatölu. Hringdu í 530 2400 og kynntu þér málið! www.oryggi.is Prófaðu Heimaöryggi í tvo mánuði í sumar – ókeypis! H im in n o g h a f / S ÍA Engin krafa er gerð um framhaldsviðskipti, gríptu því tækifærið núna. Tilboðið gildir til 15. júlí og er í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.