Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR F yrst eru hér nokkur aðfaraorð til upp- lýsingar og glöggv- unar af Vís- indavefnum. En þar segir: „Elstu heimildir um spila- stokk í Evrópu eru frá 13. og 14. öld. Framan af voru spila- stokkar fátíðir en voru nógu út- breiddir þegar árið 1465 til að enskir framleiðendur vildu njóta opinberrar verndar gegn inn- flutningi þeirra. 52 spila stokkurinn er fransk- ur að uppruna og þróaðist frá Tarotspilum, sem bæði hafa ver- ið notuð til spádóma og leikja. Þau tákn og myndir sem notuð eru á spilin í dag eru þekkt allt aftur til 1543, í hönnun Jehan Henault frá Antwerpen. Árið 1712 var enskum spila- framleiðendum gert að merkja vöru sína með stimpli á spaða- ásnum. Þeirri skyldu var aflétt árið 1960 en hefð er enn fyrir sérstökum skreytingum á því spili. Árið 1860 framleiðir Charles Goodall nokkur í Bretlandi spil sem líkjast mjög því sem við þekkjum enn í dag – þó án talna í hornum. Mannspil hans voru spegluð um miðju svo þau litu eins út hvernig sem þau sneru. Hönnunin var að öðru leyti byggð á spilum prentarans De la Rue frá 1832.“ Svo er það hinn eiginlegi texti, sem ber yfirskriftina „Úr dagbók prests nokkurs ónefnds í Danmörku“. Og þar er ritað: „Í gamla daga átti fólk það til að segja í gamni: „Nú skulum við fletta svolítið í sálmabók- inni.“ Þetta þótti nokkuð skemmtilegur leikur. Þá höfðu spilin margs konar merkingu, ekki síður trúarlega en verald- lega. Trúræknir menn töldu þó allt til vorra tíma spilamennsku vera af hinu illa, og beinlínis syndsamlegt að stytta sér stundir með spilaleikjum. Nýlega rakst ég á gamla sögu hjá vini mínum, sem mig langar til þess að segja frá. „Hermaður var í kirkju. Meðan á guðsþjón- ustunni stóð tók hann upp spil og skoðaði þau nákvæmlega. Svo óheppilega vildi til, að einn af yfirmönnum hans var í kirkj- unni og sá til hans. Kærði hann hermanninn fyrir herforingj- anum, en hann var enginn annar en sá sem síðar varð Friðrik konungur sjöundi. Hermaðurinn var tekinn til yfirheyrslu þegar í stað. Hann sagði prinsinum að hann hefði aldrei lært að lesa, en móðir sín hefði kennt sér, hvað spilin táknuðu. Prinsinn vildi fá nánari skýr- ingu á því, og fékk hana skil- merkilega hjá hermanninum. Hann sagði: „Þegar ég sé Ás minnir það mig á, að það er bara einn Guð og hann hefur skapað himin og jörð. Tvistur segir mér, að Jesús sé bæði guðlegur og mannlegur. Þristur segir mér, að það séu þrjár persónur í trúnni, Faðir, sonur og heilagur andi. Fjarkinn minnir mig á guð- spjöllin, Mattheusar-, Mark- úsar-, Lúkasar- og Jóhannesar- guðspjall. Fimman táknar fimm krafta- verk Jesú. Sexan segir mér, að það séu sex vinnudagar í vikunni. Sjöan að halda hvíldardaginn heilagan. Áttan að það voru aðeins átta sem komust af í Syndaflóðinu. Nían segir frá því, þegar Jes- ús læknaði tíu líkþráa og níu voru vanþakklátir. Laufagosann setti hermað- urinn til hliðar og sagði að hann væri einskis nýtur. Kóngarnir táknuðu vitringana þrjá frá Austurlöndum, sem til- báðu Jesúbarnið. Drottningarnar táknuðu Mar- íu mey og konurnar þrjár sem fóru til grafarinnar. Gosarnir þrír voru böðlarnir sem krossfestu Jesú. Það eru 12 mannspil í spil- unum og jafnmargir mánuðir í einu ári. Spilin eru 52 og jafnmargar vikur eru í árinu. Það eru 365 punktar í spil- unum eins og dagarnir í einu ári. Lauf þýðir kross Krists. Spaði gröf hans. Tígull höfuðáttirnar fjórar. Hjarta segir að maður eigi að sækja kirkju af trú og gleði.“ „Gott,“ sagði prinsinn, „en hvað með laufagosann?“ „Jú, hann táknar Júdas, sem sveik Jesú – eða yfirmanninn, sem kærði mig,“ svaraði her- maðurinn. Honum var ekki refsað, held- ur var honum launað fyrir út- skýringarnar á spilunum, sem hinn hái herra hafði aldrei heyrt fyrr.