Morgunblaðið - 02.07.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 02.07.2007, Síða 20
Hárautt Þessi klæðnaður er hluti af sumarlín- unni 2008. Óhefðbundin jakkaföt |mánudagur|2. 7. 2007| mbl.is daglegtlíf Sá er oft ríkastur sem skemmtir sér við minnstan kostnað í sumarfríinu segir Unnur H. Jóhannsdóttir »25 fjármál Hitinn sem frá hundum streym- ir er töluvert meiri en hitinn sem maðurinn gefur frá sér segir Fríða Björnsdóttir. »24 gæludýr Þegar Lillý Karen Pálsdóttirhélt upp á afmælið sitt ádögunum afþakkaði húngjafir en óskaði þess í stað að veislugestir létu andvirði þeirra renna til góðs málefnis. Það sem ger- ir uppátæki hennar svolítið merki- legt er að hún varð bara sjö ára þennan dag. „Það komu 12 krakkar úr bekkn- um mínum og ein stelpa sem var með mér í leikskóla,“ segir Lillý Karen á línunni að norðan þar sem hún er stödd í fríi ásamt for- eldrum sínum. „Þetta var samt bekkjarafmæli mitt. Ég hélt það í Björnslundi, sem er svona skógur eða útivistarsvæði skólans míns, Norðlingaskóla.“ Hún viðurkennir að sennilega hafi óskalistinn þetta árið verið svolítið óvenjulegur. „Ég bað um klink og var með bauk sem ég bjó til og gest- irnir áttu að setja klinkið í. Svo skrif- aði ég á baukinn „Handa börnum í Mósambík.“ Mér tókst að safna 7.050 krónum sem verða notaðar í brunn svo börnin í Mósambík geti nálgast vatn betur,“ segir afmæl- isbarnið sem sér ekkert eftir þeim pökkum sem hún hefði annars fengið frá félögum sínum. „Mig langaði ekki að vera eigingjörn,“ útskýrir hún. „Ég fæ bara dót í fjölskyldu- afmælinu. Mamma og pabbi gáfu mér t.d. línuskauta, diskinn með Birgittu Haukdal og Minnu mús- nælu.“ Pizza og ballett Þrátt fyrir gjafaleysið vantaði ekkert upp á fjörið í veislunni. „Við fórum í leiki og settum upp danssýn- ingu. Við erum nefnilega með áhuga- svið í skólanum og sumir hafa áhuga á dansi og mitt áhugasvið er ballett. Svo borðuðum við pizzu og snakk og nammi og ís,“ segir hún og það fer ekki milli á mála að afmælið hafi ver- ið stórvel heppnað. Undir þetta tekur mamma hennar Auður Ögn Árnadóttir sem er að vonum stolt af þeirri stuttu. „Þegar ég stakk upp á því að gefa andvirði gjafanna til góðs málefnis varð hún hissa og spurði hvort það væri hægt. Hún var strax til þegar ég sagði henni að hún gæti einfaldlega óskað eftir því í boðskortinu.“ Í framhald- inu kynntu þær mæðgur sér á Net- inu ýmis hjálparverkefni. „Síðan valdi hún sjálf verkefnið sem hún vildi styrkja.“ Áhugi Lillýjar kemur mömmu hennar þó ekki á óvart. „Hún setur í alla söfnunarbauka sem hún sér eða suðar um pening til að setja í þá. Hún ætlar nefnilega að verða góð- verkakona þegar hún verður stór. Sennilega var afmælishaldið bara liður í því.“ Hugsjón „Mér tókst að safna 7.050 krónum sem verða notaðar í brunn svo börnin í Mósambík geti nálgast vatn betur,“ segir Lillý Karen Pálsdóttir sem sjálf valdi verkefnið sem hún vildi styrkja. Langaði ekki að vera eigingjörn Góðverkakonan Lillí Karen Pálsdóttir má ekkert aumt sjá og getur ekki gengið fram hjá söfn- unarbauk öðruvísi en að láta eitthvað af hendi rakna. Hún sagði Bergþóru Njálu Guðmunds- dóttur frá 7 ára afmælinu sínu á dögunum. ben@mbl.is Sumar Herraskyrtan og hatturinn minna kannski dálítið á tískuna sem var á nýlendutímanum? Reuters Öðruvísi Framúrstefnulegar buxur sem Agnes B kynnti til sögunnar í gær. Reffilegur Skrautlegur hattur setur punktinn yfir i-ið. Franski hönn-uðurinn AgnesB kynnti sum- arlínu sína á tískupöll- unum í París nú um helgina. Hún sýndi sí- gild herraföt en þau voru meira áberandi óhefðbundnu jakkaföt- in og þótt gráir og svartir tónar væru áberandi leyndust á milli hárauðar flíkur og fatnaður í mildum jarðlitum. Rautt Franski hönn- uðurinn Agnes B tók á móti blómavendi í lok sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.