Morgunblaðið - 02.07.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 02.07.2007, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ER KVÓTAKERFIÐ Í NÚVERANDI MYND KOMIÐ Í ÞROT? vildi efla fyrirtækið með sameiningu við annað sjávarútvegsfyrirtæki en það vildu þau Björk, maður hennar Þorsteinn og Kristinn bróðir hennar ekki. Fyrir skömmu keyptu hjónin Björk og Þorsteinn svo Kristin út úr fyrirtækinu, líklega fyrir hátt í tvo milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum sem aflað var á Eskifirði var hér um svo skuld- sett kaup að ræða hjá hjónunum að þau sjá sig knúin til þess að brjóta upp fyrirtækið og selja öðrum bol- fiskveiðihlutann. Einhverjar við- ræður áttu sér stað við Vísi en ekki tókust samningar um sölu. Jafnframt hafa átt sér stað viðræður við Skin- ney-Þinganes á Höfn í Hornafirði en viðmælendur á Eskifirði töldu þó fremur ólíklegt að af samningum gæti orðið. Raunar telja kunnugir að til gæti orðið mjög hagkvæm rekstrareining ef bolfiskhluti Eskju og Skinney- Þinganes sameinuðust. Benda þeir á að samlegðaráhrifin gætu orðið mjög mikil því veiðiheimildir fyrirtækjanna falli mjög vel saman. Skinney- Þinganes sé með mjög öfluga land- vinnslu á Höfn í uppsjávarfiski en Eskja sé ekki með neina landvinnslu í uppsjávarfiski. Skinney-Þinganes sé með mjög lélega aðstöðu til bræðslu en þar hafi Eskja mjög góða aðstöðu og sérþekkingu. Skinney-Þinganes eigi á Reyðarfirði mun betra og full- komnara frystihús en frystihús Eskju á Eskifirði er, en frystihúsið á Reyð- arfirði stendur autt og ónotað. Þar mætti hugsa sér möguleika á öflugri og hefðbundinni bolfiskvinnslu ef samningar tækjust við Skinney- Þinganes. Ákveðnir aðilar eru því ekki tilbúnir að afskrifa möguleikana á samningum við Skinney-Þinganes. Fleiri eru sagðir hafa lýst áhuga á kaupum á bolfiskhluta Eskju, aðilar eins og FISK á Sauðárkróki og Brim, fyrirtæki Guðmundar Kristjánssonar, en ekki fengust nákvæmar upplýs- ingar um hvar á vegi málið er statt. Eins og gefur að skilja fylgir mikil óvissa slíkum umbrotum í litlu sam- félagi eins og Eskifirði þar sem um 40 manns vinna í frystihúsi Eskju. Því er haldið fram að eigendurnir, þau Björk og Þorsteinn, muni leggja höf- uðkapp á að bolfiskurinn verði áfram unninn á Eskifirði þótt bolfiskhlutinn verði seldur út úr Eskju. Viðmælendur á Austurlandi segja að kvótaráðgjöfin frá Hafró setji auð- vitað stórt strik í reikninginn fyrir alla sem séu í bolfiskveiðum og -vinnslu og raunar hafi orðið tíma- bundið stopp í viðræðum um sölu á bolfiskhluta Eskju sem varir líklega þangað til sjávarútvegsráðherra hef- ur gefið út hverjar verða veiðiheim- ildirnar á næsta fiskveiðiári. Menn vilji einfaldlega endurmeta stöðuna þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Hefur hagræðingin skilað sér? Eitt af því sem menn hafa löngum deilt um er hvort sú stórkostlega hag- ræðing hafi átt sér stað í sjávarútvegi sem helstu talsmenn óbreytts kvóta- kerfis hafa oft hreykt sér af. Gagnrýnendur kvótakerfisins segja oft að aldrei hafi fleiri fiskiskip sótt jafnlítinn afla á Íslandsmiðum og einmitt um þessar mundir og að hag- ræðingin sé því alls ekki sú sem tals- menn kvótakerfisins halda fram. Haukur Björnsson hjá Eskju og raunar ýmsir fleiri segja þetta