Morgunblaðið - 01.07.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 01.07.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 43 Fyrir sjötíu ár- um, 1. júlí 1937, fæddist skólastjóra- hjónunum á Seyðis- firði, Arnþrúði Ing- ólfsdóttur og Steini Stefánssyni, sonur, og var hann þeirra fyrsta barn. Síðar fæddust þeim tvær dætur og tveir synir. Frumburðurinn hlaut nafnið Heimir. Hann ólst upp í hópi systkina sinna við ágæt skilyrði til munns og handa. Snemma kom í ljós, að hann hafði frábærar náms- gáfur. Hann hlaut því að ganga hinn hefðbundna menntaveg. Lauk stúd- entsprófi frá Mennntaskólanum á Akureyi, slétt tvítugur, með hárri fyrstu einkunn. Nú var mennta- brautin greið framundan. Hann valdi að fara til Danmerkur og leggja þar stund á fornleifafræði. Ekki staðnæmdist hann þar lengur en árið, og hóf nú nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Við- staðan þar var einungis tvö ár. Þá hóf hann nám í guðfræði og lauk því 1966. Þar fann hann sig loks, og lauk hæsta prófi í greininni ís- lenskra manna fram að þeim tíma. Heimir vígðist til prests við kirkju fæðingarstaðar síns, og þjón- aði þar í tvö ár. Þá hélt hann til út- landa ásamt konu, Dóru Erlu Þór- hallsdóttur, og ungum syni, Þórhalli, og kynnti sér starfsemi lýðháskóla, lengst í Haslev á Sjá- landi. Heimkominn tók hann að sér stjórn fyrsta lýðháskóla í nýjum sið hérlendis, og settist að á hinu forna biskupssetri, Skálholti. Þar var þá vegleg bygging í smíð- um, sniðin fyrir skólann. Því miður var ekki fært að hefja kennslu í þessu ágæta húsi það haust, sem hér um ræðir, en það var 1972. Fór kennsla fram í svonefndum sumar- búðum þjóðkirkjunnar, skammt frá staðnum, og var þar aðsetur nem- enda af karlkyni, en stúlkur bjuggu heima á staðnum. Nemendur voru alls 24 þennan vetur. Ég var ráðinn fastur kennari við skólann, og kenndi margar námsgreinar, nokk- uð til jafns, hvað tímatal varðaði, og rektorinn hafði. Hann tók sér þetta embættisheiti, sem síðan hefur fylgt staðarformanni, þótt hlutverk hafi breyst. Nú er ekki lengur lýðskóli Heimir Steinsson ✝ ungs fólks í Skálholti,eins og kunnugt er. Ekki fór á milli mála, að kennarahlut- verkið var Heimi kær- ast. En erfið skilyrði og vantrú fólks á lýðháskóla hérlendis og prófalaust nám var því ekki uppörvandi. Heimir fluttist frá Skálholti, ásamt fjöl- skyldu sinni, eftir tæplega áratugar starf þar. Hann fékk starf í sömu sýslu, varð prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Mun víst einsdæmi, að sami maður hafi gegnt forstöðu á tveimur mestu helgistöðum þjóðar- innar. Þessa vegsemd axlaði sr. Heimir með reisn. Heimir varð útvarpsstjóri 1991, en undi ekki mörg ár í því starfi. Gerðist á ný prestur og þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, og hélt því til æviloka, sem urðu því miður langt um aldur fram. Hann lést eftir erfitt sjúkdómsstríð 15. maí 2000, tæp- lega 63 ára að aldri. Hann var jarð- settur á Þingvöllum, að eigin ósk. Með honum hvarf af sviði jarðlífs minnisstæður persónuleiki, þjóð- kunnur mennta- og kennimaður, skáld og fræðimaður. Kynni mín við séra Heimi voru jákvæð og mér til andlegrar uppbyggingar. Minning hans lifir lengi með þjóðinni. Vænt- anlega er ég ekki sá eini, sem minn- ist séra Heimis við þessi tímamót. Ég þakka það, að hafa orðið honum samferða stuttan spöl ævinnar. Blessuð veri minning hans. Auðunn Bragi Sveinsson. Tryggðatröllið Inga Hall er öll, og veröldin er fátækari. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir ✝ Ingileif BryndísHallgrímsdóttir fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1919. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 29. