Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 60
Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Aðstæður við Kára- hnjúka breytast hratt þessa dagana. VINNA hófst við gólf brúarinnar á yfirfalli Hálslóns nú fyrir helgi, en brúin er ætluð fyrir bíla og tæki til að menn komist bakka á milli þegar vatn rennur um yfirfallsrennuna úr lóninu. Bráðabirgðabrú var byggð yfir Jöklu ofan stíflunnar þegar framkvæmdir hófust en henni var lokað þegar byrjað var að fylla lón- ið. Nýja brúin verður varanleg. Að sögn Sigurðar Arnalds, upp- lýsingafulltrúa Kárahnjúkavirkj- unar, ætti brúin að vera tilbúin síð- sumars en almennri umferð verður ekki hleypt um hana fyrr en í haust þegar öllum frágangi er lokið. Þetta er gert af öryggisástæðum, en hann segir að nokkuð hafi verið um að fólk hunsi aðvörunarskilti og keyri inn á vinnusvæðið til að skoða sig um. Þess verði gætt að hleypa ekki umferð á brúna fyrr en óhætt þykir. Brú steypt við Kárahnjúka SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 18°C | Kaldast 12°C  Hæg austlæg eða breytileg átt. Sums staðar skýjað við ströndina. Annars léttskýjað. » 8 ÞETTA HELST» Vestfirskt vonleysi  Búist er við að Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra kynni ákvörðun sína um veiðiheimildir á þriðjudag. Í fyrsta hluta greina- flokks Agnesar Bragadóttur kemur m.a. fram að Vestfirðingar gagnrýna fiskveiðiráðgjöf Hafró harðlega. Vonleysi virðist ríkja á Vestfjörðum. » Forsíða Frekari sameining?  Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra telur að Framsókn- arflokkurinn eigi eftir að renna sam- an við Samfylkinguna eftir fjögur til átta ár. Samfylking og Framsókn geti m.a. sameinast um frjálslyndi, félagshyggju og jöfnuð án öfga. » Forsíða Ný lög í gildi í dag  Tryggingastofnun ríkisins hefur nú sent bréf til 26.000 ellilífeyr- isþega eldri en 70 ára, en breytt lög um almannatryggingar taka gildi í dag. Breytingin felur í sér að at- vinnutekjur 70 ára og eldri munu ekki skerða tryggingabætur. » 2 60% útilokuð  Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ, vill að sveitarfélagið nýti forkaupsrétt á Hitaveitu Suðurnesja, en Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar, hefur lýst því yfir að áhugi sé þar á bæ á kaupum á hlut í HS. Ásgeir Margeirsson, for- stjóri Geysis Green Energy, segir útilokað að Hafnfirðingar geti eign- ast 60% hlut í HS, þar sem Reykja- nesbær hefur lýst yfir að hann muni nýta forkaupsrétt sinn ef önnur sveitarfélög ætli að gera það. » 4 SKOÐANIR» Forystugreinar: Óvissa í sjávar- byggðum | Reykjavíkurbréf Staksteinar: Arðsvon í orku Ljósvaki: Játningar og … UMRÆÐAN» Kynjóttur launamunur Nýr styrktarsjóður við HÍ Orlofsuppbót á næsta leiti Þetta helst … Rannsókn og refsimeðferð … Hrunadansinn dunar dátt … Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum Það hriktir í Hafnarfirði ATVINNA » SJÓNVARP» Verður Victoria Beckham ljót? » 59 Í kjölfar Sicko virð- ast ýmsir vestra vilja þegja Michael Moore í hel. Nú fær hann ekki einu sinni afgreiðslu. » 59 KVIKMYNDIR» Erfitt hjá Moore KVIKMYNDIR» Þjóðverjar ósáttir við Tom Cruise. » 54 BÓKMENNTIR» Grass talar um fjölmiðla- fárið og fortíðina. » 57 Bandaríska sveitin The National býður upp á hátimbraða sunnudagstónlist á breiðskífunni Boxer. » 56 Dramatískt og dapurlegt TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hreinsa mannorð mitt með … 2. Piltur sem lenti í sjálfheldu … 3. Breskur unglingur í …fangelsi … 