rangt. Hagræðing í sjávarútvegi sé þegar orðin mikil og hann telur að hún eigi eftir að verða enn meiri. „Það er staðreynd að við gætum leikandi létt veitt allan þann kvóta sem við megum veiða með miklu færri skipum. Það á bæði við um tog- ara og smábáta. Togurum hefur fækkað og á enn eftir að fækka. Það er svo bara ákvörðun stjórnvalda að fiskiskipum fækkar ekki örar en raun ber vitni, því ákveðinn hluti af afla- heimildum er settur inn í smábáta- kerfið, sem væri alveg hægt að kom- ast af án. Togararnir, miklu öflugri veiðiskip, gætu léttilega veitt allan okkar fisk en það er ekki á döfinni að breyta því eða hvað, enda mikið álita- mál hvort menn vilja hafa kerfið þannig,“ segir Haukur. Smábátakerfið kallar auðvitað á fullt af bátum sem eru margir í litlum rekstri og margir þeirra einungis hluta úr ári en á móti kemur að afli þeirra, hvort sem er þorskur, ýsa, steinbítur eða raunar hvaða línu- fiskur sem er, er mjög eftirsótt hrá- efni vegna mikilla gæða. Frá trilluköllunum heyrast hins vegar gagnrýniraddir í þá veru að stóru kvótaeigendurnir, sægreifarnir, hafi lokað hringnum, engir nýliðar komist inn í útgerð á Íslandi því ungir og áhugasamir sjómenn sem vilji gera út hafi einfaldlega ekki bolmagn til þess að kaupa kvóta þar sem þorskígildiskílóið kosti þrjú þúsund krónur. Það sé því hinn lokaði sæ- greifaklúbbur Íslandsmiða sem komi í veg fyrir að nokkur endurnýjun í út- gerð eigi sér stað. Þessi þróun sé ákveðinn dragbítur á sjávarútveg á Íslandi og dragi úr frumkvæði og metnaði í greininni. Allt of margar bræðslur Sama spurning er einnig uppi um hagræðingu í bræðsluiðnaðinum á Ís- landi. Fullyrt er að á milli fjórar og fimm verksmiðjur gætu annað öllum sjávarfeng sem kemur til bræðslu, þ.e. kolmunna, loðnu og síld, en á milli 15 og 20 verksmiðjur séu í rekstri. Bræðslum í rekstri hefur farið fækk- andi og flestir virðast telja að þeim eigi enn eftir að fækka. Útgerðarmenn benda á að mikil hagræðing hafi átt sér stað í fisk- vinnsluhúsunum þar sem ein til tvær tegundir séu unnar í hverju húsi og hvert hús nái þannig ákveðinni sér- hæfingu. Menn séu sammála um að fara að þessari stefnu og því selji út- gerðarmenn eða leigi frá sér veiði- heimildir á tegundum sem ekki eru unnar í þeirra fiskverkunarhúsum og kaupi þá eða leigi í þeim tegundum sem eru unnar í þeirra húsum. Þetta sé einnig hluti af hagræðingunni og viðmælendur í útgerð benda á að það sé einn af meginkostum kvótakerf- isins að geta verið með þær tilfærslur sem henta hverju sinni. Hún er víða Flateyrin Hún er víða Flateyrin var viðkvæði sem ég heyrði á ferð minni um Aust- firði. Það var ákveðinn grunntónn í viðmælendum mínum, sem flestir ef ekki allir töldu að það væri fráleitt hægt að reka fiskvinnslu og útgerð án þess að hafa yfir veiðiheimildum að ráða eða „kvótaeign“ eins og flestir orða það. Það væri engin glóra í því að byggja útgerð eingöngu á kvóta- leigu þegar þorskkílóið sé leigt á 200 krónur. Raunar þeir einu sem geti keypt fiskveiðiheimildir séu þeir sem eigi umtalsverðar veiðiheimildir fyrir og reki öflugar fiskvinnslur. Vitanlega ræða menn á Austfjörðum eins og annars staðar um verð á kvóta- leigu og verð á „varanlegum veiðiheim- ildum“. Verð á varanlegu þorskígild- iskílói hefur hækkað