“ Spilin Spilastokkur er til margra hluta brúklegur eins og hvert mannsbarn veit. Þó rakst Sigurður Ægisson á dálítið á Netinu sem verður að telj- ast harla óvenjuleg notkun, fljótt á litið, en snilldarleg í raun og veru ef grannt er skoðað. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA Því var nú þannig far- ið að ég var í skóla er- lendis þegar þær stór- kostlegu fréttir bárust að von væri á lítilli manneskju. Systir mín átti von á barni og nýr kafli var að hefjast í fjölskyldunni. Ég var að verða „alvöru“ frændi. Þá var ég rétt rúmlega tvítugur og satt best að segja afskaplega fáfróður um börn og kannski lífið sjálft. Ég kom til landsins síðla nætur og stefnan var tekin á Goðatúnið. Þótti mér sjálfsagt að vekja foreldra þína og loksins, eftir langt ferðalag, stóð ég yfir vöggunni þinni. Það var ekki um að villast. Þú varst það stórkost- legasta undur sem ég hafði augum lit- ið. Hugboð mitt var einnig rétt. Hér eftir yrði allt gott og lífið áhyggjulaus leikur. Í eigingirni minni gleymdi ég foreldrum þínum, öfum og ömmum, og jú, einhverja aðra frændur og frænkur áttir þú víst líka. Ég hélt að þú, litla frænka, værir handa mér. Þegar vikur, mánuðir og ár liðu varð þessi aðdáun gagnkvæm. Palli frændi gat allt. Palli frændi var flottastur. Það var ekkert sem hann ekki gat lagað eða leyst. Með árunum komst betra jafnvægi á þessa taumlausu hrifningu okkar hvors til annars og svo var það víst tilfellið að það voru víst fleiri í heiminum en Palli frændi. Seinna meir varð það síðan hlut- skipti okkar beggja að læra að taka einn dag í einu. Þeir sem taka einn dag í einu eiga það sameiginlegt t.a.m. með mönnum sem komast lífs af úr sjávarháska, þeir bindast óhjá- kvæmilega böndum. Að taka einn dag í einu er að feta hlykkjóttan slóða með sigra í hverju spori en líka hættur. Þú vannst marga stórkostlega sigra. Þú gekkst þennan slóða árum saman öruggum skrefum. En á göngu þinni var ráðist aftan að þér. Hið illa veigr- ar sér ekki við að nýta sér einu leið hugleysingjans og rolunnar. Það var ráðist að þér þar sem þú varst með öllu varnarlaus. Það finnst okkur svo grimmdarlegt. Það eigum við erfitt með að fyrirgefa. Fyrir stuttu mætti ég þér á götu- horni. Þú varst að fara til Mexíkó. Það geislaði af þér lífskrafturinn. Heim- urinn lá að fótum þér. Erfiðið var að baki og lífið beið eftir þér. Veröldin öll sveiflaðist með þér í takt. Þetta var svo augljóst að Palli frændi, lúinn á götuhorni, staddur í sínum hvers- dagsleika, fór bara í hnút á svo áhrifa- miklu augnabliki. En þarna knúsaði ég þig og kvaddi í síðasta sinn. Elsku frænka, hefði ég vitað að þú værir að fara svona langt hefði ég ekki sleppt þér. Þá stæðum við kannski enn á þessu götuhorni á Rauðarárstígnum. Krummi litli, frændi þinn, bað og bað Guð um kraftaverk. Hann sagðist aldrei hafa beðið Guð um neitt svona mikilvægt áður. Afi og fjöldinn allur af fólki bað Guð líka um kraftaverk. En Guð sagði: „Nei.“ Það skilur Krummi ekki. Afi skilur það ekki heldur og við hin enn síður. Elsku hjartans frænka. Þakka þér fyrir þessa stuttu stund sem við feng- um að hafa þig og eina huggun okkar er sú að í raun erum við einungis að kveðja í bili. Páll frændi, Bryndís, Unnur Aníta, Stefán Birgir, Benedikt Arnar, Hrafn Jökull, Regína Greta og Páll Jökull. Elsku uppáhaldsfrænkan mín. Ég sit hér eftir agndofa. Hlátur þinn sönglar í höfðinu á mér og fallegu augin þín og stóra brosið þitt er það fyrsta sem ég sé þegar ég hugsa um þig. Ég sé það og heyri skýrt. Ég hef lítið annað hugsað um síð- ustu daga en þig elsku Susie og allar stundirnar sem við áttum saman í Susie Rut Einarsdóttir ✝ Susie Rut Ein-arsdóttir fæddist hinn 14. febrúar 1985 í Reykjavík. