Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 9
svindla á ísprósentunni í gögnum,
sem eru send Fiskistofu. Þessi
gögn eru ekki send til okkar. Þau
eru send á hafnarvogirnar og
hafnaryfirvöldum ber skylda til að
fylgjast með hvort ísprósentan sé
óeðlileg. Komi þar eitthvað óeðli-
legt í ljós ber þeim skylda til að
láta Fiskistofu vita og hún kannar
síðan málið.
Fylgjast með endurvigtun
Við reynum að standa yfir vigt-
un hjá þeim sem endur- og heima-
vigtunarleyfi hafa, en þeir eru 147,
einu sinni og helzt tvisvar á ári,
hjá þeim sem eru með endurvigt-
unarleyfi og helzt oftar hjá þeim
sem eru með heimavigtunarleyfi.
Við erum með og eigum þetta for-
rit sem notað er til endurvigtunar
og unnið er eftir. Fiskurinn í end-
urvigtuninni fer yfir hafnarvog.
Hann er tegundagreindur og hann
er vigtaður inni í húsinu eftir
ákvæðum um lágmarksúrtak, sem
ráðuneytið hefur gefið út.
Vigtarmenn vinna vigtareið þeg-
ar þeir ljúka námskeiðum. Þeir
leggja heiður sinn að veði að vigt-
unin hjá þeim sé rétt. Vigtarmenn
sem endurvigta eiga að taka vigt-
arútakið af handahófi til að það
gefi sem réttasta mynd af aflan-
um. Við reynum eins og við getum
að fylgjast með þessu ferli með því
að koma án þess að gera boð á
undan okkur og fylgjast með vigt-
uninni og að ísprósentan sé rétt
reiknuð út. Það hefur komið fyrir
að menn hafa ekki staðið rétt að
vigtun og verið sviptir leyfinu. Þá
ber þeim að vigta allan afla á hafn-
arvog sem endanlega vigtun eftir
leyfissviptingu.
37 tonn af fiski á einum bíl!
Þá segir í lok greinar Agnesar
Bragadóttur að enn einn maðurinn
hafi hringt í hana og segi að vini
sínum sem er fiskflutningamaður,
sem hafi þurft að taka þátt í
svindlinu, sé löngu ofboðið. Hann
segist hafa sýnt honum afrit af
pappírum til Fiskistofu sem sýndu
fiskfarm upp á 28 tonn, en þegar
komið var á leiðarenda vigtuðu 36
tonn af fiski út úr bílnum. Hið
rétta er að bílstjórar eru ekki með
neina pappíra sem sendast eiga til
Fiskistofu. Og í öðru lagi: Hvaða
fiskflutningabíll á Íslandi getur
flutt 36 tonn nettó af fiski? Ef svo
er er Agnes komin með mál, sem
hægt væri að skrifa um. Hvar eru
eftirlitsmenn með þungaflutning-
um frá Vegagerð ríkisins?
Þetta snýr að eftirliti á landi, en
við erum líka með menn sem sem
fara út á sjó. Þeir eru um borð alla
veiðiferðina og fylgjast með brott-
kasti. Einnig loka þeir veiðisvæð-
um vegna smáfisks í afla og er það
okkar skoðun að það minnki líkur
á brottkasti á smáfiski. Það er ný-
komin út brottkasstskýrsla, sem
Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræð-
ingur, hefur tekið saman. Menn
geta þar séð hvernig staðan á því
er.
Ekkert eftirlit er fullkomið
Ég vil að það komi sérstaklega
fram hér að ég er ekki að tala um
að eftirlit Fiskistofu sé fullkomið
og það sé ekki um neitt svindl að
ræða. Við höfum aldrei gefið það
út að eftirlit Fiskistofu sé 100%
skothelt. Hér eru menn sem reyna
að vinna sitt starf af kostgæfni.