óskaplega. Var fyrir einhverjum árum um 700 krónur en er nú um 3.000 krónur. „Þetta verð- ur alltaf fáránlegra og fáránlegra og ég er löngu hættur að spá um kvótaverð. Við erum margir sem skiljum hvorki upp né niður í því hvað er á bak við þetta,“ segir útgerðarmaður á Aust- fjörðum. Hann telur að það sé undir gengi sjávarútvegs komið hvort þetta háa kvótaverð verður varanlegt. Segja megi að vel hafi gengið að selja fisk- afurðir Íslendinga á erlendum mörk- uðum. Öll ytri skilyrði, að undanskil- inni sterkri stöðu íslensku krónunnar, séu mjög hagstæð í sjáv- arútvegi um þessar mundir. Ef hér kæmi eitthvert bakslag og það yrði birgðasöfnun á Íslandi þá telur hann að slíkt myndi strax sýna sig í lækkun á kvótaverði. Langstærstur hluti bolfiskkvóta Austfirðinga er veiddur af togurum, bæði ísfisktogurum og frystitogurum. Nokkur smábátaútgerð er þó frá nokkrum stöðum, eins og Djúpavogi, Stöðvarfirði, Borgarfirði eystra og Bakkafirði, Seyðisfirði, Eskifirði og Neskaupstað. Stór hluti allra fiskstofna er fyrir utan Austfirði. Megnið af uppsjáv- arfiskinum er þar, togarar sækja mikið á þorskmiðin út af Austfjörðum og línubátar koma einnig langt að á þau mið á ákveðnum árstímum. Því telja margir Austfirðingar að sjávarútvegur verði um langa framtíð burðaratvinnuvegur á Austurlandi þótt vissulega sé fjölbreyttara at- vinnulífi tekið fagnandi. G unnþór Ingvason er nýtekinn við sem for- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir gríðarlega upp- byggingu hafa farið fram í Neskaupstað á vegum Síld- arvinnslunnar og frekari uppbygg- ing sé framundan. „Verksmiðjum hefur verið að fækka og þær hafa verið að stækka. Við hjá Síldarvinnslunni höfum tek- ið forystu á þessu sviði og erum því bjartsýn á framhaldið,“ segir Gunn- þór þegar blaðamaður hittir hann í morgunsárið á skrifstofu hans í Neskaupstað. Gunnþór segir að auk öflugrar uppbyggingar á bræðslusviðinu hafi Síldarvinnslan í Neskaupstað byggt mjög öfluga frystigeymslu til þess að þjónusta frystiskip og eins til að taka eigin afurðir inn. Á sama tíma hafi að sama skapi verið dregið úr bolfiskvinnslu. Síldarvinnslan ræður yfir um 2.000 tonna þorskkvóta sem veiddur er og unninn í samvinnu við Sam- herja sem á ráðandi hlut í Síld- arvinnslunni. Megnið af þorskafla Síldarvinnslunnar hefur verið unnið í frystihúsi Samherja á Dalvík. Á móti hefur Síldarvinnslan fengið meiri þorskveiðiheimildir auk þess sem frystihús hennar í Neskaupstað hefur fengið ufsa frá Samherja til vinnslu. „Við höfum dregið mjög úr vinnslu á bolfiski hér í Neskaupstað en það er alveg ljóst að ef farið verður eftir ráðgjöf Hafró og þorsk- veiðiheimildir skornar niður um allt að 30% kemur það auðvitað mjög hart niður á okkur eins og öðrum. 30% af 2000 tonnum eru 600 tonn og það sjá allir að mikið atvinnu- og tekjutap væri samfara slíkum nið- urskurði. Við gerum út tvo togara SJÁVARÚTVEGUR ÁFRAM MIKILVÆGASTUR K ári Borgar Ásgríms- son, trillukarl á Borg- arfirði eystra, hefur gert út eigin trillu allt frá unglingsárum. Hann gerir út Glett- ing, 15 tonna bát, á línu og aðra litla trillu á handfæri. Kári Borgar er sinn eigin herra í orðsins fyllstu merkingu. Hann ræður yfir um 100 þorskígildistonnum, rær einn til fiskjar yfir veturinn en dóttir hans