Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 52
„Ég lifi eingöngu af tónlistinni núna og það gengur ágætlega þessa dagana, en hefur þó ekki alltaf verið svona gott … 53 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Á Theory of Machines er að finna lagið „We Love You Michael Gira“, óður til leiðtoga Swans, einn- ar ógurlegustu hljóm- sveitar sögunnar. „Það er ekki langt síðan ég kynnt- ist Swans ,“ segir Ben. „Ætli það hafi ekki verið fyrir um fjórum síðan. Í fyrstu var ég ekki hrifinn, en komst samt ekki undan tónlistinni. Hún er svo ótrúleg ágeng og frek, eiginlega brjálæðislega árásargjörn. Það er ekki möguleiki fyrir nokkurn mann, þó hann hati þessa tónlist, að taka ekki afstöðu til hennar.“ Sama má segja um tónlist Frost, þ.e. undan henni verður ekki komist. En ég skil ekki hvernig væri hægt að hata það sem á borð er borið, svo snilldarlega er það af hendi leyst. Lagskipt lögin eru áleitin og hávær og ganga á hlustandann, hægt, örugglega, nán- ast með valdi. „Arvo Pärt, meðhöndl- aður af Trent Reznor“ segir virtasta tilraunatónlistartímarit heims, Wire. Atli Bollason, Morgunblaðinu, segir hins vegar í dómi sínum: „... nákvæm hlustun í heyrnartólum birtir hlust- andanum heilu hljóðborgirnar þar sem hvert herbergi er áþreifanlegt og hefur eigin hljómburð ... (maður fær bókstaflega í magann af því að hlusta á þessa plötu og þarf jafnvel að leggjast fyrir) ... Í sem stystu máli er Theory of Machines það áhrifamesta sem undirritaður hefur heyrt í ár.“ Platan kom út í desember hér- lendis en hefur verið að koma út ann- ars staðar á síðustu mánuðum. Platan hefur fengið, auk umsagnanna hér að framan, frábæra dóma hjá miðlum eins og Boomkat, BBC, Vice Magaz- ine, Stylus Magazine og Uncut. Skrýtið „Þetta er skrýtið. Ég viðurkenni það,“ segir Ben um alla þessa dóma. „Þetta er bara eitthvað sem ég var ekkert að gera ráð fyrir. Ég er vanur því að gefa út plötur og fá engin við- brögð, eða takmörkuð a.m.k. Nú eru allir í skýjunum hins vegar. Tveir dómar hafa verið neikvæðir, en af- skaplega vel skrifaðir og ég er sam- mála því sem þeir eru að setja út á. En ég hef alltaf tekið þessu bara eins og það er. Mér er raunverulega sama hvort það er verið að mæra mig eða rústa mér, það hefur engin áhrif á það hvernig ég haga mínum störf- um.“ Dreifingin hjá Bedroom Comm- unity virðist skotheld, því að dómar um plötuna hafa verið að hrannast upp. Ben segir að hann og helstu samstarfsmenn hans þar, þeir Val- geir Sigurðsson og Nico Muhly hafi unnið í meira en ár að því að stand- setja útgáfuna almennilega áður en nokkuð hafi komið út. Ben hitti Val- geir fyrst úti í Ástralíu, og átti sá fundur eftir að verða afdrifaríkur. „Þetta var 2000 eða 2001. Fyrrver- andi umboðsmaður minn kom á fundi á milli okkar. Við áttum víst að ræða listir og semja tónlist saman en við fórum á barinn í staðinn og spjöll- uðum. Við héldum sambandi eftir það og svo þegar ég kom til Íslands í fyrsta skipti árið 2003 unnum við saman. Það var þá sem ég fann að ég hér vildi ég vera. Ég eignaðist mikið af vinum á stuttum tíma og fann sterka tengingu við land og þjóð. Það er eitthvað í mínu fari sem smell- passar við Ísland – og eitthvað í fari Íslendinga sem smellpassar við mig.“ Ben segist eðlilega hafa orðið hissa á þessari uppgötvun. „Það var samt ekki eins og ég hafi verið að leita að afsökun fyrir því að koma mér frá Ástralíu en um leið var engin ástæða fyrir mig að vera þar áfram. Vinna mín sem listamaður var ekki að fá neinn hljómgrunn þar og umhverfið óhollt þannig. Lista- mannsþörfum mínum var ekki full- nægt.“ Ben nam myndlist eftir mennta- skóla í Adelaide, sem er stærsta borgin í Suður-Ástralíu. Skólinn þar er mjög virtur og Ben stóð fast á því að hasla sér völl í myndlistarheim- inum. Tónlistin var þó alltaf með, en hann lærði ungur á píanó og gítar. „Mér datt samt aldrei í hug að hún yrði að einhverju „aðal“. En það tók mig ekki nema ár að hverfa frá myndlistinni sem aðalfagi. Ég hugsa engu að síður mjög myndrænt í því sem ég er að gera.