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala mánu- daginn 18. júní síð- astliðinn og var jarð- sungin frá Hallgrímskirkju 26. júní. æsku. Við vorum prakkarar, óþekktuð- umst saman og gátum leikið okkur enda- laust. Í kjallaranum hjá ömmu og afa í Akraselinu gátum við alltaf fundið okkur eitthvað til dundurs og sennilega þekkti enginn geymsluna og dótið sem þar var eins vel og við. Þú varst alltaf eldklár og gáfuð og þér gekk alltaf vel í skóla. Ég minnist þess oft hve mikinn áhuga þú hafðir á gengi mínu í skóla og spurðir oft mömmu út í einkunnir mínar og hvort ég væri ekki alveg örugglega nógu duglegur að læra. Svona varst þú Su- sie, alltaf að hugsa um velferð ann- arra. Þegar þú veiktist hugsaði ég að þetta væri nú eitthvað sem þú hristir af þér og kæmist í gegnum. Alveg fram á síðustu stundu hélt ég í vonina og trúði ekki að þetta væri að gerast. Að kynnast þér og hafa átt þig sem frænku eru forréttindi. Ég sakna þín sárt og mun alltaf minnast þín. Guð geymi þig elsku frænka. Þinn frændi, John Kristinn. Elsku Susie Rut mín. Ég á alveg óskaplega erfitt með að hugsa til þess að ég muni ekki heyra dillandi hláturinn frá þér lengur. Að ég þurfi að sitja frammi með fullorðna fólkinu í fjölskylduboðum en ekki skvettast með þér í einhverju horn- inu, fara yfir strákamálin og hlæja að ónefndum bræðrum okkar sem oftar en ekki hafa reynt að komast inn í samræðurnar. Fyrstu minningarnar sem ég á af okkur saman eru þegar við vorum pínkupons í sandkassanum í Akraseli 3. Þegar ég í frekjukasti hellti fötu af sandi yfir hausinn á þér því þú vars svo hrikalega sæt og fékkst alla at- hyglina frá mömmu minni. Þú varst nú fljót að fyrirgefa það og við urðum perluvinkonur og áttum eftir að eiga margar góðar stundir saman. Hvort sem það var í kandíssykursjokki með hinum frændsystkinunum í Akraseli 35 að pirra Sverri frænda eða að lesa Laxness og hlusta á Gömlu Gufuna með ömmu Ingibjörgu. Við vorum líka frægar fyrir að vera heilmiklir innipúkar, vörðum heilu sumrunum innandyra í Hverafoldinni þó að úti væri bongóblíða. Vorum jú of full- orðnar til að vera úti að leika við litlu krakkana. Alltaf pössuðum við þó upp á að stinga af korteri fyrir fiðluæf- ingar. Mikið ofboðslega varðstu svo falleg og geislandi á útskriftardaginn þinn. Mér þótti líka svo vænt um að fá að eiga smáhlut í deginum með þér með því að sauma á þig kjólinn þinn. Ég vil bara segja þér, elsku Susie mín, hvað ég er stolt af því að vera frænka þín. Þú varst svo fordóma- laus, góð við alla, ofboðslega falleg stúlka og eldklár. Einstaklega lagin við að lýsa upp staði með brosinu þínu og nærveru. Það leið öllum vel í kringum þig. Ég ætla að passa sérstaklega vel upp á Sindra Snæ fyrir þig og knúsa mömmuna þína og hina í fjölskyld- unni þinni oft og mikið. Ég veit að amma Ingibjörg, afi Hálfdán og Hilmar frændi eru að hugsa um þig núna. Þú fylgist samt alltaf með okkur hinum og við í Hafr- anesættinni getum státað okkur af því að eiga fallegasta engilinn á himn- um. Við sjáumst svo bara seinna, elsku frænkan mín. Hvíl í friði, elsku Susie Rut mín. Þín frænka, Hildur Björk Yeoman. Elsku frænka mín. Það er svo skrítið að sitja hér og reyna að skrifa kveðjuorð til þín. Ég trúi þessu ekki enn, ég bíð eftir því að þú vaknir. Þetta er svo ósanngjarnt líf, það er svo ósanngjarnt að taka líf ungs fólks í blóma lífsins. Þú áttir eft- ir að gera svo margt. Ég man svo vel prakkarasvipinn á þér, brosið sem náði til augnanna og hláturinn sem smitaði alla aðra í kring. Þú varst líka svo rosalega klár stelpa og vel lesin, þú hafðir skoðanir á öllum málum strax ung að aldri. Þegar ég var að passa ykkur