Morgunblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 60
Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Aðstæður við Kára- hnjúka breytast hratt þessa dagana. VINNA hófst við gólf brúarinnar á yfirfalli Hálslóns nú fyrir helgi, en brúin er ætluð fyrir bíla og tæki til að menn komist bakka á milli þegar vatn rennur um yfirfallsrennuna úr lóninu. Bráðabirgðabrú var byggð yfir Jöklu ofan stíflunnar þegar framkvæmdir hófust en henni var lokað þegar byrjað var að fylla lón- ið. Nýja brúin verður varanleg. Að sögn Sigurðar Arnalds, upp- lýsingafulltrúa Kárahnjúkavirkj- unar, ætti brúin að vera tilbúin síð- sumars en almennri umferð verður ekki hleypt um hana fyrr en í haust þegar öllum frágangi er lokið. Þetta er gert af öryggisástæðum, en hann segir að nokkuð hafi verið um að fólk hunsi aðvörunarskilti og keyri inn á vinnusvæðið til að skoða sig um. Þess verði gætt að hleypa ekki umferð á brúna fyrr en óhætt þykir. Brú steypt við Kárahnjúka SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 18°C | Kaldast 12°C  Hæg austlæg eða breytileg átt. Sums staðar skýjað við ströndina. Annars léttskýjað. » 8 ÞETTA HELST» Vestfirskt vonleysi  Búist er við að Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra kynni ákvörðun sína um veiðiheimildir á þriðjudag. Í fyrsta hluta greina- flokks Agnesar Bragadóttur kemur m.a. fram að Vestfirðingar gagnrýna fiskveiðiráðgjöf Hafró harðlega. Vonleysi virðist ríkja á Vestfjörðum. » Forsíða Frekari sameining?  Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra telur að Framsókn- arflokkurinn eigi eftir að renna sam- an við Samfylkinguna eftir fjögur til átta ár. Samfylking og Framsókn geti m.a. sameinast um frjálslyndi, félagshyggju og jöfnuð án öfga. » Forsíða Ný lög í gildi í dag  Tryggingastofnun ríkisins hefur nú sent bréf til 26.000 ellilífeyr- isþega eldri en 70 ára, en breytt lög um almannatryggingar taka gildi í dag. Breytingin felur í sér að at- vinnutekjur 70 ára og eldri munu ekki skerða tryggingabætur. » 2 60% útilokuð  Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ, vill að sveitarfélagið nýti forkaupsrétt á Hitaveitu Suðurnesja, en Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar, hefur lýst því yfir að áhugi sé þar á bæ á kaupum á hlut í HS. Ásgeir Margeirsson, for- stjóri Geysis Green Energy, segir útilokað að Hafnfirðingar geti eign- ast 60% hlut í HS, þar sem Reykja- nesbær hefur lýst yfir að hann muni nýta forkaupsrétt sinn ef önnur sveitarfélög ætli að gera það. » 4 SKOÐANIR» Forystugreinar: Óvissa í sjávar- byggðum | Reykjavíkurbréf Staksteinar: Arðsvon í orku Ljósvaki: Játningar og … UMRÆÐAN» Kynjóttur launamunur Nýr styrktarsjóður við HÍ Orlofsuppbót á næsta leiti Þetta helst … Rannsókn og refsimeðferð … Hrunadansinn dunar dátt … Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum Það hriktir í Hafnarfirði ATVINNA » SJÓNVARP» Verður Victoria Beckham ljót? » 59 Í kjölfar Sicko virð- ast ýmsir vestra vilja þegja Michael Moore í hel. Nú fær hann ekki einu sinni afgreiðslu. » 59 KVIKMYNDIR» Erfitt hjá Moore KVIKMYNDIR» Þjóðverjar ósáttir við Tom Cruise. » 54 BÓKMENNTIR» Grass talar um fjölmiðla- fárið og fortíðina. » 57 Bandaríska sveitin The National býður upp á hátimbraða sunnudagstónlist á breiðskífunni Boxer. » 56 Dramatískt og dapurlegt TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hreinsa mannorð mitt með … 2. Piltur sem lenti í sjálfheldu … 3. Breskur unglingur í …fangelsi … 