Morgunblaðið - 01.07.2007, Page 42

Morgunblaðið - 01.07.2007, Page 42
42 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sú var tíðin að fólk tók eftir því ef menn fóru til útlanda í fram- haldsnám, sérstaklega ef nemandinn var ekki því loðnari um lófana eins og var til dæmis í mínu tilfelli á sjöunda og áttunda áratugnum í Boston. Þar varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Helgu, dóttur Siggu Te jarðfræðikennara og Þór- arins Guðnasonar læknis, sem hvatti mig áfram á oft erfiðum stundum. Eftir að Helga var farin heim til Ís- lands átti hún nokkrum sinnum erindi til meistara síns í Boston og vináttan hélt. Eitt sinn kemur vinkonan í 200 fermetra vinnustofuna mína á „A“ götu, í South Boston, lítur í kringum sig og sér allt fullt af myndlist, dæsir og segir, „Eva, þú verður að halda sýningu á Íslandi“. Sýningu!, hvernig í ósköpunum, sagði ég. „Nú ég ræð bara framkvæmdastjóra,“ sagði Helga og hló. Nokkrum mánuðum síðar var ég komin heim með mína fyrstu einka- sýningu í Ásmundarsal, sem gekk glimrandi vel. Yfir átta hundruð manns sáu sýninguna og hún seldist næstum upp. Ég vissi ekki hvaðan allt þetta fólk kom en eitt er víst að fram- kvæmdastjórnin var traust. Í dag eru slíkir velgjörðarmenn kallaðir bakhjarlar og enginn lista- maður getur neitt án þeirra. Þarna lögðust allir á eitt til að gera mér dvöl- ina sem eftirminnilegasta. Þórarinn læknir kom með kakó á brúsa og leysti mig af í yfirsetunni svo ég gæti skroppið í ýsuna til Siggu. Sjafnargata 11, hið mikla menning- arheimili Siggu og Þórarins, var eins konar óskráð miðstöð bókmennta og lista, þar tengdumst við Sigga mikl- um vináttuböndum. Hún virtist alltaf geta hlustað og skeggrætt og hafði lausn á öllum málum. Seinna, þegar ég þurfti að sækja um starfslaun og var í vandræðum, sagði Sigga, „komdu bara heim á Sjafnó, tölvan gerir þetta sjálf“. Svona var það, „ekkert mál“. Eftir að Sigga var búin að koma upp börnunum sex fór hún í jarð- fræðinám við Háskóla Íslands sam- tímis elsta syninum Frey og kenndi í mörg ár við Menntaskólann í Hamra- hlíð. Hún var vel menntuð og áhuga- Sigríður Theodórsdóttir ✝ Sigríður Theo-dórsdóttir fædd- ist í Reykjavík 25. apríl 1921. Hún lést í Reykjavík 13. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 25. júní. söm um alla skapaða hluti og þar var mynd- listin engin undantekn- ing. Eðlis- og efnafræði litanna, pappírs- og strigagerðir, allt vildi Sigga vita í grunninn og skilja, tindrandi vökul og miklum gáf- um gædd, alltaf upp- byggjandi. Þau hjónin áttu góða myndlist og yndisleg börn; Eddu, Frey, Helgu, Nönnu, Kristínu og Bjarka, sem öll hafa reynst mér vel og á ég þeim mikið að þakka. Ég dreypi á kaffi, fæ mér Camel og hugsa til þín, elsku Sigga. Kallið er komið og þú ert sæl. Með söknuði kveð ég þig, Sigga mín, með ótal fagr- ar minningar í farteskinu um góða manneskju. Ég þakka vináttuna, meðbyrinn, hugsjónina, kraftinn og elskuna í minn garð í gegnum árin. Rauð í framréttri hendi fjallsins ársólin. (Snorri Hjartarson) Ég votta börnum, barnabörnum, Soffu frænku og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Eva Benjamínsdóttir. Lífsvefurinn stækkar og þéttist og litbrigðin verða æ fleiri, en jafnframt verður greinilegra hvað uppistaðan er mikilvæg. Þau hjónin Sigríður The- dórsdóttir og Þórarinn Guðnason voru mikilvægir þræðir uppistöðu í mínum lífsvef. Kannski þeir helstu fyrir utan foreldra mína. Ég kom fyrst á Sjafnargötuna tæplega tvítug og þar varð mitt annað heimili næstu áratugi. Hvergi, utan æskuheimilis míns, kom ég oftar eða dvaldi lengur og naut óendanlegrar gestrisni, vel- vildar og vináttu þeirra hjóna. Mað- urinn minn, Arnar Jónsson, naut sömu forréttinda og seinna börnin mín, sérstaklega Guðrún Helga og Sólveig, elstu dætur mínar. Við urð- um nánast eins og hluti af fjölskyld- unni á Sjafnó og aldrei var annað að finna á þeim hjónum en að við værum aufúsugestir, hvenær sem við komum og hvað lengi sem við dvöldum. Þau tóku alltaf fagnandi á móti okkur, leiddu okkur til stofu, reiddu fram veitingar og síðan hófst gamanið. Samvistir við þau hjón var óþrjótandi gnægtabrunnur sem við bergðum ótæpilega af. Samræðurnar voru allt- af líflegar og krefjandi og snerust um bókmenntir, tónlist, leikhús, stjórn- mál, menningu, menn og málefni. Aldrei neitt gaspur um allt og ekkert. Vitneskju leitað ef einhvern skorti svör, slegið upp í bókum, tóndæmi leikin, alfræðibækur og uppflettirit notuð óspart. Þrátt fyrir