Morgunblaðið - 02.07.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 17
ERLENT
Þriðjudagskvöldið 3. júlí verður farin göngu-
og fræðsluferð um Elliðaárdal undir leiðsögn
Stefáns Pálssonar, sagnfræð-
ings. Dalurinn á sér merka
sögu allt frá komu Ketil-
bjarnar gamla landnáms-
manns. Gengið verður um og
sagðar sögur.
Gangan hefst kl. 19:30 við Minjasafnið í Elliðaárdal.
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
Sögur
og sagnir í
Elliðaárdal
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
80
05
0
6.
2
0
0
7
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
„VIÐ HVIKUM hvergi, við látum
ekki ógna okkur og við leyfum eng-
um að grafa undan breskum lífs-
háttum,“ sagði Gordon Brown, ný-
skipaður forsætisráðherra
Bretlands, í sjónvarpsviðtali við
breska ríkisútvarpið, BBC, í gær.
Það má með sanni segja að valda-
tíð Browns hefjist með látum. Á
föstudaginn fundust tvær virkar
sprengjur í miðborg Lundúnaborg-
ar og síðdegis á laugardag óku tveir
menn logandi bifreið inn í anddyri
Glasgow-flugvallar. Sérfræðingar
fullyrða að árásirnar séu tengdar,
því að sprengiefnið í bílnum sem ek-
ið var inn í Glasgow-flugvöll hafi
verið af sama toga og það sem
fannst í bílunum í London.
Menn segja að Brown sé þegar
farinn að skapa sér sérstöðu með
viðbrögðum sínum við árásinni.
Breska þjóðin hefur undanfarið ár
vanist hinum mjúkmælta Blair sem
var þekktur fyrir að geta lesið við-
brögð almennings mjög hratt og
brugðist við í samræmi við þau.
Brown er öllu harðari í sínum við-
brögðum og boðar styrka stefnu.
Skotar rólegir
Klukkan rúmlega þrjú síðdegis á
föstudaginn var logandi jeppa ekið í
gegnum glerhurð og inn í anddyri
Glasgow-flugvallar. Mikill eldur
braust strax út, aðeins í fárra metra
fjarlægð frá farþegum sem biðu við
innritunarborð flugstöðvarinnar.
Mikið var að gera á flugstöðinni, því
skólum í Skotlandi var víðast hvar
slitið á föstudaginn.
Lögreglu tókst að ná tveimur
mönnum út úr bifreiðinni og eru
þeir nú báðir í haldi. Annar þeirra
dvelur nú á sjúkrahúsi, en hann er í
lífshættu vegna brunasára.
Alls eru fimm aðilar í haldi vegna
málsins, því auk ökuþóranna
tveggja greip lögregla par á M6-
þjóðveginum í Cheshire í fyrrinótt
og 26 ára gamall karlmaður var
handtekinn í Liverpool. Talið er að
lögregla sé á hælunum á hugsanleg-
um sökudólgi.
Sigurður Arent, nemi í Glasgow,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
almenningur í borginni hefði ekki
áttað sig strax á því hversu alvarleg
árásin var. Í fyrstu hefði jafnvel
virst sem um slys hefði verið að
ræða.
Sigurður sagði að þegar í ljós kom
að um hryðjuverkaárás hefði verið
að ræða, tengda þeim í London,
hefðu Glasgow-búar engu að síður
haldið ró sinni.
„Ég talaði við stúlku sem var í
vinnu á flugvellinum núna í morgun.
Hún var mætt í vinnuna klukkan
fimm, eða um 14 klukkustundum
eftir að árásin var gerð,“ sagði Sig-
urður, en hann flaug til Íslands í
gegnum Glasgow-flugvöll í morgun.
Hann sagði að miklar raðir hefðu
verið á flugvellinum og nokkuð um
tafir en viðmót allra hefði verið ákaf-
lega vinsamlegt. Öryggisgæsla hefði
vitanlega verið mikil en herinn hefði
verið kallaður til þess að sinna
henni.
Rannsókn gengur vel
Peter Clarke, yfirmaður hryðju-
verkadeildar bresku lögreglunnar,
sagði í gær að rannsókn málsins
gengi mjög vel. „Ég dreg það ekki í
efa að á næstu dögum og vikum
munum við öðlast næman skilning á
því hvernig árásirnar voru skipu-
lagðar og hvaða samtökum árásar-
mennirnir tilheyra,“ sagði Clarke.
Hann sagði að tengslin milli árás-
anna yrðu æ augljósari og að sönn-
unargögn sem aflað hefði verið af
vettvangi væru mjög upplýsandi, að
sögn AFP-fréttastofunnar. Raunar
virðist lögreglunni bókstaflega
liggja lífið á að leysa málið hið snar-
asta, enda búast yfirvöld við frekari
árásum. Það er því nokkur titringur
í lofti, þó að almenningur haldi ró
sinni. Í gær kom upp grunur um að
bifreið sem lagt var fyrir utan
sjúkrahúsið þar sem annar ökumað-
ur bílsins í Glasgow er í haldi væri
hlaðin sprengiefni. Sérfræðingar
lögreglu komu af stað stýrðri
sprengingu í bílnum. Í Liverpool var
John Lennon-flugvelli lokað um
stund á laugardag vegna tortryggi-
legs farartækis sem var þar fyrir ut-
an og í gærkvöldi var flugstöðvar-
byggingu þrjú á Heathrow-flugvelli
lokað vegna dularfulls bögguls sem
fannst þar. Hún var opnuð aftur um
klukkustund síðar.