4. Morðhótunum rignir yfir … BÖRN og unglingar sem taka þátt í árlegu móti Sjóstangaveiðifélags Akureyrar (Sjóak) í Grímsey veiddu vel á föstudaginn. Hér er verið að hella aflanum í fiskikar. Um 100 manns taka þátt í mótinu og í gær átti fullorðna fólkið að fá að spreyta sig. Logn og blíða var í Grímsey snemma í gærmorgun en að sögn heimamanna var þoka eitt- hvað farin að læðast um, ekki var þó víst að hún yrði til trafala. Sjóak heldur innanfélagsmót í Grímsey ár hvert. Flestir minni bátar í eynni eru notaðir við veið- ina, auk báta úr landi, og yfirleitt eru 5-7 stangir á bát. Mótinu lýkur í kvöld með grillveislu og balli í fé- lagsheimilinu og afhendingu verð- launa. Sjóstangaveiði er geysi- vinsæl hérlendis og þúsundir jafnt Íslendinga sem erlendra ferða- manna stunda hana á hverju sumri. Sjóstangaveiði nýtur sífellt meiri vinsælda Gott fisk- irí á stöng í Grímsey Morgunblaðið/Sigurður Ægisson HAGKVÆMNIATHUGUN stendur yfir á mögulegum fríverslunarsamn- ingi á milli Indlands og EFTA, sem Ísland á aðild að. P. Chidambaram, fjármálaráðherra Indlands, segist vera nokkuð bjartsýnn á að samning- ar takist. Von er á niðurstöðum nefndarinnar í nóvember og munu ríkisstjórnir landanna þá taka til at- hugunar hvort komist verður að sam- komulagi. Umsvif indverskra fjárfesta er- lendis aukast stöðugt og er nú svo komið að þeir fjárfesta meira í Bret- landi en Bretar á Indlandi. „Sú þróun mun halda áfram,“ segir Chidamb- aram. „Indversk fyrirtæki taka í ört vaxandi mæli þátt í hnattvæðingunni og leita fjárfestingartækifæra á flest- um sviðum viðskiptalífsins.“ Indverskt sendiráð? Lítið hefur hinsvegar verið um að indverskir fjárfestar beini sjónum sínum að Íslandi. „Hvað Ísland varð- ar er lítið um indverskar fjárfesting- ar að segja, en það er ljóst að þar munu menn horfa til tækifæra sem kunna að opnast í lyfjageiranum, tölvutækni, upplýsingatækni og líf- tækni. Þetta eru allt greinar sem ind- verskir fjárfestar horfa til.“ Það hefur ekki farið framhjá fjár- málaráðherranum að íslensk fyrir- tæki eru þegar farin að hasla sér völl á Indlandi og hann tekur slíku frum- kvæði fagnandi. „Actavis hefur til dæmis þegar keypt tvö lyfjafyrirtæki á Indlandi og Sæplast hefur sett upp tvær verksmiðjur. Það er því ljóst að íslensk fyrirtæki eru að sækja fram á Indlandi, hvort sem það er með yf- irtökum og samrunum eða innri vexti. Ég hef bent sérstaklega á að Íslendingar eigi að vinna með Ind- verjum í sjávarútvegi og á sviði end- urnýjanlegrar orku. Þar eru miklir möguleikar á Indlandi og dyrnar standa opnar fyrir íslensk fyrirtæki.“ Chidambaram segir stofnun sendi- ráðs á Íslandi hafa verið til umræðu á Indlandi og að stjórnvöld séu komin „afar langt í því ákvörðunartöku- ferli“. Gagnkvæm tækifæri  Nokkur bjartsýni á að fríverslunarsamningar takist  Tækifæri í sjávarútvegi og á sviði endurnýjanlegrar orku Í HNOTSKURN »Strandlengja Indlands er 7þúsund kílómetrar og fisk- veiðilögsagan 2 milljónir ferkíló- metra. Milljónir reiða sig á fisk- veiðar, en sjávarútvegurinn er ekki mjög tæknivæddur. » Indland er fjórði stærstiframleiðandi lyfja í heim- inum ef horft er til magns en í verðmætum talið er Indland mun neðar á listanum, því lyfin eru af- ar ódýr. »Það er til marks um upp-ganginn að í hverjum mánuði seljast sex milljónir farsíma á Indlandi. Morgunblaðið/ÞÖK Indland P. Chidambaram fjármála- ráðherra hvetur til fjárfestinga.  Þá munu allir | 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.