systk- inin í Hverafoldinni gátum við spjall- að mikið saman um bækur sem við vorum að lesa og ýmisleg háalvarleg mál. Í veikindum þínum undanfarnar vikur hefur þú sýnt óbilandi vilja- styrk til að halda lífi og ná markmið- um þínum, meðal annars að fara í há- skólanám nú í haust. Þú sýndir brúðkaupi mínu einnig mikinn áhuga, spurðir mikið um kjólinn og skipulag- ið fyrir daginn. Ég veit að þú varst búin að stefna að því að vera búin með sjúkrahúsdvöl þína fyrir þann dag og ætlaðir svo sannarlega að mæta. Elsku Susie Rut mín, þú mátt vita að mér þótti svo gaman að heyra hvað þú varst spennt yfir þessu með mér. Ég vildi óska þess svo heitt að þetta hefði farið öðruvísi og að þú yrðir með okk- ur á þessum degi, ég veit það líka að þú verður í huga okkar og hjarta á þessum degi sem og öllum öðrum dögum um ókomin ár. Elsku Susie Rut, ég veit að Guð hefur mikilvægara starf fyrir þig hin- um megin og það verður tekið vel á móti þér. Elsku Regína, Einar, Páll Fannar, Sindri Snær, Diljá Mist og Róbert, ykkar missir er sár, ég bið guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín frænka Stefanía Inga. Susie Rut var nemandi okkar í Álftamýrarskóla. Hún var elst fjög- urra systkina sem öll stunduðu nám við skólann. Allt frá fyrstu kynnum fór ekki fram hjá okkur að þarna var á ferð afburðagreind og hæfileikarík stúlka. Hún var fróð og óvanalega vel að sér í góðum bókmenntum og hafði hæfileika til að túlka og setja í sam- hengi, mjög rökföst og fylgdi skoð- unum sínum vel eftir. Þá bjó Susie Rut yfir næmum tónlistarhæfileika og spilaði á fiðlu. Auk alls þessa varð maður þess fljótt áskynja að hún bjó við afar gott atlæti heima fyrir þar sem foreldrar hennar tóku ríkan þátt í daglegu lífi barna sinna. Það má því vera ljóst að Susie Rut fór vel nestuð út í lífið. Þegar tók að líða á unglingsárin fór að bera á hvatvísi og þverlyndi, per- sónueiginleikum sem reynast mörg- um unglingnum erfiðir förunautar. Með sorg í hjarta verðum við að viðurkenna að við lok grunnskólans og í upphafi framhaldsskóla sáum við breytingar á Susie sem báru þess merki að hún hafði villst af leið. Næstu ár voru Susie Rut og fjöl- skyldu hennar afar erfið. Við fylgd- umst grannt með þrautagöngu fjöl- skyldu hennar til að reyna að leiða hana aftur inn á rétta braut. Allir sem fylgdust með hljóta að hafa fyllst að- dáun á þrautseigju foreldra hennar sem aldrei virtust láta sér detta í hug að gefast upp. Þau fylgdu henni sér- hvert skref og að lokum fóru þau að sjá árangur erfiðisins. Af dugnaði og með stuðningi fjölskyldu sinnar tókst Susie Rut að losa sig úr viðjum eitur- lyfjafíknarinnar. Hún dreif sig í skóla, lauk stúdentsprófi á tveimur árum í Hraðbraut og hafði sett sér fastmót- uð framtíðarmarkmið. Seint á síðasta ári ákvað hún að fara til Mexíkó að styrkja sig í spænsku áður en hún hæfi háskólanám í haust. Því miður hlaut dvölin í Mexíkó skjótan endi því Susie Rut sýktist alvarlega. Þegar hún lést lá hún enn á sjúkrahúsi að glíma við þessa sýkingu. Jafn gjöfult og skemmtilegt sem kennarastarfið getur verið er það þyngra en tárum taki að horfa á eftir nemanda í upphafi lífs síns. Susie Rut skilur eftir sig stórt skarð. Hún hafði allt til að bera til að njóta gæfu og gengis í lífinu, vel af guði gerð og um- vafin ástríkri fjölskyldu. Í mörgum samtölum okkar sagðist hún hlakka til framtíðarinnar og lét það óspart í ljós hvað lífið án vímuefna væri ynd- islegt og að hún ætlaði svo sannarlega að njóta þess og láta gott af sér leiða. Því er það enn erfiðara fyrir okkur að sætta okkur við fráfall hennar. Við biðjum góðan guð að styrkja og blessa fjölskylduna á þessum erfiðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.