Morgunblaðið - 02.07.2007, Page 1
Í HNOTSKURN
»Fjarðaál virðist hafa fylltAustfirðinga sóknarkrafti,
enda mun störfum beint og
óbeint fjölga um 1.000.
»Byggðirnar sem fjærst eruReyðarfirði horfa þó fram á
mikla erfiðleika með minnk-
andi veiðiheimildum.
»Um 120 manns starfa hjáEskju á Eskifirði, þar af um
40 í frystihúsinu. Þar eins og
víðar eru skiptar skoðanir um
ágæti kvótakerfisins.
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
EIGENDUR Eskju á Eskifirði,
hjónin Björk Aðalsteinsdóttir og
Þorsteinn Jónsson, undirbúa nú
sölu á öllum bolfiskkvóta fyrirtæk-
isins, samtals 4.600 þorskígildis-
tonnum.
Haukur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Eskju, segir í sam-
tali við Morgunblaðið í dag að hjón-
in hafi nýverið keypt Kristin
Aðalsteinsson, bróður Bjarkar, út
úr fyrirtækinu og fyrirhuguð sala
kvótans eigi m.a. að fjármagna þau
kaup.
„Meginhugsunin er sú að skipta
fyrirtækinu upp, þannig að bolfisk-
vinnslan verði sér fyrirtæki í eigu
annarra … og auðvitað er reynt
eftir megni að finna kaupendur
sem vilja vera hér í rekstri,“ segir
Haukur.
Breytingar í atvinnumálum
með Fjarðaáli
Eskja er með megnið af veiði-
heimildum sínum í uppsjávarfiski
og hefur á milli 70% og 80% af
tekjum sínum af uppsjávarveiðum
og vinnslu.
Með tilkomu Fjarðaáls í Reyð-
arfirði eru íbúar svæðisins í
Fjarðabyggð, einkum á Reyðar-
firði, Eskifirði, Neskaupstað og
Fáskrúðsfirði, á grænni grein hvað
varðar atvinnuástand, enda munu
hátt í eitt þúsund ný störf skapast,
eftir að Reyðarál er komið í fullan
gang.
Það eru firðirnir sem fjærst eru
Fjarðabyggð sem eiga í erfiðleik-
um og við niðurskurð á fiskveiði-
heimildum munu kröggur þeirra
bara aukast. Í Morgunblaðinu í
dag er rætt við Austfirðinga og
fjallað um viðhorf þeirra og at-
vinnuástand.
Firðirnir fjærst | 11
Undirbúa sölu á kvóta
Eskja á 4.600 tonna kvóta í bolfiski Fiskverkendur segja að 30% niður-
skurður á þorskveiðiheimildum jafngildi þriggja mánaða vinnustöðvun
STOFNAÐ 1913 178. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
ENDURKOMA CROFT
NÝIR, BREYTTIR, BETRUMBÆTTIR TÖLVULEIKIR
– DÓMAR OG UMFJÖLLUN >> 40
FJÓRÐUNGSMÓTIÐ
Á AUSTURLANDI
HESTAMENN
OG GÆÐINGAR >> 27
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÞAÐ hafa aldrei verið betri aðstæður fyrir
Íslendinga að flytja út mjólkurduft og ef
gengi krónunnar lækkar, eins og flestir spá
að gerist á næstunni, batna þær enn.
Ástæðan fyrir þessu er að heimsmark-
aðsverð á mjólk hefur hækkað mikið að
undanförnu og er nú í sögulegu hámarki.
Samkvæmt tölum frá bandaríska landbún-
aðarráðuneytinu hefur verð á smjöri hækk-
að um 95% það sem af er þessu ári og verð á
undanrennudufti hefur hækkað um 71%.
Ástæðan fyrir þessum hækkunum er
aukin eftirspurn í heiminum eftir mjólk-
urvörum samhliða miklum þurrkum í Ástr-
alíu. Nýja-Sjáland, sem er ásamt Ástralíu
mesta mjólkurframleiðsluland í heimi, virð-
ist ekki geta aukið framleiðsluna mikið
meira. Þó að sú mjólk sem seld er á alþjóð-
legum markaði sé ekki nema 8% af allri
mjólk sem framleidd er í heiminum leiðir
skortur á heimsmarkaði til þess að mjólk-
urverð hækkar á öllum mörkuðum.
Langan tíma tekur að auka framleiðslu á
mjólk og því bendir flest til að verðið eigi
áfram eftir að vera hátt.
Það er fleira sem stuðlar að hækkun á
mjólkurverði. Að undanförnu hefur sífellt
meira af korni verið notað til að framleiða
etanól til að knýja bíla. Bæði ESB og
Bandaríkin hafa sett sér markmið varðandi
aukna notkun á etanóli. Þetta hefur leitt til
hærra verðs á korni sem aftur hefur aukið
kostnað við framleiðslu á landbún-
aðarvörum og skapað þrýsting um hækkun.
