Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 26
stjórnmál 26 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ E falaust hefur það mótað nýjan viðskiptaráð- herra, Björgvin G. Sig- urðsson, að hann ólst upp í Búrfellsvirkjun, sem þá var mesta fram- kvæmd á Íslandi. Þar mættust nýi og gamli tíminn því skammt frá virkjuninni er Þjóðveld- isbærinn í Þjórsárdal, sem Björgvin rak um tíma. Þó að mannvirkin séu ólík að gerð, þá er stórhugurinn sá sami. Og ekki hefur sljákkað í Íslendingum síðan ef marka má atganginn í viðskiptalífinu. Björgvin er menntaður í sögu og heimspeki og býr á Skarði í Gnúpverjahreppi. Þaðan fylg- ist hann ekki aðeins með íslensku viðskiptalífi heldur er hann áhugamaður um bresk stjórn- mál og nýkominn úr ferð á leiðtogaþing Verka- mannaflokksins, þar sem Gordon Brown tók við formennsku af Tony Blair. „Blair var ekki hefðbundinn leiðtogi Verka- mannaflokksins,“ segir Björgvin. „Hann fór inn á miðjuna og rak nokkuð óhefðbundna póli- tík fyrir klassískan Verkamannaflokk, sem hafði verið býsna sósíalískur í gamla daga. Fyr- ir vikið náðu vinsældir hans langt út fyrir hefð- bundnar raðir flokksins. Það verður engin grundvallar stefnubreyting með Brown heldur rekur hann áfram frjálslynda jafnaðarstefnu. Ég held að grunnurinn að velgengni flokks- ins, sem eigi eftir að tryggja þeim sigur í næstu kosningum, fjórða kjörtímabilið í röð, liggi í traustri efnahagsstefnu og miklum fé- lagslegum fjárfestingum. Ef almenningur treystir Verkamannaflokknum á því sviði og flokknum tekst að reka heiðarlega pólitík, forð- ast spillingu, þá treystir fólk flokknum líka fyr- ir velferðarmálunum. Margrét Thatcher náði merkilegum árangri á sumum sviðum, s.s. með tímabærri einkavæðingu stofnana og lækkun skatta á fyrirtæki. Hún hleypti lífi í atvinnulífið og stuðlaði að stöðugleika og uppgangi. Blair og Brown höfðu vit á því að hrófla ekki við því þegar þeir komust til valda heldur byggja ofan á, – blanda saman því besta úr stefnu Verka- mannaflokksins og Íhaldsflokksins.“ Gott að vita hvar menn standa – Hvernig finnst þér ríkisstjórnarsamstarfið fara af stað við „frjálshyggjuúlfinn í velferð- argærunni“, eins og þú nefnir Sjálfstæðisflokk- inn? Þú hefur lýst því sem „vopnuðum frið stór- veldanna“. „Þarna taka saman höndum stóru flokkarnir í íslenskum stjórnmálum og það hefur komið í ljós á þessum fyrstu vikum að samstarfið geng- ur vel og er á jafnræðisgrunni. Maður finnur við ríkisstjórnarborðið að menn bera virðingu fyrir sjónarmiðum hvors annar og báðir geta unað sáttir við stjórnarsáttmálann. Þar er mik- ið af okkar stefnumálum og eins Sjálfstæðis- flokksins, lögð áhersla á velferðarmál, en einn- ig efnahagsmál og frjálslynd og róttæk mál. Mér finnst t.d. vera ríkari áhersla á umhverf- ismál í Samfylkingunni. En þetta kemur ekki þannig út að aflsmunur sé á flokkunum heldur eru þetta ólíkir jafningjar, sem hafa náð sáttum tímabundið, samkomulagi um að vinna saman. – Það gekk á ýmsu í aðdragandanum? „Ég held að aðdragandinn hafi verið heppi- legur fyrir báða flokkana. Þetta samstarf var í raun skrifað í skýin þegar búið var að telja og eftir fyrstu umræður foringja allra flokkanna. Ríkisstjórnin var í raun fallin, ég held að það viti allir, og mynduð var ný stjórn með stærsta þingmeirihluta í okkar sögu. Steingrímur J. Sigfússon útilokaði strax á fyrstu augnablik- unum þriggja flokka stjórn til vinstri undir for- ystu okkar með framgöngu sinni gagnvart Framsókn og ég held að hann hafi aldrei viljað þá stjórn. Þegar búið var að ryðja þeim mögu- leika af borðinu, þá er það að mörgu leyti já- Viðskiptafrelsi er Það er í mörg horn að líta hjá nýjum viðskiptaráðherra. Pétur Blöndal talaði við Björgvin G. Sigurðsson um samkeppni, eftirlit, neytenda- mál og frjálshyggjuúlfinn í velferðargærunni. Morgunblaðið/G.Rúnar Viðskiptaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson telur að íbúakosningar í sveitarfélögum eigi að vera undanfari ákvarðana um virkjanir og álver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.