Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 44
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 44 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ stjörnuspá júlí Samskipti eru lykilorðið fyrir hrútinn þennan mánuðinn. Það eru einhvern mál sem ekki hafa verið leyst sem tengjast vini eða kunningja. Nú er rétti tíminn til að bæta úr því. Þú ert mögulega að skipuleggja ferð á framandi slóðir til að hitta ást- vini, og það muntu gera á þinn einstaka og hvatvísa máta. Það mun allt ganga mjög vel upp. Liðleg samskipti eiga einnig eftir að koma sér vel þegar þú rennir hýru auga til arðbærrar fjár- festingar og þarft líklega að taka ákvörðun mjög skjótt og án mikillar umhugsunar. Hins vegar verður einhver hindrun á veginum í þessu ævintýri, en að lokum ætti allt að ganga upp. Mundu að bjartsýni og bros koma alltaf að gagni. Hrútur 21. mars - 20.apríl Þennan mánuðinn verður þú upptekinn af launamálum þínum og hinum ýmsu gildum í lífinu. Þú ferð yfir markmiðin þín og reynir einnig af fremsta megni að breyta hlutum sem þú gerðir í fortíðinni. Þér er mjög umhugað um hvernig þú getur best haft almennilega stjórn á og nýtt sem best framfærslufé fjöl- skyldunnar. Þér mun finnast þú tilbúinn til að gera eitthvað í þeim málum og einnig þeim sem snúa að eignum ykkar. Sú ákvörðun mun laga fjárhaginn til muna og gera ykkur öll kátari fyrir vikið. Ekki búast við að hlutirnir gerist einmitt á því augnabliki sem þú þarfnast þess. Bíddu rólegur og þolinmóður, og góðu hlutirnir gerast. Naut 20. apríl - 21. maí Það eru margar hindranir í framtíðinni í því sem snýr að hjóna- bandi og samböndum. Sumar hindranir koma úr óvæntri átt en mundu að það er mikinn styrk að finna í vinum og vandamönn- um í leitinni að hamingjunni. Þú gerir þér grein fyrir að á sviði ástarinnar gerast hlutirnir hægt hjá þér. Það þýðir hins vegar ekki að kyrrstaðan sé algjör! Reyndu líka að taka málin í þínar hendur og hafa áhrif á líf þitt og framtíð. Þú ert einnig að læra ýmsar lexíur í peningamálum sem geta valdið streitu hjá þér en það er bara tímabundið og þú verður mun sterkari eftir á. Það er alltaf gott að leita ráða hjá góðu fólki, og þá er mikilvægt að hlusta vel. Tvíburi 21. maí - 20. j́úní Þennan mánuðinn mun mikið af þínum tíma fara í að laga vit- leysur sem þú hefur gert varðandi fjármál. Hjálp kemur úr óvæntri átt og það mun breyta miklu. Einhvern vandræði verða líka á vinnustað þar sem fólk er ekki sammála þér. Mundu samt að standa á þínu. Þú leggur einnig mikið á þig til að fá viður- kenningu á vinnustað til að fá það sem þú vilt út úr lífinu og það mun ganga mjög vel. Þar skiptir samvinna öllu máli og í henni skalt þú bera af. Þú munt fá mikið hrós og hvatningu þegar þú sýnir fólki hvað í þér býr og hvað þú hefur fram að færa. Nú skiptir máli að halda ekki aftur af sér, láta ekki hindra sig, held- ur blómstra til fullnustu. Krabbi 21. júní - 22. júlí Í júlí sýnir þú vinum og vandamönnum sérstaka athygli. Þú og maki þinn munuð njóta þess að eiga góða vini sem hjálpa mikið til við viss verkefni þennan mánuðinn. Þau gætu snúið að sam- bandinu ykkar og einhverjum hlutum þess sem eru á huldu. Nú þarf að bíta á jaxlinn og þora að horfast í augu við sannleikann. kannski er hann alls ekki svo slæmur. Þú ert einnig að horfa á alla þá ábyrgð sem þú berð, þar sem þér finnst þú hafa full- mikið að gera. Það er góð hugmynd og mun hjálpa þér að takast á við mörg verkefni í einu og standa þig vel. Ástvinur mun sýna þér mikinn skilning og reynast traustari vinur en þú hafði álitið hann hingað til. Ljón 23. júlí - 23. ágúst Frami þinn og öll viðskipti eru umlukin einhverri fallegri orku sem mun veita þér mikla hamingju. Allt er á betri leið í vinnunni og hlutir sem þér líkuðu ekki eru að breytast. Mikil gleði ríkir einnig á heimilinu þar sem peningamálin fara alltaf batnandi og ekki síst vegna þess hversu vel þú stendur þig í vinnunni. Samt gæti einhver spenna tengst maka þínum eða kringumstæðum hans. Einnig er vinur þinn ekki að gera heilla- vænlega hluti og það tekur á taugarnir hjá þér. Nú gæti reynt á vináttuna. Þú verður að gera upp við þig hvernig vini þú vilt eiga og umgangast, því vinir hafa svo sannarlega áhrif á líf manns og fjölskyldu. Meyja 23. ágúst - 23. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.