Margir telja að þessi ákvörðun iðnveldanna
að auka notkun á etanóli eigi eftir að hafa
mikil áhrif á matvælaverð í heiminum.
Útflutningur frá Íslandi
að verða raunhæfur?
Þessi verðþróun leiðir til þess að munur á
verði mjólkurafurða hér á landi og í ná-
grannalöndum okkar hefur minnkað. Þó
verðið sé enn hærra hér á landi er það ekki
lengur fráleitur möguleiki að flytja út mjólk
frá Íslandi. Nú er MS að fá 29 kr. á lítra fyr-
ir undanrennuduft sem flutt er frá Íslandi.
Í upphafi þessa árs skilaði útflutningurinn
15 kr. og ekki þarf að fara nema 6 ár aftur í
tímann þegar verðið var vel innan við 10 kr.
Núna er MS að selja undanrennuduft á inn-
anlandsmarkaði fyrir 35 kr.
Talsmenn í mjólkurframleiðslu telja þó
ólíklegt að Íslendingar fari í stórfelldan út-
flutning á mjólk.
Þurrkar í Ástralíu stuðla
að hærra mjólkurverði
Kýr Verð á útfluttum mjólkurafurðum
hefur hækkað mikið að undanförnu.
Mjólkur-
verð í
hámarki
EINSTÖK veðurblíða var í
Hraunsfirði á Snæfellsnesi um
helgina. Systurnar Hugrún Egla
og Elínborg Una nutu þess að
vaða í vatninu og skoða bleikj-
urnar sem sýndu sig allt í kring
um þær.
Veðrið í júní hefur verið ein-
stakt; sól og blíða dag eftir dag.
Slíkt veður er óvenjulegt á suð-
vesturhorni landsins þar sem
mönnum þykir tíðindi ef sól og
hiti varir lengur en þrjá daga í
einu. Veðurstofan spáir áfram-
haldandi veðurblíðu, en þó gæti
farið að skúra um miðja vikuna.
Bretar eru hins vegar að gefast
upp á rigningunni, en þar hefur
rignt nær látlaust undanfarnar
vikur.Morgunblaðið/Einar Falur
Bleikjur
allt um
kring
Hugrún Egla og Elínborg Una nutu helgarinnar í einstakri veðurblíðu
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
REYKJANESBÆR hefur lykil-
stöðu í samningaviðræðum um
kaup á Hitaveitu Suðurnesja, en
fundað verður í dag hjá bæjar-
stjórnum Hafnarfjarðar og
Reykjanesbæjar, en áhugi er hjá
þeim að nýta sér forkaupsrétt.
Fresturinn rennur út á morgun.
Gunnar Svavarsson segir að
Hafnarfjarðarbær heyi varnarbar-
áttu um hlut sinn í Hitaveitunni og
bíði eftir útspili Reykjanesbæjar.
„Við sem annar stærsti hluthafi er-
Árni Sigfússon segist munu fara
yfir stöðuna í rólegheitum ásamt
bæjarstjórn í dag en þau séu mjög
opin fyrir samstarfi við einkaaðila.
Hann segist að mörgu leyti telja að
rekstur orkuvera fari betur í hönd-
um einkaaðila en sveitarfélaga.
„Við erum mjög ásátt um að Geysir
Green komi inn í fyrirtækið og nýti
sér þau 15% sem ríkið er að selja.
Um skipulagningu fyrirtækisins í
framhaldinu viljum við bara ræða
við væntanlega samstarfsaðila og
þá með Hafnarfirði ef Hafnarfjörð-
ur hefur hug á að vera í fyrirtæk-
inu.“ | 4
um að reyna að passa upp á að
lokast ekki inni og til þess þurfum
við að komast upp í 34% en við
munum aldrei geta það nema með
hjálp Reykjanesbæjar.“ Þau vilja
því ná sátt við Reykjanesbæ um að
ná þeirri viðbót sem þeim sé nauð-
synleg. „Þetta er verkefni dagsins,
því forkaupsrétturinn er að renna
út og ef við stökkvum ekki á hann
þá er Geysir Green Energy komið
inn og þá þurfum við að semja við
tvo aðila, þar af annan sem er þeg-
ar búinn að gera tilboð í alla hina
hlutina, svo það yrði í sjálfu sér
engin samningsstaða fyrir okkur.“
Bæjarfélögin funda um kaupin á Hitaveitu Suðurnesja
Hver mun eiga HS?
GEORGE W.
Bush hugsaði
eflaust með sér
að skynsamlegt
væri að slaka
vel á áður en
kunningi hans
Vladímír Pútín
kæmi í heim-
sókn. Hélt Bush
út á bát með
karli föður sín-
um, en ekki vildi betur til en svo
að þeir feðgar festu akkeri sitt í
grjóti og urðu að kalla leyniþjón-
ustuna til bjargar er leikar stóðu
hæst.
Stund milli stríða
er allt lék í lyndi.
Bush í
klandri