4. Morðhótunum rignir yfir … BÖRN og unglingar sem taka þátt í árlegu móti Sjóstangaveiðifélags Akureyrar (Sjóak) í Grímsey veiddu vel á föstudaginn. Hér er verið að hella aflanum í fiskikar. Um 100 manns taka þátt í mótinu og í gær átti fullorðna fólkið að fá að spreyta sig. Logn og blíða var í Grímsey snemma í gærmorgun en að sögn heimamanna var þoka eitt- hvað farin að læðast um, ekki var þó víst að hún yrði til trafala. Sjóak heldur innanfélagsmót í Grímsey ár hvert. Flestir minni bátar í eynni eru notaðir við veið- ina, auk báta úr landi, og yfirleitt eru 5-7 stangir á bát. Mótinu lýkur í kvöld með grillveislu og balli í fé- lagsheimilinu og afhendingu verð- launa. Sjóstangaveiði er geysi- vinsæl hérlendis og þúsundir jafnt Íslendinga sem erlendra ferða- manna stunda hana á hverju sumri. Sjóstangaveiði nýtur sífellt meiri vinsælda Gott fisk- irí á stöng í Grímsey Morgunblaðið/Sigurður Ægisson HAGKVÆMNIATHUGUN stendur yfir á mögulegum fríverslunarsamn- ingi á milli Indlands og EFTA, sem Ísland á aðild að. P. Chidambaram, fjármálaráðherra Indlands, segist vera nokkuð bjartsýnn á að samning- ar takist. Von er á niðurstöðum nefndarinnar í nóvember og munu ríkisstjórnir landanna þá taka til at- hugunar hvort komist verður að sam- komulagi. Umsvif indverskra fjárfesta er- lendis aukast stöðugt og er nú svo komið að þeir fjárfesta meira í Bret- landi en Bretar á Indlandi. „Sú þróun mun halda áfram,“ segir Chidamb- aram. „Indversk fyrirtæki taka í ört vaxandi mæli þátt í hnattvæðingunni og leita fjárfestingartækifæra á flest- um sviðum viðskiptalífsins.“ Indverskt sendiráð? Lítið hefur hinsvegar verið um að indverskir fjárfestar beini sjónum sínum að Íslandi. „Hvað Ísland varð- ar er lítið um indverskar fjárfesting- ar að segja, en það er ljóst að þar munu menn horfa til tækifæra sem kunna að opnast í lyfjageiranum, tölvutækni, upplýsingatækni og líf- tækni. Þetta eru allt greinar sem ind- verskir fjárfestar horfa til.“ Það hefur ekki farið framhjá fjár- málaráðherranum að íslensk fyrir- tæki eru þegar farin að hasla sér völl á Indlandi og hann tekur slíku frum- kvæði fagnandi. „Actavis hefur til dæmis þegar keypt tvö lyfjafyrirtæki á Indlandi og Sæplast hefur sett upp tvær verksmiðjur. Það er því ljóst að íslensk fyrirtæki eru að sækja fram á Indlandi, hvort sem það er með yf- irtökum og samrunum eða innri vexti. Ég hef bent sérstaklega á að Íslendingar eigi að vinna með Ind- verjum í sjávarútvegi og á sviði end- urnýjanlegrar orku. Þar eru miklir möguleikar á Indlandi og dyrnar standa opnar fyrir íslensk fyrirtæki.“ Chidambaram segir stofnun sendi- ráðs á Íslandi hafa verið til umræðu á Indlandi og að stjórnvöld séu komin „afar langt í því ákvörðunartöku- ferli“. Gagnkvæm tækifæri  Nokkur bjartsýni á að fríverslunarsamningar takist  Tækifæri í sjávarútvegi og á sviði endurnýjanlegrar orku Í HNOTSKURN »Strandlengja Indlands er 7þúsund kílómetrar og fisk- veiðilögsagan 2 milljónir ferkíló- metra. Milljónir reiða sig á fisk- veiðar, en sjávarútvegurinn er ekki mjög tæknivæddur. » Indland er fjórði stærstiframleiðandi lyfja í heim- inum ef horft er til magns en í verðmætum talið er Indland mun neðar á listanum, því lyfin eru af- ar ódýr. »Það er til marks um upp-ganginn að í hverjum mánuði seljast sex milljónir farsíma á Indlandi. Morgunblaðið/ÞÖK Indland P. Chidambaram fjármála- ráðherra hvetur til fjárfestinga.  Þá munu allir | 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.