yfirgrips- mikla þekkingu og vit einkenndi hóg- værð og siðfágun allt þeirra tal og framkomu. Ósjálfrátt vandaði maður sig til orðs og æðis í návist þeirra. Þau komu fram við okkur eins og jafn- ingja þó við vissum bæði þá og nú að við værum svo sannarlega þiggjendur í þessari vináttu. Við Sigríður, sem ég fór ekki að kalla Siggu fyrr en ég var komin yfir fertugt, áttum það sameig- inlegt að vera miklir nátthrafnar. Oft- ar en ekki sátum við tvær eftir þegar allir aðrir voru gengnir til náða og töl- uðum saman fram undir morgun. Enn og aftur verður mér hugsað til þess að ég hafi gengið úr hófi fram og ofboðið henni með þaulsetum en á þessu næturspjalli okkar kynntist ég Siggu best og samtöl okkar urðu oft persónulegri og nánari en þegar fleiri voru viðstaddir. Þrátt yfir talsverðan aldursmun, sýndi hún mér oft mikinn trúnað, en nánastar urðum við eftir að Þórarinn lést, fyrir tólf árum. Þá dvaldi ég í Þýskalandi og Sigga hringdi oft til mín og talaði um líðan sína og líf, áföll og sorgir. Foreldra sína, sem hún missti ung, og þá ábyrgð sem þær systur, hún og Soffía, öxluðu alltof ungar en risu undir með sóma. Ég vona að þá hafi ég getað endurgoldið í einhverju allt það sem hún hafði gefið mér og veitt. Þegar ég kom heim tók ég við sæti Þórarins á Sinfó og þráðurinn tekinn upp að nýju þar til Sigga gat ekki lengur farið á tónleika eða í leikhús, ekki lesið og meira að segja ekki reykt. Ég held hún hafi verið hvíld- inni fegin. Sífellt fleiri þættir lífsins eru orðnir minningar einar, en svo lengi sem ég og örlögin vefum minn lífsvef verð ég minnug þess hve mikilvæga þræði þau hjón lögðu til í uppistöðu mína og ævinlega þakklát fyrir að hafa átt vin- áttu þeirra. Þórhildur Þorleifsdóttir. Ein í huga mér lifir þín mynd svo heil og sönn. Sem aðeins lítil stund væri mér liðin hjá síðan þú varst hér enn í faðmi mér. Ein í hjarta mér lifa þín orð, þitt vinarþel. sem aldrei sveik þó ég gæti ei skilið allt sem þú gafst mér þá af hjarta þér. Sigríður Sigurðardóttir ✝ Sigríður Sig-urðardóttir fæddist á Hríshóli í Reykhólasveit 17. desember 1921. Hún lést á Borg- arspítalanum 2. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og engin geti komið í þinn stað mun samt minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. En ár og eilífð skilja okkur að og enginn getur komið í þinn stað, þó skal minning þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Óskar Pétursson) Hvíldu í friði elsku langamma mín. Þórdís Ýr Rúnarsdóttir Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐLAUG ÁGÚSTA VALDIMARS, Sóltúni 2, Reykjavík, sem andaðist 20. júní, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 3. júlí kl. 13.00. Valdimar Einarsson, Þórdís Richter, Hildur Einarsdóttir, Örn Kjærnested, Einar Páll Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær bróðir okkar, mágur og frændi, SVEINN ÁGÚST HARALDSSON, Álfhólsvegi 121, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 21. júní, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju, þriðjudaginn 3. júlí kl. 13.00. Ingibjörg Haraldsdóttir, Hulda Haraldsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Hrönn Haraldsdóttir, Trausti L. Jónsson, systkinabörn og fjölskyldur. ✝ Hjartanlegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR RÓSU SIGURÐARDÓTTUR frá Hælavík, Löngubrekku 47, Kópavogi. Hugheilar þakkir til tónlistarfólksins sem gerði okkur stundina ógleymanlega, einnig sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar fyrir hjartahlýju og vinarþel í hennar garð og okkar. Vinátta ykkar er styrkur okkar. Karl Hjartarson , Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, Ásdís Emilía Björgvinsdóttir, Lilja Hjartardóttir, Sigrún Hjartardóttir Guðmundur Hjartarson, Þórhalla Jónsdóttir, Stefanía Hjartardóttir, Helgi Hrafnsson, Gunnhildur Hjartardóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Skarphéðinn Þór Hjartarson, Guðrún Sigríður Loftsdóttir, Fríða Á. Sigurðardóttir, Gunnar Ásgeirsson, Guðný Sigurðardóttir, Hallbjörn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGILEIFAR BRYNDÍSAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Lynghaga 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki B4 landspítala í Fossvogi og starfsfólki Sóltúns fyrir einstaka alúð og hlýhug í veikindum hennar. Hallgrímur Gunnarsson, Steinunn Helga Jónsdóttir, Gunnar Snorri Gunnarsson, Áslaug Gunnarsdóttir, Þór Þorláksson og barnabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.