Steinunn, sem er einungis 16 ára, verður 17 ára í haust, er háseti hjá honum á sumrin. Steinunn rær nú með föður sínum til fiskjar sjötta sumarið í röð þannig að hnátan var einungis 11 ára þegar hún gerðist háseti hjá pabba. Blaðamaður fékk að fara í róður með þeim feðginum Kára Borgari og Steinunni þegar hann hafði við- komu á ægifögrum Borgarfirði eystra. Kári Borgar segir að svona 10 til 12 bátar séu gerðir út frá Borg- arfirði eystra og heildarveiðiheim- ildir plássins séu í kringum 800 þorskígildistonn. „Ég veiði svona 200 tonn úr sjó á ári því ég leigi smávegis af heim- ildum og svo bætast við línuívilnun, munurinn á slægðu og óslægðu og einhver byggðakvóti. Þetta er ágætt en þetta verður alveg djöf- ullegt ef þorskkvótinn verður skor- inn niður í 130 þúsund tonn og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að sú verði niðurstaðan,“ segir Kári Borgar á útstíminu. Hann segir að um 80% af veiði- heimildum þeirra á Borgarfirði eystra séu einmitt í þorski þannig að það yrði gríðarlegt högg fyrir byggðarlagið ef trillukarlarnir þyrftu að sætta sig við 30% nið- urskurð í þorskveiðiheimildum. Kári Borgar segir að sá stærsti í útgerðinni á Borgarfirði eystra sé Karl Sveinsson. Hann sé með þrjá línubáta og reki auk þess fisk- verkun. „Ég sel stærri þorkinn í salt- fiskverkun hér á staðnum en hitt fer á markað. Smáýsan fer svo í harðfiskverkun hjá mér.“ Við stímum um fimm mílur beint í austur af Borgarfirði eystra og þar leggja þau feðgin línu úr 22 bölum. Kári Borgar segist vera þokka- lega sáttur ef hann fær um 100 kíló á bala. „Ég er nú ekkert að stressa mig mikið á þessu,“ segir Kári Borgar, „ég ræ þegar mér sýnist og þá helst í í rjómalogni og blíðu. Ég held ég hafi einu sinni farið í róður á sunnudegi í vetur, það var nú allt og sumt. Tek mér yfirleitt frí um helgar og ræ ekki alla daga þar fyrir utan. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að það eru bara sjö fet á mann að lokum og því finnst mér það óttalega vitlaust þetta lífs- gæðakapphlaup. Ég veit vel að ég gæti haft meira upp úr krafsinu ef ég stæði í öllum sölumálum sjálfur en ég hreinlega nenni því ekki, því ég hef enga ánægju af slíkri skriffinnsku. Ég geri sennilega bara það sem ég hef ánægju af,“ segir Kári Borgar og glottir við tönn. Við höfðum lagt í róðurinn fyrir sex að morgni. Upp úr hádegi er svo komið að því að vitja lagnanna og viti menn; sá guli og reyndar fullt af ýsu og steinbíti höfðu bitið á og nú hefst handagangur í öskj- unni hjá feðgininum. Kári Borgar er á rúllunni og Steinunn gerir að. Örugg og snör handtök hjá báðum, sem kunna augljóslega vel til verka og vinna saman eins og einn mað- ur. Síðdegis er stímt í land og dags- fengurinn reynist vera nálægt tveimur og hálfu tonni. Kári Borg- ar og Steinunn eru ágætlega sátt við dagsverkið þegar blaðamaður þakkar fyrir sig og kveður, þakk- látastur fyrir það að hverfa ekki á braut með nafngiftina fiskifæla. Feðginin Steinunn og Kári Borgar, faðir hennar, eru samhentir sjómenn. Þetta er sjötta sumarið sem Steinunn er háseti hjá pabba sínum. Í rjómalogni og blíðu draga þau 2,5 tonn úr sjó, hann goggar og hún gerir að. RÆ BARA Í RJÓMALOGNI OG BLÍÐU Trillukarl Kári Borgar Ásgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.