Hér eru menn sem eru að vinna
erfitt staf og hér eru menn sem
vilja fá hið rétta fram. Ég fullyrði
það að allir okkar starfsmenn gera
sitt ýtrasta til að sinna starfi sínu
sem bezt. Öllum ávirðingum um
mútur og annað slíkt vísa ég beint
til föðurhúsanna. Ég hef aldrei
heyrt um slík mál á 14 ára ferli
mínum hér og ef menn hafa ein-
hverjar upplýsingar um slíkt, ber
þeim að láta okkur vita af því. Hér
er velkomið að veita allar þær
upplýsingar um eftirlitið, hvernig
það starfar og árangur þess. Það
hefur hins vegar enginn haft sam-
band við mig út af þessu eftirliti í
tengslum við þessar greinar í
Morgunblaðinu. Það hefði verið
hægur vandi og svörin hefðu verið
greið,“ segir Þórhallur Ottesen.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 9
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Allt á hálfvirði
LAGERSALA
23. JÚLÍ - 3. ÁGÚST
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
M
argir hafa kallað mótvæg-
isaðgerðir vegna niðurskurðar
aflaheimilda í þorski lítilfjörlegar
og jafnvel hlægilegar. Nið-
urskurður um ríflega 60.000
tonn, eða þriðjung aflaheimilda er ekkert smá-
ræði fyrir hvern sem er er fyrir slíku verður. Þeir
sem hafa hlutfallslega litlar aflaheimildir í þorski
en meiri í öðrum tegundum geta auðvitað betur
búið við slíkan niðurskurð. Það kemur engu að
síður ekkert í stað 60.000 tonna af þorski. Bættar
samgöngur eða tilflutningur starfa breytir þar
litlu sem engu. Það er hins vegar staðreynd að við
núverandi aðstæður er ekki unnt að nota fisk-
veiðistjórnun til að halda uppi byggð með því að
færa heimildir frá einum stað til annars. Annað
verður að koma til.
Hvers vegna var stóraukin áherzla á þorskeldi
ekki ein af mótvægisaðgerðunum. Datt mönnum
ekki í hug að bæta upp þorsk með þorski. Af
hverju er ekki lagt verulegt fé og orka í fram-
leiðslu á þorskseiðum til áframeldis? Framleiðsla
á þorskseiðum er lítil hér á landi, aðeins um
200.000 á ári. Vafalítið er hægt að auka þá fram-
leiðslu verulega og þá ala seiðin upp á stöðum,
þar sem annars vegar aðstæður eru góðar og hins
vegar þar sem áhrif skerðingarinnar eru mest.
Norðmenn eru komnir miklu lengra en við Ís-
lendingar í þorskeldinu og framleiða líklega um
10.000 tonn á ári. Hjaltlendingar eru einnig
lengra komnir. Það er ljóst að með því að stór-
auka framleiðslu þorskseiða til áframeldis og
selja þau á viðráðanlegu verði er hægt að milda
áfallið vegna niðurskurðarins. Það skiptir líka
mjög miklu máli í ljósi þess að það er mikilvægt
fyrir Íslendinga að halda mörkuðum sínum fyrir
þorskinn. Þegar framboðið dregst saman um
þriðjung á einu ári og eykst líklega afar hægt á
ný, er næsta ljóst að aðrir verða búnir að fylla í
glufurnar og erfitt verður að vinna markaðina á
ný.
Það er reyndar staðreynd að seiði verður ekki
að fullorðnum fiski á einu ári. Líklega þarf að
minnsta kosti þrjú til fjögur ár til að þau nái hæfi-
legri sláturstærð. Því mun aukning í framleiðslu
seiða ekki skila sér í útflutningshæfum fiski fyrr
en eftir þrjú til fjögur ár. Þorskeldið mun því ekki
lina sárustu þjáningarnar vegna niðurskurðarins,
en með tíð og tíma verður það bæði góð og nauð-
synleg búbót, sem stjórnvöld geta hugsanlega
nýtt í þágu sjávarbyggðanna. Það er líka stað-
reynd að 200.000 seiði, til dæmis, verða aldrei að
200.000 fiskum. Afföllin eru mikil. Það þarf marg-
ar milljónir seiða á ári til að framleiða þúsundir
tonna. En er ekki rétt að fara í málið?