Enn hafa lögregluyfirvöld ekki
nefnt hvaða samtök gætu tengst
árásunum, en Gordon Brown sagði
að almennt séð væri ljóst að um
væri að ræða hóp sem hefði tengsl
við Al-Qaeda.
Árásarmennirnir sem tendruðu
sprengjurnar sem sprungu í London
fyrir tveimur árum höfðu alið allan
sinn aldur í Bretlandi og æ oftar
heyrast þær raddir að mesta ógnin
gegn Bretlandi stafi innan frá.
Skoska lögreglan lagði því ríka
áherslu á það að mennirnir tveir
sem óku inn á Glasgow-flugvöll
hefðu ekki verið skoskir.
Bretar láta þó ekki auðveldlega
koma sér úr jafnvægi og leyfa lífinu
að ganga sinn vanagang. Á laugar-
daginn flykktust þúsundir í gleði-
göngu samkynhneigðra og í gær
komu 60.000 manns saman á minn-
ingartónleikum um Díönu prinsessu.
Hryðjuverk ógna Bretlandi
Óhugur grípur Breta eftir að tvær bílasprengjur voru aftengdar í London á föstudaginn og ráðist
var á Glasgow-flugvöll á laugardag Talið er að sömu aðilar standi á bak við báðar árásirnar
AP
Hatursbál Þessi mynd af brennandi bílnum í anddyri Glasgow-flugvallar náðist á öryggismyndavél á laugardag.
Í HNOTSKURN
»Aðfaranótt föstudags vartveimur bifreiðum hlöðnum
sprengjum komið fyrir í mið-
borg Lundúna, en hægt var að
koma í veg fyrir sprengingu.
»Hæsta stigi varúðarástandshefur verið lýst yfir í Bret-
landi, en í því felst að yfirvöld
vænti þess að hryðjuverka-
árása verði freistað í náinni
framtíð.
»Lögreglan vinnur nú að
rannsókn sönnunargagna
úr bílunum þremur og skoðar
mörg þúsund klukkustunda
langar upptökur úr örygg-
ismyndavélum, en óvíða eru
þær jafnmargar og í Bret-
landi.
»Aðalritari Sameinuðu þjóð-anna, Ban Ki-moon, for-
dæmdi árásirnar í gær.
»Ekki stendur til að aukaviðbúnað í Bandaríkjunum.
DÓTTIR Friðriks krónprins Dana
og Mary krónprinsessu var skírð í
hallarkapellunni í Fredensborg í
gær og hlaut nafnið Ísabella
Henríetta Ingiríður Margrét. Síð-
ustu þrjú nöfnin eru nöfn mæðra
foreldra hennar, auk nafns móð-
urömmu Friðriks, Ingiríðar
drottningar. Nafnið Ísabella kom á
óvart, en það hefur þó lengi verið
til í evrópskum konungsfjöl-
skyldum.
Ísabella
Henríetta
Nöfnur Mary heitir Elizabeth að
millinafni, en Isabella er spænska
útgáfan af því nafni.
Kennebunkport. AP. AFP. | Það hefði ef-
laust verið fróðlegt að vera fluga á
vegg þegar fjandvinirnir George W.
Bush, Bandaríkjaforseti og Vladímír
Pútín, Rússlandsforseti settust sam-
an að borðum í sumarhúsi hins fyrr-
nefnda í kvöld.
Samband stórveldanna hefur ver-
ið nokkuð stirt – ef ekki stormasamt
– síðustu mánuði og er fundurinn til-
raun til þess að lappa upp á það.
Staðsetning fundarins þykir
táknasáttavilja Bandaríkjaforseta.
Hann býður hinum rússneska starfs-
bróður sínum til sumardvalarstaðar
síns í Kennebunkport í Maine, en
þangað hefur engum opinberum
gesti verið boðið áður. Forsetarnir
hafa þó löngum ræðst við á persónu-
legu nótunum þegar mikið hefur leg-
ið við og heilsuðust þeir með miklum
kærleikum við komu Pútíns í gær.
Undanfarið hafa forsetarnir helst
deilt um eldflaugavarnir þær sem
Bush vill setja upp í Evrópu, en Pút-
ín telur þeim beint gegn Rússlandi.
Málefni Kosovo og mannréttindamál
hafa einnig valdið deilum þeirra á
milli síðustu mánuði.
Báðir gerðu forsetarnir lítið úr
ágreiningi sínum fyrir fundinn og
Pútín sagði áður en hann lagði upp
frá Rússlandi að samskipti hans við
Bush hefðu alltaf verið vinsamleg.
Mótmælendur hafa flykkst á stað-
inn og voru orðnir allt að 1.700 í gær-
kvöldi. Umkvörtunarefni þeirra voru
fjölbreytt – sumir mótmæltu stríðinu
í Írak, aðrir andmæltu Pútíns í
Tjetsníu og enn aðrir skertum borg-
araréttindum í Bandaríkjunum.
Stefnumót
stórvelda
Bush og Pútín hittast í sumarhúsi Bush
Reuters
Mótmæli Eftirmynd Frelsisstytt-
unnar í líkkistu í Kennebunkport.