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 12. júní. Eða hvað? Í okkar fjölskyldu var sú bjargfasta trú að þegar dúxinn í bekknum flytur úr plássinu skiptist ein- kunn hans milli þeirra sem eftir sitja. Vonandi skiptast mannkostir Ingu milli okkar sem eftir lifa. Einar, Theodóra, Jón, Elísabet og fjölskyldur. ✝ Einlægar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför kærrar konu minnar, móður okkar og tengdamóður, STELLU ÁRNADÓTTUR, Miðtúni 7, Reykjavík. Böðvar Jónsson Jón Einar Böðvarsson, Björn Böðvarsson, Árni Böðvarsson, Bosana Sofia Tabaka. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KONRÁÐ GUÐMUNDSSON, Holtagerði 42, Kópavogi, lést þriðjudaginn 19. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunardeildar elliheimilisins Grundar fyrir einstaka umönnun, Magnúsi Tryggvasyni og Eiríki Magnússyni í ORA og öðrum vinum og vanda- mönnum fyrir veittan hlýhug. Laufey Sigríður Karlsdóttir Auður Konráðsdóttir, Sigurður Stefánsson, Heimir Konráðsson Eyrún Ingibjartsdóttir, Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir, Áslaug Kolbrún Jónsdóttir, Gunnar Harðarson, Kolbrún Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Ytra Skógarnesi, Stórholti 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Eir, deild 2N, fyrir alúð og hlýju. Guðmundur Rafn Ingimundarson, Birgir Sigmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Jónmundur Þór Eiríksson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, G. Gunnar Garðarsson, Sigurður K. Guðmundsson, Jóhanna Marta Sigurðardóttir, Hermann R. Guðmundsson, Hildigunnur S. Guðlaugsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐLAUGAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Borgarbraut 16, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi. Úlfar Gunnar Jónsson, Charlotta Þórðardóttir, Lára Jónsdóttir, Magnús Guðbrandsson, Rannveig Jónsdóttir, Steinar Guðbrandsson, Sigurjón Jónsson, Elísabet Guðnadóttir, Ásta Jónsdóttir, Páll Hjaltalín, Anna Jónsdóttir, Guðmundur Pétursson, Jóna Jónsdóttir, Guðbrandur Guðbrandsson, Baldur Jónsson, Jóhanna Skúladóttir, Ragnar Jónsson, Hulda Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Við þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður okkar. HARALDAR EINARSSONAR, Vesturbergi 52, áður Vesturvallagötu 7, Reykjavík. Þóra Haraldsdóttir, Óskar Ármannsson, Guðrún Haraldsdóttir, Óli V. Antonsson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, INGUNNAR SIGRÍÐAR SIGFINNSDÓTTUR frá Kirkjubóli, Stöðvarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Nína Jenný Kristjánsdóttir, Björn Kristjánsson, Þórey Sigfúsdóttir, Guðný Elísabet Kristjánsdóttir, Jóhann Jóhannsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.                          ✝ Halldóra Sigríð-ur Guðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 23. sept- ember 1947. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 10. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 18. júní. fólkið þitt þig vel. Enda varst þú ein- staklega opin, og gast rætt um ástina, lífið, dauðann, skatta og skuldir umbúðalaust. Allavega vissi ég allt- af uppá hár hvar ég hafði þig. Alveg frá okkar fyrstu kynnum þegar Finni bróðir kynnti okkur, fann ég að þarna væri á ferðinni manneskja sem væri að mínu skapi. Við urðum vinir við fyrstu kynni. Skrítið. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Ekki vor- um við alltaf sammála, en vinir rökræða og hafa gaman af. Ein lítil minning í lokin en hún er sú þegar ég kynnti þig fyrir góðum vini mínum. Þú varst fljót að sjá hverskonar mann hann hafði að geyma. Tókst mig á tal og sagð- ir eitthvað á þá vegu. „Jói, þú ert maður sem kannt að velja sanna vini.“ Það eina sem ég gerði var að ég kyssti þig á ennið, horfði í fal- legu augun þín og sagði, já svo sannarlega. Ég sakna þín svo mikið. Að geta ekki lengur notið nærveru þinnar, glettni og góðvildar. Þinn vinur og mágur, Jóhann Jóhannsson. Elsku hjartans vin- kona mín. Þegar þessi orð eru skrifuð hefur útför þín farið fram. Útför sem þú hefðir jafnvel getað skipulagt sjálf. Svona þekkti Halldóra Sigríður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.