Það mætti líka huga að því að gefa innlendum
fiskverkendum betri aðgang að þeim fiski, sem
fer utan í gámum. Kannski leiðir samdrátturinn
einfaldlega til þess að verð á fiskmörkuðum
hækkar það mikið að þeir, sem flytja nú út í gám-
um sjái sér betri kost í sölu innan lands en utan.
Skerðingin mikla mun hafa miklar breytingar í
för með sér eins og eðlilegt er. Þær munu koma
misjafnlega niður á útgerðum og útgerðarstöðum.
Sumar þessar breytingar verða varanlegar, ein-
hverjar ganga til baka. Staðan þegar þorskstofn-
inn hefur náð sér á strik, vonandi ekki síðar en
eftir þrjú til fimm ár verður líklega mikið breytt
frá því sem nú er.
Aukið þorskeldi?
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
» Það er reyndar staðreynd að
seiði verður ekki að full-
orðnum fiski á einu ári
hjgi@mbl.is
TÆPUM 50.000 tonnum af fiski var
landað í Færeyjum fyrstu fimm mán-
uði ársins. Þetta er um 5.700 tonnum
minna en á sama tíma í fyrra og nem-
ur samdrátturinn um 10%. Minna var
landað af nánast öllum fiskitegund-
um, en mestur var samdrátturinn í
botnfiski.
Sé aðeins litið á maímánuð kemur í
ljós að landanir á botnfiski hafa aukizt
miðað við sama mánuð í fyrra. Land-
að var 500 tonnum meira en í fyrra,
sem er 9% aukning. Aukningin stafar
nær eingöngu af aukinni ufsaveiði
sem fór úr 2.700 tonnum í maí í fyrra í
3.400 tonn í ár.
Vegna hækkandi fiskverðs er verð-
mæti landaðs afla, þrátt fyrir sam-
dráttinn, nú nærri hið sama og í fyrra
eða 5,6 milljarðar íslenzkra króna nú
á móti 5,8 milljörðum í fyrra. Sam-
drátturinn er aðeins ríflega 1%.
&+, +
-
+
.
%& #
' # #
(#)#
*
*
*
!
+
!
!
+
+
.
$,
/
Minna landað í Færeyjum
FRÉTTIR frá sjómönnum sem róa í Faxaflóa bera með sér að lífríki sjávar
hafa tekið kipp nú undanfarna daga. Sandsíli sem varla hefur sést á yf-
irborðinu undanfarin misseri er komið. Frá þessu er sagt á heimasíðu
Landssambands smábátaeigenda.
„Að sögn Eymars Einarssonar skipstjóra og útgerðarmanns Ebba AK á
Akranesi varð hann var við þessa breytingu sl. miðvikudag. Það var eins
og hendi væri veifað, skyndilega kraumaði yfirborðið af sandsíli og fuglinn
kominn um leið, einkum kría, sem varla hefur sést, og lundi.
Eymar sagði að ekki hefði lóðað á sílið þannig að það virtist alfarið halda
sig á yfirborðinu. Það kæmi og heim og saman við síli í maga fisksins sem
er ekki meira en undanfarin ár. „Hin skyndilega breyting mun örugglega
skila sér til hans, á því er enginn vafi“ sagði Eymar. Aðspurður hvað hann
haldi að valdi þessari jákvæðu breytingu, sagðist hann álíta að einhverjar
snöggar breytingar í lífríkinu hefðu átt sér stað sem kannski hefðu vaknað
við stærsta straum sem var sl. föstudag 13. júlí,“ segir á heimasíðunni.
Yfirborðið í Faxaflóa
kraumar af sandsíli
Morgunblaðið/Ómar
Lífríkið Lundinn við Faxaflóa hefur væntanlega nóg að éta núna.