“ Ben hætti sem- sagt í skólanum og fór að vinna í plötubúð. „Dvölin þar hafði jákvæð áhrif á mig. Ég var að vinna í stórri óháðri búð og kynntist ógrynni af tónlist og opnaðist mikið.“ Hann flutti síðan aft- ur til Melbourne, fór í háskóla þar (RMIT) og lærði tónsmíðar og hljóð- fræði. „Meðfram náminu var ég kom- inn með eitthvað í gang sem hægt er að kalla feril. Ég gaf út nokkrar plöt- ur. Fyrsta platan, Music For Sad Children, kom út 2001. Þá var ég 21 árs. Ég tók hana upp í svefnherberg- inu mínu, bjó umslagið til sjálfur og gaf sjálfur út. Svo var það Steel Wo- und (2003) þar sem ég kanna mögu- leika gítarsins. Það voru fyrstu til- raunir mínar með „einangrun“ sem einslags ástand til að semja í. Ég tók hana upp í húsi lengst uppi í sveit, var þar aleinn í tvær vikur ásamt fjöldan- um öllum af mögnurum. Svo vann ég með hávaðann.“ Ben flutti skylt verk á dögunum í Listasafni Íslands – Hafnarhúsi, en þar komu við sögu sex gítarleikarar sem hann Ben lék á eins og hljóðfæri. Þá kom platan School of Emotional Engineering út árið 2004, plata sem hófst sem sólóverk en end- aði sem samnefnd plata hljómsveitar. Hringur Ben er fær upptökumaður og hefur tekið upp íslenska listamenn eins og Daníel Ágúst, Steintrygg, Skúla Sverrisson og Kiru Kiru en einnig er- lenda tónlistarmenn eins og til dæmis hina bandarísku Stars Like Fleas, sem gaf út hina stórgóðu plötu Sun Lights Down on the Fence árið 2003, en plata sú er Ben vann að er vænt- anleg. „Nú, þetta var það sem ég lærði,“ segir Ben. „En lærdómurinn kom eft- ir á einhvern veginn. Ég hafði verið að fikta mig áfram alla tíð og svo þeg- ar ég fór í námið þá var þetta mikið: „Ó, það er svona sem þetta virkar ná- kvæmlega.“ Valgeir Sigurðsson lof- aði Ben vinnu ef hann kæmi til Ís- lands og hann hefur verið að vinna mikið í Gróðurhúsinu, hljóðveri hans. „Þar með steig maður inn í ákveð- inn hring af fólki og ég kynntist mörgum vel, og það mjög fljótt. En samt hefur það bara verið nýlega sem mér hefur fundist ég vera að tengjast inn í samfélag listamanna hér á landi. Það hefur haft dálítið með það að gera að platan [Theory of Machines] kom út. Hún hefur kynnt mig til sög- unnar sem listamann en margir þekkja mig kannski bara sem einn af þessum á barnum.“ Ben segir sam- félag grasrótartónlistarmanna á Ís- landi afskapleg þétt, vegna smæðar þess, og fólk sé í tónlistinni af réttum ástæðum. „Það sem ég hef þó sér- staklega tekið eftir hér á landi er hversu vel íslensku tónlistarmenn- irnir styðja við hvor annan þegar ein- hver gefur eitthvað út. Nær allir vinir mínir hér hafa farið út í búð og keypt plötuna mína.“Ben var í Madríd á dögunum á listahátíðinni Madrid Abierto en þar var hann með hljóð- innsetningu. Tónlist lék um sex bý- flugnabú. Verkefnin skortir hann ekki og kraftar hans eru eftirsóttir. „Já, flæðið er stöðugt,“ segir hann. „Ég ferðast mikið og er að setja upp alls kyns verk. En um leið hlæ ég taugaóstyrkum hlátri að því að ég hef ekki gert mikið af hlutum hér á landi, þar sem ég bý. Það er þá nóg fram- undan. Kvikmyndatónlist, upp- tökustjórnun, tónleikaferðalög, vinna fyrir ástralskan listdansflokk o.fl. „Ég er með ýmsar hugmyndir í gangi. Ég er t.d. í sambandi við sænska þungarokksveit sem er vel klikkuð. Hún heitir Crowpath og er frá Malmö, allsvakalega teknísk og með brjálaðar kaflaskiptingar. Í júní verð ég með verk á hátíð í Manchest- er, sem ég er að vinna með Veð- urstofunni. Ég nýti mér jarð- skjálftamæla í það.“ Morgunblaðið/Kristinn FRÝS Í ÆÐUM BLÓÐ ÁSTRALINN BEN FROST HEFUR VERIÐ BÚSETTUR HÉR Á LANDI Í UM TVÖ ÁR, EN HANN FANN ÞESSA RÉTTU „HEIMAHAGA“ SÍNA FYRIR HÁLFGERÐA TILVILJUN. HANN HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI AÐ UNDANFÖRNU, BÆÐI HÉR HEIMA OG ERLENDIS FYRIR PLÖTUNA THEORY OF MACHINES, SEM GEFIN ER ÚT AF BEDROOM COMMUNITY, ÚTGÁFA SEM HANN OG TÓNLIST- ARMAÐURINN VALGEIR SIGURÐSSON SETTU UPP ÁSAMT FLEIRUM. www.ethermachines.com mys- pace.com/theghostofbenfrost Strengjasextett Ben Frost samdi verk fyrir sex gítara sem var flutt á tón- leikum Hlaupanótunnar í Listasafni Reykjavíkur fyrr á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.